Tíminn - 14.10.1951, Blaðsíða 4
4.
TUVIINNj sunnudaginn 14. október 1951.
1 vi1.1 .-u . i 'j n t ... ...— 1 ■.
332. blað.
Okrararnir og dýrtíðin
Eigi leikur það á tveim
tungum, að afkoma almenn-
ings í þessu landi fer versn-
andi.
Síhækkandi verðlag lífs-
nauðsynja og vaxandi til-
kostnaður framleiðslunnar
verður mörgum þung byröi.
Margir fjölskyldufeður sjá
feigi hvernig þeir geta fætt
og klætt fjölskyldu sína, og
margur framleiðandinn horf-
ir með ugg fram á veginn.
Vegna þessara staðreynda
er það lífsnauðsyn þjóðfélags
ins að koma í veg fyrir.að til-
tölulega fámennum hópi þjóð
félagsþegnanna takist að
auka til muna dýrtíð í land-
inu, með því að draga í sína
vasa óhæfilega mikiö fé af
öllum almenningi.
Verzlunarokrið.
Verðgæzlustjóri hefir með
„stikkprufum“ sannað, að
nokkur hópur heildsala og
talsverður hlutf smásala hef-
ir með óhæfilegri verzlunar-
álagningu dregið sér nokkrar
milljónir af tekjum almenn-
ings. Framferði þessara okr-
ára, sem Sjálfstæðisflokkur-
ínn heldur nú hlífiskyldi yf-
ir, sannar það, að nokkur
hiuti verzlunarstéttarinnar
hefir með öllu brugðist trausti
þjóðarinnar, og mun trauð-
lega hægt fyrir almenning
annað, en heimta á ný lög-
boðna verzlunarálagningu,
með ströngu eftirliti, ef slíku
heldur áfram.
Eigi er hægt á þessu stigi
málsins að vita hversu vísi-
talan hefir hækkað um mörg
stig vegna aðgevða hins ó-
hæfilega verzlunargróða nokk
urra ósvífinna fjárplógs-
manna, en fróðir menn telja
það eigi minna en ein 5
vísitölustig. Svo frekir hafa
okrararnir verið, að talið er
að einn heildsali hafi á ein-
um degi tekið nokkur hundr-
uð þúsund krónur í ágóða
fyrir að selja eina vöruteg-
und.
En þó okrararnir í verzlunar
stétt séu slæmir þjóðarbú-
skapnum, þá er þó önnur ok-
urstarfsemi í þessu landi,
ennþá skaðlegri, og hefir enn
meiri áhrif til vaxandi dýr-
tiðar.
Rúsaleiguokrið er verra
en verzlunarokrið.
Flestir menn kannast við
hina óhæfilegu húsaleigu í
Reykjavík og öðrum þeim
stöðum, þar sem eftirspurn
er mest eftir húsnæði í hlut-
falli við framboð. Margur
leigusali húsnæðis í Reykja-
vík, er líkur heildsalanum á
Laugaveginum, að engin tak-
mörk eru fyrir ósvífninni. Sá,
er þetta ritar, gæti talið upp
allmörg dæmi, sem sanna
takmarkalausa frekju leigu-
sala, og fnun það gert síðar.
Leigutakar húsnæðis hafa
verið rúðir inn að skyrtunni
undanfarin ár, og á síðasta
vetri var síðasta vígi leigu-
taka unnið með breytingu
húsaleigulaganna.
Á undanförnum árum haía
tugir og hundruð leigutaka
verið píndir til að láta sinn
síðasta eyrir í hít fjárplógs-
mannanna, og margur leigu-
takinn hefir mátt ganga á
milli kunningja sinna, til að
biðja um nokkrar þúsundir
að láni, svo fjölskylda hans
væri ekki á götunni, eða
þyrfti ekki að segja sig til
sveitar.
Fu’lyrða má, að meirihluti
húsaleigu í Reykjavík, sé frá
Eítir llaimes Pálsson frá Endirfelli
25% — 50% hærri en gildandi
lög leyfa og finna má mörg
dæmi, þar sem húsaleiga er
i00% hærri en leyfilegt er.
Löggjafinn hefir búið svo
vel um hnútana, að þó há-
marksleiga á húsnæði sé
lögfest, þá er enginn mögu-
'eiki til að framfylgja þeim
lögum. Enda er of mikið af
fingraförum Sjálfstæðisflokks
Ins á þeirri löggjöf.
Hversu mikið fé er greitt
af leigutökum?
Erfitt er að gera sér fulla
grein fyrir hversu mikið fé
er greitt vegna óeðlilega hárr
ar húsaleigu, en nokkuð má
fara nærri um það í Reykja-
vík. — í Reykjavík éinni voru
við síðasta manntal um 6280
fjölskylduíbúðir í leigu og um
4044 éinstaklingsíbúðir
(braggar ekki meðtaldir). —
Varlega áætlað má telja með-
alleigu eftir f j ölskylduíbúð
kr. 900 á mánuði og fyrir ein-
staklingsíbúð kr. 350 á mán.
Greidd húsaleiga í Reykja-
vík væri eftir því 84.7 millj.
króna á ári.
- Allt að 50% af þessari upp-
hæð er umfram það, sem lög
leyfa, en hámarksleiga í lög-
um svarar til þess að húseig-
andi fáj 10% af kostnaðar-
verði, miðað við byggingar-
kostnað 1950.
Skatturinn sem húsaleigu-
okrararnir í Reykjavík leggja
á þjóðfélagið, er því aldrei
minni en rúmar 40 milljónir
kr. á ári.
Mikið af þessu fé kemur
að síðustu til útgjalda fram-
leiðslunni í landinu, því laun-
þegar geta ekkert annað en
krafist kauphækkunar, þeg-
ar beir hafa ekki til hnífs og
skeiðar, vegna þess hve hús-
næði þeirra er dýrt. Verst
settu leigutakarnir í Reykja-
vík munu þegar hafa frara-
kvæmt þá lífsvenjubreytingu,
sem hægt er af þeim að krefj-
ast. —
Hverjir valda mestu
um aukna dýrtíð?
Margir bæjarbúar tala um
að aukin dýrtíð stafi aðeins
af háu verði landbúnaðar-
afurða og margir bændur og
aðrir framleiðendur tala um
að hátt kaupgjald valdi mestu
um aukna dýrtíð.
Þarna þrátta aðilar, sem
eiga að snúa bökum saman
til að verjast óþörfustu upp-
sprettu dýrtíöarinnar.
Þegar verkamaður og aðr-
ir launþegar eru mergsognir
aí okrurum, þá reyna þeir að
tryggja sig með hækkandi
launum, og þegar framleið-
andinn fær hækkandi fram-
leiðslukostnað vegna hækk-
andi kaupgjalds og hækk-
andi vöruverðs, verður hann
að hækka sína vöru. Hvorug-
ur aðilinn græðir, en báðir
tapa í óseðjandi hít okrarans.
Launþeginn og framleiðand
inn á því að snúa bökum sam
an gegn okrurunum, hvort
sem þeir eru í verzlunarstétt,
leigusalar húsnæðis eða
bara réttir og sléttir Iána-
okrarar, sem nota sér lár.s-
fjárskortinn til að taka allt
að 30% vexti.
Fyrsta viönámið gegn vax
andi dýrtíð og gegn versn-
andi afkomu almennings er
það, að hindra okraran.-; í
því að rista of breiða lengju
af hrygg almennings.
Okrarinn í hvaða stétt sem
hann er, hegöar sér í sínu
samfélagi, eins og rándýrin
1 meðal dýranna. Eigi þeir
ekkj að valda almennum hags
munum þjóðarinnar stórtióni,
þá verður að klippa úr þeim
vígtennurnar. Fjörutíu millj.
á einu ári í óþarfa greiðslu
til fjárgráðugra leigusala
húsnæðis, er of hár skattur
fyrir þjóðina á er-íiðum tím-
um.
Húsaleiguokrarinn
er verðlaunaður.
Þó bent sé á það, að nokk-
ur hópur leigusala húsnæðis
í Reykjavík, taki 40 milljónir
á ári vegna of hárrar húsa-
leigu, er sagan ekki öll sögð.
Með núverandi löggjöf og
núverandi framkvæmd skatta
jlaga, er þessum hóp hjálp-
að til að draga hinar illa
jfengnu tekjur sínar undan
skatti og útsvari.
Enginn eyrir af svörtu leig-
unni er talinn fram til skatts.
Gjöldin sem ættu að leggjast
á tekjur okrarans, eru lögð á
hina heiðarlegu borgara þjóð
íelagsins.
Hefir þessi þjóð efnj á því,
að búa þannig að fámennri
‘ afætustétt? Það er auðvelt að
jlaga þennan þáttinn í okkar
' þjóðfélagserfiðleikum og því
ekki að gera það?
Þekking, gleði, öryggi
fæst fyrir lestur námsbréfa Biblíu-bréfaskólans
i/<4^<
Hvað fólk segir um lexíurnar:
„Eftir að hafa rannsakað lexíur Biblíubréfaskólans,
sé ég allt í öðru Ijósi en áður. Nú sé ég að Guð er kær-
leikur“. O. S.
„Fyrir þátttöku í námskeiöi Biblíu-bréfaskólans, hefi
ég fengið svör við mörgum vandasömum spurningum.
Ég er þakklátur fyrir.“ D. J.
„Ég hefi haft meiri blessun af Biblíubréfaskólanum,
en orð fá lýst“. J. B.
Námskeiðið er ókeypist og án skuldbindinga.
Sendið nafn yðar og heimilisfang til Biblíu-bréfa-
skólans, Pósthólf 262, Reykjavík, og þér fáið bréfin send
ókeypis.
BRÉFASKÓLI S.Í.S.
Námsgreinar:
íslenzk réttritun
íslenzk bragfræði
Danska fyrir byrjendur
Danska, framh.flokkur
Eriska fyrir byrjendur
Enska, framh.flokkur
Franska
Þýzka
Esperantó
Sálarfræðj
kennari Sveinbjörn Sigurjónsson, magister.
— sami.
— Ágúst Sigurðsson, cand.mag.
— sami.
— Jón Magnússon, fil.kand.
— sami.
-— Magnús G. Jónsson, menntask.kenn.
— Ingvar Brynjólfsson, menntask.kenn.
— Magnús Jónsson,. bókbindari.
— Dr. Broddi Jóhannesson og frú Val-
borg Sigurðardóttir, uppeldisfr.
o
::
Skipulag og starfshættir
samvinnufélaga
Fundarstjórn og fundarreglur
Búreikningar
Bókfærsla I.
Bókfærsla II.
Reikningur
Algebra
Eðlisfræði
Mótorfræði
Landb.vélar og verkfæri
Siglingafræði
Skák, fyrir byrjendur
Skák, framh.flokkur
Eiríkur Pálsson, lögfræðingur.
sami.
Eyvindur Jónsson, búfræðingur.
Þorleifur Þórðarson, forstjóri.
sami
sami.
Þóroddur Oddsson, menntask.kennari.
Sigurður Ingimundarson, dipl.ing.
Þorsteinn Loftsson, vélfræðingur.
Einar Eyfells, landbúnaðarvélfr .
Jónas Sigurðsson, stýrimannask.kenn.
Baldur Möller, skákmeistari.
sami.
Hvar sem þér dveljið á landinu getið þér notið tilsagnar hinna færustu
kennara. — Skólinn tekur allt árið á móti nýjum nemendum. —
Frekari upplýsingar gefnar í Bréfaskólanum, Hafnarstræti 23, Reykja-
vík, Sími 7080. —
Bréfaskóli S.Í.S.
♦♦
♦♦
♦♦
Hugheilar hjartans þakkir færi ég öllum þeim, sem ::
♦♦
sýndu mér vináttu og rausn á sextugsafmæli mínu. — ::
♦♦
Bið ég ykkur öllum blessunar drottins. ♦:
::
♦♦
Carl Rydén. I:
tt
tiiXllUXlttZltlttlttttXlZtZXZtl
I»«rval€lur Garðar
Kristjánsson
málflutningsskrifstofa,
Bankastræti 1.2.
Símar 7872 og 81988.
...................