Tíminn - 30.10.1951, Blaðsíða 4
4.
■ z/r :?»
TÍMINN, þriSjudag'imi 30. oktáber 1951.
245. biað.
Verðlagsfrumv. Alþýðuflokksins
Hvernig var verzlunin
þegar þeir voru
ráðherrar?
Tveir af flutningsmönnum1
frumvarpsins, þeir Stefán Jóh.
Stefánsson, og Emil Jónsson,
voru ráðherrar árin 1947—
1949, annar forsætisráðherra
en hinn viðskiptamálaráð-
herra í þáverandi ríkisstjórn.
Þegar þessir fyrrv. ráðherr
ar bera nú fram tillögur á
þingj varðandi viðskiptamál-
in og telja sig mikla siðabóta-
menn í þeim efnum, þá er
ekki óeðlilegt, að menn líti
lítið eitt til baka og rifji upp
fyrir sér, hvernig ástandið
Var i verzluharmálunum fyr-
ir 2—3 árum, þegar þessir
menn skipuðu forsæti og sæti
viðskiptamálaráðherra í ríkis
stjórninni.
! 3t
, : 1’
Úthlutun inn-
flutningsleyfa.
Á þeim tima mátti engar
vörur flytj.a til landsins, nema
að fengnu innflutnings- og
1 jaldeyrisley/i. Leyfum þess-
um var úthlutað af stjórnskip
uðu fimm-manna ráði, fjár-
hagsráði og undirdeild þess,
sem kölluð var viðskipta-
nefnd. Við skiptingu leyfanna
milli innflytjenda var að
verulegu leyti farið eftir því,
hvað mikið þeir höfðu, hver
um sig keypt af vörum frá út
löndum fyrr á tímum, en
minna litið til þess, hvað al
menningi hentaði bezt. Með
þessu fyrirkomulagi, sem
nefnt hefir verið „kvóta-kerf
ið“ og sem haldið var uppi
með samstarfi Sjálfstæðisfl.
og Alþýðufl. í fjárhagsráði og
ríkisst j órn, var vérzlunin
raunverulega afhent þeim fyr
frtækjum, sem höfðu „kvót-
&na“. Hjá þeim varð fólk að
kaupa vörurnar, eins fyrir því,
þótt mögulegt hefði verið að
fá þær með betri kjörum hjá
éðrum, sem höfðu lítinn eða
sngan innflutningsskammt
hjá yfirvöldimum. Og verzlun
arsamtök ahnennings, kaup-
félögin, voru stórkostlega af-
skipt við úthlutun innflutn-
Ingsleyfa á þessu tímabili,
svo að samvinnumenn voru
tilneyddir að kaupa mikið af
vörum hjá öðrum fyrirtækj-
um.
Skömmtunin.
Þá var skömmtun á ýmsum
nauðsynjavörum, en þó að-
eins að nafninu tiL Miklum
fjármunum var eytt í það fyr
irtæki, skömmtunarskrifstof-
una, húsnæði þeirrar stofnun
ar rúmgott, húsgögn vönduð
og mikill sægur af starfsfólki
við skömmtunarstarfið. Seðl-
ar voru prentaðir, vandlega
taldir og skipt milli lands-
manna, svo áttu víst verzlan-
ir að skila innkomnum mið-
um til skömmtunarskrifstof-
unnar, og þá voru þeir taldir
aftur — og auðvitað voru svo
skrifaðar miklar og rnarg-
brotnar skýrslur um allt ævin
týrið. En það var einn galli á
öllu þessu — og hann ekki lít-
ill. Mikið af þeim seðlum, sem
þessi ríkisstofnun gaf út og
áttu að vera ávísanir á nauð
synlegar vörur, voru falskar
ávísanir. Vörurnar komu ekki
á markaðinn — nema þá á
bakdyramarkaö og svartan
markað. Að vísu mun eitt-
hvað af fólki, sem var að-
gangsharðast og hafði beztan
tíma til að leita uppi varn-
ánginn, eða var í sérstökum
lcunningsskap við forstöðu-
Úa* litvarpsræðii Skála GatðnBvsndssonar
menn og starfsmenn verzl- voru gerðar til að koma þess
ana, hafa fengið þann vöru- j um málum í betra horf, en
skammt, sem því bar, en aliur' þær báru lítinn árangur. Ár-
fjöldinn fékk ekki nema að ið 1947 gerðu fulitrúar Fram-
einhverju leyti, og sumir
að mjög litlu leyti, vörur út
á sína seðla. Og annað veifið
tóku yfirvöldin sig til og ó-
giltu, með einni auglýsingu,
alla ónotaða seðla í fórum
manna.
V er ðla.gsef tirlit.
Á þessu timabili, 1947—49,
var líka opinbert verðlagseft-
irlit. Yfirvöldin gáfu út til-
skipanir um hámarksálagn-
ingu og hámarksverð á vörum
og margir menn voru á íúkis-
launum við vei'ðlagseftirlit,
En þrátt fyrir þetta umstang
og kostnað, sem því var sam-
fara, var rekin hér mikil ok-
urstarfsemi, og margar vörur,
sem ekki sáust í verzunarbúð
um, seldar á svörtum mark-
aði fyrir geipiverð. Þessi okur
verzlun var rekin rétt fram-
an við nefin á öllum ríkis-
launuðum verðgæzlumönnum,
skömmtunarmönnum og sjálf
um hershöfðingjanum yfir
öllu því liði, viðskiptamála-
ráðherra Alþýðuflokksins. Og
svo voru margir kaupsýslu-
menri, sem rökuðu að sér
gróða eftir ýmsum „lögleg-
um“ krókaleiðum. Ein helzta
aðferðin var sú, að þeir, sem
fluttu inn vefnaðarvörur,
seldu þær til annarra fyrir-
tækja, sem þeir áttu sjálfir
að mikiu eða öllu leyti; þar
voru saumaðar flikur úr efn-
unum, sem voru svo aftur
seldar til verzluna, sem sami
aðjli átti; og loks, eftir
vörurnar höfðu gengið á
milli nógu margra fyrirtækja,
sem hvert um sig tók sinn á-
góöa, var almenningi gefinn
kostur á að kaupa varning-
inn, oft illa gerðan og óhent-
ugan fatnað fyrir ránverð.
Með þessum verzlunarháttum
var fólki gert mjög örðugt,
og oft ómögulegt, að fá vefn-
aðarvörur til að vinna úr á
heimilunum, þó að þar væri
aðstaða til að sauma fatnað
handa heimilisfólkinu og
spara með því mikil útgjöld.
Þetta var orðið mikið vanda-
mál og áhyggjuefni hús-
mæðra um land allt, og það
átti rætur sínar aö rekja til
þeirrar óstjórnar, sem var á
verzlunarmálunum. Kaupfé-
lögin reyndu að bæta úr þessu
vandræðaástandi með því að
taka upp skömmtun á vefnað
arvörum hvert hjá sér og
skipta þeim þannig millj fé-
lagsmannanna — því að eng-
inn gat tekið skömmtunar-
skrifstofu ríkisins og hennar
vefnaðarvörupappíra alvar-
lega. Þetta var lofsverð við-
leitni, en vegna þess að hlut-
ur félaganna var svo mjög
fyrir borð borinn við úthlutun
innflutningsleyfa fyrir þess-
um vörum, gátu félagsmenn-
irnir ekki fengið á þennan
hátt nema hluta af því vöru-
magni, sem þeim bar og þeir
heföu fengið, ef sanngirni
hefði ráðið við úthlutun
leyfanna.
sóknarflokksins í fjárhags-
ráði tillögu um það, að
skömmtunarseðlarnir væru
látnir gilda sem innflutnings
hehnild fyrir þeim vörum,
sem átti að skammta. Með
þessu var hægt að tryggja
það tvennt, að menn gætu
fengið vörur út á seðla og að
þeir gætu keypt þessar vörur
hjá þeim verzlunum, sem þeir
töldu sér hagkvæmast að
skipta við. Sjálfstæðismönn-
um var strax ákaflega illa við
þessa tillögu. Þeir munu hafa
óttast, að ef tillagan yrði sam
þykkt og framkvæmd, svo að
fólk fengi á þann hátt aukið
frelsj í viðskiptamálum
myndi það verða til þess að
auka viðskípti kaupfélag-
anna. Og Alþfl.-ráðherrarnir
komu þeim til hjálpar í því
máli, eins og oftar. Þá var
málið tekið upp á Alþingi, og
var deilt um það á þrem þing
um. Sagan endurtók sig í öll
skiptin. Alþýðuflokksmenn
hjálpuðu Sjálfstæðismönnum
til að hindra framgang máls
ITILKYNNINGI
♦♦ ♦♦
| til bænda og búnaðarfélaga §
♦* zt
H Úthlutunarnefnd jeppabifreiða vekur athyglj allra ♦♦
:: búnaðarfélagsformanna á því, að þeir þurfa að hafa ||
H komið pöntunum á heimilisdráttarvélum og jeppabif- ::
reiðum til Úthlutunarnefndar fyrir lok nóvember næst ::
komandi. Allir bændur og aðrir landbúnaðarmenn, er **
óska að kaupa þessi tæki, eiga að panta tækin hjá við-
komandi búnaðarfélagsformanni.
Eldri pantanir eru ekki teknar til greina og verða því
þeir, er kaupa vilja umrædd heimilistæki, að endurnýja
pantanir sínar.
UTHLUTUNARNEFND.
esaasss:
'é
Tillögur um leið-
rcttingar.
Það var mikil og almenn
gremja í hugum manna um
land allt yfir ófremdarástand
ins. Þess skal þó getið, að 1. ::
flm .þessa frumvarps, hátt-
virtur 3. landsk., Gylfi Þ.
Gíslason,' var í fyrstu stuön-
ingsmaður þess, að viðskipta
frelsi almennings yrði aukið
með þessum hætti, og sömu-
leiðis annar þingmaður AI-
þýðufl,, háttvirtur 6 landsk.,
Hannibal Valdimarsson, sem
á sæti í efri deild. En síðast,
þegar 'málið var hér á þing-
að ;inu, snérist háttvirtur 3.
landsk., Gylfi Þ. Gíslason, frá
sinni fýrri stefnu, og gekk til
liðs við Sjálfstæðisflokkinn,
með þeim flokksbræðrum sín
um, sem nú fly-tja þetta frum
varp með honum, — hvað
sem þeim snúningi hans kann
að hafa valdið.
Fleiri tilraunir voru gerð-
ar á þessum árum til leiðrétt
ingar á framkvæmd viðskipta
málanna. Má í því sambandi
minna á kaupstaðaráðstefn-
una, sem svo var nefnd, hér í
Reykjavík í febrúarmánuði
1948. Þar mættu fulltrúar frá:
kaupstöðum og kauptúnum á
Vestur- Norður- og Austur-
landi. Til þeirrar ráðstefnu
var stofnað vegna þess hörm-
ungarástands í verzlunarmál
unum, sem skapast hafði í
þessum landshlutum. Aðal
krafa ráðstefnunnar var sú,
að skömmtunarvörum og öðr
um venjulegum verzlunarvör-
um væri skipt niður á lands-
fjórðunga miðað við íbúatölu
og þarfir hvers fjórð.svæðis.
Þéir fengu engin viðunandi
svör hjá viðskiptanefndinni
eða fjárhagsráði, og þess
vegna fengu þeir nokkra þing
menn til að flytja málið á Al-
þingi. Átta alþingismenn úr
öllum þingflokkunum fluttu
tillögu á Alþingi um skiptingu
innflutnings- og gjaldeyris-
leyfa milli landshluta þar
sem teknar voru upp kröfur
ráðstefnunnar. Tillagan var
samþykkt á Alþingi, En sam-
þykktir kaupstaðaráðstefn-
unnar og ályktun Alþingis
um málið var einskis. virt af
viðskiptamálaráðherra Al-
þýðuflolcksins, og engin breyt
ing varð í viðskiptamálunum.
UPPBOÐ
Opinbert uppboð verður haldið í uppboðssal Borgar-
fógetaembættisins í Arnarhvoli, miðvikudaginn 7. nóv.
n. k. kl. 1,30 e.h. og verða seldir ýmsir lögteknir og
fjárnumdir munir eftir kröfu bæjargjaldkerans í
Reykjavík o. fl. Svo sem: hægindastólar, armstólar,
borðstofustólar, svefnherbergishúsgögn, radiogrammi-
fónar, peningaskápar, ritvélar, skrifborð, gólfteppi,
sófasett, búðarborð með skúffum og fleiri munir.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn I Reykjavík.
Hangikjotio
er komið.
Sama ágæta verkunin og áður.
Heildsölubir gðir:
REYKHUSIÐ
Sími 4241.
inu í viðskiptamálunum fyr- Ófrelsið, ranglætið og ökrið
ir 2—3 árum — og það ekki helzt eins og áður.
að ástæðulausu. Tilraunir (Framhald á 5. síðu)
Ný og þörf bók
i| Varnir og verjur
eftir prófessor Himes og dr. Stone á erindi til giftra
jafnt og ógiftra. Kaflaheiti bókarinnar gefa nokkra ♦
hugmynd um efni hennar, en kaflarnir eru 12 og heita: ^
Hverjir þurfa að takmarka barneignir?
Kynfæraheiti og sköpulag karls og konu.
Nokkur almenn atriði um aðferðir við takmörkun
barneigna.
Þindaraðferðin.
Smokkurinn.
Hettur, svampar og tappar.
Hlaup, froðuefni og pillur
Gömul húsráð.
Skolvatnið og rímið.
Hættulegar og ófullnægjandi aðferðir.
Hver er bezta aöferðin?
Skrá um viðurkenndar varnir og verjur.
Hinn nafnkunni fræðimaður Halvenlock Ellis ritar
formála fyrir bókinnj og segir þar m. a., aö
VARNIR OG VERJUR
sé „ein bezta nútímahandbók um takmörkun barna-
eigna“.
Bókin er með mörgum skýringarmyndum.
t