Tíminn - 14.10.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.10.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, sunnudagiun 14. október 1951. 332. blað. mætr Nýju og gömlu dansarnir í G. T.-liúsinu í kvöld kl. 9 Aðgangur aðeins 10 kr. ASgöngumiðar í G. T.-húsinu kl. 6,30 — Sími 3355 Jrá htífi til keiða Utvaipið TJtvarpið í dag: 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunnj (Kristian Scheldrup bisfcup á Hamri í Noregi prédikar; séra Þorgrím ur Sigurðsson prestur á Staðar- stað þjónar fyrir altari). 12.11 —13.11 Hádegisútvarp. 15.15 Mið degistónleikar (plötur). 16.15 fréttaútvarp til Islendinga er- lendis. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Steph- ensen). 19.25 Veðurfregnir. 19. 30 Tónleikar: Louis Kentner leikur á píanó (plötur). 19.45 Auglýsingar. — 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Guðrún Á. Sím onar syngur; Fritz Weisshappel leikur undir. 21.00 Tónskálda- kvöld: Niræðisafmæli prófess- ors Bjarna Þorsteinssonar prests á Siglufirði. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plötur). — 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastjr liðir eins og venjulega. 20.20 Útvarpshljómsveitin: Þór- arinn Guðmundsson stjórnar. 20.45 Um daginn og veginn (Páll Kolka héraðslæknir). 21.10 Ein söngur: Vladimir Rosing syngur (plötur). 21.25 Erindi: Um starfs íþróttir (Árni G. Eylands stjórn arráðsfulltrúi). 21.50 Tónleikar: Xavier Cugat og híjómsveit hans leika <plötjir). 22.00 Frétt- ir og veðurfregnir. 22.10 Létt lög (plötur). 22.30 Dagskrár- lok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell er í Aabo í Finn- landi. Arnarfell er i Genúa. Jök ulfell er í Guyaquil. Ríkisskip: Hekla var á ísafirði síðdegis í gær á norðurleið. Esja kom til Reykjavíkur í gærkveldi að aust an úr hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum. Skjaldbreið er á leiðinni til Reykjavíkur að vestan og norðan. Þyrill er .í Reykjavík. Ármann fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Vest- mannaeyja. Eimskip: Brúarfoss er í Hull, fer þaðan til Grimsby, Amsterdam og Hamborgar. Dettifoss er vænt- anlegur til Reykjavíkur kl. 18. 00 í .dag 13.10. frá Leith. Goða- foss kom til New York 9.10. frá Reykjavík. Gullfoss fór frá Reykjavík kl. 12 á hádegi í dag, 13.10. til Leith og Kaupmanna hafnar. Lagarfoss fer frá Siglu- firði síðdegis í dag 13.10. til Akureyrar. Reykjafoss er í Ham borg. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss kom til New York 4. 10. frá Reykjavík. Bravo lestar í London og Hull til Reykja- víkur. Vatnajökull lestar í Ant werpen 15.—16.10. til Reykja- víkur. Ur ýmsum. áttum Frá ríkisráðsritara. Bjarni Ásgeirsson, sendiherra í Noregi, hefir eiiinig verið skip- aður sendiherra í Póllandi í stað Péturs Benediktssonar, er leystur hefir verið frá því em- bcetti. Nýtt náttúi'ulækniiigafélag var stofnað á Akranesi j fimmtudaginn 11. okt. Á fund- inum voru forseti Náttúruiækn ingafélags Islands, Jónas lækn ir Kristjánsson, sem flutti þar erindi um orsakir og útrýmingu sjúkdóma, og framkvæmda- stjórinn, Björn L. Jónsson, veð- urfræðingur, sem gerði grein fyrir stefnu og starfi félagssam takanna. Jóhann Guðnason, bygginga- fulltrúi, bauð gestina velkomna og tilnefndi sem fundarstjóra dr. Árna Árnason, héraðslækni, og sem fundarritara Karl Helga son, póst- og símastjóra. Lög voru samþykt og í stjórn kosin: Jóhann Guðnason, bygginga- fulltrúi, (form.), Rannveig Magnúsdóttir, frú, Björn Lárus- son, húsasmiöameistari, Einar Helgason, bílasmiður, og Gísli, Guðjónsson, trésmiður. Stofn- endur voru um 30. íjnyndunarveikin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld í átjánda sinn. Hefir að sókn að leiknum verið góð, og er svo enn. Flugferðir Loftleiðir: Á morgun verður flogið til Ak ureyrar, Bíldudais, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Vestmanna- eyja og Þingeyrar. B/öð og tímarit Útvarpsblaðið, 12. tölublað þ.á. er nýkomið út. Flytur það m.a. dagskrá út- varpsins frá 14. ’til 27. okt. M. a. efnis eru í ritinu greinar um þáttinn „Óskalög sjúklinga", sjónvarp, þáttur er nefnist Æv- intýrið um skynsemina, ltvæði eftir Guðmund Frímann, kynn ing á útvarpsefni o.m.fl. Á for- síðu er mynd af-Blrni R. Ein- arssyni, danshljómsveitarstjóra. Um 120 íslenzkir listaraenn sýna í Listvinasalnum Sýningu Magnúsar og Barb öru Árnasonar lauk i fyrra- kvöld og hafði þá staðið í 10 daga. Aðsókn var góð og 20 myndir seldust. í dag kl. 1 hefur Listvina- salurinn svo. aftur venjulega starfsemi sína og verða sýnd v|rk eftir allflesta íslenzka listamenn, bæði málverk, höggmyndir, vatnslita- og svartlistarmyndir. , _ Meoal þeirra, sem eiga uppi myndir fyrst um sinn^ eru þessir: Ásgrímur Jónsson, Jón Engilbérts, Jón Þorleifsson, Jóhannes Jóhannesson, Kjart an Guðjónsson (báðir þeir síðastnefndu dveljast nú í París), _ Kristín Jónsdóttir, Kristján Davíðsson, Nína Tryggvadóttir, Sigurður Sig- urðsson, Skarphéðinn Har- aldsson, Snorri Arinbjarnar, Valtýr Pétursson og Þorvald- ur Skúlason. Að venju er salurinn opinn daglega frá 1—7, en á sunnu dögum og fimmtudögum tii kl. 10. Aðgangur er ölium ó- keypis. Ný tímarit liggja frammi. * Um næstu helgi hefst svo sýning á nýjum myndum eft ir Ásmund Sveinsson, og má vænta þess, að það verði um deildasta sýning ársins. Verða þá sýndar nýjustu tréskurðar myndir hans, en einnig gips- og steinmyndir. Meðlimatala Listvinasalarins fer dagvax- and og er fjárhagsleg afkoma hans óðum að komast á traustan grunn. Alraennur kirkju- fundur hefst í dag Almennur kirkjufundur verður settur í dómkirkj- unn; í Reykjavík klukkan tvö í dag, að aflokinni messu- gerð, þar sem Schelderup bisk up frá Hamri í Noregi predik ar. Var honum boðið hingað á kirkjufundinn af undirbún- ingsnefndinni Fundurinn stendur í þrjá daga, og verður aðallega rætt um pre:jtakallaskipunina. Hefjast þær umræður á morg un og verða framsögumenn sr. Sveinbjörn Högnason og Gunnar Thoroddsen. Klukkan fimm í dag messa aðkomuprestar í öllum kirkj um Reykjavíkur og þjóðkirkj unni í Hafnarfirði, og klukk- an hálf-níu flytja erindi í Hallgrímskirkju, Helgi Tryggvason um uppeldismál og séra Sigurður Pálsson um gregoríanskan tíðasöng. Á morgun kl. fimm talar Sf;gurb,iörn E.naSrsson próf- essor í húsi K.F.U.M. um end urreisn Skálholtsstaðar og séra Sigurbjörn Á. Gíslason um Gyðingaland, og um kvöld ið flytur Schelderup biskup erindi í dómkirkjunni. Anglýsið í Tíuiamuu Vtbreiðiii Tímaun Her S.Þ. sækir frara á miðvígstöðvunum Sambandsliðsf oringj ar herjanna í Kóreu hittust í gær og rannsökuðu saman hver hæfa værj fyrir þeirri á- sökun herstjórnar norður- hersins, að herflugvél S.Þ. hefði ráðizt á stað einn á hlut lausa svæðinu. Engin tilkynn ing var gefin út um niður- stöðu þeirrar rannsóknar, en fulltrúarnir munu hittast aft ur í dag og ræða þá um ýmis fyrirkomulagsatriöi þeirra að gerða sem nauðsynlegar eru áður en vopnahlé kæmist á. Brezkar og bandarískar her sveitir sóttu nokkuð fram í gær á miðvígstöðvunum suð- austan Kumchon allt að tveim km. á 22 km. langri víg línu gegn harðri mótspyrnu. Á austurvígstöðvunum stóðst suðurherinn mjög hörð á- Hlaup norðuþhersins og til raunir til að ná hæðum þeim, sem suðurherinn tók fyrir nokkrum dögum á þessum slóðum. Fregnum ber saman um það, að kínverskar hersveitir, sem eru til varnar á miðvíg- stöðvunum séu mjög vel bún- ar og harðvítugar í bardög- um, og betur þjálfaðar en fyrri hersveitir. Þá er einnig Ijóst, að kínverskar hersveit ir leysa se meira af hólmi her sveitir Norður-Kóreumanna á vígstöövunum og á tveimur þriðju hlutum hinnar 200 km. löngu víglínu yfir þveran skagann eiga herir S.Þ. nú að mæta kínversku liði. W/AVAV.V.Vft’.VAV.VV.V.V.V.V.V.V.WAVAV.V.V \ SJÓMANNADAGS- í KABARETTINN \ 3 s ý n i n g a r í d a g í ki. 7 og 9.15 :* > ■: Barnasýning kl. 3 (Verð 1000) í :■ Aðgöngumiðar frá kl. 11 I Austurbæjarbíó ^ :■ Sjómannadacfólalarettinn % 'v%VVAV.V.V.VAW.V.V.V.VAW.V.,.W.V.n%Wrt,ftí rtV.'.V.Y.V.VV.VV.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV l KNATTSPYRNA! í. í; í dag kl. 2 leika i; _ _ i •; á w Akranes — s :• ..—' & Hr (úrval) ■; Reykjavík :■ Þetta verður aðalleikur ársins. (úrval) Mótanefndin % V f.V.W.VV.V.V.V.V.V.VVV.V.V.V.W.V.V.VV.VW.VV.VV «awi»lll!ltt! Almennur borgarafundur 3BWIIIWI XI il N !! !i 1 *• ♦* :: Barnaverndarfélag Reykjavíkur boðar til almenns :: i| umræðufundar i Iðnó 15. þ. m. ki. 20.30. :: f: Fundarefni: Siðgæðisþróunin og æskan. :: Málshefjendur: Síra Emil Björnsson og Friðgeir :j •• Sveinsson. j: XX 5* :j Fjölmennið, borgarar! Ræðið vandamálin! :: Stjórnin ATHYGLI Þeirra innheimtumanna blaðsins og annarra er stunda innheimtu blaðgjalda, sem ekki hafa gert full skil skal vakin á því, að brýn nauðsyn er að gera sem alla beza skil í þessum mánuði. Látið uppgjörið ekki dragast. Ennhelmta Tímans Kaapið Tímanu!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.