Tíminn - 22.09.1951, Blaðsíða 5
5.
214. blað.
TÍMINN, laugardagiiin 22. september 1951.
Umhyggjusemi
borgarsfjórans
Þa'ð virðist eins og borgar-
• stjórinn í Reykjavík hafi haft
áhyggjur nokkrar meðan
hann dvaldi á Spáni og í
Miklagarði. Á fyrsta bæjar-
stjórnarfundinum eftir heim
komuna hefir hann séð á-
stæðu til þess ao gefa tvær
langar yfirlýsingar eftir því
sem Mbl. segir í gær. Önnur
yfirlýsingin fjallaði um Mikla
garðsferðina, en hin um fjár
reiður bæjarins. Sameigin-
legt við báðar þessar yfirlýs-
ingar er það, að þær eiga að
afsaka aukaniðurjöfnunina
og brotthlaup borgarstj órans
. frá því, að koma því máli í
höfn.
Yfirlýsingar borgarstjórans
bera það með sér, að lítið
virðist hann sjálfur eða þjóð
in hafa grætt á Miklagarðs-
förinni, þótt hann hafi varið
til hennar ekki minna en 25
dögum samkvæmt dagpen-
ingareikningi þeim, er hann
segist hafa gert. Hinsvegar er
augljóst, að borgarstjórinn
hefir grætt verulega á dvöl-
inni hjá Franco, þótt hún
tæki styttri tíma eftir því,
sem borgarstjóranum segist
frá.
Hér verður ekki farið að
ræða um stj órnarhætti
Franco, enda mun borgar-
stjórinn ekki hafa verið að
hnýsast neitt í þá. Hinsvegar
hefir það þó ekki farið fram
hjá honum, að Franeo leggur
mjög mikið kapp á þann á-
róður, að enginn stjórnandi
í veröldinnj sé meiri vinur
verkamanna en hann og eig-
inlega allt, sem hann gerir,
sé gert til hagsbóta fyrir
verkalýðinni. Annað mál er
það, að spánski verkalýður-
inn virðist ekki leggja of-
mikla trú á þennann áróður
hans.
Úti á baðströndinni á
Spáni hefir líka það ljós
runnið upp fyrir borgarstjór
anum vegna hvers hann og
íhaldið réðust í aukaniður-
jöfnunina. Það gefur að líta
á annari síðu Mbl. í gær, en
annars er það einkasíða
Bjarna Benediktssonar. Þar
stendur með stórum stöfum
fyrirsögn, er nær yfir alla
síðuna: Afstaða minnihluta-
flokkanna þýddi í verkj stór-
felldar uppsagnir verka-
manna.
Þarna hafa menn þá skýr-
inguna, ísem borgarstjórinn
/ann á spönsku baðströnd-
inni: Aukaniðurjöfnunin staf
ar af umhyggju fyrir verka-
mönnum. Annars hefði orðið
að segja- þeim upp atvinn-
unni. Framsóknarmenn og
aörir vondir menn voru á
móti aukaniðurjöfnuinni
vegna þess, að þeir vildu láta
níðast á verkamönnum.
En eru nú þetta haldbetri
rök en rökin hans Franco,
þegar hann er að lýsa verka-
lýðsumhyggju sinni? Borgar
stjórinn gengur nefnilega út
frá því, að eigi eitthvað að
spara hjá bænum, þá eigi að
byrja á því að segja upp
verkamönnum. Framsóknar-
menn og aörir þeir, sem líkt
líta á málin, halda því hins-
vegar fram, að það eigi að
byrja á því að uppræta ýmis
konar sukk og óreiðu hjá
ERLENT YFIRLIT:
Kjör franskra verkamanna
Hversvegna fengu kommiínistar 5 millj
aitkvæða í selimstu þmgkosningnm?
f þingkosningunum, er fram
fóru í Frakklandi í sumar,
fengu kommúnistar um fimm
miljónir atkvæða. Þetta var
um 500 þús. atkvæðum færra
en kommúnistar fengu í næst
seinustu kosningum. Eigi að
síður verður þetta fylgi komm
únista taliö ískyggilega mikið
í landi, þar sem almenningur á
þess kost að fá sannar upp-
lýsingar um ástandið austan
járntjaldsins.
Hinn kunni brezki blaða-
maður, Alexander Werth, hef-
ir í tilefni af þessu tekið sér
fyrir hendur að rannsaka
helztu ástæðurnar, er studdu
að þessu fylgi kommúnista.
Hann hefir fyrir nokkru ritað
greinaflokk um þessar athug-
anir sínar og birt hann í ensk
um blöðum. 1 greinum sínum
styðst hann að miklu leyti við
upplýsingar, er nýlega hafa
birzt í kaþólska blaðinu
„Esprit“, en þeir fjölluðu um
aðbúnað franskra verka-
manna. Blað þetta er vinstri
sinnað, en fylgir kaþólska
framsóknarflokknum að mál-
um.
Hér á eftir verður greint frá
nokkrum meginatriðum í
greinaflokki Alexanders
Werth, en þó jafnhliða stuðzt
við fleiri heimildir.
Ein milljón ákveðinna
kommúnista.
Því fer vissulega fjarri, seg-
ir Werth, að allir þeir kjósend
ur, sem greiddu kommúnista-
flokknum atkvæði, séu komm-
únistar. Það er alls ekki ó-
sennileg ágiskun, að hægt sé
aö reikna með einni miljón
eindreginna kommúnista í
Frakklandi. Fjórar miljónir
manna hafa greitt kommún-
istum atkvæði i eins konar mót
mælaskyni gegn ríkjandi á-
standi — gert það til þess að
lýsa óánægju sinni yfir kjör-
um verkalýðsstéttarinnar. Fyr
ir þessu fólki vakir það hins
vegar engan veginn að koma
á kommúnistiskum stjórnar-
háttum. Því finnst hins veg-
ar, að enginn hinna flokk-
anna hugsi um það eða vinni
að kjarabótum því til handa.
Það telur sig því helzt eiga
heima hjá kommúnistum.
Frá sjónarmiöi hlutlausra
áhorfenda, er veit um ástand
ið í Austur-Evrópulöndunum,
er þetta vissulega ekki rökrétt
ályktun. Þótt ástandið sé bágt
í Frakklandi, væri það að
fara úr öskunni í eldinn að fá
kommúnisk yfirráð. Frá sjón-
armiði manna, sem eru fullir
af grernju og óánægju, horf-
ir þetta öðruvísi við. Þá hugsa
menn ekki alltaf rökrétt.
Hörmulegur aðbúnaður.
Kjör franskra verkamanna
eru tvímælalaust langt um
lakari en þau, sem verkamenn
í Bretiandi og á Norðnrlönd-
u:n búa við. Ófaglærðir verka -
menn hafa ótrúlega lágt
kaup, þegar miðað er við verð
iagið, en meðal þeirra eiga
koinmúnistar lika mest fylgi.
Þetta er að vísu nokkuð nns-
munandi eftir atvlnnugrein-
u:n og yiirleitt hafa faglærð-
ir verk. -.menn mun bet”.\ kn.up.
Moíribluti verkamamn byr
samt vjs hina bágustu afkomu
Þetta er þó ekki nema önn-
ur hlið málsins. Það er
kannske enn verra, að verka-
mönnum finnst ao þao sé lit-
ið á þá eins og undírstétt.
Sannleikurinn er líka sá, að
stéttamunurinn er miklu
meiri í því tilliti í Frakklandi
en t.d. í Bretlandi eða á Norð-
urlöndum. Meðal yfirstéttanna
og miðstéttanna er engan veg
inn laust við, að litið sé niður
á verkamenn. Þetta skapar
minnimátarkennd hjá verka-
lýðsstéttinni, einkum þeim
hluta hennar, sem er lakast
settur.
Það bætir ekki úr skák í
þessu sambandi, að yfirleitt er
sambúð verkamanna og at-
vinnurekenda mjög slæm og
má í ekki örfáum tilfellum
kalla hana f jandsamlega.
Franskir atvinnurekendur
sýna verkamönnum sínum litla
tillitssemi og forðast allt sam
neyti við þá. Þetta ýtir undir
þann hugsunarhátt verka-
manna, sem verulega er út-
breiddur, að atvinnurekendur
líti á verkamenn sem þann
hlutinn i vélum sinum, er þarfn
ist minnstrar umönnunar.
Mikil vonbrigði.
Fyrst eftir styrjöldina ríkti
mikil bjartsýni meðal frönsku
TKOREZ,
leiðtogi fránskra kommúnista
verklýðsstéttarinnar. Hún
tn'-ði á nýja tíma. Þessar von
ir iiafa að verulegu leyti brugð
izt, enda að ýmsu leyti byggð-
ar á óraunsærri bjartsýni.
Mönnum sást yfir það, að end
urreisninni fylgdu margir erf-
iðleikar, er útilokuðu miklar
kjarabætur fyrst i stað.
Til viðbótar þessum vonbrigð
um, hefir svo klofningur verka
lýðssamtakanna komið. Það
hefir gert þau stórum áhrifa-
minni í átökum við atvinnu-
rekendur. Þetta eykur á von-
leysi og vantrú verkamanna.
Þeim finnst stétt þeirra eiga
litla eða enga viðreisnarvon,
að óbreyttum aðstæðum.
Það er mikil yfirsjón hjá
frönsku borgarastéttinni og
flokkum hennar, að gera sér
ekki fulla grein fyrir þessu
viðhorfi verkamannastéttar-
innar og vinna að því að gefa
henni trú á sjálfa sig og hið
lýoræoislega skipulag. Þetta
skilningsleysi eða sinnuleysi
héfir ekki sízt hjálpað komrn-
únistum.
Jafnaðarmönnum hefir og
mjög mistekizt hlutverk sitt.
Nú fyrir kosningarnar var jafn
vel svo komið, að einn af
leiðtogum flokksins, Moch,
vildi gera flokkinn að miðstétt
arflokki, þar sem vonlaust
væri að vinna aftur verka-
mannafylgið. Hann beið að
vísu lægri hlut, en flokkurinn
má breyta um starfshætti á
(Framhald á 6. síðu)
Raddir nábáanna
Þjóðviljinn birti í fyrradag
grein um það, að forustu-
menn Alþýðuflokksins væru
títt í utanferðum á kostnað
ríkisins. Alþýðublaðið svarar
þessu í gær og segir:
„En hvað þá um formann
hinnar núverandi kommún-
istísku stjórnarandstöðu, Ein
ar Olgeirsson? Fór hann ekki
kostaður af opinberu fé, til út-
landa sumarið 1949, á hundrað
ára stjórnarskrárafmæli Dana,
og aftur i sumar, á Stokk-
hólmsfund norræna þing-
mannasambandsins? Jú, og
þau munu meira að segja vera
teljandi sumrin í seinni tíð,
sem hann hefir ekki verið
kostaður til útlanda af al-
mannafé og dvalið þar lengur
en flestir aðrir. Hann er til
dæmis ekki enn kominn, svo
vitað sé, úr för sinni á Stokk-
hólmsfund norræna þing-
mannasambandsins, þó að aðr
ir íslenzkir fulltrúar, sem þang
að voru sendir, séu fyrir löngu
komnir heim. Um þennan
ferðafúsa formann hinnar
kommúnistisku stjórnarand-
stöðu á það sannarlega við, er'
Þjóðviljinn segir í gær um
ýmsa aðra, að ríkisstjórnin
hafi séð hönum fyrir „mjög
tíðum og ánægjulegum hvíld-
arferðum til útlanda á almenn
ings kostnað.“
Það má vissulega ekki á
milli sjá, hvorir eru fúsari til
utanfara á kostnað ríkisins,
foringjar Alþýðuflokksins eða
foringjar kommúnista.
Ekki erindisleysa
Stórmerk tíðindi liafa
gerzt. Við höfum gengið í al-
þjóðaþingmannasambandið.
Frá þessu er skýrt í fréttum
útvarpsins, á blaðamanna-
fundi, í Morgunblaðinu og
stórri ræðu í ríkisútvarpinu.
Gunnar Thoroddsen alþm.
er kominn heim úr sinni Tyrk
landsferð. Hann kvað hafa
farið um mörg þjóðlönd, gist
skemmtistaði í Sviss, sólað
sig á baðströnd Spánar, gefið
sér góðan tíma tii hvíldar
í hinu forna Rússaveldi o.s.
frv.
Sigurður Bjarnason alþm.
birtir samtal við Gunnar í
Mbl. Ferðin virðist hafa ver-
ið skemmtileg og láta alþing
ismennirnir mjög vel yfir ár-
angri fararinnar, bæði sá,
sem fór, og eins hinn, sem
heima sat. Þetta kvað hafa
verið 40. þing þessa alþjóða-
þingmannasambands. Vefst
það fyrir mörgum meðal-
greindum alþýðumanni,
hvernig við Islendingar höf-
um komizt fram á þennan
dag, og hafa trassað 40 sinn-
um í 62 ár að taka þátt í þessu
samstarfi.
Það er ekki heldur neinn
tiltakanlegur kostnaður við
þessa þátttöku. Gunnar seg-
ist hafa fengið dagpeninga í
25 daga, en láta mun nærri
að það séu 9 þús. kr. Svo fékk
hann greiddan ferðakostnaö
fyrir sig og frúna og hefir þar
vafalaust verið sparlega á
haldið og ekki farnir neinir
útúrkrókar. Hinn fulltrúimi á
þinginu hefir vafalaust feng
ið annað eins. Það er ekki ó-
sennileg tilgáta, að kostnað-
urinn hafi allur orðið 60—70
þús. kr. Þetta þykir háttvirtu
Alþingi ekkj mikil upphæð,
nema þegar það er að úthluta
fé til vegabóta.
Gunnar alþm. hefir ekki
heldur farið erindisleysu til
Tyrkjans. Við sjáum það
svart á hvítu í Mbl. Hann hef
ir komið heim með myndir af
sér bæöi í hópi þinggesta og
í ræðustól, teknar austur í
Tyrklandi. Þetta eru góðar
myndir, það er Iétt yfir alþm.
og engar áhyggjur yfir auka-
útsvörum norður á íslandi.
Það geta ekki allir bent á
svo mikinn árangur af ferða-
reisum sínum.
Ovænt skipskoma
Eftir því, sem stendur í
Þjóðviljanum nýlega, eru það
fleiri farartæki en flugvélar,
sem koma á Keflavíkurflug-
völl. Stór þriggja dálka fyrir
sögn í blaðinu 19. þ.m. hljóð-
ar þannig:
„Herútboð á Keflavíkurflug
velli þegar rússneska móð-
urskipið kom þangað.“
Þjóðviljinn upplýsir, að
þetta rússneska móðurskip
sé um 9 þús. smálestir og eru
það ekki ómerk tíðindi. að
það skulj koma alla leið á
Keflavíkurflugvöll. Eða rugl-
ast blaðið svo gersamlega,
þegar Rússarnir eru teknir
í íslenzkri landhelgi, að það
tapi sínu eigin móðurmáli og
hugsi upp á rússneskan máta?
Rússarnir muna sjálfsagt
bezt eftir Kcflavikurflugvelli
allra staða á íslandi. Og Þjóð
viljinn bergmálar, en gleymir
sinni feðragrund og finnst
rússneskt stórskip geta siglt
í gegnum holt og hæðir og
hafnað á Keflavíkurflugvelli!
Mönnunum er ekki sjálf-
rátt.
bænum og vinna þannig það
tvennt í senn', að gera auka
niðurjöfnun og uppsagnir í
bæjarvinnunni ónauösynleg-
ar ráðstafanir.
Það er um þetta og þetta
eitt, sem deilan stendur milli
borgarstjórans og andstæð-
inga hans.
Það er vitað mál, að starfs
mannahald við stofnanir
bæjarins er miklu meira en
nolckur þörf er fyrir, því að
forkólfar íhaldsins heimta
þar atvinnu fyrir skjólstæð
inga sína. Það er idtað mál,
að yfirmenn bæjarins og
bæjarstofnana eru hlaðnir
allskonar bitlingum, auk
fastra lauiia úr hófi fram.
Öðruvísi verður það ekki
skýrt, að borgarstjórinn á
samkvæmt útsvarSskránni
að greiða 43 þús kr. í skatta
og útsvör í ár, hafnarstjóri
37 þús. kr., rafmagnstjóri 28
þús. kr., borgarritari 25 þús.
kr. o. s. frv. Ekki þurfa þó
þessir menn að greiða skatt
af ýmsum kostnaöarsömum
hlunnindum, t. d. ókeypis
áfengi og tóbaki.
Það er á þessum sviðum,
sem á aö byrja sparnaðinn
og gera með þvi bæði aukanið
urjöfnun og uppsagnir i
bæjarvinnunni óþarfar. Borg
arstjórinn segir hinsvegar, að
sparnaðurinn eigi að byrja á
því að segja verkamönnum
upp vinnu. Og svo státar
hann af því að hann sé sér-
stakur vinur og verndari
verkamanna!
Minnir þetta ekki helzt til
mikið á verkalýðsumhyggju
Francos?
Það mun og mála sannast,
að borgarstjóranum mun
ekki gagnast mikið að skýr-
ingunni, sem hann fann á
baðströndinni hjá Franco. —
Reykvíkingar eru farnir að
sjá í gegnum blekkingar í-
haldsins. Hvað, sem öllum
skýringum borgarstjórans
líður, gera þeir sér ljóst, að
aukaniðurjöfnunin er lögð á
til þess að hægt sé að halda
uppi sukkinu og óreiðunni
hjá bænum, en ekki til þess
að tryggja verkamönnum at-
jvinnu. Umhyggjusemi borg-
arstjórans er fólgin í því,
' að verja sukkið, en ekki verka
mennina. Samkvæmt því
| munu Reykvíkingar dæma
borgarstjórann og bæjar-
stjórnarihaldið á sinum
tíma.