Tíminn - 14.10.1951, Síða 5

Tíminn - 14.10.1951, Síða 5
332. biacV, ; TÍMINN, sunnndaginn 14. október 1951. 5. Sunnud. 11. oíet. Guðni Þórðarson: 9. grein úr Bandaríkjaför Alabama — ríki baðmullarkónga Oí Keppni í vinnu- brögðum Á fundi sambandsráös Ung mennafélags íslands, er hald inn var fyrir nokkru, var samþykkt ályktun, sem vert er að veita sérstaka athygli. Ályktun þessi fjallaði um fyr irhugað landsmót ungmenna félaganna að Eiðum næsta ár. í ályktuninni er svo fyrir- mælt, að „auk íþrótta skuli keppa þar í nokkrum starfs- greinum, t.d. dráttarvéla- akstri, mjöltun og að leggja á borð.“ Hér er vissulega hafizt handa um merkilega ný- breytni. Það er gott, að ung- ir menn séu vel búnir að í- þróttum, en hitt er þó meira um vert, að þeir +r-éu góðir verkmenn á þeim vettvangi, sem þeir starfa. Slíku hefir, verið alltof lítill gaumur gef inn, heldur jafnvel frekar litið niður á ýms störf. Það er ekki óalgengt, að sagt sé, að hann er bara bóndi eða hann er bara verkamaður o. s. -frv. Þennan skaðlega hugs unarhátt veröur að uppræta. Það verður að kenna þjóð- hmi að meta framleiöslustörf in og hvílíka þýðingu þau hafa fyrir allt hennar líf og afkomu. Það þarf að glæða áhuga æskunnar alveg sér- staklega fyrir þeim og sýna henni, að það sé einhvers metið að leysa þau vel af hendi. Sú fyrirætlun ung- mennafélaganná, sem sag't er frá' hér aö framan, er rétt spor í þá átt. Þjóðin hefir eignazt mikið af hvérskonar vélum að undan- förnu. Tilgangurinn með véla eigninni er að létta störfin og auka afköstin. Reynslan ann ars staðar frá sýnir hins vegar glöggt, að vélaeignin ein er síður en svo einhlít. Það skipt ir mestu máli eftir sem áður, að menn kunni vinnubrögðin. í höndum verklagins og dug- andi manns getur vélin áork- að miklu, en í höndum klauf ans og slóðans getur hún orð ið til byrði. Og þannig mætti halda áfram að nefna hlið- stæð dæmi. Það er líka staðreynd, að sú þjóð, sem lengst er komin í verktækni, Bandaríkja- menn, leggur engan veginn .Kða^láherzlu á aukna véla- notkun, heldur öllu fremur á bætt vinnubrögð. Þar fá verka menn oft há verðlaun, ef þeir geta bent á nýjar og bættar vinnuaðferðir. Með bættum vinnuaðferðum er oft hægt að auka afköstin svo furðu sætir. Það eitt get- ur skipt ótrúlega miklu, hvern ig handtakið er. Með því að heita verölaunum fyrir bætt ar vinnuaðferðir er áhugi verkamannsins glæddur fyrir starfinu og honum sýnt, að fullt tillit sé tekið til hans og ráða hans. Oft vill það líka heppnast svo, að verka- mennirnir verða fyrri til en sérfræðingarnir að finna upp ýmsar endurbætur. í sveitum Bandaríkjanna hefir um alllangt skeið starf að æskulýðshreyfing, er vinn ur á ekki ósvipaðann hátt. Hún gefur unglingum kost á að vinna sjálfstætt við land- Stiilkur og' piltar á hvítum sandi Mexicoflóitiis — MeSfraiai Siökk- suii Misísisippi — ISitiun og vandaniál daglegs Isfs. — BiökkiiKieim. sem smíða vatnskraisa í ísleuzk eldluis — S»ar seisi legandf síáltð lýsir uisji stórhorg'ina Það var eins og að koma inn í gufubaðstofu úr gleri. Sólargeislarnir flóðu í kring- um mann, þegar stigið -var út úr flugvélinni, eftir þægi- legt flug upp í lofti. Hitinn lagðist að líkamanum, gegn- um fötin, eins og vatn í vel heitu baði. Það gekk hita- hylgja yfir suðurríki Banda- rikjanna þessa daga og hit- inn var um 40 stig í skuggan- ' um dag eftir dag. Stúlkurnar sem bíða á hvítum sandinum. Ferðin hafði gengið að óskum frá Kentucky, að vísu hafðf hvirfilvSindur verið á leið okkar, en hinn snjalli f lugstj óri Capt. Mandley kunni ráð við öll og líka hvirf ilvindum og stýrði framhjá honurn, niður með Missisippi fljótinu á leiðinni suður und ir gylltar strendur Mexico- flóans, þar sem heitar hita- beltisbylgjurnar byltast upp á hvítan sandinn. Þar bíða ungu stúlkurnar brúnar á hörund í baðfötum úr kóngu lóarvefsmynztri eftir ævintýr um lífs síns, auðugum mönn um noröan úr New York, eða sunnan frá Ríó. Kannske endar sumarleyfisævintýri þeirra verr en áhorfði, bara með strák úr borginni heima, sem vinnur í næstu götu og hjónabandi í haust. Brúnir líkamar, undir suðrænni sól og grænum og gulum sól- tjöldum, milli pálmatrjánna á þessum endalausa hvíta sandi. Meöfram bökkurn Missisippi. En Mandley flugstjóri beindi flugvél sinni gegnum óveðursþykknið yfir mórauð- um árstraumi hinnar miklu elfu Missisippi, þar sem raun- ar er engin straumur, heldur lyngt stórfljót, sem liðast gegnum borgir og sveitir. Um hafnarhverfi stórborganna inni í landi og milli skógar- þykkna á vatnsbökkunum, Guði Þórðarson blaðamaður ræðir við blökkumenn um kjör þeirra og aðstöðu á vinnustað í stórverksmiðju Stockhams í 'ðnaðarmiðstöð Suðurríkjanna í Alabama. (Ljósm. Faulkner: Birmingham News) - þar sem mannshöndin hefir ennþá ekkj verið teljandi að verki. Alabama er eitt af þeim ríkjum, sem eru endamörk Bandaríkj anna í suðri, þar sem hvít sandströndin horfir móti suðri yfir Mexicoflóann til Suður-Ameríku. Þetta er suðlægur staður á jörðinni eða á svipuðum slóðum, þann ig séð, og Tokyo, Abadan, Jerusalem og Algier. Hitinn þarf því engum að koma á óvart, ekki sízt, þeg- ar verið er á ferð í heitasta mánuði ársins. Spánverji í Ieit að hamingjunni. Alabama á að baki sér fjöl- breyttari og ævintýraríkari sögu en flest önnur ríki Bandaríkjanna. Upphaflega voru það Spánverjar, sem slógu eign sinni á landið, um miðja sextándu öld. Fyrsti búnaðinn. Þeir fá sína á- kveönu reiti tiL að hugsa um og síöan fá þeir, sem beztum árangri ná, sérstök verðlaun og viðurkenningu. Þetta vekur ekki aöeins áhuga þeirra fyrir landbúnaðinum, heldur jafn- framt fyrir gildi hagnýtra v.'nnubragða. Þetta hefir mjög stutt að því að ala upp áhugasama og hagsýna bændastétt. Steingrímur Arason, Aðal- steinn Sigmundsson og fleiri áhugamenn unnu að því á sínum tíma að vekja athygli á þessari æskulýðsstarfsemi í Bandaríkjunum, en það fekk ekkj undirtektir þá. Það væri í réttu áframhaldi af þeirri ályktun sambandsráðs UMFÍ, sem að framan getur, að ung mennafélögin tækju til athug unar, hvort ekki væri nú aö- staða til að hefjast handa í samræmi við þessa fyrirmynd. Þess mA vel geta, að Rússar hafa mjög tekið það til fyrir myndar, hvernig Bandaríkja menn hafa unnið að þvi að glæða almennan áhuga fyrir hagnýtum og bættum vinnu- brögðum. íslenzka þjóðin er fámenn. en land hennar stórt. Eigi að nýta það vel, krefst það mikill ar atorku af þjóðinni. Fyrir fáar þjóðir gildir það því fremur en íslendinga, aö hér sé unnið vel. Lengd vinnutím ans er ekki aðalatriði i þvi sambandi, helduj- að beitt sé réttum vinnuaðferðum. Þaö þarf að hefja markvissa sókn til að kenna þjóöinni að meta rétt þátt framleiðslustarf- anna og sýna þeim, sem þau vinna, að það sé að einhverju metið, ef þau eru vel og rétt af hendj leyst. Ef til vill er þetta nú stærsta mál þjóðar- innar, því að án aukinnar framleiðslu og bættra afkasta, er það næsta tvísýnt, hvort henni tekst að tryggja frelsi sitt og sæmilega afkomu. hvíti maðurinn, sem þangað kom meö liösafla sinn var Spánverjinn De Soto. Hann var í leit að auðævum í hin um nýja og þó lítt kannaða heimi. En síöan hafa sex þjóðfán ar blakt yfir þessu suðlæga ríki Bandaríkjanna. Eftir fjögurra alda yfirráö Spán- verja fóru nýlenduríki Breta óg Frakkar að berj- ast þar um yfirráðin og réðu þar báðir um nokkurn tíma. Síðan var ríkið sjálfstætt að kalla, en hlaut endanlegan skilnað frá nýlenduþjóðunum er Bandaríkin fengu frelsi sitt og þaö féll inn í Bandaríkin í þeirra núverandi mynd. Indíánabyggð var mikil þarna suðurí Alabama, og er til saga um fyrstu kynni Indí ánanna af landinu, sem Ala- bamabúar hafa gaman af að segja. Alamaba er indíánamál. Nafnið er nefnilega komið beint úr indíánamáli, og varö til, er fyrstu Indíánarnir komu. Þeir uröu undrandi og hrifnir að koma þar í skóg- ana, þar sem allsnægtir voru allt í kring og loftslagið hlýtt og notalegt fyrir þá sem ekki þurfa mikiö að hafa fyrir stafni. Alamaba þýðir: „Þetta er okkar heimaland. Við skul um hreinsa til og sá fræjum okkar, hér hvilum við okkur“. Þetta var sagan um Indí- ánana. En nú eru þeir að kalla horfnir. Hvítir land- námsmenn fluttu með sér mik ið af svertingjum til Ala- bama og til skamms tíma hafa þeir veriö fleiri þar, en víðast hvar annarstaðar í Bandaríkjunum að tiltölu við fólksfjölda. Fá ríki stóðu eins fast gegn afnámi þrælahalds ins og áttu hinir umfangs- miklu atvinnurekendur þar hagsmuna að gæta, sem þeir héldu í eins lengi og fært var. Svartur heimur og hvííur. Enn þann dag í dag, er Alabama það ríki Bandáríkj- anna, sem heldur uppi ná- kvæmustum aðskilnaði hvítra manna og svartra. Þar er bannað með lögum, að fólk af mismunandi litarhætti giftist, hvít börn leika sér ekki með svörtum, strætis- vagnar, járnbrautir, áætlunar bílar og sporvagnar eru sund urhólfaðir fyrir hvíta og svarta og það varðar við lög að brjóta þær reglur, sem þar eru. settar. Hvítir menn og svartir hafa samkomustaði, veitingahús, kvikmyndahús og skóla, hvorir fyrir sig. Alabama hefir oft verið kallað baðmullarkonungur Bandaríkjanna og bar það nafn með réttu áður íyrr. Breytt tækni hefir á síöari árum skapað ný viðhorf í oaðmullarræktinni, svo að hún hefir færzt til annara ríkja Ameríku. En Alabama hefir orðið miðstöð annars mikilvægs iðnaðar í Suður- ríkjunum. Það er þungaiðn- aður, námugröftur, stál og j árnf ramleiðsla. í gegnum Alabama liggur 50 kílómetra breitt belti, þar sem úr jörðu eru unnin flest þau hráefni sem notuð eru í þungaiðnaði nútímans, svo sem kol og hin ýmsu s'tein- efni sem notuð eru til stál og j árnger ðar, sementsgerðar og alumínium. Iðnaöarborgin í suðri. Borgin Birmingham er mif stöð þessa iðnaðar og mesta iðnaðarborg í Suðurríkj un- um. Fyrir þremur aldarfjórð- úngúm var hún ekki til en hú telur hún hálfa milljón ibúa. Á þessu svæði, hagar ser- staklega vel til um stáliðv.aö, þar sem allar tegundir ‘ hrá- efnisins eru þar til á eiri'um og sama stað. Annarsstaðar, þar sem stál er unnið, þarf að flytja eitthvað af hráefn- 3nu langar leiðir að. Það eru miklir og dýrir flutningar. Það er ekki sízt af þessum sökum að Birmingham heíir risið upp, sem mikil ionaðar- borg í suðri. Umhverfi borgarinnar er fagurt, þó ekki sé það stör- brotið á fjallalantds visu. Hlý- legar skógiklæddar hlíðar eru vinalegar í viðmóti og frá húsarööunum, sem hæst standa, er fagurt útsýni yfir stórbyggingarnar og víöátt- una, handan hennar, reykj- andi turnar stál og járnverk- smiðjanna blása dimmum kolareyknum til himins. Þar Ioga eldar í ofnum. í mörgum þessum verk- smiðjum vinna þúsundir og tugþúsundir karla og kvenna. Ef við komum inn fyrir bæjar dyrnar á einum af þessum eld spúandi verksmiðjum, má sjá þar annríki dagsins i full um gangi. Stritandi vélar og starfsmenn við logandi elda. í röra- og pípuverksmiöju Stockhams vinna um 3 þús. manns. Á degi hverjum koma þangaö margar lestir með hrá efni til iðnaðarins, kol, ýmsar tegundir af járni og sandi, sem allt er tekið úr jörðu í Alabama. Öll þungavinna gengur fyrir sig með hjálp vélanna, hráefni eru flutt til meö vél? afli og færibönd flytja verk- efnin á milli starfsfólksins. Hver einstaklingur gerir ná-* kvæmlega sama handtakið við hvern hlut, en síðan geng ur hann til þess næsta. (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.