Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1951næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 21.10.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.10.1951, Blaðsíða 6
 :n: r 6. TIMlNN. sunnudaginn 21. október 1951. 238. blað. Q&l^r (j 'i&l&m óijm)<: ^pwi^filœilíj ^amanmijRÍ Aukamynd, TÓFRAFLASKAN látbragðsleikur. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. i I NYJA BIO Synir œttjur&arinnar (All My Sons) [Áhrifamikil ný amerísk stórj [mynd ger eftir samnefndu! (leikriti eftir Arthur Millerj (höfund leiksins Sölumaður j jdeyr). Aðalhlutverk: Edw. G. Robinson, Burt Lancaster. Sýnh kl. 5, 7 og 9, RAKETTUSKIPIÐ jHin sérkennilega og spennj j andi mynd meö: Noah Beery jr. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. jBÆJARBÍÖi í HAFNARFIRÐI i OFURSELD Spennandi og viðburðarík ný amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Dennis O’Keefe, Gale Slons. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 7 og 9. Utvarps viðgerðir Radlovluimstofaii LAUGAVEG 166 Bergur Jónsson M&laflutnlngsskrifstofa Laugaveg 65. Slmi 5833. Helma: Vtt&ctís: l«i. JmulningJ&éljjAAa*, áeJíaJC l Austurbæjarbíó Eftirlitsmu&urinn Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBIÓ Me& flehhlausun shjöld (Beyond Glory). Óvenjuleg og afar vel leikin mynd. Aðalhlutverk: Alan Ladd, Donna Reed. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. mm <mim GAMLA BÍÓ Uppreisnin á Bounty (Mutiny on the Bounty). Hin heimsfræga stórmynd, gerð eftir sögu Norhoffs og Halls, sem komið hefir út í ísl. þýðingu. Clark Gable, Charles Laughton, Franchot Tone. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Undratna&urinn með Danny Kaye Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f.h. HAFNARBIO Ást en ehhi ylötun (The Mcn). Stórbrotin og hrífandi ný amerísk stórmynd, er fengið hefir afbragðs góða dóma. Marlon Brando, Teresa Wright. Sýnh kl. 5, 7 og 9. BÆGDAD Hin skemmtilega ævintýra- litmynd með Maureen O’Hara Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. TRIPOLI-BIÓ Dularfullu mor&in (Slightly Hcnorable) Afar spennandi amerísk mynd um dularfull morð. Pat O’Brien, Broderick Crawford, Edward Arnold. Bönnuð innan 16 ára Sýnh kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. ELDURINN gerir ekkl boð á undan eér. Þeir, sem ern hyggnir, tryggja straz hjá SamvinnutrysKÍRBtMM Æskulýðshöliin á dagskrá Sigrlður Eiríksdóttir og Ingi R. Helgason fluttu á bæjar- stjórnarfundi í fyrradag til- lögu um að skora á alþingi að samþykkja þingsályktunar- tillögu um æskulýðshöll, sem fyrir þinginu liggur, þar sem þörfin á slikum stað sé nú meiri en áður, en á hinn bóg- inn hætta af vaxandi knæpu- iífi ungs fólks í bænum. Tillögunni var vísað til bæjarráðs með atkvæðum Sjálfstæðisfulltrúanna gegn atkvæðum allra annarra bæj arstj órnarf ulltrúa. Gerist áskrifendur að 3 tmcmum Áskriítarsími 2323 FRÍMERKI Allar tegundir af notuðum íslenzkum frímerkjum keypt- ar hærra verði en áður hefir þekkst. 50 prósent greidd yfir verð annarra. William F. Pálsson, Halldórsstöðum, Laxárdal, S.-Þing. >— Qiioicíacj HfíFNfiRFJRRÐflR Auminyja Danna gamanleikur eftir Kenneth Horne. sýning á þriðjudag kl. 8.30. Leikstjórf Rúrik Haraldsson. Þýð.: Sverrir Thoroddsen. 7 á Aðgöngumiðar kl. 4 morgun. Sími 9184. — Sey&u steininum Sýning í kvöld kl. 8. Síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 dag. — Sími 3191. í II w- . PJÓDLEIKHUSID fmy nd uiia r veiki n Sýning í kvöld kl. 20.00 Lénhar&ur fóyeti Sýning á þriðjudag kl. 20.00 Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20,00. Kaffipantanir í miðasölu. Sigge Stark: I leynum skógarins inn. írena var enn laglegri, það var satt, og hún var til í tuskið, en hún hafði ekki eins skemmtilega skapsmuni... Nei, hann mátti ekki hugsa svona — ekki núna — ekki ala svona upp í sér löngunina til þess að daðra við Irmu. Það gat komið honum óþægilega í koll. Hann stakk höndunum í buxnavasana og settist hjá henni. — Jæja? sagði hann. Hvernig víkur þessu svo við? Hvers vegna vildirðu endilega sættast við mig í kvöld? — Jú, á morgun ætlum við upp í skóg á berjamó, og þá fæ ég ekkert tækifæri til þess að tala við þig í næði. í fyrsta lagi hefði ég aldrei beðið þig afsökunar í áheyrn annarra.. — Nú — þú ert að biðja mig afsökunar? Haltu áfram. — Og ég vildi, aö við sættumst heilum sáttum, svo að við gætum unnið saman. — Unnið saman? Hvað ertu að segja?' — Að því að rannsaka málið auðvitað — koma upp um moröingjann. Andrés hló. — Þetta var kjarni málsins, sagöi, hann. En þú hefir nú samt sagt, að þú getir svo mætavel gengið ein þínar götur, og sért ekki upp á neina hjálp komin. — Það er ég í rauninni ekki... .En vertu nú ekki að stríða mér. Þú veizt, að ég er uppstökk. — Það ‘ er svo freistandi aö stríða þér, sagði Andrés og laut nær henni í rökkrinu. En nú skal ég sitja á strák mín- um. Hvernig óskar ungfrúin, að ég sé henni til þjónustu viö njósnarstörfin. — Fyrst og fremst með því að hætta allri ertni og tala ekki við mig eins og krakka. Og svo.... þú skilur. Auðvitað get ég sjálf komið mínu fram, en hitt er auðveldara. Ég hefir einsett mér aö komast til botns í þessu máli. Það lá við, að Andrés skellti upp úr. Hún ætlaði að kom- ast til botns f morðmáli! — Einmitt, sagði hann alvarlegur. — Og þá skilurðu, hvað það sparaði mér mikla fyrirhöfn, ef þú segðir mér það, sem þú hefir komizt að. — Það liggur í augum uppi, sagði Andrés. En ef það er ekki neitt, sem ég hefi frá að segja? — Þú veizt ýmislegt, ef þú vilt segja það. Er það kannske af því, að ég er stúlka, að þú vilt ekki trúa mér fyrir þessu? Heldurðu, að ég kunni ekki aö þegja? — Jú, sjálfsagt, svaraði Andrés, en af litilli sannfæringu. — Heldurðu, að ég sé ekki félagi, sem hægt er að treysta? Hún þagnaði snöggvast, en beið ekki eftir svari hans. — Líttu á mig, Andrés.... Nei, það er svo dimmt.... Taktu þá í höndina á mér í staðinn, svo að ég finni, hvort þú trúir mér eða ekki. Myndirðu treysta mér sem góöum félaga? Hvar er höndin á þér? Það var ekki vegná þess, að hann treysti henni ekki, að hann hikaði. Það var ótvírætt eitthvað það í rödd hennar, sem sagði honum, að hún kunni að varðveita leyndarmál. En hann var hræddur við að taka aftur utan um hönd hennar. En hún hafði sökkt sér svo niöur 1 hugleiðingar sínar um njósnarhlutverk sitt, að honum varð engrar undankomu auðið. Hún studdi fingrunum á öxl honurn og lét þá renna niður handlegginn, unz hún fann höndina og tók þétt utan um hana. Andrés beit ofurlítið á vörina. Hann var því ekki vanur aö leggja sérstakar hömlur á gerðir sínar, þegar hann var einn með stúlkum, og Irma lagöi á hann mikla raun. Hefði hann getað látið sig óra fyrir því, að hún væri að leika sér að honum, hefði hann óðar þrifið hana í fang sér og margkysst hana. Ef þetta hefði til dæmis verið írena, sem kom inn til hans og sat þarna hjá honum. — Jæja, sagði Irma. Treystiröu mér sem góðum félaga? — Já, svaraði hann hiklaust og þrýsti smáa hönd hennar. Irma dró andann léttar, rétti sig í sætinu. — Þá erum við loks að komast til botns í þessu, sagði hún. Andrés hugleiddi með sjálfum sér, hversu .mikið hanp skyldi segja henni. Hann hafði ekki einu sinni sagt sýslu- manninum allt, og honum fannst þess vegna réttmætt, að hann drægi líka eitt og annað undan, er hann færi að tala við Irmu. En einhvern veginn varð það þó þannig, er þau fóru að taja saman, að hann sagði henni allt af létta. Hún hlustaðj þegjandi á hann, og það fór ekki orð framhjá henni. Það leyndi sér ekki heldur, að hiin var talsvert hreykin, er Andrés skaut því inn í frásögnina, að þetta

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 238. tölublað (21.10.1951)
https://timarit.is/issue/58740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

238. tölublað (21.10.1951)

Aðgerðir: