Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1951næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 30.10.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, þriðjudaginn 30. október 1951. 245. blað. 'Jrá hafi til t/ívrirpíð Útvarpið í dag: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg isútvarp. 15,30—-16,30 Miðdegis- útvarp. 18,15 Framburðar- kennsla í esperantó. 18,25 Veður fregnir. 18,30 Dönskukennsla; II. fl. — 19.00 Enskukennsla; I. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir og veðurfregnir. 20,30 Erindi: Einstaklingur, söfnuður, kirkja, eftir Christian Schelderup biskup á Hamri í Noregi (Helgi Tryggvason cand. theol. flytur). 21.,00 Kórsöngur: Bach-kórinn í Stuttgart syngur lög eftir Hall- grím Helgason (plötur). 21,20 Upplestur: „Útlegðin“, smásaga eftir Leo Tolstoy (frú Margrét Jónsdóttir þýðir og les). 21,40 Tónleikar (plötur). 21,45 Frá útlöndum (Benedikt Gröndal rit stjóri) 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,10 Kammertónleikar (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg isútvarp. 15,30—16,30 Miðdegis- útvarp. 18,00 Frönskukennsla. — 18.25 Veðurfregnir. 18,30 ís- lenzkukennsla; I. fl. — 19,00 Þýzkukennsla; II. fl. 19,25 Þing fréttir. — Tónleikar. 19,45 Aug- lýsingar. 20,00 Fréttir og veður fregnir. 20,30 Útvarpssagan: „Eplatréð" eftir John Gals- worthy; V. (Þórarinn Guðnason læknir). 21,00 Tónleikar: Lög úr óperunum „Faust“ og „Rómeó og Júlía“ eftir Gounod (plötur). 21,35 Vettvangur kvenna: Frú Sigríður J. Magnússon o. fl. ræð ast við um skattamál Thjóna. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 „Fram á elleftu stund“, sag^ eftir Agöthu Christie; II. \ -Sverrir Kristjánsson sagpfræð ingúr). 22,30 Svavar Gests', kynn ir jázzmúsík. 23,00 Dagskrarlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell kom til Akur- eyrar í morgun frá Póllandi. Ms. Arnarfell fór frá Malaga 26. 10. áleiðis til Reykjavíkur. Ms. Jök ulfell átti að fara frá Kúbu í gíer áleiðis til New York. Ríkisskip: Hekla er á Vestfjörðum á suð urleið. Esja var á Akureyri í gær á austurleið. Herðubreið fór frá Reykjavík í dag til Breiða- fjarðarhafna. Skjaldbreið var væntanleg til Reykjavíkur í gær kveldi frá Húnaflóa. Þyrill var á Raufarhöfn í gær. Baldur fer frá Reykjayik á morgun til Króksfjarðarness. Eimskip: Brúarfoss kom til Gautaborg ar 26. 10. og fer þaðan til Rvíkur. Dettifoss fer frá Ingólfsfirði í kvöld 29. 10. til ísafjarðar. Goða foss kom til Reykjavíkur 28. 10. frá New York. Gullfoss kom til Reykjavíkur 29. 10. frá Leith og Kaupmannahöfn. Lagarfoss fer frá Reykjavík annað kvöld 30. 10. til New York. Reykjafoss er i Hamborg. Selfoss fór frá Húsa vík 26. 10. til Delfzyl í Hollandi. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 27. 10. frá Halifax og New York. Bravo kom til Réykjavíkur í morgun 29. 10. frá Hull. Flugferðir Loftleiðir. í dag verður flogið til Akur- eyrar, Hellissands og Vestmanna eyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Hólmavík- ur, ísafjarðar og Vestmanna- eyja. Flugfélag fslands. Innanlandsflug: í dag er ráð gert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Blönduóss og Sauðárkróks. Á morgun eru á- ætlaðar flugferðirk til Akureyr- ar, Vestmannaeyja, Hellissands, Isafjarðar og Hólmavíkur . — Millilandaflug: Gullfaxi fór í morgun til Prestvíkur og Kaup mannahafnar. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur ■kl. 17,00 á morgun. Ur ýmsam áttum Þingeyingafélagið í Reykjavík heldur fyrsta skemmtifund sinn á vetrinum í Breiðfirðingabúð kl. 8,30 á föstudagskvöldið. Til skemmtun ar verður kvikmyndasýning, spurningaþáttur o. fl. I Hlutavelta KR Þessi vinningsnúmer komu upp í happdrættinu: 12864 mat- arforðinn. 6643 ávaxtaforðinn. 21691 þvottavélin. 38012 bóka- safnið. 16392 farmiði til Færeyja og heim aftur. 2489 flugferð til ísafjarðar. — Vinningar sækist til Erlendar Péturssonar, c/o Sameinaða. I Fræðslufundur. j Annað kvöld (miðvikudag) kl. ! 20,30 verður haldinn fræðslu- xundur í Listamannaskálanum á vegum Félags járniðnaðar- manna, Félags bifvélavirkja og Félags blikksmiða. Fundur þessi ’ er haldinn fyrir meðlimi fyrr- greindra félaga, einnig er öll- 1 um þeim, sem vinna í iðngrein um þessara félaga boðið á fund inn. j Á fundinum verða fluttir fyr irlestrar, sem fjalla um ýmsar þær hættur, sem vofa yfir mönn | um þeim, er vinna að fyrrgreind ! um iðngreinum. — Þá verður og j fluttur fyrirléstur um hættur, sem myndast geta við suðu og hitun málma, hvort sem um er 1 að ræða suðu með gasi eða raf i magni. Einnig verður fluttur fyrirlestur um hættu, sem staf að getur af blýbenzíni og loks verður fluttur fyrirlestur um hættu þá, sem búin er þeim mönnum, sem vinna í miklum hávaöa. Þá verður sýnd mynd um slysa hættu á vinnustöðum. Félög þau, sem standa að fræðslufundi þessum viljal hvetja alla þá, sem vinna í: þessum iðngreinum til þess að ‘ korna á fund þennan, og kynn ast á þann hátt hættum þeim, er fýlgja störfum þeim, er þeir vinna. Enda má segja, að slysa og sjúkrasjóðir séu lítils virði hjá því að afla sér aukinnar þekkingar til þess að varðveita heilsu sína. Krabbameinsfél. Reykjavíkur. Eftirfarandi gjafir hafa bor- Izt Krabbameinsfélagi Reykja- v'íkur, afhent Alfreð Gíslasyni, iækni: Áheit kr. 200,00, B. Ó. kr. 100,00, N. N. kr. 50,00, Karel Guðmundsson kr. 100,00, Guðný kr. 40,00, Axel Sveinbjörnsson kr. 200,00, Guöm. Hraundal kr. 1000,00, Bergþór Vigfússon kr. Ónefnd kr. 100,00, Starfsmenn 150,00, Sig. Guðnason kr. 100,00, Húsgagnaverzl. Reykjavíkur kr. 210,00, Arinbjörn Guðbjörnsson kr. 100,00. Ennfremur: Helgi Hafliðason kr. 100,00, tvær syst- ur kr. 400,00, sjö systkini kr. 1000,00, Líftryggingadeild Sjóvá tryggingafélags Islands kr. 100, 00. Þá hefir stjórn og forstjóri Eimskipafélags íslands sýnt fé laginu þann velvilja og skilning j að flytja hingað til landsins öll. geislalækningatækin (35 kassa samtals) Krabbameinsfélaginu alveg að kostnaðarlausu og er hér um verulega fjárhæð að ræða. — Öllum þessum gefend um færi ég beztu þakkir. f. h. Krabbameinsfél. Rvíkur, Gísli Sigurbjörnsson. Framarar! Félagsvist og dans verður í Félagsheimilinu anað kvöld kl. 8,30 stundvíslega. — Fjölmennið. Stjórnin. Ljónin komin (Framhald af 1. síðu.) sem fólk á að venjast um slík skemmtiatrjði erlendis. Einkumier það illa farið, ef yngsta kynslóðin á ekki al- mennt þess kost, að njóta skemmtunar í sirkustjaldinu, sem nú er upphitað með heit- um blástri. W.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.VV.V.1 jj . í *Lír Jórum JJóná 'AV, Druknaðií lækjarlóni (Framhald af 1. síðu.) til hann sá eitthvað óvenju- legt við lækjarbakkann í íafstöðvarlóninu. Reyndist það vera Helgi. Var ekki með lífsmarki. Var hann þegar borinn heim, og er talið að 15 til 20 mínútur hafi verið liðnar frá því hann gekk frá bílnum. Var hann ekki með lífsmarki og kom ekki til meðvitundar. Símað var þegar eftir lækni og kom Ezra Pétursson, hér- aðslæknir á vettvang, ásamt Úlfi Ragnarssyni lækni, sem einnig er staddur þarna eystra en lífgunartilraunir reyndust árangurslausar. Bæjarlækurinn á Núpum er venjulega lítill en vegna rigninganna var vöxtur í hon um þennan dag. Rétt við bæ- inn er rafstöð fyrir heimilið og er þar stífla í læknum og myndast uppistaða eða lón alldjúpt, sem vatnið er tekið úr á rafstöðina. Mætur og dugandi maður. Helgi Bjarnason var 74 ára að aldri, mætur og dugandi maður. Hann á uppkomin börn, og býr Sigmundur son- ur hans að Núpum. Helgi var og kunnur leiðsögumaður yf- ir sandana þar eystra. Mjög takmarkaðar skipaferðir um Súesskurð Allt var nokkurn veginn kyrrt á Súessvæðinu í gær. Þó var einn verkamaður frá Súdan skotinn til bana af egypzkum mönnum. Bretar reyna nú að fá verkamenn frá Súdan í stað þeirra egypzkra verkamanna, sem lagt hafa niður vinnu. Þá hafa Bretar takmarkað mjög skipaferðir um Súes- skurð að næturlagi, og fá ekkj önnur skip að sigla um skurðinn en þau, sem hafa sterk kastljós til að lýsa upp leiðina, enda fást nú ekki leng ur egypzkir hafnsögumenn til að fylgja skipum um skurð- inn. Gerist áskrifendur að Ijímanutn Askriftnrsiml 23Z3 rnaóonur J Finnur Sigmundsson gaf út || Síðara þindlð er komið út f þessu gagnmerka vcrki er spunninn æviþráður Jóns Árnasonar, þjóðsagnasafnarans mikla, úr nálægt 260 sendi- bréfum. Bókin bregður upp myndum af starfi cg striti söguhetj- unnar, gleði og sorgum heimilisins, vinum og venslamönn- um, samherjum og samtíðarmálefnum. Mjög mikill fjöldi þjóðkunnra manna leggja hér orð i belg: Jón forseti, Jón Thoroddsen og synir hans, Steingrímur Thorsteinsson, Maíthías, Gröndal, síra Jónas á Hrafnagili, Jón á Gaut-. löndum, Tryggvi Gunnarsson, Eiríkur Magnússon, Gísli Konráðsson, Ólafur Davíðsson cg fiölmargir aðrir af fyrir- mönnum síðustu aídar. Víða bregður óvæntu ljósi yfir menn og málefni aldarinn- ar og ýms atriði íslenzkrar menningarsögu munu verða rak in á annan veg eftir útkomu þessarar bókar en áður var gert. Hér ber margt á góma: Barátta Sigurðar málara. Stofn- un þjóðmenjasafnsins. Dapurleg örlög Kristjáns Fjalla- skálds, þrekvirki íslenzka einbúans í Kaupmannahöfn, er gaf út 1001 nótt. Þjóðhátíðin, sem haldin var án þess að bjóða þangað göfugasta leiðtoga sjálfstæðisbaráttunnar. Kaldrifjuð ráð Bessastaðabóndans í garð Jóns Árnasonar o. s. frv. BÓKIN ER BARMAFULL AF FRÓÐLEIK UM MENN OG MÁLEFNI OG ÞAR AÐ AUKI ÓSVIKINN SKEMMTI LESTUR, enda fer útgefandinn, Finnur Sigmundsson með efnið af hinum sama smekk og nærfærni, sem áður er þekkt af bréfasöfnum hans um Grím Thomsen og húsfreyjuna á Bessastöðum móður hans. i ')I HLAÐBUO i u .1 b o o a s c i B I Íj FRÆOSLUFUNDUR ] ji Félag járniðnaðarmanna, ■: ij Félag bifvélavirkja og ij ij * Félag blikksmiða j- halda sameiginlegan fræðslufund í Listamannaskál- í; I; anum, miðvikudaginn 31. okt. kl. 20,30. :* ■■ ■; Félögin bjóða ekki aðeins meðlimum sínum á fund þennan, heldur og öllum þeim, er starfa í nefndum iðn- greinum. £ ;■ Stjórnir félaganna. W.V.VAV.V.V.,.%V.,.V.V.V.VAVAV.VVAV.V.,.*.V.V.V \v.v.v.v.v.v.v.v.v.".v.v.v.v.v,v.v.v.v.vv.v.v.v.;j l Vegna aukins vélakosts l getum við nú bætt við taui í frágang. Reynið viðskiptin. Fljót afgreiðsla — Vönduð vinna. ;■ ÞVOTTAHÚSIB L A U G, I; Laugaveg 84 — Sími 4121. íj 5 r/AV.VA\V.V.\V.V.W.%V.V.V.V.V.\V.VWAAWAV.-i Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMA N S

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 245. tölublað (30.10.1951)
https://timarit.is/issue/58747

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

245. tölublað (30.10.1951)

Aðgerðir: