Tíminn - 17.10.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.10.1951, Blaðsíða 7
234. blað. TIMINN, snifvtkudag’inn 17. október 1951. 7. Miklar rigningar og vatnavextir í Dölum Frá fréttaritara Tímans í Búðardal. Marga undanfarna daga hafa verid hér látlausar stór- rigningar, svo að varla hefir stytt upp ,þar til í gær. Urðu af þessu miklir vatnavextir í Dölum, svo að ár fiæddu yfir bakka sína og vegir fóru sums staðar undir vatn. Skemmdir við Hvammsá. Helztu vegaskemmdirnar hafa oxðið við Hvammsá, skammt frá Hvamrni í Hvammssveit. Hefir áin runn ið yfir veginn beggja megin við brúna og grafið í hann skörð. Þó var taíll dreginn þar yfir í gær. Við Hörðudalsá. Við brúna á Hörðudalsá hjá Hörðubóli rann áin einnig yfir veginn, en olli þar ekki nein- um teljandi skemmdum, og var bílfært þar í gær. — Víðar hafa ár flætt yfir bakka sína í þessum miklu vatnavöxtum. Vill liækkun vaxta skuldabréfa vegna fjárskipta Andrés Eyjólfsson, þingmað ur Mýramanna, flytur frum varp um breytingu á lögun- um um varnir gegn útbreiðslu sauðfj ársjúkdóma. Breyting- in er í því fólgin, að vextir af skuldabréfum ríkissjóðs til bænda vegna fjárskiptabóta hækki úr 4% í 6%. Greinar- gerð frv. er þannig: Með lögum nr. 47/1950 var ákveðið, að nokkur hluti bóta þeirra, er rikissjóði ber að greiða vegna fjárskipta á sauðf j árs j úkdómasvæðun- um, skuli greiðast í ríkis- skuldabréfum, gefnum út til 5 ára og með 4% vöxtum. — Máttu skuldabréfin nema 40 % fjárskiptabótanna og 80% sauöleysisbótanna. Ákvæði þessi voru sett i lögin til þess að hraða mætti f3 árskiptun- um án þess að íþyngja ríkis- sjóði um of. Nú hafa aöstæð- ur breytzt þannig, síöan lög þessi voru samin og samþykkt, að lánsfjármarkaðurinn hefir mjög þrengzt og vextir hækk- að verulega. Hins vegar koma ákvæðin um greiðslu í skulda bréfum þyngst niður á þeim, sem lengst hafa átt við sauð- fjársjúkdóma að búa og orð- ið hafa fyrir þyngstum bú- sifjum af þeirra völdum. Nú er svo ástatt, að fjöldamarg- ir bændur verða að fá sér lán til þess að koma upp nýj- um fjárstoíni, og slík lán, séu þau á annað borð fáanleg, mimu yfirleitt ekki fást með lægri vöxtum en 6%. jafnvel dýrari, a. m. k. sem venjuleg- um lántökukostnaði svarar. Er sauðfjáreigendum því hin mesta þörf á því, aö skulda- bréf þau, sem þeim er úthlut- að, standi hvað vaxtakjör snertir að miklu leyti undir þeim lánum, er þeir verða að taka vegna sauðfjárskipt- anna. Er því lagt til, aö vext- irnir verði hækkaðir í 6%, svo að skuldabréfin geti orðið not hæf án stórra affalla sem handveð eða á annan hátt. Endurreisn Skál- holtsstaðar Kirkjufundurinn sam- þykkti í gær samhljóða svo látandi tillögu frá Sigurbirnj Einarssyni prófessor, sem hann bar fram að loknu erindi um endurreisn Skál- holtsstaðar: „Hinn almennj kirkjufund ur haldinn í Reykjavík 14.— 16. okt. 1951 lýsir yfir ein- dregnum stuðningi við stefnu Skálholtsfélagsins um endurreisn Skálholts og heitir á alla landsmenn til liðveizlu við það mál“. 1375 frambjóðend- nr í brezku kosn- mgunum Framboðsfrestur til brezku kosninganna, sem fara fram 25. þ. m. er nú útrunninn. Alls eru 1375 frambjóðendur, þar af eiga verkamannaflokk urinn og íháldsflokkurmn sína 617 írambjóðendur hvor og frjálslyndj flokkurinn um 100. Sjöfn (Framhald af 1. slðu.) Auk nýstárlegra skraut- kerta á jólaborðið, sem er ný íslenzk framleiðsla, framleið- ir Sjöfn, eftir sem áður hin venjulegu jólakerti og aðr- ar tegundir kerta, eins og áð- ur. Standa vonir til, að eng- inn skortur þurfi að verða á þeirri vöru nú á næstunni. Sápur og þvottaefni. Auk þessara nýjunga í fram leiðslu Sjafnar, sem hér hafa verið nefndar, framleiðir verk smiðjan fjölmargar tegundir af ýmis konar þvottaefni og sápum. Margar þeirra eru svo kunnar húsmæðrunum, að ekki er ástæða til að geta þeirra í fréttagrein. Tvær tegundir finnar hand sápu með erlendum limefn- um eru komnar á markaðinn frá hinni nýbyggðu verk- smiðju. Eru þær sambærileg- ar vio beztu erlendar sápur, og búnar til úr beztu fáan- legum hráefnum. Fíeiri iðnaðarvörur. Trélím þaö, sem verksmiðj- an íramleiðir, aðallega úr mnlendum efnum, m. a. ka- sein, sem mjólkursamlag KEA vinnur úr mjólk, hefir þegar hlotið lof og viðurkenn- ingu þeirra aðila er nota þessa nauðsynja,vöru viö smíðar og iðnað. Eins og mörgum er í fersku minni, brann Sjafnarverk- smiðjan á Akureyri í fyx-ra og eyðilagðist þar byggipg og verksmiðjuvélar. Er hin nýja verksmiðja reist á sama stað á Akureyri með nýjum og full komnum vélum eins og áður er sagt. Kirkj uf usul uriim (Framhald af 3. síðu) í gær var kosin undirbún- ingsnefnd fyrir næsta fund og skipa hana séra Þorgrím- ur Sigurðsson á Staðarstað, séra Sigurbjörn Á Gíslason, Reykjavík, Steingrímur Bene diktsson kennarj í Vestmanna eyj um, Sigui’gei'r Sigurðsson biskup, Hannes Guðmunds- son, stud. theol., séra Sigur- jón Guðjónsson, prófastur í Saui-bæ, og Sigui-björn Þor- kelsson, fyrrverandi kaupmað ur í Reykjavík. Varamenn eru Ólafur B. Björnsson á Akra- nesi, Frímann Ólafsson for- stjóri í Reykjavík, Jóhannes Sigurðsson prentarj í Reykja vík og Gísli Jónasson, fyrrver andi yfirkennari í Reykjavík. Fundarstörfum lauk seint í gær. og var altarisganga klukkan hálf-sjö í Hallgríms- kirkju, en um kvöllið var loka samkoma, þar sem Shelderup biskup talaði. Veggflísar Þakpappi Vírnet Linoleum Handlaugar Blöndunai’tæki fyrir bað- ker og eldhúsvaska. Vatnskranar, krómaðir. Múrboltar og steinborar Á. Einarsson & Funb Tryggvagötu 28. Sími 3982. Fuiisiui* keimara (Framhald af 3. síðu) Blönduósi og Stefán Jónsson, námsstjóri. Þetta er í annað skipti, sem slíkur kennarafundur er hald inn á Akranesi, en áður hafa slíkir fundir verið haldnir í Borgarnesi, á Blönduósi og í Stykkishólmi. Næsti fundur, haustið 1952, verður haldinn í Borgarnesi. í sambandi við umræður um kristindómskennslu var sam- þykkt ályktun þess efnis, að kennurum beri að leggja mikla rækt við þessa náms- grein í 7 til 9 ára aldursflokk um, og taldi fundurinn rétt að ætla kristnum fræðum 1—2 tíma vikulega á þessu aldurs skeiði, en telja þá tíma ekki með átthagafræðitímum, eins og nú er gert í námsskránni. D e k k 1200x20, 1000x22, 900x24, 1100 x20, 825x20, 900x15, 650x20, 600x21, 5á5xl9, 1000x18, 1050x 16, 900x20, 900x16, 825x18, 750x20, 1000x20, 900x18, 700x 20, 1400x20, 1300x24, 700x16, 750x16, 700x15, 650x15, 650x16, 600x16, 500x18, 500—575x16, 500x17, 450x17, 475x17, notuð, tækifærisverð hjá Kristjáni, Vesturgötu 22, Reykjavik. Raflagnaefni Einangraður vlr 1.5, 2,5 og 6. Rofar — tenglar — dósir. Varhús. Loftadósir 4 og 6 stúta. Blýstengur 2x1,5 og 3x1,5 q. Antigronstengur 3x1,5 og 3x2,5 q. Rakaþétt: Rofar, tengidósir, lampar. Bátalampar. Handlampar, á- samt mörgu fleiru. Sendum gegn póstkröfu. VÉLA- OG RAFTÆKJA- VERZLUNIN Tryggvagötu 23 — sími 81279 Bankastræti 10 — sími 6456 ELSSilJ ISI'T Sýning í kvöld kl. 8. — Aðgöngu miðasala eftir kl. 2. Sími 3191. Hanna gamanleikur eftír Kenneth Homé. FRUMSÝNING Fimmtudaginn 18. okt. kl. 8,30 Leikstj óri: Rúrik Haraldsson. Þýð.: Sverrir Thoroddsen. Aðgöngumiðar í Bæjarbíó ffá kl. 4 e. h. í dag. Sími 913Á. 2. sýning n. k. föstudag klukkan 8,30. Þorvaldiii* Garðar Kristjánssou . máiflutningsskriístofa, Bankastræti 1.2. Símar 7872 og 81988. ■ ■ a a ■ a i % Loftur ljósmyndari er nýkominn heim frá útlöndum, •* \ — en þar setti hann saman nýju kvikmyndina sína: < „Niðursetningurinn”, H; sem hann tók í sumar. — Myndin verður mjög bráð- /j lega sýnd í Nýja bíó. — Er þetta ein myndin úr henni, • •; — annars má sjá nokkrar myndir í glugga Tóbaks-á! ■, « ■. verzlunarinnar London i Austurstræti. ■»>, Gerist áskrifendur að ZJímcuuim Áskriftarsimi 2323 Frímerkjaskipti Sendið mér lOð fslenzk tri- merki. Ég sendi ySur um hiei 290 erlend frlmexki. JON 4GN4ES. Frímerkjaverzioiu F, O. Box 3S8, Reykjavflc M8 ÍtlH'olðitS Tíuiaim Ragoar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Síml 7753 LögírseSistörí og elgnauru- sýsia. Fínpösning Skeljasandur Hvítur sandur Perla í hraun Hrafntinna Kvarz o. fl. Fínpúsningargerðin Sími 6989 >.V/.*.V.V.V.‘.V.V,V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.W.'AV.%W V.V/.V.V/,V.V»V.V.V.V.V/.V.V.V/.V.V.V.V.V.W,V/V l Sjómannadagskabarettinn | ■: 2 sýnittffíir í tltifi hl. 7 ot; 9,15. ;• Sjóntannadacfdzabarettinn f / . -s;« WA%V.V/.V/.V/.V/.V.V////.V.V/.V///.V.V.V//.Vb . Innilegustu þakkir til allra þeirra mörgu, sem auð- j sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ORMS SAMÚELSSONAR, Hólmavík. Vandamenn. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.