Tíminn - 27.09.1951, Blaðsíða 7
218. blaff.
TÍMINN, fiimntudagrinn 27. september 1951.
7.
Örlöfi Bonupurte hins íslenzku:
Sagnaþáttur Benjamíns
— skáldsaga Laxness
í öðru bindi af Sagnaþáttum Benjamíns Sigvaldasonar,
er kom út í sumar, er þáttur af manni þeim, sem gekk í
Norður-Þingeyjarsýslu undir nafninu Napoleon Bonaparte
og lifði fram á fjórða áratug þessarar aldar. En um þennan
sama mann, ævi hans og örlög, hefir Halldór Kiljan Laxness
skrifað smásögu, svo sem kunnugt er.
Bóni Benjamíns
Sigvaldasonar.
Þáttur Benjamíns Sigvalda
sonar er sannsögulegur og
byggist á rannsóknum, sem
hann hefir gert á ævi þessa
manns. Hann hét réttu nafni
Finnbogi Finnsson og fæddist
að Skoruvík á Langanesi 11.
september 1860, en ólst upp
á Læknisstöðum. Hann sturl-
aðist á fertugsaldri, er unn-
usta hans drukknaði.
Upp úr þessu fór hann að
telja sig son Napoleons Bona-
parte Frakklandsprins. Hefði
hann verið alinn upp við hirð
ina, þar til hann var á öðru
eða þriðja ári, að foreldrar
hans fóru með hann í
skemmtisiglingu til íslands.
Tóku þau land við Skoruvík,
og þar var barninu stolið frá
þeim.
Utanför Bóna.
Bóni hugði á valdatilkall í
Frakklandi, og treysti þar á
stuðning Helga Englandskón
ungs, er hann sagöi son Viktor
íu drottningar, og Óskars
Svíakonungs. Kom þar, að
hann fór utan með norsku
fiskiskipi og komst suður til
Kaupmannahafnar, en var
sendur þaðan til íslands aftur.
Um sextugt varð Bónj sveit
arómagi, og fórst sveitungum
hans þá svo vel við hann, að
hann var settur niður í gisti-
húsið á Þórshöfn, þar sem
hann gekk um prúðbúinn og
skemmti gestum, því að hann
var eölisgreindur maður og
mjög hnyttinn í svörum,
þrátt fyrir truflun sína.
Endalokin.
Endalok hans 'urðu þau, að
hann hvarf i stórhríð 3. des-
ember 1932. Vorið eftir fannst
lík hans langt austur á
Brekknaheiði, og virtist sem
hann hefði verið á leið til
býlisins Hraunkots, þar sem
hann bjó, er unnusta hans
drukknaði.
Parti Halldórs Kiljans.
í sögu Halldórs Kiljans Lax
ness er þessum manni gefið
nafnið Jón Guðmundsson og
bernskuheimili hans nefnt
Kothagi við Þrymsfjörð. Hann
sér í æsku lystisnekkju Napo-
leons prins á skemmtisiglingu,
en heima í kotinu eru til mynd
ir af Bonaparte og Viktoríu
drottningu.
Nonni í Kothaga einsetur
sér að verða mikill maður og
ræðst að heiman. Hann gerist
vinnumaður á stóru býli og
verður ástfanginn af dóttur
húsbóndans, en hún fer að
heiman og kemur trúlofuð
aftur. Þá felur hinn ungi mað
ur sig um börð í útlendu skipi
og kemst úr landi.
Heimkoma ríkiserfingjans.
Löngu síðar kom hann norð
ur yfir jökla ofan í dal á
Norðausturlandi, þar sem
hann dvaldi síðan á prest-
setrinu og nefndist Napoleon
Bónaparte. Hann lifði þar tvo
presta, en í tíð þriðja prests
ins kom hann einn haustdag
og kvaddi og hélt brott. Hann
varð úti í jólaföstubylnum og
fannst örendur í hálsinum of ;
an við Kothaga í Þrymsfirði, \
er snjóa leysti. Hann hafði
ætlað heim til þess að endur
byggja snaraða baöstofu móö
ur sinnar.
Mæðiveikln
(Framhald af 1. síðu.)
ið stanslaust áfram unz því
er Iokið.
Fjárskiptingin fer fram
annars staðar.
Ekki verður talið fært að
láta fjárskiptihguna fara
fram að Hesti eftir þetta, því
að nákvæm sótthreinsun
húsa, sem lörnbin að vestan
hafa verið í, verður að fara
fram. Fer skiptingfn því fram
á öðrum stöðum.
Skólameistariim á
Akureyri farinn til
Bandaríkjanna
Þórarinn Björnsson skóla-
meistai'i Menntaskólans á
Akureyri átti aö leggja af
stað í gærkvöldi með flugvél
til Bandaríkjanna sam-
kvæmt frétt er blaöinu barst
í gær frá upplýsingadeild
ameríska sendiráðsins hér.
Hefir honum verið boðið í
þrig'gja mánaöa kynnisför til
Bandaríkjanna á • vegum
stjórnardeildar þeirrar sem
sér um heimsóknir sérfræð-
inga og félagsmálafrömuöa
til Bandaríkjanna. En þessar
heimsóknir eru liður í stórri
áætlun Bandai'íkjastjórnar
um aukin kynni milli
Ameríku og lýðræðisþjóð-
anna austan meginn Atlanz-
hafsins. Þórarinn mun að
sjálfsögöu nota tímann til að
kynna sér skólamál vestan-
hafs.
græn-
lenzka kom sam-
an í gær
Landsþingið grænlenzka
kom saman til fundar í Góö-
von í gær. Forseti þingsins er
Lundström landshöfðingi. og
á starfsskránni, sem fyrir
þingið var lagt, voru 54 mál.
Meðal þeirra voru frumvörp
til laga um þingsköp, sveitar
stjórnir, fjárstjórn Græn-
lands, innflutningstolla,
dómsmál, hegningarlög, hjú
skap, skipaskráningu og
ýms frumvörp um atvinnu-
mál.
Búizt er við því, að full-
trúarnir muni einnig leggja
fyrir þingið ýms mál, svo að
þingið liefir miklum verkefn
um að sinna.
. i
lícynt að fá fé
annars staðar.
Sæmundur Friðriksson gat
þess, að reynt mundi verða að
fá lömb í stað þeirra 2000,
sem áttu að koma úr þessu
hólfi, svo aö borgfirzkir bænd
ur geti fengið eins margt fé
og áður hafði verið gert ráð
fyrir. Veröa lömb fengin af
öðrum hlutum Vestfjarða,
því að þar hafði ekki verið
gengið nærri áður, þar sem
nú var af nógu að taka til
fjárskiptanna.
Fjárskipti 1947.
Fjárskipti fóru fram í
Steingrímsfriði árið 1947.
Hólf það, sem hér um ræðir,
er milíi girðinga, sem liggja
úr Steingrímsfirði suður í
Berufjörð að vestan og úr
Bitrufirði suður í Gils-
fjörð að austan. Var öllu
fé slátrað í Steingrímsfirði
1947 og flutt inn nýtt fé hið
sama haust. Nýja féð var
fengið af Vestfjörðum norð-
an Berufjarðargiröingar-
innar, aðallega úr Kaldrana
neshreppi og Nauteyrar-
hreppi. Síðan hefir ekki borð
ið neitt á mæðiveikinni, og
töldu allir, að hún væri út-
dauð þar með fjárskiptun-
um.
Lömb seld úr hólfinu
til fjárskipta.
Einu sinni áður hafa lömb
veriö fengin úr þessu hólfi
til fjárskipta, og munu þau
hafa farið norður í Skaga-
fjörð eða Eyjafjörð.
Þurrmæffi effa
þingeysk mæði.
Blaffiff átti tal viff Guff-
mund Gíslason IæknS um
þetta í gær. Hann sagffi, aff
ærnar frá Hólmavík hefðu
veriff meff þurrmæði effa
svokallaffa þingeyska mæði,
sem er aðgreind frá votri
mæffi effa Deildartunguveik
inni, sem herjaffi borgfirzka
féff. Þaff var og þurrmæði,
sem var í fé í Steingríms-
firði, áffur en fjárskiptin
þar fóru fram.
Hvaöan kemur veikin nú?
Ekki var fullvíst í gær,
frá hvaöa bæjum báðar
ærnar voru ættaðar, en þær
voru 4 vetra, og var önnur
þeirra fengin sem lamb frá
Skarði i Kaldrananeshreppi
en hin úr Nauteyrarhreppn-
um. Engar öruggar skýring-
ar eru fyrir hendi um það,
hvaðan veikin er nú komin,
en talið fullvíst, að hún geti
ekki hafa verið fyrir í þeim
stofni, sem lömbin voru feng-
in af 1947, því að þá hlyti
hún að vera^komin upp svo
að augljóst væri í honum, en
svo er ekki.
Hafa smitazt eftir komuna.
-W-
Þykir fullvíst, að lömbin
hafi smitazt eftir komuna
til Hólmavíkur, og er þá
tvennt til, aff sjúk kind hafi
leynzt eftir er fjárskiptiln
urðu og smitað effa um
smit frá húsum eða landi sé
aff ræffa. Þegar niffurskurff-
ur fer fram og nýr stofn
tekinn á einu og sama
hausti er alltaf sú hætta
yfirvofandi, að kindur leyn-
ist eftir og komi ekki fram
í lcitum og smiti hinn nýja
stofn.
Alvarlegt áfall.
Þessar fréttir um að mæ'öi-
veikin hafi komið upp í
Strandasýslu er hið alvarleg-
asta áfall, og nú vofir sú hætta
yfir, að árangur af dýrum.og
umfangsmiklum fjárskiptum
á stórum svæðum landsins
verði að engu gerður, þött
menn voni hins vegar, að tek
izt hafi að ná fyrir meinið í
þetta sinn. Mátti engu muna,
að hinir mestu erfiðleikar og
tjón hlytist af, og hefði þetta
orðið uppvíst einum eða
tveim dögum síðar, hefði all-
ur hinn nýi fjárstofn Borg-
firðipga verið í hættu og orð
ið að lóga honum. Hefði þá
reynzt örðugt að afla fjár-
stofns á þessu hausti handa
Borgfirðingum. Má því segja
að hurð hafi skollið nærri
hælum að þessu sinni, en vel
til tekizt eftir þvi, sem efni
stóöu til. _______
Ætti þetta að verða mönn
um aðvörun til þess að vera
vel á v-erði og gera sauðfjár-
veikivörnunum þegar aðvart
ef einhverra lungnakvilla
verður vart í fé.
Sýningu tvímenn-
inganna lýkur
í kvöld
Málverkasýningu þeirra
Eiríks Smith og Benedikts
Gunnarssonar i Listvinasaln
um lýkur i kvöld klukkan 10.
Eru því síðustu forvöð fyrir
þá sem ætla sér að sjá sýn-
inguna að gera þaö í dag.
Þrjár myndir þeirra hafa
selzt, en aðsókn hefir ekki
verið sem skyldj og er hér þó
um fróðlega og óvenjulega
sýningu að ræða.
Erlent yflrlit
(Framhald af 5. síðu
framtak og geri verkalýðinn að
áhrifalausum vinnuvélum.
o
Bændurnir erfiðir.
Líklegt er talið, að þessi iðn-
aðarlöggjöf Títós mælist vel fyr.
ir meöal verkamanna. Hins veg
ar gengur honum verr með að
koma kommúnismanum á í
sveitunum. Bændum geðjast
mjög illa að ríkisbúskapnum, er
komið var á meðan Tító tók
Stalin sér til fyrirmyndar. Tító
hefir því orðið að draga úr frarn
kvæmdum á því sviði, en samt
halda bændurnir áfram að vera
honum erfiðir. Þeir vilja reka
sjálfstæðan búskap. Tító er hér
i vanda staddur, því að hann
þolir ekki rnikla mótspyrnu
bændastéttarinnar meðan hann
á í deilunni við Stalin. Bænda
stéttin er langstærsta stétt
landsins. Líklegt er talið, að
Tító reyni hér að fara bil beggja,
— láti bændur halda sjálfstæði
sínu aö miklu leyti, en hvetji
þá til að auka samhjálp og sam
vinnu innbyrðis. Búskaparhætt
irnir yrðu þá einskonar sam-
bland einkaframtaks og sam-
vinnu.
Skilyrði í 14 grein-
um um sameigin-
lega kosningu
Tillögur Grotewohls, for-
sætisráðherra Austur-Þýzka
lands eru enn mjög ræddar í
Vestur- Þýzkalandi. Vestur-
þýzka stjórnin hefir nú sett
fram skilyrði sín fyrir sam-
eiginlegum kosningum og eru
þær í 14 liðum, en aðalskilyrö
ið er það, að kosningarnar
fari fram undir eftirliti S.Þ.
Efnnig er það skilyrð, að
frambjóðendur sem eru and
stæðingar kommúnista sé
tryggt fullkomið frelsi meðan
kosningabaráttan stendur.
Smíðum
eldhúsinnréttingar og alls
konar húsgögn.
Borff
stólar
bókahillur
stofuskápar
sængurfataskápar
skrifborð o. fl.
fyrirliggjandi.
Húsg'ag'ua-
viimustofa
Austurvegi 40 — Selfossi
Sími 38
Ljósakrónur
margar gerffir.
Veg'glamjiar
fjölda margar gerðir.
Ilorðlauipar
mikið úrval.
Svefnlierlierg'is-
skálar
á stöng kr. 265,00 og 298,00.
Véla- & raftækjaverzlunin,
Bankastræti 10. Sími 6456
Tryggvagötu 23. Sími 81 279
Ragnar Jónsson
næstaréttarlögmaður
Laugaveg 8 — Síml 7752
Lðgfræðistörf og cignaum
sýsU.
Arnesingar!
Höfum nú til á börn og full-
orna hinn viðurkennda vinnu
fatnað frá Vinnufatagerð ís-
lands.
ADDABÚÐ
Selfossi
>vv,
r.v.v,
i
H.f. EhnskipaféBag íslands
M.s. Gullfoss
;.v
fer frá Reykjavík laugardaginn 13.
okt. kl. 12 á hádegi til Leith og Kaup-
mannahafnar.
Pantaðir farseölar skulu sóttir eigi
síðar en þriðjudaginn 2. okt. Það skal
tekið fram, að farþegar verða að sýna
íullgild vegabréf þegar farseölar eru
sóttir.
!:
;j
,v.v.v.v.v.w.v.%%%v.v.v.,.v.v.v.v.,.v.w.v.v