Tíminn - 27.09.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.09.1951, Blaðsíða 2
 -»•. » •< yt*?* *K* ♦'i* JM ' ‘ »t,V * « ► , •« *—4 »*•<••♦♦*■ f_ •*v »■* *• 2. TIMINN, fimmtudaginn 27. september 1951. 218. blaff. Jrá kafi tií Utvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Einsöngur: Pierre Bemac syngur lög eftir Duparc .og Poulenc (plötur). 20.45 Erindi: Fjárskipti og samgöngubætur (Gísli Kristjánsson ritstjóri). 21.05 Tónleikar (plötur). 21.15 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri). 21.30 Sinfónískir tónleikar (plötur). 22.00 Frétt- ir og veðurfregnir. 22.10 Framh. sinfónísku tónleikanna. 22.35 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Útvarpssagan: „Upp við Fossa“ eftir Þorgils gjallanda; XIV. (Helgi Hjörvar). 2100 Tón leikar (plötur). 21.25 Erindi: Hinn mikli kirkjufaðir á Hóla- stað (Brynleifur Tobíasson yfir kennari). 21.50 Einsöngur: Rise Stevens syngur (plötur). 22.00 Vinsæl lög (plötur). 22.30 Dag- skrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell lestar síld á Rauf- arhöfn. Arnarfell fer frá Þor- lákshöfn i dag áleiðis til ítalíu með saltfisk. Jökulfell er á leið til New Orleans frá Guyaquil. Eimskip: Brúarfoss kom til Reykjavík- ur 18.9. frá Antwerpen, Detti- foss fór frá London 25.9. til Boulogne, Antwerpen, Hamborg air og Rotterdam. Goðafoss kom tíl Reykjavíkur 22.9. frá Gauta- borg. Gullfoss fór frá Leith 24.9. væntanlegur til Reykjavikur á ytri höfnina kl. 5.00 í fyrra- málið 27.9. Skipið kemur að bryggju um kl. 8.00. Lagarfoss er í New York, fer þaðan vænt- anlega 26.9. til Reykjavíkur. Reykjafoss fór framhjá Gibralt ar 23.9. á_leið til Dordrecht í Hollandi. Selfoss e rí Reykjavík. Tröllafoss fór frá Reykjavík 25.9. til New York. Roskva fór frá Antwerpen 24.9. til Gauta- borgar og Reykjavíkur. „Nú er mér nóg boðið“. I hinu nýja riti Gunnars Þ. Magnússonar Virkið í norðri, cru birtar nokkrar kímnissög- ur varðandi dvöl herliðsins o. fl. Þessi saga er þar á meðal: „Hermenn af Keflavíkur- flugvelli, sem komu til Reykja víkur til þess að eyða þar frí- stundum sínum, höfðu það að venju framan af sumri að leggja bílum sínum við Nínu- garðinn við Lækjargötu, en þar er myndastyttan Móðurást eftir Nínu Sæmundsson. Garð urinn blasir við úr gluggum séi-a Bjarna Jónssonar vígslu- bislcups. Nú var þess ekki langt að bíða að smástúlkur söfnuðust til hermannanna og virtist ýmsum svo sem ófeimnisleg kynning færi þar fram. Þegar svo hafði gengið um hríð, er mælt, að séra Bjarni hafi hringt til nafna síns, Bjarna Benediktssonar ráð- herra og sagt: — Nú er mér alveg nóg boð- ið, að ég skuli þurfa að horfa á telpurnar, sem ég fermdi í vor, falla í hórdóm rétt fyrir utan gluggann minn, loksins, þegar ég hef orðið tíma til að líta út um hann. Það fylgir sögunni, að svo hafi viðbrugðið, að hermanna bílarnir hafi hætt að hafa við dvöl móti glugga séra Bjarna, en fært sig í átt til hafnarinn ar.“ r /• Ur ýmsum áttum U.M.F.R. Innanfélagsmótið heldur á- fram í kvöld á íþróttavellinum kl. 7.30. Keppt verður í spjót- kasti kvenna og karla. Stjórnin. Aflaverðmæti Austfirðings, úr fyrstu veiðiför skipsins á Grænlandsmið, urðu talsvert i meiri en í upphafi hafði verið ' gert ráð fyrir. Nam verðmæti allra afurðanna, sem skipið skil aði á land úr ferðinni einni milljón króna og fjórðungi úr annarri. Kvöldskóli K.F.U.M. verður settur mánudaginn 1. október klukkan 8,30 i húsi K.F.U.M. og K. við Amtmanns- stíg. Innritun nemenda fer fram í verzluninni Vísi, og Laugaveg 1, og lýkur um há- degi laugardaginn 29. sept. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja var á Seyðisfirði í gærkvöldi á norðurleið. Herðubreið átti að fara frá Reykjavík í gærkvöldi • aústur um land til Þórshafnar. Lailgncsillgar Sfcjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur í dag að vestan og norðan. Þyrill er á leið frá Aust fjörðum til Reykjavíkur. Ár- mann fór frá Reykjavík í gær- kvöldi til Vestmannaeyja. (Framhalð af 1. rslðu.) fjalllendinu og komu með þeim til byggða. Flugferðir Loftleiðir: í dag verður flogið til Ak- ureyrar, ísafjarðar og Vest- mannaeyja. Á morgun verður flögið til Akureyrar, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Bíldudals, Þing eyrar, Flateyrar, Hellissands, Sauðárkróks, Siglufjarðar og Véstmannaeyja. Flugfélag íslands: í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Ólafsfjarðar, Reyð- arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Blönduóss, Sauðárkróks og Siglufjarðar. Á morgun eru á- ætlaðar flugferðir til Akureyr- ar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Kirkjubæjarkiausturs, Fagur- hólsmýrar, Hornafjarðar og Siglufjarðar. Frá Akureyri verð ur flogið til Austfjarða. ttbreiðið Tíinami Erfið Ieit víðar. Þistilfirðingar, sem voru degi fyrr í leitunum, gekk betur, en aftur á móti smal- aðist afarilla hjá bændum á Langanesströnd. Hrepptu þeir mikið dimmviðri og gekk illa að finna féð. ísfiskveiðarnar halda áfram við Grænland ísfiskveiðum íslenzkra skipa við Grænland er hvergi nærri lokið. í gærmorgun fór einn áf bæjartogurum Rvíkur, Ingólfur Arnarson, á ísfiskveiðar við Grænland beint frá Grimsby í Englandi. Austfirðingur er einnig far- inn á Grænlandsmið aftur Veiðir hann í salt, eins og í síðustu veiðiför. Dóttir Rómar, ný skáldsaga Dóttir Rómar nefnist skáld saga, sem nýkomin er út á vegum bókaútgáfunnar Set- berg. Hún er eftir ítalska skáldsagnahöfundinn Alberto Moravia, sem einna kunnast- ur og' fremstur er talinn yngri höfunda ítala. Sagan fjallar um líf vændskonu og þykir höfundinum hafa tek- izt meistarlega að gera því efni skil. Bók þessi hefir verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið hið mesta lof kröfu- harðra gagnrýnenda. Jón Helgason og Andrés Kristjáns son hafa þýtt bókina. Dilkakjöt Alikálfakjöt Lmuli Myswostur 30% ostur 40% ostur Rjápur Siujör Lax Smjórlíki Kokossmjör Kökufeiti Heildsölubirgöir lijá: HERÐUBREIÐ Sími 2678 %v, !■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■I ,'JW.VW Virkið í norðri kemur út sem tímarit Virkið í norðri, sem Gunn- ar M. Magnúss rithöfundur ritaði en ísafoldarprent- smiðja gaf út í þrem bindum er alkunnugt. Nú hyggst Gunnar M. Magnúss að halda þessari útgáfu áfram og gefa út Virkið í noröri sem tíma- rit, sem síðar megi binda sam an í heildarrit sem 4. bindi ritverksins. Fyrsta hefti þessa tímarits er nú komið út og hefir verið til sýnis í skemmu glugga Haraldar undanfarna daga og vakið allmikla at- hygli. í riti þessu mun Gunn ar rekja samtímasögu og við burðarrás í sambandi við dvöl varnarliðsins hér og einnig rekja að nokkru ýmsa þætti frá dvöl herliðsins hér á stríðsárunum. Efni þessa fyrsta rits er margvíslegt og margt skemmtilega skrifað. Aðal- greinin nefnist Sjöundi maí 1951 og er þar sagt frá komu varnarliðsins hingað í vor og fyrstu vikum dvalar þess hér. Eru birtar ýmsar sögulegar myndir, sem ekki hafa sézt áður svo sem koma yfir- manna hersins í íslenzka ráðuneytið o. fl. Á forsíðu rits ins eru myndir af forsíðum blaðanna í Reykjavík daginn sem herliðið kom. Þá eru í rit inu þessar greinar: Þrír minn isverðir dagar í sögu íslands, Skáldið hlakkaði til íslands- ferðar, þar sem sagt er frá vígi Guðmundar Kambans, grein sem nefnist íslenzkar hermannakonur, með all- mörgum myndum frá stríðs- árunum, er sýna samkvæmis- líf íslenzkra stúlkna og her- manna. Braggalíf í höfuð- staðnum, annálar um efni ritsins o. fl. Gunnar hefir auðsjáanlega lagt sig í framkróka um að safna sem mestu efni í rit þetta og tekizt vel að mörgu leyti og má fullyrða, að mörg um verður forvitni á að sjá rit þetta. Tilboð •I óskast í að byggja kjallara undir viðbyggingu við hús í landssímans, Thorvaldsensstræti 4 í Reykjavík. I; I; Útboðslýsing og teikningar verða afhentar í skrif- I; I* stofu póst- og símamálastjórnarinnar. ■[ Tilboðin skulu vera komin í hendur húsameistara ■• ■; ríkisins 3. október þ. á. kl. 13,30. Reykjavík, 26. september 1951. í j; Póst- og' NÍmamálastjórniii ■; VVWWAVAV.VAWWV.V.V.V.VAV.W.VAW.VWVW •.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.Y.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAW. \ Leiklistarskóli | Þjóðleikhússins | I; verður settur mánud. 1. okt. kl. 4 í æfingasal Þjóð- í I; leikhússins. ;■ ;j Þjóðleikhiisstjóri j: w.v.v.v.v.v.v.w.,.v.v.,.v.v.,.v.,.v.v.v.v.v.v.v.,.v .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V Y f i r I ý s i n g I •: ■ þess skal getið, að skóli nokkur, sem nú aug- í; j; lýsir sig undir heitinu MYNDLISTASKÓL- j; jj: INN í REYKJAVÍK, er oss óviökomandi j: !;í Reykjavík, 24. 9. 1951. ;í íj HANDÍÐA- OG MYNDLISTASKÓLINN í REYKJAVÍK íj Grundarstíg 2A. — Sími 5307 í; W.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.VrV.V.V.V.’.V.V Jarðarför MARGRÉTR GEIRSDÓTTUR, Kárastíg 6, fer fram frá Fríkirkjunni fösudaginn 28. þ. m. kl. 2 e. h. — Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. — At- höfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðið, en það var ósk hinnar látnu, að þeir, sem vildu minnast hennar, létu góð- gerðarstofnun njóta þess. Börn og tengdabörn. Ctbreiðiif Timann ;.’.v.v.v1v.v....v.v...v.v.vvvv.v.v.....v.’.’.v.v.w.v.’.v \mm Vinum mínum nær og fjær, sem heiðruöu mig og í; glöddu á margvíslegan hátt á fimmtugsafmæli mínu, ■; 16. þ. m., kann ég innilegar þakkir. i Sigurjón Guðjónsson, Jj Saurbæ, Hvalfjarðarströnd. vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.