Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1951næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 21.10.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.10.1951, Blaðsíða 7
238. blað'. TÍMINN. sunnudaginn 21. október 1951. 7. Meðal svartra og hvítra bænda suðurríkjanna Mathew bóndi með son sinn úti á bómullarakrinum. (Framhald af 5. síðu) Naútgripirnir í Alabama koma nefnilega aldrei í hús allan ársins hring, nema eitt hvað þurfi að gera þeim sér staklega til góða. Þegar dagar verða ekki eins heitir, upp úr nýárinu, leitar hjörðin í skóglendiö og lifir þar góðu lífi. Öðru hvoru gengur Matthew bóndi j um meðal hjarðarinnar, einsj og íslenzkur fjallabóndi hygg ir að lambám sínum á vorin. Stundum finnur hann þá kýrnar sínar nýbornar inn í skóglendinu, þar sem sprækir kálfarnir njóta lífsins og leika sér milli gildra trjábol- anna. Þaö er einhver munur að búa við slík skilyrði, en vetr- arhörkurnar norður á íslandi, myndi margur segja. En samt er það svo ,að bændurnir í Suðurríkjunum þurfa mikið fyrir lífinu að hafa, engu síð- ur en þeir íslenzku, sem eiga yfir sér vetrarhörkur og gras- leysisárin. Stundum kemur verðfall af urðanna og sölutregða, milli- liðakostnaðurinn er mikill og vinnan ströng við ræktun jarð ar. Skattar eru háir, en bænd urnir í Bandaríkjunum sjá ekki fremur en annað vinn- andi fólk eftir þeim verulega hluta skattanna, sem fer til að rétta hjálparhönd yfir Atlanzhafið og styðja íbúa annarra landa til betri af- komu. Þannig eiga bændurn- ir í Alabama sinn þátt í því að íslenzkir bændur geta nú innan tíðar fengið nægan á- burð frá innlendri áburðar- verksmiðju til að auka rækt- unarmöguleikana og bæta af komuna um leið. Það er fyrst óg fremst alþýða manna í Bandaríkjunum, sem stendur á bak við Marshallhjálpina. í’ær helming afurðanna fyrir rekstur búsins. Þegar Mathew kveður við gömlu vatnsmylluna niður við ána og leiðir son sinn yfir göngubrúna yfir bómullarak- urinn, hefir nýr leiðsögumað ur bætzt í hópinn, það er Armentrout bóndi og leigulið inn á stórbýlinu. Hann er blökkumaður og rekur kúabú, sem hann aö vísu á ekki sjálf ur ,en fær helminginn af allri mjólkinni fyrir að hirða um búið að öllu leyti. Búskapur blökkumannsins er að sjá engu lakari en hjá hvítum mönnum. Hann býr með fjölskyldu sinni í litlu snotru íbúðarhúsi úrj múrsteini, sem jarðeigandinn hefir látið byggja eins og úti| húsin. Milli þess og gripahúss j ins og hlöðunnar er rúmgottj hlað. Fjósið er ékki þannig að það væri fýsilegt til notkun- ar í vetrarkuldunum á ís- landi, því það vantar beinlín is í það eina hliðina. Sama er að segja um hlöðuna. Hún er einnig með þeim ósköpum gerð, að einn vegginn vant- ar. Þetta kemur ekki að sök, því að mjólkurkýrnar, sem eru 20 að tölu, koma helzt aldrei í hús, nema til mjalta, þegar kaldast er að vetrinum. Þær háma í sig ilmandi grængres- ið á túninu allan liðlangan veturinn. Margur myndi segja aö hér væri enginn vet ur, en vetur er það nú samt, eftir almanakinu og þeim sem vanir eru 40 stiga hita að sumrinu finnst það vetur, þegar eitthvað kælir í lofti. Ekki getið um mikinn heyfeng. En það er margt fleira und- arlegt við búskapinn suður í Alabama. Hinn dökki vinur okkar, leiguliðinn á stórbýl- inu, hugsar lítið um heyskap inn, myndi okkur finnast. Hann segist vilja sem minnst hey til vetrarins og skamm- ar strákana sína eftir því sem heyhlaðinn vex í hlöð- unni. Hann vill vinna mjöl úr sem mestu af heyinu, enda ræktaðar sérstakar tegundir með það fyrir augum. Þann- jr er heyskapurinn hálfgildis kornrækt og ólíkur öllu því sem ferðalangur, norðan frá heimskautsbaug hefir talið sjálfum sér 'trú um í sam- bandi viö búskaparhætti. En koma mjólkurbílsins er regluleg og óskeikul eins og gangur himintunglana. Þaö er þó að minnsta kosti sam- eiginlegt með búskapnum hjá blökkumanninum Armentrout í Suðurríkjum Bandaríkjanna og Jóhanni á Möðruvöllum norður í Eyjafiröi. Mjólkur- bíllinn tekur mjólkina og flyt ur hana til mjólkurbúsins á hverjum degi. Gott mjólkurverð en engar mjaltavélar. Veröiö sem bóndinn fær, er mr SH • i-r, ' : ,;S.> v' ;<V fíí-íi ,.vi' • '• "ÍÍ^ ,'V’i_y*.j■: Myndir þessar eru frá Pacc-búgarðinum í Alabama i suð- urríkjum Bandaríkjanna. Efri myndin er af kornhlöðunum en á þeirrj neðrj sjést hópur nautgripa úti á enginu. Guðni Þórðarson blaðamaður heimsótti tvo bændur í suðurríkj- unum á ferð sinni um Bandaríkin. 2,25 kr. fyrir líterinn, en út- söluverðið er víðast nokkuð á fjórðu krónu. Mjólkin er ýmist seld út á mjólkurflösk- um, svipuðum og í Reykjavík, en þó langsamlega mest í til þess geröum pappaumbúðum, litlum kössum úr fitubornum | pappa, sem síðan er hent, þeg ar mjólkinn er búinn. Eru j þessar ösþjur af ýmsum' stærðum bæði fyrir mj ólk og ’ rjóma og súkkulaöimjólk. Víða er D vítamínum bætt' í mjólkina -um .leið pg geril- sneyðingin fefc fram.-» Á þessum bæ í Álabama voru engaT mjaltavélar notað ar. Boli var enginn til á heim ilinu, en kýrnar fengu sæði frá sæöingarstöð sveitarinn- ar. Öll fjölskyldan hjálpast að við búskapinn. Þegar búskapurinn hefir veriö skoðaður bauð Armen- trout til mjólkurdrykkju i stofu. Þau hjónin, sem bæði eru blökkufólk, eiga sex börn þrjá drengi og þrjár telpur. Börnin eru á aldrinum 6—12 ára. ÖIl fjölskyldan er sam- hent um búskapinn. Hjálpast allir að við störfin og konan vinnur úti á akrinum með bónda og börnum rétt eins og á íslandi, þegar mikið ligg ur viö. Stundum þarf að ná korni upp og flytja í hlöður og þá er unnið fram i rauöa myrkur. Það er sama sagan og frá haustkvöldum í ís- lenzkrj sveit, þegar allir hjálp ast að, við að ná upp því sem flatt er af hánni, eftir góðan þurrkdag, þegar veður eru ó- trygg að morgni. Þessa stundina var hlé á störfum vegna óvæntar gesta komu hjá Armentrout fjöl- skyldunni. Strákarnir voru að glíma við hræ af gamalli sláttuvél fyrir utan fjósið, en telpurnar þrjár stóðu í opnu dyraskýlinu með hendurnar undir kinn, innan um blómst- urpottana sína og skrautleg blóm, sem döfnuðu vel í mold arþéttum smurolíubrúsum. Yngsti sonurinn ólmaðist í hænsnunum á hlaðinu. Töldu sig borin til kon- ungsdóms á íslandi. Húsfreyjan sagöist ekki vera undir það búin að taka á móti gestum og ekkert eiga til meö mj ólkinni .Þetta reynd i:st þó ekki alveg rétt, því eftir skamma stund var komiö á borðið hjá Armenrout bónda nærandi nýmjólkin úr kúnum og ágætar kökur, sem brögð- uðust vel, eftir langa göngu- ferð um rykuga akrana og votlend engin. Svaladrykkirn ir sem húsfreyjan sótti í ís- skápinn sátu á hakanum fyr- ir þykkri nýmjólkinni, sem ilmaði úr gróandanum. Hjónin höfðu lítiö heyrt tal að um ísland og spurðu margs um þetta fjarlæga land langt í norðri. Var mik- ið af blökkumönnum á ís- landi búsett í sveitum, eöa voru þeir líka starfandi í ýms um greinum iönaðarins eins Fínpúsning Skeljasandur Hvítur sandur Perla í hraun Hrafntinna Kvarz o. fl. Fínpúsningargerðin Sími 6909 og í Bandaríkjunum? Ég er hálf hræddur um, að þau hafi aldrei almennilega trúað því aö það væru engir blökku- menn á íslandi. Nú þá værum við konung- ur og drottning þar elskan mín, sagði Armenrout, um leið og hann tók utan um konu sína og kyssti hana fyr- ir góögeröirnar þegar við kvöddum. Bómullarhnorðri á milli grænna blaða. Þau voru ánægð meö lífið þessi blökkuhjón, sem bjuggu nú góðu búi, frjáls og sjálf- stæð á sama landinu, er afar þeirra og ef til vill feður o| mæður voru þrælar á viðáttjji miklum bómullarlendum cg bjuggu við misjafna meðferð, eins og íslendingar á einokuÁ artímunum. Það brá fyrir glampa •[ dökka andlitini er Armentout dökka andli/tinu, er Armen- tout kvaddi við fjósgaflinn. á íslandi og segðu þeim að' líta inn ef þeir verða á ferö- innj hér suður frá. Blaðmiklar bómullarplönt- urnar bærðu hvíta hnoðrar.a sem gægðust milli grænna blaðanna og nautgripirnir dreifðu sér um safamikil eng in, þegar bíllinn þyrlaði mold rykinu upp af götutroðning- unum milli akranna. — gþ. Egypzka stjórnin skipar Bretum enn burt úr landinu Egypzka stjórnin birti fevar við orðsendingu Breta í gær. Utanríkísráöherra Egypta kvaðst mótmæla öllum skaða bótakröfum Breta og taldi þá réttlausa í landinu nú. Hann sagði, að Egyptar ættu ekkert erindit við Breta nú annað en biðja þá að hafa sig á brott sem skjótast, í Kairó varö lögreglan að belta kylfum í snarprj viður- eign áður en tókst aö' koma ! á ró eftir kröfugöngur og uppþot. Við Súesskurð var allt t kyrrt að kalla. Brezkir her- ! menn standa nú vörö með- ' fram öllum skurðinum. við , brýr og vegi, og tvö brezk her skip komu í gær ti‘l Port Said. Persar þakka Rússum stuðnin * ‘aJ xi Vl Persneska stjórnin heíir sent rússnesku stjórninnj og júgóslavnesku stjórniniij orð- sendingu, þar sem hún þakk ar fyrir stuðning þann, sem fulltrúar þessara landa hafa veitt Persum í málarekstrin- um fyrir öryggisráðinu undan farið. I circus zoo Frumsýning klukkan 17 í da S. í. B. S. Kcyptii' aðgöiigumiðar gilda að Jíossari sviiiiigu. Aðgöugumiðasala frá kl. 11 í Veltusundi og við Siindliöllina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 238. tölublað (21.10.1951)
https://timarit.is/issue/58740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

238. tölublað (21.10.1951)

Aðgerðir: