Tíminn - 29.08.1951, Síða 4

Tíminn - 29.08.1951, Síða 4
4. TÍMINN, miðvikudag'nn 29. ágúst 1951. 194. blaff. Sjálfstæðisbarátta Islendinga Niðurlag. Ég rek ekki þessa baráttu Jóns Sigurðssonar og eftir- manna hans hér, hún er öll- um íslendingum svo kunn. En með ævilangri baráttu hafði Jón Sigurðsson komizt svo ná- iægt markinu, að aðeins 39 árum eftir andlát hans, eða l. desember árið 1918 varð ís- land frjálst og fullvalda ríki, aðeins í konungssambandi við Danmörk. Og nú hefkt glæsilegasta menningartíma- bil í sögu þjóðarinnar. Nýtt ísland rís úr djúpi tímanna. Ný þjóð, stórhuga, framsæk- ln þjóð sækir fram á öllum sviðum. Ný gullöld er runnin upp. En hámarki sínu nær þessi hin pólitíska þróun 17. júní, 1944, þegar íslenzka lýð- veldið er formlega stofnað á pingvöllum við Öxará, þegar þjóðin fullheimtir hið ytra frelsi sitt og fullveldi. Það er glæsilegasti kapítulinn í æv- intýrinu um íslenzku þjóðina. Þeir atburðir voru annað og meira en rómantískir Jóns- messunæturdraumar. Margra alda draumur var orðinn að veruleika. Lýðveldið ísland hafði tekið sér sæti á bekk hinna frjálsu þjóða heimsins. Hrifningaralda fór um þjóð ina. í fyrsta skipti í langan tíma, já, kannske í fyrsta skipti í allri sögu þjóðarinn- ar, komu íslendingar nú fram sem ein þjóð, samhuga þjóð. Þann dag voru engir flokkar, engar stéttir, engir lærðir eða leiknir, engin alþýða og yf- irstétt, aðeins ein samhuga þjóð. Slík augnablik, helguð af himinsins náð,.koma að- eins sjaldan fyrir i lífi hverr- ar þjóðar, því miður, b'd að þau ern ætíð og nokkurs kon- ar vígsla, vígsla til nýrrar og betri framtíðar, vígsia til nýrra og stærri hlutverka. 17. júní árið 1944 var þessi litla þjóð vígð sem fullgildur aðili í samfélagi hinna frjálsu þjóða heimsins. Kolbíturinn var risinn úr öskustónni. — Helga dóttir karls í koti fékk nú að njóta verðleika sinna Þyrnirós prinsessa var vökn- uð. — 17. júní. — Það er einhver söngr.r og hrynjandi vorsins í þessum tveimur orðum. eitt- hvað fagnaöarríkt — einhver uppfyhing gamalla vona og tírauma. Og vér skulum hafa það til marks, að þegar 17. júní snertir enga strengi í hjörtum vorum, bá erum vér farm að gleyma því, sem vér m. egum aidrei gleyma. Vér er- um farin að gleyma þvi, hvern ig þjóð glatar frelsi sínu — og vér erum farin að gleyma hvernig hún vann það aftur. Hún vann það ekki með tóm- læti, ekki með sundrungu, því síður með blóðsúthellingum. Hún vann þaö með samvinnu og félagslegri þróun. Og ef 17. júní á í framtíðinni að- eins að vera dagur kaldra ytri fcrma, dagur inrihaldslausr- ar venju, þá hefir eitthvað kólnað í oss sjálfven. og vér er um snauðari eftir en áður. 17. júní á að vera alltaf nýr, eins og vorið, eins og lifið sjálft. Vér eigum að kasta flokksvi‘4j unum og vera að minnsta kosti þennan eina dag ársins ein, samhuga þjóð. Og nú kemur 17. júní enn einu sinni til vor, og vér minn umst 7 ára afmælis ísienzka lýðveldisins. Sj álfstæðisbar- áttunni út á við er lokið en vér prum enn í miðjum hlíð- Kæða cfíir Ilannes J. Magniísson skóla- stjóra, flntt á Aknreyri 17. jóní 1951 um í hinni innri sjálfstæðis- baráttu. — „Sá einn er sterk- ur, sem staðið getur einn“ — segir Ibsen einhvers staðar. Nú bíður oss það mikla hlut- verk að læra að standa einir. Og þá vil ég minna á fjárhags legt sjálfstæði þjóðarinnar sem grundvallarskilyrði fyr- ir varanlegu sjálfstæðj voru í framtíðinni. Það er kann- ske nokkuð, hversdagslegt um ræðuefni á hátíðastund að tala um sparnað og eyðslu, framleiðslu og útflutning, en þetta eru þó hlutir, sem eru nátengdir sjálfstæði voru í nú tíð og framtíð. Næsta skrefið í sjálfstæðisbaráttu vorri hlýt ur að vera það, að tryggja fj árhagslegt sjálfstæði vort. Og sjálfstæðinu fylgja ekki aðeins réttindi, heldur skyld- ur. Sjálfstæðið er enginn svæfill til að hvílast á, þaö er aðeins'vegur inn í nýjan og betri heim, ef vér viljum og kunnum að ganga hann. Því er kjörorðið í dag eklci aðeins meiri þægindi, styttri vinnutími, hærra kaup, meiri innfutningur, o. s. frv. Held- ur meiri vinna, meiri fram- leiðsla, meiri útflutningur, fleiri menn til framleiðslu- starfanna, meiri sparnað, meiri ræktun, fleiri skip, fleiri verksmiðjur. Já, svona ver- aldlega hluti verðum við einn ig að tala um í dag, af því að það eru margar stoðir, sem þurfa að renna undir sjálf- stæði lítillar þjóðar. Yfirbygging þjóðfélagsins er orðin of mikil, en grunn- urinn of veikur, en grunnur- inn er framleiðslan, vinnan, grunnurinn er bændurnir, verkamennirnir, sjómennirn- ir og iðnverkafólkið, fólkið, sem skapar verðmæti. Af öllu þessu vil ég þó leggja sérstaka áherzlu á ræktun landsins. Þar eigum við mesta framtíð, mest verkefni. Þjóð, sem býr yfir mikilli ræktunarmenn- ingu, hefir skilyrði til að verða mikil og sterk menningarþjóð. Ræktun er uppalandi, mold- in er menningargjafi. Og framtíðinni á sviði verklegra framkvæmda er að rækta landið. Sveitirnar eiga aftur að fyllast af lífsglöðu og starf andi fólki. Þegar Friðrik 8. kom á brún Hellisheiðar og horfði yfir Suðurlandsundirlendið mælti hann: Hér gæti verið heilt konungsríki. Það má margfalda íbúatölu sveitanna frá því sem nú er, því að við lifum enn í lítt numdu landi. Já, ísland er auðugt land, það getur verið eitt hið mesta matarforðabúr heimsins, ef öll skilyrðj eru nýtt. Við get- um orðið fjárhagslega sjálf- stæð þjóð, ef við erum að sama skapi hagsýn og atorku söm þjóð, eins og við erum menntuð þjóð og gáfuð þjóð. Þeir erfiðleikar, sem við eig- um nú við að búa, eru svo smávaxnir í samanburði við allar þær hörmungar, sem þjóðin hefir orðið að þola og komizt út úr, að þar eiga eng ar harmatölur við. Allt víl og vol er eitthvað svo óíslenzkt. Og við skulum sreyna að þurrka út úr lífi okkar allt nöldur. Annað hvort er íslend ingurinn með eða á móti hlut unum, annað hvort heill í and stöðu eða fylgi, aldrei hálfur, aldrei falskur, aldrei spark- andi skóinn niður af samferða manni sínum, því að þannig eiga frjálsÞ menn í frjálsu landi ekki að lifa saman. „Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma“, slíkt á ekki að vera hægt að segja um oss íslendinga, svo stórbrotin og mikilfengleg er vagga vor, og þó, þó finnst oss stundum hið opinbera líf ákaflega lág- fleygt, og þá ekki sízt stjórn- málabaráttan. Kannske er það missýning. En ekki er ég viss um, að Jón Sigurðsson hefði verið ánægður með hana, e ns og hún er. Mér dettur í hug, að hanri hefði á ný hvesst sjónir inn í framtíðina, og sett þjóð sinni ný og mikil takmörk til áð keppa að og reynt að sam- eina hana um það. Dr. Sigurður Nordal segir einhvers staðar í Áföngum sínum: „Okkur vegnar bezt með tak mark í huga, sem við getum aldrei náð, en er samt þann- ig háttað, aö það gerir hvért spor í áttina að sjálfstæðu tak marki.“ Þannig er það með sjálfstæðisbaráttu vora. Hver hektari af nýræktuðu landi, hvert skip, sem bætist í flof- ann, hver menningarstofnun, sem rís af grunni, hvert sam- i eiginlegt menningarátak, er spor í áttina til meira og traustara sjálfstæðis inn á við. Og þó er ef til vill ótal- ið það, sem mest er um vert, meira en allt þetta, sem tal- ið hefir verið, en það er frelsi og fullveldi einstaklingsins inn á við. Er ég frjáls mað- ur gagnvart sjálfum mér? — Ert þú það? Leggjum vér ekki sjálfir á oss einhver bönd,sem hefta oss, draga oss niður? Jú, enginn af oss er frjáls í þessum skilningi. Og þegar vér höfum leyst öll önnur verk efni, þá bíður oss þarna mik- il og löng sjálfstæðisbarátta. Ég held, að það hafi verið þetta innra sjálfstæði, sem Sigurður skólameistari lagði meiii áherzlu á í uppeldi nem enda sinna en flest annað, o£ vona ég að sú heillafylgja skilji aldrei við þann skóla. Maður, sem er sjálfs síns þræll, er átakanleg sjón. Mað ur, sem er fullkomlega sjálfs síns herra, er farinn að nálg- ast sjálfa guöina. Þó að ég nefni þennan þátt sjálfstæð- isbaráttunnar síðast, er hann þó sá mikilvægasti. Það er heilög skylda hvers einstakl- ings, hverrar menningarstofn unar, hvers þjóðfélags að efla þetta sjálfstæði. Það er grund völlur allrar siðmenningar. Einstaklingsþroskinn er grunnurinn, sem hin háreista bygging menningarinnar hvíl ir á. Ef hann bregst, hrynur allt hitt. Þegar brugðið er skyndiljósi ytir sögu þjóðarinnar frá upp öafi til vorra daga og þegar litið er á það, hve stutt er síðan fór að vora í lífi henn- ar, er hún ævintýri líkust sú menningarþróun. sem átt hef ir sér stað hér hina síðustu áratugi. Á hálfri öld, eða minna en hálfri öld hefir þjóð in hafist úr fátækt og frum- stæöu menningarlífi og tekiö sér sæti á bekk frjálsra menn (Framhald á 7. síðu) Magnús Jónsson, formaður Fjárhagsráðs, svarar í gær lúa- legri árás, er nýlega var gerð í Þjóðviljanum og Mbl. til að ófrægja Eystein Jónsson og skyldmenni hans. Magnús segir m. a.: „I Morgunbiaðinu 23. þ. m. er löng grein undir dulnefni. — Þar stendur m. a.: „-----------eða, hvað skeði í Fjárhagsráði nýlega, þegar bág stödd kona var rekin úr starfi, en dóttir fjármálaráðherrans ráðin i hennar stað“. Út af þessum ummælum skal það upplýst, að hér mun vera átt við bráðabirgðastarf (sumar starf) við símavörzlu, og er því ekki um það að ræða, að einn né neinn hafi verið ,,rekinn“ úr föstu starfi. Þessu sumarstarfi hefir stundum verið gegnt af konu, sem annars hefir verið viö símavörzlu á Alþingi. En að þessu sinni var hún látin vita fyrirfram, að ekki myndi verða af þessu. Fólki er nú mjög fækk að í Fjárhagsráði, og átti að reyna að komast af án þess að taka aukna aðstoð, enda nær, ef einhver þeirra stúlkna, sem atvinnu hafa misst vegna fækk unar í deildum fjhr., hefði getað notað þessa bráðabirgðaat- vinnu. Vegna óvæntra forfalla varð þó að ráða símastúlkuna um nokkra hríð. - t ; Að þctta sé eitthvert hneyksli að „dóttir fjármálaráðherrans" var ráðin til þessa bráðabirgðar starfs, er svo mikil fjarstæða, að ekki er svaravert, og langt und- ir virðingu Morgunblaðsins að taka slíka lítilmennsku upp á sína arma. Á þessari jafnaðar- öld — og reyndar ávallt — mætti það alveg einstakt heita, ef börn opinberra starfsmanna ættu að vera í einhvers konar banni um að leita sér atvinnu." Þess skal svo getið að endingu, að höfundur greinarinnar, sem Magnús er að svara, er Gunnar Bjarnason ráðunautur, en ekki vildi hann þó kannast við kró- ann, heldur kallaði sig Mýra- mann. Þótt virðing Mbl. sé ekki hátt metin, er það vissulega rétt hjá Magnúsi, að það er fyrir neð an virðingu þess að birta grein eftir Gunnar. „Ármann“ ræðir hér um á- lagningu kaupmanna á kartöfl- ur og gulrófur. Bréf hans er þannig: „Fyrir seinustu helgi var ég að grennslast eftir hvort nýjar innlendar kartöflur og gulrófur væru fáanlegar í verzlunum höf uðstaðarins og hvert verð þeirra væri. Mér var sagt, að hvort- tveggja væri til og að kartöflurn ar kostuðu kr. 3,50 kgr. en gul- rófurnar kr. 5,50—6,00. Um sama leyti var mér tjáð að verzlanir borguðu framleiðendum kr. 2,50 fyrir kartöflur en kr. 3,50 fyrir gulrófur, hvorttveggja miðað við kgr. Ef þetta er rétt, er álagning verzlananna á kartöflur 40% eða ein króna á kgr. en á gul- rófur 60—70% eða kr. 2,00—2,50 á hvert kgr. Þetta er ægilega mikil álagn- ing einkum þegar þess er gætt, að vörur þessar eru keyptar eft ir hendinni, geymslukostnaður enginn né flutningskostnaður, skemmdir engar og rýrnun því engin önnur en sú, sem leiðir af sundurvigtun. Framleiðandinn afhendir vör una kaupmanninum að kostn- aðarlausu í búðardyrunum, þeg ar hann óskar. Verzlunin tekur á móti vörunum og vigtar þær í sundur eftir óskum kaupend- anna, leggur stundum til bréfa- umbúðir og tekur við andvirð- inu um leið og afhending fer fram. Vaxtakostnaður enginn né lánsáhætta. Kosti þetta eina krónu og upp í hálfa þriðju krónu á hvert kgr, er það óhóf- lega dýr þjónusta. Verzlunarstéttin, sem nýlega hefir verið selt sjálfdæmi um verðlagningu flestra vara, ætti sannarlega að minnast þess, að henni ber að sýna það, að hún verðskuldi traustið og sé þeim vanda vaxin að hafa á hendi verðlagningarvaldið á almenn- um nauðsynjum í landinu. Við- skiptamennirnir þurfa nú, öllu fremur en áður, að veita verð- la^Jnu fulla athygli sína og skapa aðhald eða vörn gegn því, að þeir, sem álagningarvaldið hafa, fari fram yfir hófleg mörk mn tekjuöflun fyrir sjálfa sig“. Starkaður. Bifreiðaeigendu I « ♦♦ ♦♦ « Eftirleiðis tökum vér að oss viögerðir á öllum teg- p undum bifreiða. — II H.F. RÆSIR Skúlagötu 59. 8!ö8K»8ssí8«s:ssí::«5:í«í JiSStt I Gistihúsió á Laugarvatni 1 lokar mánudaginn 3. sept. — Notið því tækifærið. — « Gerið pantanir yðar tímanlega. — Gott berjaland. || Um leið vildum við þakka fyrir viðskiptin á liðnu sumri. — (jtitikúAii iaucjatCatHi SSSSSiSSiSiSiÍSiSiSSSSSÍSSSSSiSiSSSS Auglýsingasími Tímans: 81300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.