Tíminn - 17.10.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.10.1951, Blaðsíða 4
4. TÍM1NN, miðvikudaginn 17. október 1951. 234. blað. Réttur maður á réttum stað — Sigurður Lúter Vigfússon — I fyrra vetur sagði maður mér þessa sögu: Við stóðum nokkrir menn úti fyrir Hótel K.E.A. að morg unlagi, nýkomnir á fætur, og vorum að rabba saman. Veð- ur var stillt og bjart, snjór á heiðum, en svellalög á göt- um Akureyrar. Gömul kona var að koma niður stigann milli kirkjunn- ar og torgsins. Henni miðaði seint vegna hálkunnar. Allt í einu er jeppabíl ekið snarlega inn á torgið til okk- ar. Út úr bílnum vindur sér Sigurður Lúter á Fosshóli, og býður glaðlega góðan daginn. Um leið sér hann gömlu kon- una í stiganum, hleypur til hennar og leiðir hana niður á gangstéttina. Ekki þekktust þau, Sigurður og gamla kon- an, því við heyrðum að þau spurðu hvort annað að heiti. Ég skammaðist mín, sagði Akureyringurinn, þegar að- komumaðurinn varð fljótari en við hinir, er á staðnum voru, til þess að rétta gömlu konunni hjálparhönd. Ekki sízt, er ég frétti, að Sigurður var kominn að heiman um morguninn, hafði hreppt vonda færð á Vaðlaheiði og verið þess vegna 5 tíma frá Fosshóli til Akureyrar. Það var þessi — einmitt þessi hjálpfúsi maður —, Sig- urður Lúter, sem Tíminn sagði fyrir fáum dögum rétti lega frá, að 400—500 manns hefðu heimsótt á fimmtugs- afmæli hans 30. f.m. Býlið Fosshóll stendur ör- skammt frá Goðafossi, við eystri sporð Skjálfandafljóts brúar. Býli þetta er jafngamalt brúnni eða frá árinu 1929. Áður var þarna að vísu brú, en endurbyggð þetta ár í stærri og fullkomnari stíl en hin fyrri. Sigurður Lúter Vigfússon reisti býlið. Hann reisti það á óræktuðu landi, en þar er nú 30 dagslátta tún .Frá upp- hafi hefir hann jafnframt búrekstrinum stundað veit- ingasölu. Einnig er hann póst afgreiðslumaður og símstöðv- arstjóri. Sigurður valdi sér þennan stað til bólfestu, af því að þarna voru krossgötur, Hann hafðj réttilega kom- izt að þeirri niðurstöðu, að köJlun sín væri að búa á kross götum. Á krossgötum þurfa margir liðsinnis. Á krossgötum nýtur hjálp- arhönd sín vel. Sigurður Lúter er fæddur að Úlfsbæ í Bárðardal 30. sept. 1901. Foreldrar: Vigfús Kristjánsson, bóndi í Úlfs- bæ frá 1898—1924, og kona hans, Hólmfríður Sigurðar- dóttir. Kristján Jónsson, fað- ir Vigfúsar, bjó í Úlfsbæ 1858 —1898. Jón Vigfússon faðir hans bjó þar 1826—1857. Vig- fús Halldórsson, faöir hans, bjó að Arnstapa i Ljósavatns skarði 1809—1821. Kona Kristjáns á Úlfsbæ var Elín Jónsdóttir, bónda aö Lundarbrekku í Bárðardal, Sigurðssonar. Hólmfríður, móðir Sigurðar Lúters, er dóttir Sigurðar bónda að Daðastöðum í ar mikið li'ggur við, t.d. með lækni eða ljósmóður, trúir enginn kunnugur, að öðrum sé fært á bíl. Hann kann ekki að hræð- ast vond veður, vötn eða ann an fararháska, og hefir aldrej orðið að slysi, þó djarft hafi stundum teflt. Hann er mikill gleðimaður, léttur í máli', flýgur oft — jafnvel eins og ósjálfrátt — fyndni af vörum, og dansar og skemmtir sér og öðrum „ljúfar nætur“ milli daglegra svaðilfara, ef svo ber undir og við verður komið. Um hann hafa myndast margar sögur í vingjarnleg- Reykjadal 1873—1883, Eiríks- sonar frá Glaumbæjarseli, Eiríkssonar bónda þar 1800— 1819, Eiríkssonar bónda þar 1780—1800, Árnasonar. Kona Sigurðar, og móðir Hólmfríðar, var Sigurborg Jónsdóttir bónda á Árbakka 1 Mývatnssveit, Björnssonar bónda í Bakkaseli í Fnjóska dal, Guðmundssonar, bónda í Fjósatungu um 1790, Jónsson ar. Ættir þessar eru sterkgerð- ar og stofnatraustar. Vigfús faðir Sigurðar Lúters, er dá- inn fyrir allmörgum árum, en móðir Sigurðar, Hólmfríður, stendur fyrir búi og veitinga- sölu sonar síns að Fosshóli með miklum myndarbrag og skörungsskap, þótt hún sé komin yfir sjötugt. Það hefir liún gert síðan hann stofnaði nýbýlið. Hann hefir ekki gifzt en á eina dóttur, Hólmfríði, 12 ára, sem þegar er farin að veita ömmu sinái mikla aðstoð. Það mun vera óvenjulegt í sveit, að jafn margt manna komi í afmælisfagnað eins og kom að Fosshóli 30. f.m. En Sigurður Lúter er líka óvenjulegur maður. Hann hef ir til að bera í ríkum mæli mannkosti, sem koma sér alls staðar vel, eins og sagan frá Akureyrj sannar. En sérstak- lega verða þó þeir mannkostir þýðingarmiklir á krossgöt- um í miðju héraði, þar sem vetrarríki er mikið og torfær ar eru leiðir langtímum sam- an, eins og í Suður-Þingeyjar sýslu. Á slíkum krossgötum er hraustur og úrræðagóður mað ur með hugarfarið, sem spegl ast í Akureyrarsögunni, rétt- ur maður á réttum stað. Sigurður Lúter er svo mik- ill fyrirgreiðslumaður, að líkt er því, sem hann væri laun- aðuií af einhvferrf hjálpar- stofnun til þess að greiða för allra, sem hann nær til og þess þurfa með, — boðinn og búinn að leysa hvers manns vandræði, er á vegi hans verð ur. Hann spyr ekki: Hvað viltu borga, Borgun virðist engu málj skipta. Úrlausnin skiptir öllu máli. Öðrum þræði er hann þó fésæll. — Hann er bjartsýnn og úr- ræðamargur. Hann er hraust- ur og þolgóður — og hlífðar- laus við sjálfan sig. Engann veit ég hingað til hafa haft frá því að segja, að Sigurður hafi' uppgefist. Hann er bíl- stjóri, og komist hann ekki á bíl sínum torsóttar leiðir, þeg um og skemmtilegum þjóð- ( sagnastíl. Þessar sögur gleym . ast ekki. Fljótsheiði, Ljósa- vatnsskarð og Vaðlaheiði , minna á þær, — og svo er framhaldsefnið, sem Sigurð- ur Lúter mun leggja til um, mörg ókomin ár. ; Sagnir þessar eru ennþá , óskráðar, en verða það varla lengi, af því að þjóðina vant- ar nú orðiö og þyrstir í frá- . sagnir af mönnum, sem ekki | eru leiðinlega líkir fjöldan- um. | Það var ánægjulegt að vera I á Fosshóli afmæli'sfagnaðar- , daginn 30. sept. Veður var hið 1 fegursta. Fólkið streymdj að i úr öllum áttum. Augljóst var, að hinn hjálpsami maður hafði ekki unnið fyrir gíg. Móðir húsbóndans hafði skreytt mjög smekklega sam- komuskála, sem þar er, og bú ið gestum rausnarlega veizlu. Margar ræður voru haldn- ar og kvæði flutt. Mikið sung ið og dans stiginn að kvöldi. Gjafir voru gefnar. Ýmsir vinir Sigurðar höfðu lagt saman í sjóð allgildan, er honum var tilkynntur og gefinn til eigin ráðstöfunar, án skilyrðis, — þótt tekið væri fram að gefendur hugsuðu sér, að féð gæti verið til stuðn i'ngs við kaup á nýrri bifreio. Mér þykir rétt að geta þess, vegna vina, sem Sigurður Lúter á víðs vegar um land, að Baldur Baldvinsson, bóndi á Ófeigsstöðum, tekur enn á móti tillögum í þennan þakk- lætis- og fararheillasjóð. Karl Kristjánsson. Dilkar sæmilega vænir á Fellsströnd Frá fréttaritara Tímans á Staðarfelli. Húsmæðraskólinn á Stað- arfelli var settur 25. sept. — Námsmeyjar eru um 20 í vet- ur. Allmiklu fleiri höfðu sótt um skólann en heltust úr lestinni. Skólastýra er ungfrú Ólöf Sigurðardóttir, hin sama og í fyrra. Tíð hefir verið leiðinleg hér að undanförnu, sífelldar rign ingar og kuldar. Bændur hafa þó alhirt og slátrun er lokiö hér. Heimtur voru ágætar en dilkar lakari en í fyrra, en þá voru þeir afbragðsvænir og í haust mega þeir kallast góðir. Þyngsti dilksskrokkur á slát- urhúsinu var 25 kg. Hinrik Þórðarson, Útverkum, sendir þennan pistil um friðun fugla: „Annan október var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um fuglaveiðar og fugla- friðun, og næsta dag voru al- menningi birt friðunarákvæði þess. Fimm þjóðkunnir menn hafa um þriggja ára skeið unnið að samningi frumvarpsins, eða síð an 1948, svo að ætla mætti, að lítið væri þar* að finna af mis- fellum, sem deilum geta valdið. Það gelur vissuiega verið fag urt að tala um það að friða fugla, jafnvel alla fugla, og gera ísland að eins konar fuglagarði í norðurhöfum. En landið er nú einu sinni fyrst og fremst fyrir mannfólkið, og ef að einhverri dýrategund fjölgar um of, eða veldur manninum tjóni, verður hann að verja sig, svo afkomu hans sé ekki hætta búin. Ýmsar fuglategundir, sem í frumvarpinu heyra undir tíma- bundna eða algera friðun, valda nú íslenzkum landbúnaði nokkru tjóni, og má þar til nefna álftina, en þeim hefir fjölgað mjög á síðari árum. í júní kemur geld-álftin í hundr aðatali, og leggst á tún og engj- ar bænda, sem við vatnsföll búa. Er litlu betra að hafa hana í engjum en sauðfé, og tún sem hún leggur undir sig, verður ekki slegið fyrr en síðsumars. Þá er fiskiöndin, hún er talin mesti meinvættur, sem til er í lax- og silungsseiðum. Ætti hún að vera í sama flokki og hrafn og veiðibjalla, ófriðuð með öllu. Er of miklu kostað til að klekja út hrognum ferskvatnsfiska, ef seiðin eiga svo að verða fóður handa friðuðum varg-fugli. Gæsirnar eru í frumvarpinu friðaðar allt árið, nema frá 20. ágúst til 31. október. Svo hefir verið urn alllangt skeið, að frið un gæsa hefir ekki verið fram- fylgt, enda nokkuð verið skotið af þeim á vorin, í apríl og maí. Þjár eru þær gæsategundir hér á Suðurlandi, sem mestum ágangi valda. Er það grágæs, blesgæs og heiðagæs. í apríl koma þessir fuglar til landsins og leita þá eðlilega uppi græna bletti, ef til eru. Verður helzt nýrækt fyrir ágangi þeirra. Er mest hætta á skemmdum ef jörð er blaut, og grunnt á klaka. Grefur fuglinn þá ekki síður rætur jurtanna en yfirvöxtinn, og eru bles- og heiðagæsir þar mikilvirkastar, því þær fara meira í stórhópum á vorin heldur en grágæs. Þar sem gæs- ir komast í garðlönd síðsumars, eru þær næsta stórvirkar, þarf þar ekki upp að taka, og dæmi eru þess að þær hafa grafið kart öflur upp úr görðum á vorin, þeg ar búið var að setja niður. Þó má þetta heita lítilsvert, saman borið við það, ef gæsahópur kemst í kornakur. Má þeim ó- fögnuði helzt líkja við engi- sprettuplágur heitu landanna. Verður árangurinn og sá sami, ef ekki er að gert. Það er nú sannað, að hér á Suðurlandi er kornrækt árviss- ari en garðrækt, og gefur meiri arð en flestar greinar landbún- aðarins, með því verðlagi, sem nú er á korni. Það er því fremur óheppileg ráðstöfun að friða þann fugl, sem getur gjörsam- lega eyðilagt alla kornuppskeru, og gerir það, ef hann er ekki drepinn eða flæmdur burt. Á tímabilinu frá 20. apríl til 20. maí verður kornsáning að fara fram. En á sama tíma er mest af gæsinni í byggð. Sé hún látin óáreitt á ökrum étur hún upp útsæðið. Og ef verja á akur fyrir gæs á vordegi, er aðeins eitt ráð til, og það er skot og aftur skot, engu öðru verður beitt með ár- angri. Af þessum ástæðum ættu gæs ir ekki að vera friðaðar, nema um varptímann, og meðan ung- ar eru ófleygir, eða þrjá mán- uði, frá 20. maí til 20. ágúst. Er engin hætta að stofninum f ækki um of vegna skota, svo mjög sem gæsin er vör um sig og eftirtektarsöm, þegar maðurinn er annars vegar . ’ En verði frumvarpið sam- þykkt eins og það var upphaf- lega fram lagt, er aðeins tvennt til: Að kornrækt verður, að minnsta kosti í sumum sveitum sunnanlands, nær óframkvæman íeg vegna ágengni gæsarinnar, eða þá hitt, að friðunarlögin verða ekki haldin, og það á þeim forsendum að „nauðsyn brýtur lög“. Vilja fleiri leggja orð í belg um fuglafriðunarfrumvarpið? Starkaður. Innilegar þakkir til vi'na og vandamanna fyrir hlýjar kveðjur og gjafir á 70 ára afmæli mínu. NÍELSÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Óslandi. VAV.V.V.VA%V.V.V.W.V.,.VAW.V.,AV,V.,.W.V.’.VJ \ AÐALFUNDUR * FLUGFÉLAGS ÍSLANDS H.F., veröur haldinn í Kaup- þingssalnum í Reykjavík, föstudaginn 16. nóvember 1951, klukkan 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Aögöngu- og atkvæðamiðar fyrir fundinn verða af- hentir í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4, dagana 14. og 15. nóvember. STJÓRNIN • ■ ■ ■ ■ a a i CJerisí áskll•í£elleI0Il, að TÍMAWUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.