Tíminn - 29.08.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.08.1951, Blaðsíða 5
194 blað. TÍMINN, mlðvikudasr'nn 29. ásrúst 1951. 5. MiSvikud. 29. fígúst Eftir „friðarmótið“ í Berlín í þessari viku koma heim ungkommúnistar þeir, sem sóttu hið svokallaða friðar- mót kommúnista í Berlín. Mú búast við, að Þjóðviljinn verði fleytifullur af frásögnum af Berlínarmótlnu næstu daga, og láti mikið af þeim „friðar- vilja“, er þar hafi komið fram. Jafnframt er ekki ósennilegt, að „friðarviljinn", sem ungl- ingunum hefir verið innrætt- ur, fari að sjást í verki. Öllum fréttum, er borizt hefir frá þessu Berlínarmóti, ber saman um, að það hafi verið vel á svið sett. Það hafi jafnvel tekið fram slíkum mót um, er nazistar héldu á sinni tíð og þóttu þeir þó snillingar í allri áróðurstækni. Sjálfsagt má því teija, að mótið hafi haft mikil áhrif á hina að- komnu unglinga, er fyrir fram voru líka búnir að meðtaka hinn kommúnistíska átrúnað. Hitt er svo annað mál, hvort mót^ð haíi styrkt „friðarvilja“ þeirra. Það var að vísu talað mik ið um frið á mótinu. Annað umtalsefni var þó meira á- berandi. Það var ákafur og hatursfullur áróður í garð lýð ræðisríkjanna. Þau voru ásök uð fyrir striðsæsingar og á- rásarfyrirætlanir. Forustu- menn þeirra voru svívirtir á allan hugsanLegan hátt. Há- marki sínu náði þessi áróður, er borin var um götur mynd af Truman forseta, hang- andi í gálga. Það átti að sýna verðskuiduð endalok hins versta stríðsæsingamanns, er reynt var að innræta ungling unum, að nú væri uppi. Slíkur áróður sýnir vissu- lega ekki friðarvilja. Áróður, sem miðar að því aö vekja hatur til andstæðinganna og rangtúlkar fullkomlega fyrir ætlanir þeirra, miðar vissu- lega að allt öðru en að efla f riðarhugs j ónina. Hann er^ þvert á móti undirbúningur undir styrjöld, fluttur í því skyni að auðveldara verði að réttlæta hana. Þegar málin eru krafin til mergjar, verður því Berlínar- mótið ekkert friðarmót, held ur eitt mesta eða mesta stríðs æsingamct, er haldið hefir ver ið. Friðarhjalið er aðeins haft að yfirvarpi, en aðaltilgangur inn er að vekja hatur og fjand skap gegn andstæðingunum. Ræður þær, scm aðalmenn Austur-þýzka leppríkisins fluttu á mótinu, gáfu líka vel til kynna, að unglingarnir, sem kvadd'r höfðu verið frá Vestur-Evrópu til Berlínar, áttu þangað annað erindi en að gegnsýrast af friðarvilja. Það var ein aðaluppistaðan í ræðum þeim Ulbrichts og Grotewolhs, að einn mikil- vægasti þáttur friðarbarátt- unnar værj fólginn í því, að reyna að hindra varnir lýð- ræðisríkjanna á allan rátt. Hverskonar skemmdarverk væru leyfileg í því markmiði. Almennur grunur er það, að þessi friðaráróður hafi þó verið enn meiri ástundaður á bak við tjöldin, því að ekki hafi þótt heppilegt að láta ERLENT YFIRLIT: Eru Mao og Staiin ósammála? \vb* orðirómur um ágreining milli Kía- verskra oj»' rússneskra komiminista Eins og sakir standa, ríklr full óvissa um það, hvort vopnahlés viðræðurnar í Kaesong eru falln ar niður fyrir fullt og allt. Fulltrúar kommúnista tilkynntu fyrirvaralaust 22. þ. m., að um- ræðunum væri hætt, þar sem bandarísk flugvél hefði nóttina áður gert árás á hlutlausa svæð ið í Kaesong. Fyrst í stað mátti helzt á fulltrúum kommánista skilja, að umræðunum væri hætt fyrir fullt og allt, en síðar létu þeir koma í ljós, að þeir myndu halda þeim áfram, ef S. Þ. bæð- ust nógu rækilega afsökunar og tryggðu, að slíkir atburðir endur tækju sig ekki. Af hálfu yfir- hershöfðingja S. Þ. hefir þvi verið svarað, að ekki sé þörf neinnar afsökunarbeiðni, þar sem engin árás af hálfu flug- véla S. Þ. á Kaesongsvæðiö hafi átt sér stað og geti því ekki ver ið um annað að ræða en upp- logna árás eða árás, sem komm únistar hafi sjálfir gert. Sé þetta atriði nú rannsakað og upplýst til hlítar. Af hálfu kommúnista er því nú svarað, að ekki sé aðeins kunnugt um eina árás amerískr ar flugvélar á aðseturstað samn ingamanna kommúnista um- rædda nótt, heldur um þrjár árásir. Ósamhljóða ágizkanir. - Á þessu stigi er erfitt að spá því, hver endirinn verður á þess ari deilu. Báðir aðilar virðast sitja fast við sinn keip. Af hálfu samningamanna S. Þ. þykir ó- ráðlegt að láta nokkuð undan, þar sem þeir hafi réttinn sín meginn, og undanlátssemi gæti aðeins orðið til þess að komm- únistar færðu sig upp á skaftið. Miklar getgátyr eru um það, hvort fyrir kommúnistum hafi vakað að slíta viðræðunum end anlega eða að beygja fulltrúa S. Þ. til vissrar undanlátssemi, svo að þannig liti út, að komm únistar hefðu sterkari taflstöðu en andstæðingarnir. Talið er, að forráðamenn kínversku kommúnistana telji það miklu skipta, að sá blær sé á samning unum, að þeir hafi ekki neyðzt til samninga. Eins og kunnugt er, frestuðu fulltrúar S. Þ. viðræðum um skeið, eftir að kommúnistar höfðu gert sig seka um hlutleys isbrot á Kaesongsvæðinu. Vera má, að fulltrúar kommúnista hafi talið það styrkleikamerki að leika svipsðann leik. Framtíðin sker úr þvi, hvað er hæft í þessum getgátum. Deila Rússar og Kínverjar um Kóreu? Umrætt hlé eða stöðvun á viðræðunum í Kaesong hefir orð ið til þess að orð'rómurinn um ágreining milli kinverskra og rússnesljra kommú.nista he í’r aukizt á nýjan leik. Þær ágizkanir hafa fengið meiri bvr í segiin, að Malik hafi verið látinn bera fram tillögur Rússa um vopnahlésviðræður í Kóreu, að Kínverjum forspurð- um. Af þeim ástæðum liafi Kín verjar sýnt tregðu í því að svara tiiboði Ridgways um vopnahlés viðræður, er hann bar það fyrst fram. Sitthvað bendir til þess, að það gæti samrýmst fyrirætlun um Rússa að sinni, að vopna- hlé tækist í Kóreu. Hins vegar viröast Kínverjar telja sér vafa saman hag að því, nema því fylgdu samningar, er færðu þeim ótvíræðan ávinning. Margt bend ir til, að Kínverjar teldu æski- legast, að Rússar veittu þeim svo öfluga hjálp, að her S. Þ. gæti ekki haldizt við í Kóreu. Rússar virðast hins vegar hafa lítinn áhuga fyrir því að lenda þannig í beinni stríðsþátttöku í Asiu. Þá er og ekki ósennilegt, að nokkur keppni sé milli Rússa og Kínverja í Kóreu. Núv. ráða- menn Norður-Kóreu eru hlið- hollir Rússum. Ef kínverski her inn færi úr landi, er liklegt, að Rússar næðu þar mestum ítök- um á ný. Kínverjar munu hins vegar geta treyst yfirráð sín þar ,ef her þeirra dvelst þar áfram. Þess vegna er ekki víst, að forsprakkar kinverskra kommúnista hafi eins mikinn áhuga fyrir brottflutningi er- lends hers frá Kóreu og þeir vilja vera láta. Maoisminn. Ýmislegt hefir kómið fram í seinni tið, er sýnir, að kínversk ir kommúnistar ætla sér en ekki rússneskum kommúnistum for- ustuna i Asiu. Þetta hefir ekki sízt komið í ljós í sambandi við 30 ára afmæli kínverska komm únistaflokksins, er haldið hefir verið í sumar. í hinum mörgu afmælisgreinum hefir hvað eftir annað verið talað um Maoism- ann og sagt, að hann fullkomn hann vera of áberandi. Komm únistum er ljóst, að áróð-! ur þeirra hefir ekki haft næg : áhrif í þá átt að draga úr j varnarhug almennings. Þá er . ekki annað úrræði eftir en að grípa til hinna gamalkunnu starfshátta, skemmdarverk- anna. Það mun bráðlega sjást, hvort þessi grunur um raun- verulegan tilgang Berlínar- mótsins reynist réttur. Víst má það líka teljast, að komm únistum mun misheppnast þessi starfsemi, ef þeir grípa til hennar. Lýðræðisþjóðirnar þekkja þessa starfshætti þeirra frá gamalli tíð og munu verða' nægilega á varðbergi. Hér skal engu um það spáð, hvert erindi íslenzku ungkom múnistanna til Berlínar hefir verið. Vel má vera, að ferð þeirra hafi aðeins verið farin sem einskonar pílagrímsför. Hitt er hins vegar ekki úti- lokað, að þeir hafi jafnframt fengið leiðbeningar um, hvern ig þeim bæri að haga starfs- háttum sínum hér. Margt bendir til þess, að forsprökk- um kommúnista hér sé það sérstaklega í mun að koma af stað misklíð og skærum milli landsmanna og varnar- hersins, er hér dvelur.' Hver smáárekstur er a. m. k. blás- inn upp í Þjóðviljanum líkt og heimsviðburður. Kommún istum getur verið það í lófa lagið að fjölga slíkum árekstr um. Með þessu er það þó ekki sagt, að þeir hafi það í hyggju, en bezt er að hafa á öllu gát. Kommúnistum er það vissu- lega ekki ofgott að aúglýsa friðarviljann sinn og valdhaf anna í Muskvu. Meðan þeir halda sig við áróður einan saman, eru þeir ekki hættu- legir, því að i lýðræðislönd- um hafa þeir ekki aðstöðu til að vera einir til frásagnar. Þar geta menn greint gegnum blekkingarnar, svo að það verða aldrei nema fáar ein- faldar sálir, er ánetjast. Hins vegar horfir málið öðru vísi við, ef fylgja á fyrirmælum Ulbrichts og Grotewohls. Von andi reynast islenzkir komm- únistar svo hyggnir, að láta ekki slíkt henda sig. MAO TSE-TUNG aði kenningar Marx og Lenins. Það hefir verið talað þar um marxisma, leninisma og mao- isma, en nær aldrei minnzt á stalinisma, er rétttrúaðir komm únistar telja nú allra isma fremstan. f greinum þessum hefir og oft verið komizt svo að orði, að rússneska byitingin væri fyr irmynd byltingar í borgaralegu þjóðfélagi, en kínverska bylt- ingin væri fyrirmynd byltingar í nýlendurikjum eða ríkjum, er væru að vaxa upp úr nýlendu- áþján. Þetta þýðir nánara sagt, að það eigi að taka kínversku kommúnismann til fyrirmyndar í Asíu, en ekki rússneska komm únismann. Stalin gleymdist. Þann 1. þ. m. var haldinn dagur kínverska kommúnista- hersins. í tilefni af því voru gef in út ekki færri en 13 ávörp. 1 (Framhald á 6. siðu) Raddir nábúanna í forustugrein Alþýðublaðs- ins í gær er deilt á þá stefnu bæjarstjórnarmeirihlutans að þenja bæ'nn út í stað þess að fcyggja upp gömlu bæjarhverf in. Alþýðublaðið segir m. a.: „Sambyggingar eru hús fram tíðarinnar. Þær draga stórkost iega úr byggingarkostnaðinum bæði fyrir einstaklingana og bæjarfélagið og koma í veg fyrir óþarfa fjársóun eftir að samastaðurinn er fenginn. Og það er alger misskilningur, að sambyggingarnar séu lakari bústaðir en einbýlishúsin. fs- lendingar eru ekki svo ólikir öðrum þjóðurn, að þeir sætti sig ekki við sambýli eins og þær. Verkamannabústaðirn- ir hafa ekki goldið sambýlis- ins nema í örfáum tilfellum, og sama er að segja.um bæj- arhúsin á Melunum og við Skúlagötu. Og satt að segja er íurðulegt, að Reykjavíkurbær skuli ekki hafa stefnt að þvi að einskorða byggingarfram- kvæmdir sínar við sama fyrir- komulag. Bæjarfélaginu á sem sé að vera mikil þægð í því, að ibúarnir velji sambyggingar og þéttbýli í stað einbýlishúsa og dreifbýlis. Þeir, sem leggja leið sina um elztu götur Reykjavíkur, hljóta að gefa því gaum, hvað bygg- ingarstefna núverandi ráða- manna höfuðstaðarins er frá- leit. Gömlu timburhjallana á þessum slóðum ætti að rífa sem allra fyrst á skipulagðan hátt og reisa á grunni þeirra ný- tízku sambyggingar. Víða gætu með því móti hundruð manna búið i sambyggingum á lóð- um, þar sem nú húka báru- járnskofar með örfáar sálir innan veggja“. Það er vissulega rétt, að útþennsla Reykjavíkurbæjar er komin út í öfgar. Henni fylgir lika óbærilegur kostnað ur. Það þarf að fara að byggja gamla bæinn upp og eitt skil- yrði þess er sú skipan á lóða- málunum, er nýlega var rætt um í Tímanum. K.R.—Víkingur 6:0 Fimmti leikur Reykjavikur- mótsins, milli KR og Víkings, verður að teljast lélegasti leik ur mótsins. Varla voru yfir- burðir KR þó slíkir, sem mörk in gefa til l?,ynna. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, en í þeim seinni hafði KR yfir- burði og skoraði með nokkuð jöfnu millibili sex mörk. Flest um þeirra höfðu KR-ingar lítið fyrir, þeir stóðu fríir inn á markteig og þurftu ekki • nema rétt að ^spyrna í opið markið, í flestum tilfellunum. Vörn Víkings sýndi í þessum hálfleik lélegra varnarspil, en sést hefir hér á vellinum í sumar, þó að markmannin- um, Gunnari Símonarsyni, undanskidum, því hann varði oft mjög vel, og var bezti mað urinn í Víkingsliðinu og senni lega bezti maðurinn á vellin- um. Ekki verður honum kennt um, þótt hann þyrfti að sækja knöttinn sex sinnum í mark ið. Það verður að skrifast á reikning lélegra bakvarða, er kunna lítið sem ekkert í stað setningum, og uppgefinna framvarða. Þó er ekki hægt að ganga framhjá þeirri stað reynd að KR-ingar léku oft vel í þessum hálfleik, þó án þess að nokkur bæri af, held- ur var liðið jafnt. í fyrri hálfleik var leikur- inn jafn, eins og áður segir. Þá lék Víkingur undan nokk- urri golu, sem varð að strekk ingskalda, er líða tók á leik- inn. í byrjun náðu þeir nokkr um góðum upphlaupum, sem hefðu átt að gefa mörk, enda var leikur KR-varnarinnar þá ekki upp á marga fiska. En mörkin létu bíða eftir sér. Um miðjan hálfleikinn fékk Víkingur ví|;aspyrnu á KR, fyrir hvað var mér ómögulegt að sjá, og svo var víst um flesta, sem á vellinum voru. Reynir spyrnti langt yfir markið. KR-ingar fengu líka af og til tækifæri, sérstaklega Ari Gíslason, sem hann mis- notaði^ í seinni hálfleik voru það KR-ingar, sem mest voru í sókn. Hjá Víking dreif Bjarni Guðnason nokkrum sinnum upp sókn, en fremstu menn liðsins voru of lélegir til að ] geta notfært sér það. Fyrsta mark KR skoraði Hörður Ósk arsson úr þvögu, sem mynd- aðist eftir horn. Næsta mark skoraði Gunnar Guðmanns- son úr vítaspyrnu, sem senni- lega var uppbót á vítaspyrn- una, sem dæmd var á KR í fyrri hálfleik. Það er hart þegar dómarar eru að dæma harðasta brot fyrir litlar sem engar sakir. Það er leiðinlegt að sjá dómara með „víta- spyrnudellu", en því miður hefir Ingi Eyvinds oft verið haldinn þeirri „dellu“. Þriðja mark KR skoraði Hörður Ósk arsson, en þrjú síðustu skor- aði Ólafur Hannesson. Ólafur komst þó ekki í gang fyrr en hann var búinn að brenna af fyrir opnu marki, af tveggja metra færi, þá fyrst vaknaði hann til lífsins, og varð mark gráðugur, og það bar fyrr- nefndan árangur. Næsti leik- ur verður milli Fram og Vals og verður það úrslitaleikur- inn í rnótinu. Ef Valur vinn- ur hefir liðið sigrað i mótinu. Verði aftur á móti jafntefli, verður Valur að leika til úr- slita við KR, en vinni Fram verður liðið að leika á móti KR. Stigin standa þannig, að KR hefir 4 eftir 3 leiki. Valur 3 og Fram 2 eftir 2 leiki og Víkingur 1 stig. H. S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.