Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1951næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 21.10.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.10.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN. sunnudaginn 21. október 1951. 238. blað. Breyting á fræðslulögum Skúli Guðmundsson og Jón Gíslason hafa lagt fram í sameinuðu þingi svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um undirbúning breytinga á fræðslulöggjöfinni, og er til- lagan birt á öðrum stað. í greinargerð fyrir tillög- unni segir svo: „Árið 1946 voru sett lög um fræðsluskyldu og sérstök lög um fræðslu barna, gagnfræða nám, húsmæðrafræðslu og menntaskóla. Milliþinganefnd í skólamálum, skipuð árið 1943, hefir undirbúið lagasetn inguna. Ákveðið var, að lögin skyldu koma til framkvæmda á árunum 1947—1953. Þó að ekki séu liðin nema 5 ár síðan þessi fræðslumála- löggjöf öðlaðist gildi og hún sé ekki komin til framkvæmda að fullu, hefir þegar komið á- þreifanlega í ljós, að enn þarf að gera breytingar á lagafyr- trmælum um fræðslumálin. Einkum er þess brýn þörf að gera fræðslu og nám frjáls- legra en það er nú. Samkvæmt lögunum um fræðslu barna og um gagn- fræðanám eru börn og ung- lingar skólaskyld frá því að þau eru 7 ára til 15 ára ald- urs. Skólatíminn er ákveðinn 7—9 mánuðir ár hvert. Svo langvarandi skólavist meiri hluta ársins i 8 ár samfleytt er of þvingandi fyrir fjölda ung- menna á þessum aldri og kemur ekki að þeim notum, sem til er ætlazt. „Svo er margt sinnið sem slýnnið“, og því er ekki skynsamlegt að ætla öllum jafnlangan náms- tíma í skólum. Einn getur lok ið því námi á fáeinum vikum, sem öðrum er um megn að ljúka á jafnmörgum mánuð- um. Og margir þeir, sem hafa takmarkaða löngun eða hæfi leika til náms á skólabekkj- um, geta orðið nýtir menn í þjóðfélaginu, ef þeir fá þegar á unga aldri að kynnast og venjast þeim viðfangsefnum, sem eru þeim geðþekkust. í tillögu þessari er lagt til, að skólaskylda í unglinga- skólunum sé afnuminn, og skyldunámstími í barnaskól- um gerður skemmri en hann er nú, en þó sé skylt að veita börnum þá lágmarksfræðslu, sem nú er krafizt við barna- próf. Enginn vafi er á því, að yfirleitt er hægt að veita börn um þá uppfræðslu á skemmri tíma en þeim er nú skylt að verja til skólánáms, og engin skynsamleg ástæða er til þess fyrir löggjafarvaldið að skylda börn til lengri skólavistar en þeim er nauðsynleg til þess að hljóta þessa fræðslu. Sum- ir halda því hins vegar fram, einkum kaupstaðabúar, að langur skólatími sé börnun- um nauðsynlegur, þvi að þau skorti viðfangsefni að öðrum kosti. Um þetta er það að segja, að ef einhverjir forráða menn barna telja þeim hollt og gagnlegt að vera lengur við nám í barnaskóla en skyld an býður, ætti það að vera mögulegt. Þótt skólaskyldan í ung lingaskólum verði afnumin, eins og hér er lagt til, er eftir sem áður þörf fyrir slíka skóla sem veita þeim, er þess óska, framhaldsfræðslu, eftir að barnaprófi er lokið. Síðan taka við gagnfræðaskólar, sér skólar í ýmsum greinum, menntaskólar og háskóli. Verður þá fræðslukerfið byggt upp með svipuðu móti og nú er, en námsmenn ættu að eiga þess kost að hefja nám Tfllaga uin afnám ssásnsskyldu í unglinga- skóluin og styttri skyldiinámstíma í barnaskólum Tillaga Skúla Guðmundssonar og Jóns Gíslasonar er á þessa leið: „Álþingi ályktar að fela ríkisstjórninni'að undirbúa breyt ingar á fræðslulöggjöfinni, þar sem m. a. sé ákveðið: X. Námsskylda í unglingaskólum sé numin úr lögum og árlegur skyldunámstími í barnaskólum styttur verulega, en þó sé skylt að veita börnum þá lágmarksfræðslu, sem nú er krafizt við barnapróf, og séu þau prófskyld frá 8 ára til 13 ára aldurs. 2. Állir eigi þess kost að ganga undir próf í bóklegum og verklegum greinum og, ef þeir standast prófin, að hljóta þau réttindi, sem þau veita, hvort sem þeir hafa búið sig undir próf með námi í skóla eða á annan hátt. I agafrumvörp um þessi efni séu lögð fyrir næsta reglu- legt AIþingi.“ á hvaða skólastigi sem er, eft ir því sem þekking þeirra eða vankunnátta leyfir. Einkum mun þörf að stefna að því, að menn eigj kost á fjölbreytt- ara námi í verklegum grein- um. Þess hefir þótt gæta mjög í þjóðlífinu á síðustu áratug um, að fólk leitaði frá hinum erfiðari störfum, svo sem framleiðsluvinnu á landi og sjó, að öðrum, sem minni líkamleg áreynsla fylgir, eink um skrifstofuvinnu, margs konar viðskiptum og fast- launuðum störfum hjá opin- berum stofnunum. Hér skal á engan hátt gert lítið úr hin um fjölbreytilegu viðfangsefn um ríkisstarfsmanna, sem þeir vinna að í þágu almenn ings, eða nauðsynlegri þjón- ustu í viðskiptalífinu. En vel má nú sjá merki þess, að að- dráttarafl þeirra starfsgreina fari minnkandi og að margt af því unga, þróttmikla fólki,, sem er að vaxa upp í kaup- stöðum og sveitum landsins, muni fremur kjósa sér önnur verkefni. Færra af ungu fólki leitar nú burt úr sveitunum en áður, og ýmsr þeir, sem áð ur hafa flutt sig úr sveitum til kaupstaða, vilja gjarnan hverfa til baka og taka upp fyrrj störf, sem mörg eru nú auðveldari en áður vegna nýrrar tækni og vélamenn- ingar. Eitt af því, sem bendir til slíkra straumhvarfa í þjóð félaginu, er skoðanakönnun sú, sem skátar í Reykjavík stofnuðu til í haust í sam- bandj við starfsgreinasýn- ingu, er þeir héldu. Skoðana- könnun þessj var þannig framkvæmd, að spurningin: „Hvað viltu verða?“ — var lögð fyrir fjölda ungra höfuð staðarbúa, sem yfirleitt voru á aldrinum 7—17 ára. Rúm- lega 1000 svöruðu spurning- unni. Flestir kusu sér land- búnað, en næstflestir sjó- mennsku. Margfallt fleirj vildu vinna við þessa gömlu aðalatvinnuvegi þjóðarinnar heldur en við verzlun, og meira að segja bi'freiðar og flugvélar, sem á síðari tímum hafa dregið ti'l sín hugi margra drengja, urðu hér að þoka fyrir sveitabúskap og sjó ferðum. Enginn vafi er á því, að sýningar svipaðar þeirri, sem hér hefi'r verið nefnd, geta haft mikla þýðingu til að veita ungu fólki fræðslu og yfirsýn um þau fjölbreyttu störf, sem völ er á. Jafnframt þarf að veita unglingunum möguleika til að afla sér kunn áttu í þeim viðfangsefnum, sem völ er á. Jafnframt þarf að veita unglingunum mögu leika tifl að afla sér kunn- áttu í þeim viðfangsefnum, sem þeir helzt kjósa að vinna að, án þess að skylda þá til skólavistar. Einnig þarf að veita mönnum óskorað at- hafnafrelsi við þau verk, sem þeir eru færir til.þótt þeir hafj ekki stundað skólanám. Lög um iðnfræðslu og iðnaðarmál- efnj eru nú svo úr garði gerð, að enginn getur tekið próf í smíðum, þótt listasmiður sé, og fengið réttindj til að vinna fyriT sér með smíðj á borðum, stólum og öðrum húsgögnum, nema hann hafi stundað nám í iðnskóla og hjá meistara í iðninnji árum saman. Svo er þetta einnig í öðrum iðngrein um. Hér þarf frelsj í stað ó- eðlilegra hindrana. Hæfileika menn þurfa að eiga þess kost að ljúka prófi í hvaða grein sem er án skólagöngu, ef þeir eru til þess færir, og hljóta þau réttindi, sem prófin veita. Er að þessu vikið í 2. tölulið tillögunnar. Til þess að koma fræðslu- málunum í það horf, sem hér eru gerðar tillögur um, þarf að gera þær breytingar á mörgum lögúm. Kostar það allmjikla undfrbúnfingsvinnu, og telja því flutningsmenn heppilegastj, áð ríkiffStjórn- inni verði falið að láta semja lagafrumvörp um breyting- arnar fyrir næsta þing. Þegar vart verður straum- breytinga í þjóðlífinu getur verið nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi fræðslu- og skólamála, til þess að allar framkvæmdir í þeim efnum verði í sem beztu samræmi við þrár og þarfir æskumanna og komi þeim að sem fyllstum notum. Það er því ekkert tiltökumál, þó að oft þurfj að gera breytingar á lögum um fræðslumál og til högun þeirra. Með flutningi þessarar tillögu er fyrst og fremst stéfnt að því að gera fræðslustarfsemina frjáls- legri en hún er nú og um leið þroskavænlegri fyrir það unga fólk, sem á að erfa land ið. Skólalöggjöfin og fram- kvæmd hennar á að miðast við það, að börn, unglingar og fulltíða menn geti notið þeirr ar fræðslu og þess náms, sem hugur þeirra stefnir til. En hitt ætti að varast, að leggja þvingandi fjötur skólaskyld- unnar á þá ungu menn, sem hafa ekki áhuga fyrir skóla- námi, en dreymir alla daga og nætur um víkingaferðir á höf um úti eða fallega sveitabæi, góðhesta, kindur og gróandi jörð. M.M. hefir sent mér pistil þann, sem hér fer á eftir: Eins og kunnugt er, eiga all- ar byggingar í Reykjavík að vera háðar ákveðnu skipulagi, sem Skipulagsnefnd með skipu lagsstjóra að formanni, ræður mestu um. Allir vita, hvernig tekizt hefir að skipuleggja t.d. miðbæinn og verður seint bætt fyrir sum megin afglöp, sem þar hafa verið gerð. Nú skyldi maður ætla, að eitthvað hafi lærzt af þeirri reynslu, sem feng in er á þessu sviði, en svo virð- ist, sem þar hafi litlu um þok- at, þegar litið er á það„ skemmd arverk", sem nú er verið að byrja á við enda Austurstrætis, að vestan verðu. — Fyrir mörgum árum var töluvert talað um framlengingu Austurstrætis upp í Garða- stræti. Þá var verið að byggja Garðastræti 17—19, og fannst mörgum að með því væri mikið glapræði framið gagnvart fram tíðarútliti miðbæjarins. Vildu margir að komið yrði í veg fyrir að það hús yrði byggt, en þau mótmæli voru ekki tekin til greina af þeim, sem aðstöðu höfðu til að ráða þar mestu um. Áður hafði verið byggt hús í sömu stefnu við Mjóstræti og var að því fundið af sömu ástæðum. Við nánari athugun kom mönnum saman um, að þetta hús yrði hvorki svo vandað né dýrt, að ekki yrði viðráðanlegt að rífa það niður, þegar fram- lenging Austurstrætis væri tímabær af öðrum ástæðum. Þá var húsaröðin vestanvert við Aðalstræti óbreytt og húsið nr. 6 ekki ljótara en mörg önnur við þessa rangnefndu og óglæsi legu götu. Síðan hafa margir skipulags- uppdrættir verið gerðir og end- urgerðir, og m.a. um húsaskip- un í þessum bæjarhluta. Og a. m.k. tvisvar hefir allt Aðalstræti verið „flutt“ af þeim vísu mönn um, sem um þetta fjalla. Nú fyrir nokkru var Aðal- stræti 6 rifið til grunna í mik- illi skyndingu, og sást þá fyrst greinilega hve mikill fegurðar- auki hefði verið að Austurstræti hefði það haldið áfram beint af augum upp Garðastræti. — Vest anvert við Garðastræti hefði síð an átt að „loka“ því með fall- 1 egri stórbyggingu. — Það mátti öllum verða ljóst, að þetta yrði til slíkrar bæjarprýði, að mið- bærinn hefði breytt svo um ’ svip, að hann hefði orðið allt annar en hann nú er, — og verður. Þegar Austurstræti „opnað- ist“ nokkra daga við niðurrif j Aðalstrætis 6, var lauslega að I þessu vikið í einu blaði bæjar- J ins. En hvort tveggja var, að ; snör handtök voru viðhöfð að loka aftur eðlilegri útsýn upp brekkuna og þarna áttu þeir aðilar í hlut, sem mikið mega sín og hafa áhrifa-aðstöðu til að koma vilja sínum fram og girða fyrir eðlilega gagnrýni á störfum Skipulagsnefndar, a. m. k. hvað viðvíkur þessum hluta bæjarins. — Hlutlaus dóm greind fólksins var hér, eins og oftar, að vettugi virt. Nú held ég, að allir, sem ekki hafa nein sérstök hagsmuna- sjónarmið, hljóti að viðurkenna, að framlenging Austurstrætis upp í Garðastræti sé svo sjálf- sögð skipulagsbreyting á mið- bænum, að ekkert mætti gera sem torveldaði svo sjálfsagða framkvæmd og jafn augljósan fegurðarauka. Einhverjir munu segja, að nú sé of seint að tala um þessa hluti, þar sem lokun Austur- strætis sé ákveðin „þarna neðra“ og bygging þegar hafin. En slíkt er mikill misskilningur. Enn er tími til að koma í veg fyrir það „skemmdarverk“, sem þarna á að framkvæma. Það kostar auðvitað nokkurt fé, en í það má ekki horfa, þegar jafn mikið er í húfi og hér er í raun og veru. En þegar húsið er kom- ið upp á þeim stað, sem því er ætlað nú, er ofseint að koma í veg fyrir þau bæjarspjöll, sem þarna á að fremja. Og þá er ómögulegt að bæta fyrir þessi afglöp um ófyrirsjáanlega langa framtíð.“ Verður svo Iátið útrætt' um þetta mál að sinni. Starkaður. I r Avallt fyrirliggjandi í heildsölu: Mysnostnr, Smjörlíkl, 30% ostur, Kökufeitf, 40 % ostur. Kokossmjör. ♦ Nýmjólkurduft ♦ IJndanrennuduft HERÐUBREIÐ Sírai 2678, [.W.VV.W.V.V.VAV.VV.V.V.W.V.VáV.V.’AiVrtWVW Vélritunarstúlka \ j. óskast. Þarf að hafa mikla æfingu og vera von reikn inga- og skýrslugerð. Jí £ Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störfS :« sendist skrifstofu vorri, Hverfisgötu 8—10. f í í .■ Tryggingastofnun ríkisins. «: .« w: !■■■■■■■■■«! !■■■■■■■■ *■*■*■ I ■V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 238. tölublað (21.10.1951)
https://timarit.is/issue/58740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

238. tölublað (21.10.1951)

Aðgerðir: