Tíminn - 14.10.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.10.1951, Blaðsíða 8
ifféflfeil sszmvimmmsíinm ú Æusturlsmsii: e Þar sem öflug samvinnusamtök treysta afkomu fólksins viö vötnin m sandana Myndir þessar eru allar frá Höfn í Hornafirði, þar sem Austur-Skaptfellingar hafa höfuð- stöðvar fyrir samvinnustarfsemi sína. Efsta mymlin á síðunni er tekin frá hinuin nýja vatns- geymi og sér yfir kauptúnið og út til hafs. Þá er mynd úr hinu nýja mjólkursamlagi kaupfélags- íns. Næst er mynd af húsi því, er keypt hefir verið fyrir gistihús. Tvæ rneðstu myndimar eru úr daglegu lífi Hafnarbúa. Öldruð kona er a ' na saman eldivið og fá sér morgungöngu sér tiJ hressingar með barnabörnunum á björtum v -reegi, og á hinni myndinni 'er ungur maður að bvrja að slá upp mótum fyrir íbúðarhúsinu, sem hann ætlar sjálfur að byggja. (Ljósm.: G. Þ.) Þar sem strönd íslands er hafnarlausust og sundur- gröfnust af illfærum stórfljót um, hefir samvinnustefnan JÓN ÍVARSSON: — Tvær kreppur að baki. BJARNI GUÐMUNDSSON — Hvað er framundan? unniö merkilegt starf í þrjá áratugi. Kaupfélag Austur- Skaftfellinga í Höfn í Horna- firöi er eitt þeirra félaga, sem lyft hefir grettistaki í at- vinnumálum byggðanna vi'ð' strendur landsins. Saga þeirra samtaka, er saga um þrautseigju og dugna'ð þess, sem bvr við erfiðleika, en yill ekki gefast upp og fær að lok um séð, hver eru laun þess a'ð leggja á bráttann. Það er sagan um fólkið í hinni fögru byggð, sem kýs að heyja lífsbaráttu sína við skolleitar jökulár og svarta sanda, og nýta það sem bezt, sem landið og sjórinn liafa að bjóða. Þa'ð má vel vera, að ein- hverjum íbúum þessara harð- býlu sveita komi það stund- um til hugar, að gæðum jarð- arinnar sé misjafnt skipt, og auðveldara sé að lifa lífinu á paradísareyjum þeim, sem sagðar eru vera hinum megin á hnettinum, þar sem ekki þarf annaö fyrir lifinu að íiafa. en tína upp það, sem fellur af trjánum. En Austur- Skaftfellingar hafa nú samt vali'ð sér það hlutverk að búa við vötnin og sandana, og þeirra líf og barátta þar er snar þáttur í menningu lands ins og ímynd lífsins í hinu frarðbýla og stranga landi. tlngt kauptún. Hornafjörður er þó merki- legt megi heita, ekki gamall verzlunarstaður. Það var fyrst nokkru fyrir aldamótin síðustu, að verzlunin fluttist þangað frá Papaós, en um margar aldir höfðu Austur- Skaftfellingar orðið að sækja alla sína verzlun til Djúpa- vogs, þar sem hinum dönsku gróðamönnum þóttj ekki ör- uggt og þægilegt að leggja dýrum skipum sínum fram- an vlð sandana hjá Skaftfell- ingum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófust mörg héruð handa um stofnun kaupfélaga. Höfðu þá straumar hinna nýju þjóð félagshugmynda samvinnu- manna fengið byr undir báða VEéngi og voru meö ævintýra- legum hraða þegar cfl- ugur þáttur i sjálfsbjargar- viðleitni h.'nna fátæku stétta, sem lifað höfðu við arðrán og illa kosti í verzlun um marg- ar aldir. Landnám samvinnuhreyfingarinnar. Þjóðfélagshugmynd sam- vinnúnnar fór eins og eldur i sinu um landið, og þótt a'ð vötnin væru ströng og sand- arnir breiðir i sa ngönguerf- iöleikum hinna hafnlausu ctranda,- komst . þió'ðfélags- hugmynd samvinnunnar samt til fólksins. Einn fagran vordag, er krí- an kom í Óslandiö úr ferð sinnj sunnan frá Grikklandi e'ða Miðjarðarhafsbotni, var nýja þjóðfélagshugmyndin búin að taka við völdum í hinni fögru byggð undir jökl- unum. Hugmynd vefaranna frá Rochdale um þjóðfélag, þar sem hvorki er auðvald tj.nstaklinga eða rikisj var .tomin til framkvæmda á verzl unarsviðinu. Hið nýstofnaða kaupfélag hafði keypt verzl- .m kaupmannsins og byrjað þar verzlun í byrjun júní 1920. Aföil og sigur. En óvæntir erfitleikar biðu hinna ungu samtal a fólksins. Því að þótt samgöngurnar væru strjálar og hafnleysi, bárust öldur heimskreppunn- ar lika að landi við sandana. Afurðir bænda og sjómanna urðu illseljanlegar og aðeins fyrir lítið verð. Fólk gat ekki lifað af andvirði afurðanna og skuldir söfnuðust, meðan bjartsýni var ennþá ríkjnndi : gróðavímu nýlokinnar stvrj- altíar. Nú eru þrjátíu ár liðin síð- an ungur Borgfirðingur lit- aöist í iyrsta sinn um á nýj- um athaínaslóðum austur i Hornaíirði. Hann var traustur og lirræðagóður ráðdeildar- maður, og það má gera ráð fyrir, að honum hafi verið eitthvað svipað innanbrjósts og hinum fyrsta landnáms- manni, sem tók sér bólfestu við hina straumþungu ósa. Hann skyldi erfiðleika lífs- baráttunnar og hafði engu úr að spila fjármálalega, en framtíð hins fagra héraðs gaf fögur fyrirheit með grösugar oyggðir á aðra hönd og óvenju lega fengsæl fiskimið á hina, en fólkið duglegt og kjarn- (Framhald á 7. slðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.