Tíminn - 21.10.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.10.1951, Blaðsíða 3
238. fcJað. TÍMINN. sunnudagitin 21. októfcer 1951. 3. Getiim útvcgað með stuttum fyrlrvara fyrir sveitaheimili, S'ruARÍ PRESSURE* PUMP Dæla allt aö 1100 lit. á klst. Rrafnkúin, 220 volt, V3-V2 ha. Kerfunum fylgir þrýstikútur og sjálfvirkur þrýstirofi er stjórnar dælunni. Fást einnig útbúin meö sjálfvikum ílot-stilli fyrir Vatnsþrýstikerfi: með þrýstikút og sjálvirkum þrýstirofa Ilæöartankskerfi: með sjáifvirkum flotstilli Vegna sívaxandj eftirspurnar á kerfum þessum ráöleggjum viö bændum aö pantanir sínar sem fyrst. GISLI HALLDORSSON H.F Nýju og gömiu dansarnir í G. T.-húsinu í kvöld kl. 9 Aðgangur aðeins 10 kr. Aögöngumiöar í G. T.-húsinu kl. 6,30 — Sími 3355 Nýjar leiðir Eftir séra Gnimar Árnasosa Oft er kvartað yfir því, hve kirkjusókn sé léleg hér á landi. Jafnvel í þéttbýlinu eru kirkjurnar oft hálftómar, nema á hátíðum og tyllidög- um. Mörgu er urn kennt og stungið hefir veriö upp á ýmsu til úrbóta, en ennþá er ekk- ert verulegt ráð fundið. Sannleikurinn er sá, að or- sakirnar eru margs konar og ekki alls staðar þær sömu, þó að megin orsökin sé auö- vitað mikil trúardeyfð, al- mennt kæruleysi um kirkju og kristni. Önnur málefni eru mönnum ríkari í huga. Marg- ir, ekki sízt hinir ungu, halda áð kristindómurinn sé nokk- urs konar fornleifar. Nýr dag ur annarra hugsjóna sé á loft runninn. Þess vegna kenna líka ó- fáir fyrst og fremst kenning- unni um það, hvernig komið er. Hver tími krefst sinna kenninga, segja þeir. Það þarf að hreinsa til í biblíunni, tína það skársta úr henni og halda því einu að fólkinu, en kasta hinu, ef kirkjan á ekki að tapa þeim síðustu, er ljá henni eyra. En svo kemur mönnum því fpiður saman um hvað eigi áð varðveita og hverju að kasta í ruslakistuna. Og það fer einhvern veginn svo að hin helga bók heldur velli, — eins og hún er. Það er heldur ekki sannaö, að þetta sé meinið. Kenning- arfrelsið er mikið í landinu, og ýmis konar skilningur lagð ur í'mörg atriði, og alls stað- ar fleiri og færri auðir stól- ar. Annars er víðar en hér á Iandi, sem menn stríða við þetta vandamál. Þetta er svona um allar jarðir. Þrátt fyrir allt sækja íslendingar jafnvel betur kirkju en flest- ar aðrar þjóðir. Menn spyrja 1 austri og vestri: Hvernig á að draga fólk að kirkjunni og vekja áhuga fyrir kristin- dóminum? • Og úti i löndum er líka kom ið með nýjar uppástungur og farið inn á nýjar leiðir. Ég ætla að skýra hér frá einni sem mér finnst þess verð að eftir hennj sé tekið. Óviöa er ástandið ískyggi- legra en í Frakklandi. Þar tel ur aðeins lítið brot af þjóð- ínni sig til nokkurrar krist- innar kirkjudeildar. Allur þorrí fólksins fer aldrei í kirkju. Nú er kaþólska kirkj- an að reyna nýja aðferð til þess að hafa kristileg áhrif á þjóðina. Kirkjan stofnar til nýstár- legrar prestsþjónustu. Hún vígir menn til prestsstarfs og séndir þá síðan ekki í venju- leg prestsembætti', heldur inn í almennar starfsgreinar út á meðal fólksins. Þessir prestar eru m.a. látn ir starfa sem óbreyttir iðn- aðarverkamenn, gegna al- gengri verksmiðjuvinnu. En þeir ei'ga jafnhliða að láta það ásannast, að þeir séu kristnir menn og vera sendi- boðar Drottins. Starfsvið þeirra og mögu- leikar eru með svipuðum hætti og stúlkunnar, sem við komu sína í heimavistarskól- ann komst að því, að hún mundi vera sú eina, er létf sig þar kristna trú nokkru varða. Fyrst hugsaði hún sem svo, að þá þýddi ekki annað en fella seglin og fljóta líka með straumnurr'j Eii svo greip hana önnur hugsjón: Hér er ég eini vörður Drottins og nú reynir á að trúnað minn. — Og með timanum gerbreytti hún andrúmsloftinu í skól- anum. Ég hygg, að kaþólska kirkj an hafi stigið mjög merkilegt og afdrifaríkt spor í Frakk- landi með því að taka upp þess háttar kristniboð og hér hefir verið neínt. Persónuleg kynni eru lífs- strengurinn milli prests og safnaöar, — dagleg sam- skipti og samlíf meira virði en nokkrar ræður. Þess vegna hefir það og reynzt hei’llavænlegt að ís- lenzkir sveitaprestar hafa flestir verið bændur. Það hef ir skapað gagnkvæman skiln ing og samhjálp þeirra og safnaðanna. Og ég hugsa að leiðin til að bæta úr lélegri kirkjusókn og miklu kæruleysi um kristin- dóminn liggi fremur í þá átt, að kirkjan taki upp nýjar starfsaðferðir heldur en að menn steypj upp sjálfar kenn ingarnar. Okkar tímar eru ekki til þess færir. Þaö eru engir spá- menn á ferli. Enda skiptir lífernið mestu máli. Ummæli Einars Bene- diktssonar gilda bæði um presta og leikmenn: „Hvað vannstu Drottins ver- öld til þarfa? þess verður þú spurður um sólarlag." Og það fyrirgefst eflaust enn ljúfar þótt ýmislegt hafi veriö áfátt með ræðuna, ef vél var lifað. Hitt er líka vitanlegt. að áhrifin verða ævinlega ólíkt meiri af sjálfri forgöngunni en fögrum ráðleggingum. Þær vilja fjúka eins og sáð í vindi. en sporin sjást oft lengi. NÝ DIESEL- rafmagnsstöð 6 kw til sölu með tækifæris- verði. — Upplýsingar í síma 1134, Reykjavík. Fölsun Þjóð- viljans f grein í Tímanum fyrir nokkru var því haldið fram, aö kjararýrnun sú, sem átt hafi sér stað, staf aði fyrst og lremst af verö hækkun eríendra vara, en ekki af gengislækkuninni, því að kaupgjald hefði hækkað, er svaraði þeim verðhækkunum, er af henni hefðu hlotist, og ríf- lega það. Þjóöviljinn reynir í gær að afsanna þetta með því að birta skýrslu, er efna- hagssamvinnustofnun S. Þ. hefir fcirt, þar sem sýnd ar eru verðhækkanir í ýms um löndum á síðastliönu ári. Sú skýrsla afsannar hinsvegar ekki neitt um þetta. Hún sundurliöar ekki af hvaða ástæöum verðhækkanirnar stafa og hún sýnir ekki heltíur hina raunverulegu kjararýrnun, því að verðhækkanir út af fyrir sig þurfa ekki aö þýða kjararýrnun, ef kaup gjald hækkar tilsvarandi. Sannleikurinn er og sá, aö þótt verðlag hafi hækkað hér ineira en víða annars- staðar, hefir kjaraskerð- ingin hér þó orðið minni, því að kauphækkunin hef- ir orðfið tiltölulega meiri hér en þar. Af þessum ástæðum er það hrein fölsun lijá Þjóö- viljanum, þegar hann hyggst að nota umrædda töflu efnahagsstofnunar- innar til þess að sýna hina raunverulegu kjararýrnun hér eða annarsstaðar eða til þess að afsanna framan greind ummæij Thnans. Gullfaxi kemur frá útlöndum í 300. sinn Þegar „Gullfaxi", millilanda í'lugvél Flugfélags íslands, lenti á Reykjavíkurfjugvelli s. I. miövikudag, var það í 300. skipti, sem flugvélin kemur til Reykjavíkur frá útlöndum. Frá því aö „Gullfaxi" kom í'yrst hingað til lands fyrir röskum þremur árum síöan, hefir hann flutt 14.597 far- þega milli landa, 181,247 kg. af vörum og um 32.000 kg. af pósti. Hafa farþegar verið af mörgum og ólíkum þjóð- ernum. Flugvélin hefir lent samtals 917 snum á 41 flugvelli í 20 þj óölöndum. í f lughöf íium þriggja heimsálfa hefir mátt sjá íslenzka fánann við hún, þegar „Gullfaxi“ hefir stað- næmst við flugstöðvarbygg- inguna eftir hverja flugferö. Oftast hefir „Gullfaxi“ lent í Reykjavík, eöa 320 'sinnum. Þá hefir hann komið 174 sinn um til Prestvíkur, 161 sinni til Káupmannahafnar, 79 sinnum til London og 68 sinn- um til Osló. — Vegalengdin, sem flugvélin hefir flogið til þessa, nemur rösklega 1,3 milljón km., en það svarar til 34 ferða um- hverfis hnöttinn. Þá hefir „Gullfaxi“ verið á flugi í 4265 klukkustundir frá þvi hann kom fyrst hingað til lands. Næstkomandi þriðjudag hefst vetraráætlun „Gull- faxa“, og veröur henni hátt- að líkt og í fyrra. Flogið verð ur um Prestvík til Kaup- mannahafnar hvern þriðju- dag og til baka sömu leiö á miðvikudögupi. Fyrirliggjandi VARAHLUTIR í STUART bátavélar og rafstöðvar Sveifarhús Sveifarásar Sveifaráslegur Höfuölegur Þrýstilegur Kúlulegur Þéttihringir Stimpilhringir Stimpilboltar Stimpilboltafóðringar Cylindrar . { Head Gormar allskonar Startkeðjur iji Startpöll Svinghjól í ~ ] Magnetur Magnetukeöjur Rafkerti Kerta-hettur Blöndungar Pakkningar Sjódælur Gangsetningssveifar Kuplingssveifar Kuplingsskálar Kuplingskeilur Gírkassar Flangsar Benzíngeymar Hljóödeyfar Útblústursrör Skrúfur — allar stæröir, Öxlar — allar stærðir Stefnisrör Botnventlar Vélarlakk — grænt Þorvaldnr Garðar Kristjánsson málflutningsskrifstofa, Bankastræti 12. Símar 7872 og 81 988. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Vegna síaulcinnar eftir- spurnar á Stuart bátavélum, 1—Vi> 4 og 8 ha. með eða án dráttargírs, er þeim sem hafa í hyggju að fá sér vélar fyrir næsta vor, ráölagt að gera pantanir sínar sem fyrst. Gísli Halldórsson hf. Klapparst. 26 — Símn. Mótor , 1 Klapparstíg 26 Simi 7000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.