Tíminn - 27.09.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.09.1951, Blaðsíða 5
Fimmtml. 27. sept. Stefán Jóhann Stefán Jóhann er nú kom- inn heim frá Strassborg, en þar hefir hann dvalið lengi á kostnað ríkisins. Utanför þessa átti hann núv. stjórn- arflokkum að þakka og hefir því veriö óspart hampað af Þjóðviljanum, að stjórnin hafi útvegað honum farar- eyririnn í því augnamiði, að tryggja sér hóflega andstöðu Alþýðuflokksins á eftir. Ste- fán hefir því talið sig þurfa að reka þetta orð af sér og hefir haldið ræðu í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur, þar sem hann sýnir viðleitni til að deila á stjórnina. En ekki stendur stjórnin þó neitt bognari eftir en áður, enda rnunu hogg Stefáns hvorki reynast henni eða öðrum hættuleg. Svo er nefnilega mál með vexti, að Stefán var forustu maður .stjórnar þeirrar, sem iór með völd næst á undan núv. stjórn, því að engu skipt ir um þann stutta tíma, er flokksstjórn _ Sjálfstæðis- manna sat sem bráðabirgða- stjórn. Þegar stjórn Stefáns skilaði af sér, mátti atvinnu- reksturinn heita alveg stöðv- aður og ríkið gjaldþrota. — Þrátt fyrir stórfelldar nýjar skattaálögur í stjórnartíð hans, höfðu ríkisskuldirnar aukist um hundrað millj. kr. Framundan beið ekkert ann- að en algert hrun að ó- breyttri stj órnarstefnu. Fyrir núv. stjórn var ekki um annað að gera en að gripa til róttækustu aðgerða, eins og gengislækkunar, ef ekki átti að láta alt stöðv- ast og leiða atvinnuleysi og skort yfir alþýðuheimilin. Sú leið var líka valin. Þótt þessu hafj fylgt nokkur kjaraskerð ing-, er hún samt smávægileg hjá því, ef óbreyttri stefnu hefði verið haldið áfram og allt látið stöðvast. í ræðu sinni játar Stefán, að Alþýðu- flokkurinn hafj þó ekki getað boðið upp á annað úrræði. — Ádeila Stefáns á aðgerðir nú- verandi stjórnar fellur því um sjálfa sig, þar sem hann við- urkennir, að flokkur hans hafi ekki getað boðið upp á ann- að en það, sem var þó marg- falít verra. í ræðu sinni bölsótast Ste- fán mjög yfir því ástandi, er nú ríkir, en verður þó að játa, að hann geti ekki bent á neinar raunhæfar úrbæt- ur. Hann reynir að afsaka sig með því, að það sé hlutverk stjörnarandstoðunnar að gagnrýna, en ekki að benda á úrræðin. Öðru hélt hins veg- ar Attlee fram fyrir nokkrum dögum, er hann deildi á Churc hill fyrir stefnuleysi hans. — Hann hélt því fram, að þjöð- in gæti ekki treyst Churchill meðan hann benti ekki á nein úrræði til lausnar vandamál- unum. Svipuð mun og skoðun íslenzkra kjósenda. Framan- greind gjaldþrotsyfirlýsing Stefáns um stefnuleysj og úr- ræðaleysi Alþýðuflokksins mun því ekki auka veg og til- trú þess flokks meðan hann er undir forustu Stefáns. Stefán reynir að deila á Framsóknarmenn fyrír sam- ■ vinnuna við SjálfstséðiSflokk • inn. Þetta snýst í höndum hans eins og annað. Fram- ERLENT YFIRLIT: BCommúnismi Tités Hiu nýju i«$naðarlög Títós eiga afð sanna að liann sé íneiri kommúnisti en Stalín Tító marskálkur hefif nýlega haldið eina af hinum miklu ræð um sínum og deilt harðlega á valdhafana í Kreml. Hann hélt því fram, að þeir hefðu svikið kommúnismann og tekið upp yfirgangssama einræðis- og kúg unarstefnu, er ekkert ætti skylt við sannan sósíalisma. Jafn- framt deildi hann harðlega á yfirdrottnun Rússa í leppríkj- unum í Austur-Evrópu og skoraði á almenning þar að rísa gegn núverandi valdhöfum, er væru ekki annaö en peð Rússa. Það er víst, að valdhöfum Rússa er illa við þennan boð-’ skap Títós og telja sér stafa hættu af honum. Hvað eftir ann að hafa helztu valdamenn Rússa lýst yfir því að undanförnu, að fall Títós sé skammt undan. Heima fyrir virðist Tító þó held ur styrkjast í sessi, svo að Rúss- ar hljóta 'að eiga við eitthvað annað en að hann verði felld- ur af löndum sínum, þegar þeir eru- að boða pólitísk endalok hans. Sennilegast er, að valdhafar Rússa ætli með þessum hótun um að vara stjórnendur lepp- ríkjanna við því, að fylgja for- dæmi Títós. En endalaust geta þeir ekki látið sér hótanir nægja, ef þær eiga ekki að verða marklausar. Svik við kommúnismann. Ástæðan til þess, að Rússar óttast Tító,' er ekki aðeins sú, að honum hefir tekizt að rísa gegn fyrirmæíum þeirra og þann ig gefið stjórnendum hinna lepp ríkjanna hættulegt fordæmi. Sú ástæðan er engu veigaminni, að Tító telur sig fylgja hinum rétta kommúnisma, en telur stjórnendur Sovétríkjanna hafa svikið hann. Samkvæmt kenn- ingum Marx og Lenins hafi ein ræðisskipulagið aðeins átt að vera til bráðabirgða, eða á með an verið væri að búa alþýðuna undir það, að taka völdin í sín ar hendur. Þróunin í Sovétríkj- unum hafi hins vegar orðið gagnstæð því sem Marx og Len in kenndu. Einræðið hafi eflzt þar stöðugt og styrkzt. Öll völd í landinu séu í höndum fá- mennrar klíku, en alþýðan sé raunverulega áhrifalausari en nokkru sinni fyrr. Valdhafarn ir hafi alveg lagt hinn rétta kommúnisma til hliðar, en ein- beiti sér hins vegar að því, að framfylgja hinni gömlu land- vinningastefnu keisaranna og geri það af enn meira skefja- leysi og ofríki en keisararnir hafi nokkru sinni gert. Þess vegna heimti þeir algera undir- gefni af öðrum kommúnista- ríkjum, en unni þeim ekki neinna áhrifa í samstarfinu. Iðnaðarlöggjöf Títós. Jafnframt heldur Tító því fram, að það sé hann, er sé fulltrúi hins sanna kommún- isma. í Júgóslavíu sé þao kom ið lengra á veg en nokkurs stað ar annai’S staðar að framkvæma kommúnismann, eins og Marx og Lenin hafi hugsað sér hann. I samræmi við þetta hefir stjórn Títós nýlega lagt fram frum- varp að nýrri iðnaðarlöggjöf, sem á að ganga í gildi um ára- mótin. Meginatriði þessara nýju iðnaðarlaga eru þessi: Yfirráðin yfir verksmiðjunum er áður voru í höndum ríkis- stjórnarinnar, verða lögð að mestu leyti í hendur verka mannaráða í hinum einstökum verksmiðjum. Verkefni ríkis-. stjórnarinnar verður aðal- lega fólgið í því að semja heildar ' áætlun og tryggja hæfilegt stofn fé til þess, að hún fáist staðizt. Innan þéss ramma verða völd- in svo raunverulega í höndum verkamannaráðanna. Áður runnu mestallar tekjur verk- smiðjanna í ríkissjóð, en eftir- leiðis fær ríkið ekki nema lít- inn hluta af þeim. Verkamanna ráðin fá ráðstöfunarrétt yfir mestum hluta teknanna. Ríkið ákveður yfirleitt ekki verð, nema á hráefnum og hálf unnum vörum. Að öðru leyti verður verðlagningin látin fara eftir framboði og eftirspurn, nema sérstakar ástæður geri í- hlutun ríkisins nauðsynlega. Tító og fylgismenn hans segja, að óhjákvæmilegt sé að láta eft irspurn og framboð ráða meiru um framleiðsluna en undanfarið hafi verið gert. Iðulega hafi verið haldið áfram að framleiða vörur eftir að markaðurinn var orðinn yfirfullur, en aftur hafi legið niðri framleiðsla á öðrum nauðsynjavörum og skortur á þeim valdið almenningi þung- um búsifjum. Verkamannaráðin sóknarfl. gekk ekki til sam- starfs .við Sjálfstæðisflokkinn fyrr en fullreynt var, að ekki var hægt að ná samstarfi við Alþýðuflokkinn og því var ekki um annað að ræða en núv. stjórnarsamvinnu eða algert stjórnleysi. Af hálfu Framsóknarflokksins var gengislækkunin ekki gerð að neinu skilyrði, heldur boðist til að fallast á sérhvert ann- að úrræði, sem Alþýðuflokk- urinn gerði tillögu um og kæmi útflutningsframleiðsl- unni að sömu notum. Alþýðu flokkurinn svaraði þessu til- boði aldrei, heldur hélt á- fram að neita samstarfinu. Með þvi samstarfi hefði þó í- haldið, sem Stefán Jóhann þykist nú fordæma svo mjög, verið útilokað frá stjórn lands ins. Þau áhrif, sem íhaldið hefir nú, getur það ekki sízt þakkað þessari afstöðu Al- þýðuflokksins. Sannleikurinn er líka sá, að Stefán Jóhann og sálufélagar hans í Alþýðuflokknum dreymir ekki um annað meira en að endurnýja sam- starfið við Sjálfstæðisflokk- inn. Gremja þeirra í garð Framsóknarflokksins um þess ar mundir stafar ekki sízt af TITO verði að finna það sjálf á hverj um tírna, hvar hin eölilegu mörk liggi. Völdin í hendur verkamanna. Kjarninn í þessari iðnaðar- löggjöf Títós er sá, að verksmiðj urnar eru látnar í hendur verka manna sjálfra. Þeim er falið að stjórna þeim. Þeir eiga að fylgj ast með því, að reksturinn bygg ist á hagkvæmum og heilbrigð um grundvelli og það er tap þeirra sjálfra, ef illa gengur, en gróðinn er líka þeirra, ef reksturinn er í lagi. Aukin á- byrgð og hagnaðarvon á að hvetja þá til meiri afkasta og áhuga fyrir starfinu. Hæfileg samkeppni á að vera þeim hvatn ing til þess að vanda framleiðsl una og halda verðlaginu niðri. Með því að taka upp þetta fyrirkomulag telur Tító sig vera að framkvæma hinn sanna kommúnisma, er sé fólginn í því að leggja völdin í hendur verkamanna. Hitt sé falskomm únismi, er Stalin sé að fram- kvæma, að gera ríkisvaldið al- máttugt á öllum sviðum og byggja þannig upp skrifstofu- bákn, er eyðileggi nauðsynlegt tFramhald á 7. síðu) því, aö þeim finnist hann vera í bóli Sínu. Hafi nokkur mað- ur hrökklast nauðugur úr flatsæng, þá var það Stefán, er hann var dreginn úr sæng- inni hjá Jóhanni Þ. og Bjarna Ben. Það sýnir bezt, að enn liggja sterkir leyniþræð'ir milli þessara fornvina, áð þegar Bjarni Ben. tók nýlega ákvörðun í landhelgismálinu, er vel má deila um, þá gekk Alþýðublaðið fram fyrir skjöldu til að verja hann og var það gert eftir fyrirskip- un frá Stefáni Jóhanni. Það er lika fullkominn leik- araskapur hins „leikna stjórn málamanns“ yfir þeirri stjórn arandstöðu Stefáns Jóhanns, er snýr að Sjálfstæðisflokkn- um. Þangað stefnir hugur hans og Ásgeirs nú sem fyrr. Meðal óbreyttra Alþýðuflokks manna á sú skoðun hins veg- ar vaxandi fylgi að fagna, að umbótaöfl landsins eigi að taka höndum saman gegn í- haldi og kommúnisma. Þessi stefna mun sigra í Alþýðu- jflokknum og annars staðar, íþótt Stefánarnir og Ásgeir j reyni að hindra hana með þvi jað beina aðalárásum Alþýðu- . blaðsins gégn Frámsóknar- flbkknum. — Raddir nábtíanna í forustugrein Mbl. í gær. er rætt um ræðu, sem Stefán Jóhann hélt nýlega og Alþýðu blaðið gerir mikið veður út af. í ræðu þessari segir Stefán m. a., að Alþýðuflokkurinn hafi viljað halda stöðvunar- leiðinni áfram, er stjórn hans fór frá. Um þetta segir Mbl.: „En athugum nú lítillega, hvernig þessi „stöðvunarleið" hafði gefizt. „Fyrsta stjórn“ Alþýðuflokks ins, sem Stefán Jóhann veitti forstöðu, sat að völdum í tæp 3 ár. Skal það engan veginn dregið í efa að hún hafi viljað ráða vandamálum þjóðarinnar til lykta á sem hagkvæmastan hátt fyrir allan almenning. En það er engu að síður staðreynd, að á stjórnartímabili Stefáns Jóhanns voru skattar hækkað ir um mikið á annað hundrað millj. kr. á þjóðinni. En þrátt fyrir þessa gífurlegu þyngingu skattanna varð greiðsluhalli ríkissjóðs þessi sömu ár um 180 millj. kr. Verst af öllu var þó það, að þrátt fyrir heiðarlega viðleitni til þess að stöðva dýrtíðina, þá jókst hún stórkostlega. Niður- staðan varð því sú, að þegar Stefán Jóhann hrökklaðist frá völdum var allt atvinnulíf þjóð arinnar að stöðvast og keyr- ast í kaf í verðbólgu og dýrtíð. Stefáni Jóhanni hafði því mið ur ekki tekizt að stöðva vöx.t verðbólgunnar. Það voru þvert á móti atvinnutækin, sem af- koma fólksins byggist á, sem voru að stöðvast". Þrátt fyrir þessa reynslu, segir Mbl., hafði Alþýðuflokk urinn ekki upp á annað að bjóða en áframhald „stöðvun arleiðarinnar." Ekki mun Stefán auka fylgi Alþýðu- flokksins með þessari játn- ingu. Mikil athygli beinist nú að alþjóðadómstólnum í Haag vegna málflutningsins í land helgisþrætu Norðmanna og Breta, en hann hófst síðastl. þriðjudag. Fyrir margar þjóð- ir getur úrskurðui’ uómsh s í þcssií máli Lu-.t klíiá þýðingu. Alþjóðadómstóllinn í Haag rekur eiginlega sögu sína til 1889, en þá komu allmörg ríki sér saman um að efna til gerðadóms, er skyldi skera úr ýmsum deilumálum þeirra. — Eftir fyrri heimsstyrjöldina komst hann í tengsli við Þjóðabandlagið og varð fastur dómsíóll, sem skyldi hafa úr- skurðarvald í margskonar milliríkjadeilum. Fyrst eftir síðari heimsstyrjöldina starf- aði hann eftir óbreyttum regl um, en með stofnun Samein- uðu þjóðanna var hann færð- ur á nýjan grundvöll. Starfs- reglur hans voru tengdar við sáttmála Sameinuðu þjóð- anna og það m.a. ákveðið, að hann skyldi kosinn af alls- herjarþingi þeirri og örygg- isráðinu í sameiningu. Jafn- framt var ákveðið, að hann skyldi skipaður 15 dómurum og hefir verið reynt að velja þá eftir búsetu, líkt og full- trúana í öryggisráðinu. Dóm- urinn er því skipaður mönn- um víðsvegar að úr heimin- um og er þannig hindrað, að einstök stórveldi eða heimsálf ur hafi þar ekki óeðlilegan meirihluta. Fyrir smáþjóðirnar er það miklu mikilsverðara en stór- veldin, að til skuli vera dóm- stóll eins og alþjóðadómstóll- inn í Haag. í deilum sínum máttarmqiri efga þær oft ekki annars úrkosta en að reyna að Ieita réttar sins að lögum. Þess hefir ekki verið kostur fyrr en Haagdóm stóllinn kom til sögunnar. — Það sýnir vissulega, að ís- lenzkir kommúnistar hirða ekki mikið um að tryggja rétt smáþjóðanna, er þeir reyna eftir megni að óvirða Haagdómstólinn og hvetja ís- lenzk stjórnarvöld til þess að sniðganga hann og hafa hann áð engu. Þær aðstæður gætu þó hæglega skapást, að ís- lendingar teldu sig miklu varða að geta leitað til hans. Frá sjónarmiði íslendinga er vissule^a fátt æskilegra en að sú hefð styrktist, að al- þjóðlegur og óháður dóm- stóll úrskurðaði um deilu- málin, en að sama skapi sé skert aðstaða stórveldanna til þess að taka sér sjálfdæmi skjóli máttar síns. Versta níð í Alþýðublaðinu er komist svo að orði nýlega, að þjóð- in búi nú við öngþveiti í við- skiptamálum sínum, en hafi búið við skipulag í þeim mál- um, er stjórn Stefáns Jóhanns fór meö völd. Sáiínleikúrinn er sá, að þótt sitthvað megi að núv. ástandi finna, munu fáir telja það breytingu til bóta að hverfa aftur til svarta markaðsins, hinna ranglátu verzlunarf jötra og hins gagns lausa vérðlagseftirlits, er ein- kenndi stjórnartímabil Ste- fáns. Álþýðublaðið getur ekki sagt meira níð um skipulags- stefnu jafnaðarmanna en að halda því fram, að hún hafi ríkt hér í stjórnartíð Stefáns Jóhanús, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn markaði alla fram kvæmd þessara mála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.