Tíminn - 26.09.1951, Qupperneq 3
213. blaff.
. t?,0 « n -t O í; *j L' /'* /Yf i >,T
TÍMINN, miðvikudaginn 26 septehibiei? 1951.
Um kirkjudag
Eftir sr. Halldór Jónsson frá Reynivölliim
I.
í sunnudagsblaði Tímans,
16. þ. m., er ritgerð eftir séra
Árelíus Níelsson á Eyrar-
bakka, sem hann nefnir
Kirkjudagur. En þar hvetur
hann söfnuði l&ndsins til að
helga kirkju sinni, hverri um
sig auðvitað, einn dag á ári
hverju til að sameinast um
að prýða hana og umhverfi
hennar með litlu fjárfram-
lagi frá hverjum einstökum,
eða til þess að gleðja ein-
hvern, sem söfnuðurinn veit
bágstaddan eða gleðivana og
með því að f jölmenna til kirkj
unnar þennan dag til guðs-
þjónustu-halds. Um leið legg
ur hann ríka áherzlu á, að
allir viðstaddir taki þátt í
söngnum og hvern helgan
dag, og hvetur alla til að gera
það.
Leyfi ég mér að ráða fólki
til að lesa þessa fallegu rit-
gerð séra Árelíusar, sem ber
fagurt vitni um lifandi áhuga
hans fyrir eflingu kirkju og
trúarlífsins í landinu. Og eigi
sízt vil ég þakka honum fyrir,
hve drengilegt liff hann legg-
ur þar hinum almenna safn-
aðarsöng.
í áminnstri grein getur séra
Árelíus þess, að sumir söfnuð
ir hafi tekið upp þann sið, að
helga kirkju sinni einn dag
árlega með sérstökum hætti.
í þessu sambandi má minna
á það, að nýlega var stofnað
til kirkjudags hér í Reykja-
vík til ágóða fyrir byggingu
nýrrar kirkju meðal annars
og til að treysta safnaðar-
starfið. Stóð til að hafa úti-
guðsþjónustu þann dag, en
veöurs vegna var horfið frá
þeirri ákvörðun að því sinni.
Á fleiri vegu var reynt að
vinna fyrir þetta málefni og
vekja áhuga fyrir því nauð-
synjamáli og hefir það efa-
laust borið einhvern árangur.
Þetta sýnir lofsverðan áhuga
préstsins, séra Emils Björns-
sonar og safnaðar hans og
mætti vissulega vera öðrum
prestum og söfnuðum til um
hugsunar og eftirbreytni. Þó
veður hafi hamlað í þetta
sinn, að framfylgt yrði áætl-
un til fulls, er þess að vona
og vænta, að betur takist til
næst. Og ef þessi siður yrði
almennt upptekinn, sem ósk-
andi væri, mundi hann á-
samt öðru líklegur til þess að
minna á kirkjurnar, aff þær
eru til, og skyldu safnaðanna
til þess að sýna þeim meiri
sóma, en verið hefir fram til
þessa. Ber því af alhug að
fagna, hvar sem einhvers á-
huga verður vart í þá átt að
hlynna að kirkjunum með
ást og umhyggju og að efling
hins kirkjulega og kristilega
starfs. Er þess sízt vanþörf í
öllu því hörmulega tómlæti,
sem of víða á heima í þessum
málefnum og um kristnina í
okkar landi. í
II.
En vel á minnzt. Hér hefir
verið rætt um Kirkjudag. En
er í eðli sínu Kijrkjudagur
og í sérstökum skilningi hver
helgur dagur. sem presti safn
aðarins ber að messa og því
verður við komið? Með þeim
hætti gera söfnuðurnir hvern
helgan dag minnilegan að
þeir fjölmenni til kirknanna
svo sem auðið er, að svo miklu
leyti sem fólksástæður leyfa
á hinum einstöku heimilum;
ennfremur með þeim hætti,
að helzt allir, allir, sem geta,
taki þátt í söng safnaffarins,
hver með sinni rödd, hverjum
einstökum til gleði og hugg-
unar og Guði til dýrðar.
Tel ég fullvíst, að með auk
inni rækt af hálfu safnaðanna
við kirkjurnar sjálfar og hina
opinberu guðsþjónustugerð al
mennt séð, mundi úr mörgum
meinum bætt í þjóðlífi voru
og má benda á, að slíkt yrði
líklegt til að eyða kala, úlfúð
og sundurlyndi, þar sem söfn
uðirnir væru samtaka í að
unna og hlynna að þeim mál-
efnum, sem mestri blessun
eiga að valda, þar sem menn
eru samtaka um að virða
orðiff, hiff heilaga orð, orð
hans og sjálfan hann, sem
varð hold og bjó og býr með
oss, fullur náðar og sann-
leika.
Heill sé hverjum þeim, sem
gæddur eldi áhugans þreytist
ekki í að vísa veginn til hans,
sem einn getur úr öllum mein
um bætt og einn getur vísað
veginn til hins fyrirheitna
lands dag frá degi og þegar
komið er að leiðarlokum hins
jarðneska lífs. Og leiðarlokin
geta fyrir hvern mann að
höndum borið, jafnt í æsku,
á fulltíða aldri og í elli.
III.
Hér í höfuðborginni, þar
sem flest fólk er saman komið
og maður býr að kalla má við
manns hlið, ætti að vera auð-
veldast að koma Kirkjudegi
í líkingu við það, sem séra
Árelíus bendir á, og í öðrum
söfnuðum, þar sem fjölmenni
er mest. Einn söfnuður hér í
höfuðborginni, auk þess, sem
að var vikið, vantar enn
kirkju og hefir svo verið eitt-
hvað á annan áratug. Og þar
sem kirkjur eru til, má sýna’
þeim sérstakan sóma af hálfu
safnaðanna með ýmsum hætti
Almennur Kirkjudagur einu
sinni á ári hverju ætti að
hjálpa til þess að koma kirkju
upp, þar sem hana enn vant-
ar og til að vekja áhuga safn
aðanna fyrir safnaðarstarfinu
einnig aðra helgidaga ársins,
meðal annars með aukinni
kirkjusókn.
Naumast er það vansalaust,
að eigi sé húsfyllir við iaverja
guðsþjónustu hér í höfuðborg
inni, þar sem eigi þar verður
neins staðar borið við teljandi
fjarlægðum. Þó allar væru
kii-kjurnar fullskipaðar i
hvert sinn, væri það aðeins
brot af söfnuðunum, sem
hlýddi messu í hvert eitt sinn,
í stað þess, að aðeins fáar
sálir að tiltölu eru þar saman
komnar hvert sinn, og jafn-
vel margsinnis sárafáar.
Ætti nú ekki í þessum efn-
um að verða þáttaskil og byrj
un nýs lífs, er beri vitni um
nýjan og lifandi áhuga fyrir
því málefni, sem mestu varðar
til heilla vorri þjóð og honum,
sem einn getur úr öllum mein
um bætt.
Munum öll, að enginn getur
annan grundvöll lagt en þann,
sem lagður er, Drottinn Jesús
Kristur. frelsari og endur-
lausnari allra manna. Honum
einum ber vegsemd, lofgerð
og trúnaðartraust.
18. 9. 1951.
Utan úr heimi
Hættulegt fyrir starfsfólkiff.
Nýtt sigursælt knattspyrnufélag
Þróttur sigraði í liaustmóti 4. flokks
Dilkakjöt
Alikálfakjöt
Liutdi
Rjiipur
Lax
Kokossmjör
Mysuostur
30% ostur
40% ostur
Smjör
Suijörlíki
Kökufeiti
Heildsölubirgðir hjá
HERÐUBREIÐ
Minkapelsar í hættu.
í fyrra var stolið í Bretlandi
pelsum að verðmæti 200,000
pundum, og það lítur helzt út
fyrir að pelsa-þjófar líti ekki
við öðru en minkaskinnum. Vá
tryggingarfélagið Loyds hefir
þess vegna hækkað vátrygg-
ingargjöldin fyrir minkaskinn
um 5%, en engar breyt-
ingar hafa orðið á öðrum pelsa
tegundum. Scotland Yard álít-
ur að þjófarnir hafi skrár yfir
allar þær konur, sem sýna sig
á minkapelsum.
★
Dýrir fílar.
Frá því er skýrt í New York,
að nú sé tími til að setja há-
marksverð á fila. Fíll frá
Afríku kostar í dag um 100,000
krónur, sem er um helmingi
meira en var fyrir 10 árum.
Einnig hefir verð á öðrum dýr
um hækkað mikið. Hvítir nas
hyrningar, ef hægt er að út-
vega þá, kosta um 250,000 krón
ur, flóðhest er hægt að kaupa
fyrir 75 þús. krónur, og gíraff-
ar kosta um 70 þús. krónur.
En ef þú vilt eignast tígrísdýr
verður þú að greiða fyrir það
um 50 þús. krónur.
En dýrastur er þó björn frá
Himalaja, sem hækkaði mjög
í verði, þegar kommúnistarn-
ir í Kina bönnuðu útflutning
á þessari sjaldgæfu dýrateg-
und. Fyrir stríð kostaði björn-
inn um 90 þús. krónur, en síð-
an hefir verðið þrefaldazt.
Konungur dýranna, ljónið,
hefir aftur á móti lækkað mjög
í verði. Fallegan ljónsunga er
nú hægt að á fyrir 2500 krón-
ur.
★
Tvisvar ekkja
vegna eldingar.
Frú Mayme frá Laporte í
Indiana-fylki, varð fyrir stuttu
síðan ekkja í annað skipti.
Báðir menn hennar létust, er
eldingu sló niður. Fyrri maður
hennar, Walter James, lézt, er
eldingu sló niður, er hann var
við vinnu í búgarði sínum í
Kalamazoo og var það árið
1945. Seinni maður hennar
lézt, er elding hitti hann, er
hann stundaði fiskveiðar við
Hudsonflóa, og skeði það fyrst
í þessum mánuði.
★
Knattspyrnusaga.
Allir þekkja getu Arsenal í
enskri knattspyrnu. í leik, sem
liðið lék í fyrra, kom hin fræga
enska þoka og læddist grá og
þykk yfir völlinn. Hver á fæt-
ur öðrum hurfu leikmennirnir
augum áhorfenda. Dómarinn
stöðvaði leikinn og allir yfir-
gáfu völlinn — nema mark-
maður Arsenal, sem gleymdist.
Eftir drykklanga stund kemur
vallarvörðurinn út úr þokunni
og finnur markmanninn á
verði í markinu. Það er aldeil-
is að liðið okkar sækir núna,
segir markmaðurinn, ég hef
ekki séð votta fyrir þeim síð-
asta hálftímann!
Sigurvegarar Þróttar í 4. flokki. Efri röð taliff frá vinstri:
Gunnar Eydal, þjálfari, Jón Pétursson, Birgir Björgvinsson,
Páll Pétursson, Eðvar Geirsson, Kristján Guðmundsson, Ein-
ar Erlendsson, og Halldór Sigurffsson, formaffur Þróttar. —
Neffri röð: Halldór Halldórsson, Haraldur Baldvinsson, Guð-
jón Odsson, Ægir Benediktsson og Helgi Árnason.
Hið nýja knattspyrnufélag
hér í Reykjavík, Þróttur, er
samanstendur mest af íbúum
Grímsstaðaholts og Skerja-
fjarðar, sigraði í haustmóti
4. flokks, drengja 12 ára og
yngri, og er það fyrsta knatt-
spyrnumótið, sem Þróttur
vinnur. Fimm félög tóku þátt
í mótinu, og vann Þróttur
þrjú, KR, Fram og Víking, en
gerði jafntefli við Val. Urðu
félögin -því að keppa aftur
og sigraði Þróttur þá með
3—2, eftir óvenju skemmtileg
an leik, þar sem hinir litlu
drengir sýndu mikinn skiln-
ing á knattspyrnunni. Þrótt-
ur skoraði 17 mörk, en fékk
fjögur.
Þetta er mjög glæsileg
frammistaða hjá hinu unga
félagi, og það sem meira er
vert, að þeir hafa gert rétt
með því að byggja upp félagið
á yngri flokkunum, og eitt er
víst, að ef þessir drengir
halda áfram að æfa knatt-
spyrnu, þarf Þróttur ekki að
kvíða framtíðinni, og félagið
getur innan fárra ára mætt
til keppni í meistaraflokki.
Tíminn óskar félaginu til
hamingju ineð sigurinn.
WAY.WVV.V.V.V.V.V.’.V.V.VAY.V.V.VAW.V.V.V.V
VANDLÁTAR húsmæður biðja um hið
bragðgóða og ljúffenga
l FLÖRUSMJÖRLÍKI j
:■ £aiml>ah4i Ut. Aatnfimlifelacja ij
VWV.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.W.VAV
í Bandaríkjunum hefir ver-
ið fundið upp tæki, sem gerir
forstjórum kleift að fylgjast
með afköstum starfsfólksins,
þó að þeir snúi baki að því.
Tækið er líkt venjulegum for-
stjórasímum, sem notaðir eru
á hinum stærri skrifstofum.'
f tækið er sett fjarsýnisrör, |
og þegar forstjóranum finnst
þörf að fylgjast með starfs- j
fólki sínu, getur hann stillt
tækið á hin ýmsu herbergi,
og fylgzt með vinnunni.
Ekki er þess getið í fréttinni,
hyort tækið sé vinsælt hjá
starfsfólkinu.
Frestið ekki lengur, að gerast
Vtbreiðið Tímanii
Auglýsið í Tímannm
áskrifendur TÍMANS