Tíminn - 26.09.1951, Qupperneq 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjórl:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur í Edauhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
35. árgangur. Reykjavík, miðvikudaginn 26. septcmber 1951. 217. blað.
f r r
veiða mestmegnis kola
Ágætir aí'iahlsitir. þcgar hver hátm* vdðír
t'yrir 50—00 þásnii<i krómir á nsámiðii
Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvik
Að unöanförnu hefir verið unniff að vegagerö að Fossá í
sambandi við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir. Er nú
lokið við vegimi að þeirn stað er Fossárvírkjuninni er æíl-
afftir staður. Þarf því verkið ekki að teíjast af þeim sökum,
enda mikilvægt að hægt sé að hcfjást IíafiÖa síráx um aö-
flutninga á byggingai :fni, er byrjað verður á verkinu. Ætti
þeirrj hlið málsins nú að vera bcrgið.
Vegagerð á Fróðárheiði.
Á Fróðárheiði hefir í sum-
ar verið unnið að mikíls-
verðri vegagerð. Er nú svo
komið að minna en lielming-
ur er eftir af þeirri'ieiö, sem
lokar veginum i fyrstu snjó-
um. Verður strax í vetur mik
il samgöngubót að hinum
nýja vegi, sem lagður hefir
verið í sumar.
Vegurinn yfir Fróðárheiði
er nú að taka miklum stakka
skiptum og líta Ólafsvíkur-
búar og allir í’oúar nágranna-
hyggðanna vonaraugum til
þess tíma er sæmilegur vetr-
arvegur verður kominn yfir
heiðina, en það ætti að geta
orðið á næsta ári.
í Fróðárhreppi hafa í sum-
ar verið brúaðar tvær ár,
Holtsá og Hrísá. Er talsverð
saingöngubót að báðum þess
um brúm.
Góður kolaafli.
Frá Ólafsvík róa átta bát-
ar. Hafa þeir aflað vel að und
anförnu og gæftir verið sæmi
legar. Mestur hluti aflans er
koli og er algengt að báturinn
fáj á aðra lest yfir nóttina.
Fiska bátarnir fyrir 50—60
þúsund krónur á mánuði er
svo vel gengur sem að undan
förnu hefir gert. Fæst úr því-
ágætur hlutur, þar sem fimm
eru á bát við þessar veioar.
Aliur aflinn er frystur.
Þýzk ræðisraanns-
skrifstofa í Rvík?
Þýzk blöð skýra frá því, að
sambandsstjórnin þýzka hafi
ákveðið að opna ræðismanns
skrifstofu í Reykjavík. Er nú
á döfinni ýms nýskipan með
auknu frjálsræði Þjóðverja,
og eru horfur á vaxandi við-
skiptum Þjöðverja og íslend
inga. Fyrir stríðið voru Þjóð-
verjar ein helzta og bezta við
skiptaþjóð okkar.
Verzlunarskýrslur
1949
Verzlunarskýrslur Hag-
stofu íslands eru nýkomnar
út fyrir árið 1949. Er þar enn
sem fyrr að finna margvis-
legan fróðlek um verzlun og
viðskipti landsmanna viö aðr
ar þjóðir. Ýmislegt kemur
hinum almenna lesanda ný-
stárlega fyrir sjónir, þótt
ekki þyki það tíðindum sæta I
í heimi viðskiptamannanna.'
í þessum skýrslum sést til!
dæmis að þorskalýsið er sú
íslenzk útflutningsvara sem
fer einna víoast. Sendingar
af þvi hafa meðal annars far
ið til ríkja í Suður-Asíu og
Ameríku, sem annars engin
víðskipti eru við.
Á þessu ári keyptum við
Manila-hamp frá hinu unga
lýðveldi á Filipseyjum og á-
vexti frá Suður-Afríku, svo
dæmi séu nefnd af þeim við
skiptum, sem ekki setja heild
arsvip á utanríkisverzlunina.
Þjóðlelkhúsið sýínir í kvöid
og á föstuöagskvölöið óper-
una Rígólettó í næst síðasta
og síðasta sinn. Hafa þá verið
11 sýningar á óperunni í
haust eða samtals 25 sýning-
ar að meotöldum sýningum
í vor. Hefur óperan notið mik
illa vinsælda og aðsókn verið
mjög góð, svo að ekkl er að
efa, að margt manna muni
enn vilja nota tækifærið til
að sjá og heyra Rigólettó á
kveffjúsýníngunum, sem eft-
ir eru. Gestir Þjóðleikhúss-
ins eru nú á förum, þau Ed-
varö Simonsen, . leikstjóri,
Stefán íslandi óperusöngvari
og söngkonan Eva Berge,
svo að því verður ekki komið
við að hafa fleiri sýningar á
óperunni.
Bjanii Bcncdiktsson
koeiiÍEsn lioim
Bjarni Benediktsson, utan-
rikisráðherra, kom heim í
fyrrakvöld af fundi Atlanz-
hafsráðsins í Ottawa, sem
lauk fyrir nokkrum dögum.
Mjog misjofn sildveiði i
gær og flotinn dreifður
SíEtfarsölÉisn hefir nú verlð leyfð á isý
Sildarsöltun er nú aftur leyfff í verstöðvunum hér suð-
vestan Iands, og var fyrsti söltunardagurinn f fyrraáag. Sölt
unarstöðvun heír verið í Iiálfan mánuð vegna þess aff ekki
Iiafð'i íekizt að selja meira af Faxaflóasíld, en þá var búið
ai salta. Nú hefir h'ns vegar tekizt aff selja nokkuð til við-
bót'.r, og samningar standa yfir um sölu 50 þús. tunna til
Svíþjóffar ti! viðbótar.
FYRIRMYNDARBtLEB í MEIBIMI:
Gerðu sjálfir bilveg
yfir 5 kílómetra ieið
Gerðu sjálfir bilveg yfir 5 kiiómefra leið
Þessa dagana veita mótíöku jeppa tveir bændur, sem
sannarlega eru þess verffugir að hljóta slíkt tæki. Það eru
bræðurnir í Grafardai í Skorradalshreppi, Þorsteinn og Jón
Böðvárssynir, en jeppann fá þeir fyrir meðalgöngu búnað-
arfélagsins í Hvalfjarðarstrandarhreppi, sem er í vega-
legu jarðar þeirra.
i enda er búið að hýsa vel, ræsa
fram mikið land og rækta. Og
Siídve'ðln var misjöfn í
gær, en þó fengu nokkrir bát
ar sæmilega veiði. Bátarnir
reyndu veiðar á mjögö stóru
svæði allt frá Grindavíkur-
sjó vestur að Jökuldjúpi.
Nokkrii* bátar fengu þó 50 til
60 tunnur, en flestir riiinna
allt niður í ekki neitt.
Fékk géða veiði í
Jökuldjúpi.
Einn Akranesbátur, Svan-
ur, fór vestur undir Snæfells
nes og lagði net sín djúpt af
Jökli um 50 mílur frá Akra-
nesi. Landaði hann 50 tunn-
um þar í gær. Mörg rússnesk
sildveiðiskip sáu Akurnesing
ar á þessum slóðum. Fiestir
Akranesbáta fcru vestur í
Jökuldjúp til veiða í gær-
kveldi.
Afli Akranesbátanna var
annars ákaflega misjafn.
AIls bárust þar á land 960
tunnur 1 gærkveldi og voru
460 tunnur saltaðar en hitt
fór í bræöslu. Meginhluti afl-
an's að undanförnu hefir ver
ið írystur til beitu. Aflahæst
ur Akranesbáta í gær var Ás-
mundur með 90 tunnur.
Tveir bátar til viðbótár.
Tveir aðkombátar hafa
bæzt í hóp Akranesbátanna.
Eru það stórir bátar, sem
teknir hafa verið á leigu og
verða að minnsta kosti gerð-
ir út þaðán í vetur. Er það
Blakknes frá Patreksfirði, er
Fisfciver h.f. hefir tekið á
leigu, og Eíríkúr frá Sauð-
árkróki, sem Haraldur Böðv-
arsscn tók á leigu. Skipstjóri
á Blakknesi verður Þórður
Guðjónsson frá Ökrum en á
Eiríki Skúli Lárusson. '
Þúsund tunnur bárust
til Keflavíkur.
Síldveiðj Keflavikurbáta
var yfirleitt treg í fyrrinótt.
Þangað komu þó um 30 bátar
í gær með samtals rúmlega
1000 tunnur, og var megin-
hluti þess afla saltaður. Afla
hæstur var Hilmir frá Kefla-
vík með 70 tunnur. Bátarn-
ir voru mjög dreifðir á mið-
unum. Flestir munu hafa far
ið til veiða 1 Grindavíkursjó
i gærkveldi. .
Bærinn Grafardalur er
í Botnheiði, talsvert á
þriðja hundrað metra yfir
sjó. Þangað er fimm kíló-
metra vegur eða rösklega
það, frá Draghálsi í Svína
dal, og um þessa leið hafa
þeir bræður sjálfir rutt bíl
veg, sem hinn nýi jeppi
þeirra getur nú ekið heim
í hlað.
Félágsbú tveggja
f jölskyldna.
í Grafardal reka þeir fé-
lagsbú með fjölskyldum sín-
um, og er mjög fjölmennt
heimilj þarna í heiðinni,
snyrtimennska er þar öll svo
mikil, áð af ber. Ivleð aðstoð
jeppans vænta þeir sér auð-
veldari aðdrátta, og greiðara
sambands við nágranna sína,
ér búa í Svínadal og á Hval-
fjarðarströnd.
Þegar nýja féð keraur.
Örafardalur er fyrst og
fremst ágæt sauðjörð, og með
mkilli rækt má hafa þar stórt
sauðfjárbú. Hefir fé jafnan
verið miög vænt i Grafardal.
Nú næstu daga fá þeir Graf
(Framhald á 8. síðu.j
Hafskipabryggja
í Þorlákshöfn
I sumar hefir verið unnið
að byggingu steinnökkva í
j Þorlákshöfn, sem ætlunin er
j að sökkva framan við haf-
skipabryggju þar og lengja
hana, svo að þar geti lagzt að
bryggju flest millilandaskip,
sem í förum eru fyrir íslend-
inga.
Ætti þeim mikilvæga á-
fanga að verða náð í hinni
nýju Þorlákshöfn næsta sum
ar.
Þorlákshafnarbátar, hafa
stundað síldveiðar að undan-
förnu og þessa dagana er ver
ið að afskipa saltfiski frá síð-
ustu vertíð, sem Arnarfell
flutningaskip S. í. S. flytur
til suðurlanda.
Stöplar brúarinnar
á Jökulsá í Lóni
fullgerðir
Frá fréttaritara Tímans
í Hörnafirði.
Vinna viff brúargerðina á
Jökulsá í Lóni hefir gengið
mjög vel, og er nú verið að
ljúka við að steypa stöplana,
fen meira verður ekki gert í
sumar. Stöplarnir eru alls
16 með landstöplunum. Brú-
in er járnbitabrú og verður
hún sett á næsta sumar.
Góð veður hafa verið í
Hornafirði undanfarna daga.
Slátrun hófst hjá kaupfélag-
inu í Höfn i gær. Mun verða
slátrað þar í sumar 8—9 þús.
fjár og búizt við að dilkar séu
í meðallagi.
Tillaga Groíewolils
alimgnð
Ríkisstjórnin í Bonn hélt í
gær fund um síöustu tillög-
ur austurþýzka þingsins um
sameiginlegar kosningar.
Þingið mun og ræða málið á
fimmtudaginn og ganga þá
frá endanlegu svari.
Talið er, að austurþýzka
stjórnin athugi nú möguleika
á því að sleppa úr haldi all-
mörgum pólitískum föngum
frá Vestur-Þýzkalandi til
þess að gera Bonnstjórninni
erfiðara fyrir að hafna alger
lega tilboði sínu og skapa sér
pamúð í Vestur-Þýzkalandi
meðan mál þessi eru rædd.