Tíminn - 22.09.1951, Blaðsíða 8
,ERLEJVT YFIRlA f " III4G;
Kjjör franshru verkttmanna
35. árgangur.
Hæstaréítardómar-
ar framkvæma
yfirmat
Frá fréttaritara Tímans
á Hofsósi.
Tveir af dómurum úr hæsta
rétti, Jónatan Hallvarðsson
og Þórður Eyjójfsson, komu
i fyrradag hingað til Hofs-
óss vegna yfirmats á landi
járðarinnar Hofs, er Hofsós-
hreppi tilheyrir. Var í för með
þeim Hallgrímur Dalberg,
starfsmaður stjórnarráðsins,
og varð hann eftir á Hofsósi
til þess að kynna sér aðstæð-
ur betur.
Hjólaði í skurð í
götunni í nátt
myrkrinu
í fyrrinótt munaði minnstu
að alvarlegt slys yrði á mótum
Laufásvegar og Hringbrautar.
Starfsmaður úr flugturninum
á Reykjavíkurvelli var að
koma frá vinnu sinni í turn
inum um fjögurleytið. Var
hann á hjóli og hélt af Mikla
torgi vestur Hringbraut. Er
hann kom að mótum Laufás
vegar og Hringbrautar sá
hann bifreið koma á móti sér
og færði sig þá betur út á
sinn götuhelming.
í sömu andrá steyptist hann
á hjólinu niður í skurð, sem
var við götuna. Voru tunnur
niðri í skurðinum og mun mað
urinn hafa lent með höfuðið
á þeim, og missti hann snöggv
ast meðvitund. Vissi hann það
næst, að bifreiðin, sem hann
hafði séð, ók framhjá.
Hann komst þó af sjálfsdáð
un upp úr skurðinum með
hjól sitt, og fór í slysavarðstof
una, því að hann hafði bæði
hlot'ð áverka á enni og nef.
Engin götuljós eru þarna,
og engin lukt eða önnur að-
vörunarmerki við skurðinn,
sem hann féll i.
Reykjavík,
Einn á bát með bilaða
vél í niða næturþoku
Frá fréttaritara Tímans í Trékyllisvík.
Fólki í Trékyllisvík varð ekki svefnsamt aðfaranótt sunnu-
agsins 9. september. Daginn áður hafði Þórarinn Eiríksson
á Finnbogastöðum farið í fiskiróður einn á trillubát og sást
til hans um kvöldið, en svo skellti yfir blindþoku, og Þór-
arinn kom ekki að landi.
Kartöfluuppskeran
tæplega í meðallagi
á Svalbarðsströnd
Frá fréttaritara Tímans
á Svalbarðsströnd.
Alla þessa viku hefir verið
hér afþragðsveður, sólskin og
blíða hvern dag, svo að menn
eru nú að Ijúka við að hirða
hey sín. Að því loknu fara
menn að snúa sér að kartöflu
upptökunni. Kartöfluuppsker
an mun vera allmisjöfn á
Svalbarðsströnd í haust. Féll
gras sums staðar allsnemma.
Sums staðar er spretta talin
sæm leg en litil annars stað
ar og til jafnaðar mun hún
vera heldur undir meðallagi.
Slátrun hefst hjá Kaupfé-
Iag; Svalbarðséyrar á mánu-
daginn, en fáu fé, aðeins á
fjórða þúsund, verður slátrað
þar í haust enda fara flestar
gim’orar tll fjárskipta, sem
bændur á félagssvæðinu geta
látið.
Sjúkraskipið Jutlandia, sem verið hefir við Kóreu er nú
komið til Hollands, þar sem það skilaði síðustu særðu her-
mönnunum, sem með því voru. Skipið liggur í höfn í Hol-
landi um skeið, en áhöfnin fær leyfi til heimferðar í Dan-
mörku áður en skipið leggur aftur af stað til Kóreu. Mynd-
in sýnir, er einn hinna særðu, hollenzku hermanna kveður
danska hjúkrunarkonu, áður en hann fer heim til sín.
Skriðdrekasveitir S.Þ. rjúfa
víglínu norðurhersins á kafla
Bnlzt við svarl Ridgways til koniiBiúnista
nm framli. vopnahlésviðræðna þá og þegar
Skriðdrekasveitir suðurhersins í Kóreu rufu í gær með að-
stoð flugvéla breitt skarð í víglínu norðurhersins á rniðvíg-
stöðvunum og neyddu hersveitir norðurliersins til undan-
halds á nokkrum stöðum. Þetta var á svæðinu milli Yonchon
og Chorwon. —
Það var rétt fyrir rökkrið,
að sást til Þórarins fram og
norður af Reykjaneshyrnu, en
er hann kom ekki að, þóttust
menn vita, að vélin hefði bil-
að og hann þá verið lengi að
róa í land. Var veður gott um
kvöldið, norðaustan kaldi og
sjólaust.
Leit hafin.
Nú leið fram á nóttina, og
Þórarinn kom ekki að landi.
Setti yfir sótsvarta þoku með
rigningu, og var nú farið að
óttast, að Þórarni hefði eitt-
hvað hlekkzt á. Klukkan 3—
4 um nóttina var leit hafin
með ströndinni úr Trékyllis-
vík allt til Gjögurs, ef vera
kynni, að hann hefði borið
að landi á þessum slóðum. —
Jafnframt var haldið síma-
sambandi milli bæja. Báru
þessar eftirgrennslanir þó
engan árangur.
Klukkan sjö um morguninn
hafði enn ekkert frétzt af
Þórarni, og var þá hafinn und
irbúningur að víðtækari leit
og átti að leita á bátum út
af Reykjanesströndinni. Var
póstbáturinn Harpa meðal
annars búinn til leitar á
Djúpuvík.
Áhlaup þetta var gert til
þess að rjúfa samgönguleiðir
norðurnersins suðaustur á
bóginn til vígstöðvanna, þar
sem kommúnistar voru að und
irbúa sókn. Tók suðurherinn
nokkrar hæðir á þessum slóð
um.
: _ I I '• ■
Miklir herflutningar.
Flugmenn S. Þ. hafa undan
farna daga séð mikla her-
flutninga norðurhersins eftir
vegum i miðhluta landsins,
og er liðið flutt til austur-
hluta vígstöðvanna.
Annars staðar á vígstöðvun
um var lítið barizt í gær.
Svar Ridgways væntanlegt.
Ridgway hershöfðingi og
Joy flotaforingi ræddust við
i Tokyo í gær um svar við síð
ustu orðsendingu herstjórnar
norðurhersins um framhald
vopnahlésviðræðna. Hafa þeir
sent upplýsingar um málið til
Washington og að fengnu
svarj þaðan er búizt við að
Ridgway sendi svarorðsend-
ingu sina, og var jafnvel bú-
izt við að hann gerði það í
gærkveldi.
Austurþýzk yfirvöld
lækka vegaskattinn
Austur-þýzk yfirvöld hafa
ákveðið að lækka vegatollkm,
sem þau settu á milli Austur-
og Vestur-Berlínar 1. septem
ber um 15% um næstu mán-
aðamót. Er þetta gert sam-
kvæmt viðskiptasamningnum,
sem undirritaður var í fyrra-
dag.
Útivist Þórarins.
Það er af Þórarni að segja,
að hann var í rökkurbyrjun
skammt austur af Illuga-
grunni, sem er norður af
Reykjaneshyrnu. Fór hann nú
að leita lands og gekk allt
vel upp undir Reykjaneshyrnu
Þá bilaði vélin, og var hann
lengi að reyna að koma henni
í gang aftur, en án árangurs.
Þegar hann tók svo til ára,.
hafði hann rekið langt aust-
ur með ströndinni og straum-
ur allharður og gola á móti
lionum, svo að hann dró ekki.
Lét hann berast austur meö
ströndinni, en áræddi ekki
austur fyrir til Gjögurs vegna
myrkurs og þoku. Hélt hann
sig um nóttina fram undan
Gjögursvitanum, unz birti
svo, að hann sæi sér fært fyr-
ir Gjögurshlein.
Tók land í Gjögri.
Laust fyrir klukkan átta á
sunnudagsmorguninn var sím
að frá Gjögri, að sæist til.
ferða Þórarins. Kæmi hann
róandi þangað í vörina. Var
þá hætt við alla leit.
Þórarinn var hinn hressasti
eftir næturvolkið, er hann
tók land. Fékk hann trillu-
bát í Kjörvogi til þess að
draga bát sinn heim á sunnu-
daginn. Lyktaði þessum fiski
róðri giftusamlega, en hefði
þó getað verr farið, ef ekki
hefði haldizt hæglátt veöur
og sjólaust.
Skjóta Bretar aífss
ílðilimiti til aryggis-
ráSSsists?
Steinullarverksmiðja
skemmist af eldf
Brimi í Hafnarfirði i gærinorgsin
Á áttunda tímanum í gærmorgun kviknaði í steinullar-
verksmiðjunni nýju í Hafnarfirðí, og varð þegar mikið bál.
Kom slökkviliðið í Hafnarfirði á vettvang og slökkti eldinn,
en þá voru orðnar miklar skemmdir á húsinu — brunnið
þakið og milligólf úr timbri, er í því var. Sennilega hafa
einnig orðið nokkrar skommdir á vélum.
Steinullarverksmiðjan var
nýtekin til starfa. Höfðu vél-
arnar verið reyndar að und-
anförnu, en vinnslan hófst
fyrir um það bil einni viku.
stjórnin hefir til- ^ Var unnið allan sólarhring-
Brezka
kynnt, að hún muni skjóta jnn> 0g fjórir menn við vinn-
málum til öryggisráðsiirs, ef una samtímis.
, persnéska stjórnín geri al-
| vöru úr þeirri hótun sinni, að Kviknaði út frá
| vísa úr landi með valdboði, bráðnu grjóti.
, þeim 350 starfsmönnum ensk- í gærmorgun kom óhapp
1 íranska ollufélagsins, sem fyrir. Átti að tæma bræðslu-
enn eru í Abadan, og eiga að ofninn. Ýrðist við það bráðið
vera þar um sinn.
af bál, sem læsti sig á
skammri stundu um húsið,
svo að logaði út úr gluggun-
um. Var eldurinn orðinn
mjög magnaður, er slökkvi-
liðið kom. —
Tafir á framleiðslunni.
Óhjákvænrilega verða veru-
legar tafir á framleiðslu
steinullarinnar af völdum
þessa óhapps. Þó er búizt við
því, að ekki muni langt um
líða, áður en verksmiðjan get
Grotewohl ítrekar
enn áskorun ura
kosningar
Grotewohl, forsætisráð-
herra Austur-Þýzkalands
ræddi við fréttamenn í gær
um tillögu sína um sameigin
legar kosningar í allri Berlín
nm sameiningu Þýzkalands.
Kvaðst hann fullviss um það,
að mikill meirihluti kjósenda
mundi vilja slika sameiningu.
Adenauer forsætisráðherra
Bonn stjórnarinnar hefir al-
gerlega hafnað tillögu Grote-
wohls. en Sehumarker foringi
jafnaðarmanna hefir borið
fram tillogu þess efnis, að
efnt sé til ráðstefnu um mál-
ið við austur-þýzk yfirvöld
svo að gengiö verði úr skugga
um það, hvort Grotewohl sé
nokkur aivara með tillögu
sinni.
grjót út yfir gólfið og varð iu tekið til starfa aftur.
Vill Iiafsa ísesi? Bsckíss
sasBavinms við Ilássa
Kekkonen lagði í gær fram
stefnuskrá stjórnar sinnar í
finnska þinginu. Þar segir, að
hin nýja stjórn muni fyrst
og frernst stefna að því að
bæta og viðhalda góðri sam-
búð við Rússa og reyna eftir
mætti að bæta lífskjör fólks
í landinu. Þá muni og verða
samin efnahagsáætlun er
miðist við langan tíma.