Tíminn - 09.10.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.10.1951, Blaðsíða 4
TTMINN, þriðjudaginn 9. október 1951. 227. blað. Framsögyræða fjármálaráðherra (Framhald af 3. síðu) aðar krónur 363.868 millj. eða um 60 millj. hærri en í fjár- lögum þessa árs. Gjöldin í fjár lagafrumvarpinu á rekstrar- reikningj eru hins vegar áætl uð kr. 314.577 míillj. og á eignahreyfingum eða 20. grein er áætlaðar útborganir krón- ur 45.196 millj. eða samtals krónur 359.773 millj. og er það um 57.160 millj. krónum hærri útgjöld en í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta er á milli' 18 og 19% hækkun á út- gjaldahlið fjárlaganna frá því 1951 og veruleg hækkun frá því, sem útgjöldin verða í ár, þótt þau fari talsvert fram úr fjárlögum. Tekjuáætíunin. Tekjuáætlun frv. eru gerð töluverð skil í greinargerð- inni fyrir frumvarpinu. Hér vil ég benda á að þar hafa fjárfr 1'i.ðir höfuð-þýð'i}n!gu: tekju- og eignaskattur, verð tollur, söluskattur og hagn- aður af ríkisfyrirtækjum. Tekju- og eignaskatts áætl unin er hækkuð um 6 millj. frá gildandi fjárlögum, og er það full ílagt. Verðtollurinn er áætlaður 20 millj. krónum hærrj en í gildandi fjárlögum eða 93 millj. króna. Hann sýnist ætla að verða í ár yfir 100 millj. króna, en með tilli'ti til þess, sem ég hefi upplýst um birgðasöfnun í ár og sérstak ar tolltekjur af henni, getur ekki komið til mála að áætla verðtollinn hærri en gert er í frumvarpinu. Það er mjög örðugt að segja um hvað söluskatturinn verð ur endanlega á þessu ári, en eins og segir í greinagerð frumvarpsins, þá nam hann fyrra helming ársins 37 millj. króna. Ég geri samt ráð fyrir, að hann verði eitthvað yfir 80 millj. króna á þessu ári. Hann er áætlaður 77 millj. króna í frumvarpinu, og er það vel í lagt með tilliti til þess, að vörukaup manna hljóta að hafa verið á þessu ári óvenjulega mikil fyrst í stað. þegar slakað var á höft unum og ýmsar vörur komu í búðir, sem menn höfðu ekki getað fengið lengi, og enn fremur með tilliti til þeirra upplýsinga um birgðaaukn- ingu á þessu ári, sem ég gat um í sambandi við verðtoll- inn. Hagnaður af Áfengis- og Tóbakseinkasölum er áætlað ur fyrir næsta ár samtals 79 millj. króna, og er það 10 millj. króna hærra en áætlað er í fjárlögum yfirstandandi árs. Hins vegar gefa þessar einkasölur í tekjur á þessu árj heldur meira en árið 1950 og aðeins ríflega þá fjárhæð, sem hér er áætluð. Samt sem áður er þessi á- ætlun á tekjum af einkasölu sett hærri en venja er til um þá tekjuliði. Tekjuáætlun fjárlaganna í heild má áreiðanlega ekki hærri vera, en hún er hér sett. Auknar launagreiðslur. Hækkun gjaldanna á fjár- lagafrumvarpinu er mikil eins og ég gat um áðan og má ekki tæpara standa, að hægt sé að gera ráð fyrir að undir þeim verði staðið að óbreytt- um sköttum og tollum, eins og frumvarpið ber með sér, þar sem greiðsluafgangur er ekki áætlaður nema kr. 4.1 millj. Kemur þá til skoðunar í hverju þessi mikla hækkun á útgjöldunum er fólgin og um ástæður fyrir henni. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir kaupgjaldsvísi- tölunni 141 stig, sem líklegt var talið, að yrði í ársbyrjun 1952. í júlímánuði þurft að ákveða með hvaða vísitölu ! skyldi reikna og þótti þá lík- . legt, að kaupgjaldsvísitalan yrði nálægt þessu í ársbyrj- un 1952, eftir að hausthækk anir væru þar komnar til | greina. Verður þetta tæplega j nógu hátt. Ógerningur er að jsegja, hvort vísitalan nemur þar staðar eða ekki, sem hún verður í ársbyrjun, en yfir- leitt munu allar nú fyxúrsjá anlegar hækkanir verða þá komnar inn í vísitöluna, og ætti hún þá ekki að hækka úr því, nema utanaðkomandi áhrifa gætj til hækkunar eða nýjar ráðstafanir verði gerðar innanlands, til þess að knýja hana enn áfram. Er raunar allt í óvissu um það, hvernig fer um þetta mik ilvæga atriði á næsta ári, og er nauðsynlegt að hafa það í huga við athugun frumvarps ins á Alþingi og meðferð þess alla, að svo gæti til tekizt, að vísitalan hækkaði frá þessu og þá aukast útgjöld ríkis- sjóðs verulega við það. Um hinar almennu ástæð- ur fyi'ir hækkun á ríkisút- gjöldunum er þetta helzt að segja. Mönnum telst svo til í fjár málaráðuneytinu, að hækkun á launum ríkisstarfsmanna frá gildandi fjárlögum nemi um 11 millj. króna í frumvarp inu. Erfitt er að sjá með ná- kvæmni, hversu mikið af öðr um hækkunum frumvarpsins stafa beinlínis af launahækk unum. Þar koma margir liðir til greina, en við athugun á ýmsum liðum fjárlaganna, þar sem um er að ræða launa- greiðslur til annara en fastra starfsmanna, þá sýnist mönn um ekki fjarri lagi að áætla hækkun á frumvarpinu vegna launagreiðslna til annara en fastra starfsmanna um 7 millj. króna. Samtals mundu þá launa og kaupgjaldshækk anir nema um 18 millj. króna til hækkunar á frumvarpinu frá því sem er í gildandj fjár- lögum. Hér er þó aðeins átt við beinar vinnulaunagreiðsi ur, en auðvitaö eiga margar aðrar útgjaldahækkanir á frumvai'pinu rætur. sínar að rekja til hækkaðra launa og kaupgjalds. Aukinn kostnaður vegna verðhækkana. Matvörur og annar varning ur, sem keyptur er í ýmsum stofnunum til reksturs, hefir stórlega hækkað. í áætíun ríkisspítalanna t. d. er gert ráð fyrir mikilli hækkun á matvöru frá því, sem var í fjárlögum þessa árs. Raf- magnsverð í Reykjavík hefir hækkað um 48%, og er það víða verulegur liður. Hita- kostnaður hefir hækkað stór kostlega. Þá hefir húsaleiga fyrir húsnæði til atvinnu- rekstrar hækkað stórlega. vegna þess að niður féllu á- kvæði húsaleigulaganna urn leigutakmarkanir á atvinnu- og skrifstofuhúsnæði. Hefir því orðið um að ræða all- mikla hækkun á húsaleigu hjá ríkisstofnunum, sem eru • í ___ leiguhúsnæði. í samræmi við þetta hafa svo fjölda margir aðrir liðir hækkað. Útgjöld til heilbrigðismála, vegna hækk aðra daggjalda á sjúkrahús- um, útgjöld til trygginganna vegna aukins kostnaðar við tryggingar og hækkaðra ið- gjalda. Loks ér þess að geta að nokkrir liðir fjárlaganna hafa hækkað vegna þess að þeir eru enn færðir til sannari veg ar, heldur eix verið hefir í fjárlögum undanfarið. Aflciðing kaup- og veiðhækkananna. Á þessu sést, og þó raunar enn betur á því, sem ég upp- lýsj síðar um einstaka liði frumvarpsins, að hækkun rík isútgjaldanna stafar yfirleitt af kaupgjalds- og verðlags- hækkunum, sem orðið hafa á þessu ái'i. Hefðj verið hægt að komast hjá þessum hækkunum, þá hefðu að vísu tekjur ríkissjóðs og tekjuvonir verið eitthvað minni' en nú, en ríkisútgjöld in á hinn bóginn verið svo miklu lægri' en frumvarpið sýnir nú, að hægt hefði ver ið að lækka skatta og tolla eitthvað og vera samt örugg ur um afkomu ríkissjóðs. Það er augljóst af þeim upplýsingum, sem nú hafa verið gefnar, að ætli menn að stefna enn að greiðslu- hallalausum ríkisbúskap rík issjóðs, sem er e’tt meginat riði í stefnu núverandi ríkis stjórnar, þá er ekki hægt að Jækka skatta né tolltekjur, nema með því að lækka ríkis útgjöldin frá því, sem þau eru fyrirhuguð í þessu frum varpi, eða öllu heldur í gild- andi löggjöf. Yfirlit um helztu útgjaldahækkanir. í fjái'málaráðuneytinu hefir verið tekin saman skrá um hækkun á nokkrum útgjalda liðum í fjárlagafrumvarpinu miðað við gildandi frumvarp, og ætla ég að lesa þessa skrá: hefi nefnt nema samtals kr. 54.939.915, en heildar hækk- un á frunxvarpinu nemur kr. 57.134.950,— HÆKKANIR A ÝMSUM LIÐUM FRÁ FJÁRLÖGUM 1951. 1. Dómgæzla og lögreglustjórn 12.366.460 2.113.245 2. L andheigisgæzla 9.259.000 3.259.000 3. Innheimta skatta og tolla 8.562.945 1.687.335 4. Simi, burðargjöld og pappír 2.250.000 700.000 5. Falli sjúkrahúsanna 8.464.106 2.231.173 C. Berklavarnir 4.484.041 682.963 7. Styrkur v/langvarandi sjúkdóma 5.600.000 1.640.000 3. Viðhaid þjóðvega 17.500.000 3.700.000 9. Strandferðir 3.620.000 1.838.000 10. Reksturskcstnaður vitanna 1.750.000 290.000 13. Flugmál 3.582.617 1.354.470 12. Kirkjumál 5.491.442 1.074.201 13. Kostnaður við framhaldsskóla 6.218.506 936.840 14. Gagnfræðamenntun 12.419.876 2.845.054 15. Barrafræðslan 21.901.782 5.070.787 16. Atvinnudeild Háskólans 2.360.754 527.775 17. Jarðræktarstyrkir 8.755.226 3.560.226 18. Saixdgræðslan 816.127 215.052 19. Skógræktir. 1.619.180 459.794 20. Fjárskiptj og sauðfjárveikivarnir 14.940.000 4.945.000 21. Tryggingarstofnun ríkisins 22.800.000 3.950.000 22. Sj úkrasamlögin 7.500.000 . 2.500.000 23. EftirJ.a u.n 3.660.000 654.000 24. Áætlað fyrir ábyrgðartöpxxm 7.000.000 1.500.000 Samtals kr. 193.922.062 47.734.915 Hækkanir vegna framkvæmda. Langmest af þeim hækk- unum, sem hér eru taldar, stafa af þeim almeixnu ástæð um, sem ég hefi þegar gert greiix fyrir, launa- og verð- lagshækkunum o. s. frv, en um einstaka liðj er þó þessa að geta: Landhelgisgæzlu- kostnaður hækkar einnig vegna þess, að nýju skipi er bætt við flotann. Var þó gert ráð fyrir því í gildandi fjár- lögum, að hið nýja skip starf- aði hálft þetta ár. Innheimtu kostnaður skatta og tolla hækkar einnig vegxxa þess, að þar ei' áætluniix nú söixixu íxær en verið hefir. Styrkir vegna langvarandi sjúkdóma hækka einnig vegna reglugerðarbreyt ingar frá síðasta ári. Kostn- aður við flugmál hækkar einnig vegna aukins kostixað- ar á Keflavíkurflugvelli vegna nýrrar skipunar þar. Kostn- aður við fjárskipti og sauð- fjárveikivarnir hækkar vegna þess, að sífellt er færst meira og meira í fang og stækkuð þau svæði, sem fé er fellt á. Er þetta gert til þess að flýta því verki. Áætlun fyrir á- byrgðartöpum er hækkuð vegna fenginnar reynslu og eru nú áætlaðar 7 milljónir til þess að mæta þessunx á- íöllum. Um aðra liði í frumvarpinu er þess helzt að geta, að sett er inn fjárveiting til kaupa á vatnsréttindum í Þjórsá kr. 1570 þús. íslendiixgar verða að eiga vatnsréttindi sín sjálfir og hafa tekist samix- ingar við erlexxda eigendur þessara réttiixda um sölu á þeim fyrir þetta verð. Fram- lag til hlutabréfakaupa í Á- burðarverksmiðjunni er hækk að um kr. 1,5 millj. Veitt er til sementsverksmiðjunhar kr. 1 millj. Loftvarnarkostnaður er hækkaður unx 500 þús. kr. upp í l.millj. og fjárveitiixg- ar til verklegra framkvæmda eru yfirleitt hækkaðar um 10 % frá því, sem þær eru í gild- andi fjárlögum. Loks er rétt að geta emx um tvo nýja liði. Fjárveitingu til þess að koma upp kynbótabúi naut- gripa á Suðurlaixdi, 225 þús., fyrrj fjárvpiting af tveimur, og framlag til kaupa á sér- stökum raixnsóknartækjum fyi'ir Fiskifélag íslands 358 þús. Ailar lxækkaixir, sem ég xxú Sérstök ástæða er til að benda á, að vaxtagreiðslur ríkissjóðs hækka enn frá því, sem verið hefir. Eru vaxtaútgjöld nú áætl- uö kr. 3.783.000.00, en voru fyr ir tveinxur árum tæpar 8 millj. króixa. Er ekki gert ráð fyrir neiixum lausaskuldavöxtum á næsta ári, og er þetta sum- part vegna þess, að ríkissjóö- ur nýtur Mótvirðissjóðsins, sem stendur í Landsbankan- unx, en sunxpart vegna þess, að rikissjóður hefir af tekjum sínunx lækkað þær skuldir, sem hann stendur straunx af á árinu 1950 og þó eiixkum nú á þessu ári. Ríkisútgjöldin raunveru- lega Iægri en 1949. Fróðlegt er að athuga, hvernig ríkisútgjöldin eru fyrirhuguð á næsta ári sam- anborið við það, sem þau voru fyrir gengislækkunina áriö 1949. Árið 1949 voru öll útgjöld ríkisins á rekstrarreikningi og þau útgjöld á 20. grein, sem sambærileg eru við það, sem sett er í fjárlög, samtals kr. 336 millj., en eru nú áætluð, eins og ég hefi áður getið um, kr. 360 millj. Útgjöldin eru því á næsta ári áætluð um 24 millj. krónum hærrj en þau voru 1949, fyrir gengislækkunina, eða um 7% hærri. Er það ekki mikil hækkun, þegar dæmið er sett upp þann ig, miðað við þær hækkanir, sem yfirleitt hafa orðið á þeim tíma, bæði að sjálfsögðu nokkuð af völdum . gengis^ lækkunarinnar og þó ekki síð ur af völdum hinna almemxu verðhækkana í heiminum, og kaupgj aldshækkuixum, sem eru gengislækkuninni óvið- komandi. Eix við þetta er þá einnig það að athuga, að 1949 voru dýrtíðarútgjöld svoköll- uð 48 millj. krónum hærri en þau eru áætluð á frumvarp- inu 1952. En þá ber einnig þess að geta, að ef borin eru saman launaútgjöld ,ríkisins árið 1949 og áætlaðar launa- greiðslur næsta ár, bæði launagreiöslur til opinberra starfsmanna og kaupgjalds- greiðslur vegna ýmiskonar starfrækslu ríkisins, þá mun það ekki fjarri lagi, að áætla að þær greiðslur einar séu nú kr. 40 millj. hærri en þær voru 1949. Aðstaðan til sparnaðar. Raunverulega hafa útgjöld ríkisins lækkað stórkostlega frá 1949, þegar tillit er tekið til hins breytta verðgildis peningaixna. Möixnum þykja há ríkisút- gjöldiix, og er það að von- um og mikiö er og hefir veriö rætt um möguleika til sparn- aðar og lækkuixar á ríkisút- gjöldunum. Ég hefi ætíð við þær um- ræður bent á, að þótt þaö væri sjálfsagt að leita eftir mögu- leikum til þess að spara í mannhaldi og skrifstofukostn aði hjá ríkinu og það væri bæði fjárhags- og menning- aratriðj aö halda ekki í þjón- ustu ónauðsynlegu starfsliði eða þola óeðlilega eyðslu, þá yrðu meixn sanxt sem áður að gera sér Ijóst, að þótt fullri (Franxhald á 5. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.