Tíminn - 22.09.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.09.1951, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn e—-------------------------- Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 8130-3 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, Iaugardaginn 22. september 1951. 214. blað. Síðasti Rússinn slapp með á- minningu Samkvæmt upplýsingum, scm blaðið féltk í gærkveldi frá Alfreð Gíslasyni, bæjar- fógeta í Keflavík, lauk máli síðasta rússneska síldve'ði- skipsins, sem tekið var í land helgi, i gærkveldi. Bæjarfégetinn kvaðst hafa farið með málsskjöl n eftir hádegj í gær til dóms- málaráðuneytisins og hefði ráóuneytið ákveðið að höfða ekki mál heldur sleppa skip- j stjóra skipsins með áminn- ; ingu en greiða verður hann BÆNAHUSIÐ A NUPSSTAÐ & í; „ ■ .-"Flipl hl / : f f,: , íl . ii ' ta ;«*■ Z fi Bifreið steypist út af brúnni á Rauðalæk Tvo niemi, sem í heimi voru, saknði ekki Frá fréttaritara Tímans í Holtum. Rétt cftir hádegi í gær steyptist vörubíll úr Rangárþingi út af brúnni á Rauðalæk og féll niður í farveginn með tveim- ur mönnum í. Var það allkátt fall, en eigi að síður siuppu báðir mennirnir lieilir á húfi. Bifreiðin, L-178, eign Þor- steins Runólfssonar á Beru- stöðum x Ásahreppi, kom austan veginn. Var í henni með Þorsteini Guðmundur Hannesson á Arnkötlustöðum, og ók hann bifreiðinni. mennina, sem í því voru, sak aði ekki. Annar þeirra hróml- aöist aðeins örlítið á hendi, en á hinum sá alls ekki neitt. — Bifreiðin er aítur á móti mjög sködduð. allan sakai'kostnað. Skipstjóri hafði ekki greitt þann kostnað í gærkveldi, og lá enn úti fyrir Kcflavík. í máli skipsins, sem strauk frá netunum hef.xr ekkcrt gerzt. Bæjarfógetinn í Kefla vík tók skýrslu af skipverj- um á Andvará, sem sagði til skipsins, en síðan var rúss- neskum yfirvöldum tilkynnt um netin. Á skipið þá um það að velja að sækja netin og ganga undir dóm eða missa- þau að öðrum kosti. Mál skipherrans á Tung- us kemur fyrir í dag kl. 1 en þá flytur verjandi hans, vörn sína. Gert við brúna á Fjarðará Frá fréttaritara Tímans Borgarfirði eystra. Vinna er hafin við uppfyll- ingu að Fjarðarárbrú, er skemmdist um mánaðamótin. Fyllt verður upp í farveg þann, er áin gróf sunnan brú arinnar. Er dýpt farvegarins allt að fimm metrar og breidd in fimmtán til tuttugu metr- ar. — Árni Pálsson, verkfræðing- ur hjá vegagerðinni, kom hér fyrir síðustu helgi, og taldi hai'-n brúna færa öllum minni bifreiöum, en nánari athug- un mun fara fram á burðar- þoli brúarinnar. — Fjarðar- árbrú er 42 metra löng, byggð árið 1945. — Lokið hirðingu í Borgarfirði eystra Frá fréttaritara Tímans Borgarfiröi eystra. Síðustu þrjá daga hefir ver ið þui'rkur og mikið náðst af iéyjum, og munu flestir hafa hirt upp í gær. Heyskapur er þó enn léleg- ur, þótt eitthvað gæt’i rætzt úi, ef tíð verður hagstæð fram yfjtr mánaðamótin. Fiskilaust er hér, nema helzt á dýpstu miðum, sem héðan eru sótt. Teikning cftir Þjóðverjann dr. Haye Hansen únasteinn frá Núpssta sendur þjóðminjasafninu Nú fyrir nokkrum dögum voru sænskir ferðamenn staddir að Núpsstað í Fljótshverfi, og komu þar auga á laglegan stein við bænahúsið. Höfðu þeir ágirnd á síeininum og vildu hafa hann með sér til Svíþjóöar. Fallið hálfur fimmti metri. Er bifreiðin kom að bi'únni, rakst hún af einhverjum á- stæðum á handriðið og braut það aö nokkru, en steyptist síðan yfir það og niður í far- veginn, og var falliö hálfur fimmti metri. Húsið brotnaði, sá ekki á mönnunum. Húsiö á bifreiöinni brotn- aði og liðaðist sundur, en lagðist þó ekki saman, en Frumsýning á Lénharði fógeta verður í kvöid í kvöld verður frumsýning á Lénharði fógeta eftir Einar H. Kvaran í þjóöleikhúsinu, og verður leikstjóri Ævar Kvar- an, sem jafníramt leikur fógetann. Hannes bóndi á Núpsstaö og þýzki fornleifafræðingur- inn og málarinn, dr. Haye Han sen, sem þar var staddur og sá, að hér var um allmerkan grip að ræða, vildu hins veg ar ekki, að ferðafólkið hefði steininn á brott með sér, og verður hann nú sendur þjóð- minjasafninu hér. Máðar og fornlegar rúnir. Á steini þessum voru nefni- lega máðar og foi'nlegar rún ir, sem fornleifafi'æöingur- inn gat þó ekki að svo stöddu lesið, sökum þess hve slitnar þær voru orðnar, auk þess sem brotiö var af steininum. Bænahúsið, þar sem steinn inn var, er gamalt, og er lík- legt, að þessi staður hafi ver ið tengdur lcristninni í land- inu frá elzsu timurn hennar hér. Kann að vera. að steinn þessi sé allmerkur, ef rúnir þær, sem á honum eru, reyn- ast fornar. Aðrir leikendur verða Jón Aöils, Þóra Borg, Valur Gísla- son, Elin Ingvarsdóttir, Gest- ur Pálsson, Róbert Arnfinns- son, Valdimar Lárusson, Yngvj Þorkelsson, Karl Sig- urðsson, Klemenz Jónsson, Arndis Bjöi'nsdóttir, Gerður H. Hjörleifsdóttir, Lúðvík Hjaltason, Haraldur Adolfs- son, Guðmundur Pálsson og Loftur Magnússon. 160 sýningar áður. Lénharður fógeti var fyrst sýndur af Leikfélagi Reykja- víkur um jólin 1913. Upp úr því var leikurinn sýndur tutt ugu sinnum í Reykjavík. — 1918—1919 var hann sýndur tólf sinnum í Reykjavik. Enn var hann tekinn til sýningar hér 1929—1930 og 1943—1944. Auk þessa hefir hann verið sýndur á Akureyri þrívegis, tvisvar á Akranesi, á ísafirði, Sauðárkróki, Dalvík, Siglu- firði, Vestmannaeyjum, Eyr- arbakka, í Hrunamanna- hreppi og Winnipeg. — Alls eru sýningar á Lénharði fó- geta orðnar 160, áður en þjóð leikhúsið byrjar nú að sýna leikinn. Ibúðarhús flutt 35 km 30 hindranir á veginum Á miðvikudagskvöldið var Iagt af stað frá Ósabakka á Skciðum með einkcnnileg- an flulning — sem sé sex- tíu fermetra timburhús með risi. Var ferðinni heitið um þrjátíu og fimm kílómetra leið að Selfossi. Hafði Sig- urjón Jóhannsson, bifvéla- virki á Selfossí, keypt húsið af Sveini Gestssyni á Ósa- bakka, er nú hefir reist sér nýtt ibúðarhús. Við flutninginn var margt manna, og er gert ráð fyrir, að hann hafi kostað um átta þúsund krónur. Var verið í 7—8 klukkusíundir með hús ið í sjálfum flutningnum, en á leiðinni voru eigi færri en þrjátíu hindranir af ýrasu tagi — þröngar brýr, þar sem lyfta varð húsinu yfir handriðin, símalínur og rafmagnslínur, sem varð að taka niður, og fleira, er til trafala var. Voru bæði raf- virkjar og símamenn í för- inni. — Nú verður húsinu komið fyrir á nýjum grunni að Selfossi. — Varð undir g'ang- stéttarhciSn og niciddist Urn klukkan 1,30 í gær vildi svo til ,að drengur, sem var á gangi fyrir utan húsið Bankastræti 12, varð undir gangstéttarhellu með fótinn og meíddist. Hellan hafði ris ið á rönd við húsvegginn og féll á fót drengsins. Var hann fluttur á Landsspitala og kom i ljós, að hann var tábrotinn. Eftir læknisaðgerð var hann fluttur heim. Dreng urinn heitir Bragi Gai'ðars- son, Lönguhlíð 23. Ellefu farast í járnbrautarslysi í Bretfandi Hraðlestin frá Liverpool til London fór í gærmorgun út af sporinu i Mið-Englandi og valt niður sex metra háá brekku. Ellefu menn létu lífið en rúmlega fimmtíu meidd- ust svo mikiö, að flytja varð þá i sjúkrahús. Sumir þeirra eru mjög alvarlega meiddir og jafnvel í líl'shættu. Rússneski síldar- flotinn í miðjura Faxaflóa Meginhluti rússneska sild veiðiflotans hér við suðvest- urlandið er nú kominn inn í miðjan Faxaflóa, og máttl gerla sjá skipin úr landi af Suðurnesjum í gær eða jafn vel af Seltjarnamesi. Halda skipin sig þar skammt fyrir utan landhelgi. Það er þó að sjálfsögðu allt annað en fagnaðarefni fyrir síldveiði- sjómenn að hafa svo stóran flota í nábýli á miðunum enda nógu þröngt fyrir. Ágengni rússneska veiði flotans cr okkur íslending- um að mörgu leyti holl lexía, og vonandi vakna menn til raunhæfari aðgerða í land- helgismálum. Þessi ágengni sýnir að menn geta ekki einu sinni vænzt þess, að stórþjóð eins og Rússar vilji hlíta þeim reglum, sem þeir setja öðrum þjóðum og ætla öðr- um þjóðum minni rétt en sér sjálfum, þar sem þeir verja með oddi og egg 12 mílna landhelgi sína en geta ekkj séð okkar þriggja mílna landhelgi i friði. Þetta sýnir einnig, að verði grunnmiðin ekkj tryggð íslenzkum fiski- mönnum og síldveiðiskipum, getur svo farið að þeim verði jafnvel bolað burt af sínu eigin landgrunni af stórflot- um erlendra þjóða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.