Tíminn - 21.11.1951, Blaðsíða 8
ERLENT YFIRLIT4' IDAG:
Semst um vopnahlé í Kóreu?
S55. árgangur.
Reykjavfk,
21. nóvember 1951.
264. blaff.
Þrír
Framsóknarfundir
Þrír fundir Framsóknar-
manna voru um síðustu lielgi.
Aliir þessir fundir voru fjöi-
sóttir og hinir ánægjulegustu.
Fundurinn í Dalasýslu.
Aðalfundur Framsóknarfé-
lags Dalasýslu var haldinn
laugardaginn 16. nóv. að Sæl-
ingsdalslaug. Fundinn sóttu
50 til 60 ipanns. Mættu þar
Ásgeir Bjarnason, þingmaður
kjördæmisins, og Eysteinn
Jónsson, fjármálaráðherra.
Fluttu þeir báöir erindi um
stjórnmálaviðhorfið almennt
og innanhéraðsmál. Urðu
miklar umræður á fundinum
og fjörugar og tóku margir
fundarmanna til máls.
Á fundinum voru gerðar á-
lyktanir um saingöngumál og
raforkumál. Vilhjálmur Hjálm
arsson, alþm., flutti hvatning-
arræðu og árnaði héraðinu
heilla.
indverskur þjoðdansa-
fiokkur kemur i veiur
Hljóðfærahús Reykjavíkur ætlar nú að halda upp á þrjá-
tíu og fimm ára afmæli sitt meö því að taka upp aitur starf
semi, sem var þáttur í rekstri fyrirtæækisins um langt skeið.
En það er að annast um ferðir erlendra listamanna hing-
að til lands og sjá um hljómleika og sýningar þeirra. Er
þannig von á indverskum dansflokki og hljómllstarflokki
til Iandsins síðar í vetur.
Hljóðfærahús Reykjavíkur
er 35 ára í dag. Það var stofn
að af núverandi eiganda frú
Önnu Friðriksson,. sem alla
tíö hefir rekið fyrirtækið.
Stundum hefir Hljóðfæra-
húsið og starfsemi þess sett
svip sinn á bæinn, þegar
frægir listamenn gistu land-
ið á vegum þess. Sagði frú
Friðriksson í gær, er hún
ræddi viö blaðamenn, að það
hefði frá upphafi vakað fyrir
sér með stofnun fyrirtækis-
ins að fá hingað erlenda og
innlenda listamenn til að
lífga upp á andlega heilsu
bæjarbúa.
Hundruð hljómleika.
Hljóðfærahúsið hefir um
iangt skeiö staðið að hundruð
um hljómleika og konserta.
: Síðastur kom fyrir styrjöld-
i ina Friedman, hinn heims-
i frægi píanóleikari. Eftir
ístyrjöldina hefir verið minna
jum þessa starfsemi Hljóð-
I færahússins. Þó hefir það séð
um hljómleika fiðluleikarans
Tworik og Elsu Sigfúss.
DR. MAX TEILER,
sem hlant Nóbelsverðlaim í
læknisfræði fyrir uppgötvun á
bóluefni gegn gulu.
Hljómplötur.
Um tíma annaðist Hljóð-
færahúsið upptöku á söng
Stjórn félagsins var kosin margra íslenzkra söngvara á
fyrir næsta ár og skipa hana hljómplötur, svo sem Sigurð-
Halldór Sigurðsson, bóndi aðjar Skagfield, Eggerts Stefáns
staðarfelli, formaður, Gíslijsonar, Bjarna Björnssonar og
Brynjólfsson, bóndi í Hval- - Elsu SÍgfÚSS.
Síðast slátrað
á Hornafirði
í fyrradag
Frá fréttaritara Tímans
í Hornafirðí.
1 gær var loks siátrað síðasta
fénu á þessu hausti hj.i Kaup-
! íéiagi Austur-Skaitfellinga í
j Hornafirði. Slátrun og leitir
töfð'ust mjög vegna sifelldra
rigr ir.ga og þoku i L,óni eins og
ssýrt hefir verið fra. Það er
n-jog óvenjulegt að slátrun drag
ist svo lengi. Síðasta féð, sem
slátrao var, var úr austurhiuta
Lói issveitar, fé, sem kom úr sið-
ustu leitum í Stafafed.ifjöllum.
Huiu leitir nú loks tekiz: særm-
lega.
VerkfræSingur Rvíkur
tdar í Moskvuútvarp
Eins og bæjarbúum er kunnugt er einn af lielztu embættis-
mönnum Reykjavíkurbæjar, yfirverkfræðingurinn, sem stjórnai’
gatnagerðinni í „bezt stjórnaða bænum“, fulltrúi í hópi hinnar
virðulegu sendinefndar, sem fór til Rússlands.
Boíli Thoroddsen hafði orð
fyrir þeim.
í fyrrakvöld lét íslenzka sendi
nefndin til sín heyra í Moskvu-
útvarpið. Varð ekki annað heyrt
en fulltrúinn, sem Reykjavíkur
bær lagði til í förina, hefði orð
fyrir jslendihgunum, þótt q'in-
kennilegur væri framburður-
inn á nafninu Bolli Thoroddsen.
gröfum, og Jóliann Bjarna-
scn í Búðardal. Fundurinn var
í alla staði hinn ánægjulegasti
og ríkir mikill áhugi meðal
Framsóknarmanna í héraðinu.
Fundarstjóri var Halldór Sig
urðson og fundarritari Jó-
hann Bjarnason.
Fundurinn í Fljótshlíð.
Framsóknarfélögin í Rang-
árvallasýslu gengust fyrir sam
eiginlegum almennum fundi
að Goðalandi í Fljótshlíð s.l.
sunnudag. Fundur þessi var
fjölsóttur, enda sóttu hann
menn úr öllum hreppum sýsl-
unnar. Ræður fluttu Her-
mann Jónasson, ráðlierra,
Helgi Jónasson, alþm., Svein
björn Högnason, prófastur,
Björn Björnsson, sýslumaður, j
Hannes Jónsson, félagsfr., og!
Ólafur Olafsson, form. ungra
Framsóknarmanna í sýslunni.
Einnig flutti Óskar .Tónsson, I
bókari í Vík í Mýrdal stutta [
hvaíningarræðu og færði fund
Flokkurinn sem kemur.
Á 25 ára afmæli Hljóðfæra
hússins gaf frúin háskólan-
um vandað hljóðfæri, og
ætlaðist til, að það yrði notað
við háskólatónleika. En þeir
urðu því miður ekki nema
einn vetur og hafa fallið nið-
ur alla tíð síðan.
Nú er von á tveimur flokk-
um hingað til lands á vegum
Hljóðfærahússins. Er það ind
vorskur dansa- og tónlistar-
flokkur sem væntanlegur er
ef til vill síðari hluta vetrar
og svo danskur drengjakór í
vor.
Sat í næstu stuku viö Stalín.
Efni ræðunnar hefir sjálf-
sagt verið vandlega hugsað, og
átti hann varla nógu sterk orð
til þess að lýsa hrifningu sinni
og friðarvilja Rússa, enda hafði
hann or'ðið sjónarvottur að
skrautsýningu Rússahers á
Rauða torginu á afmælisdegi
byltingarinnar og setið í næstu
stúku við sjálfan Stalín.
Kommúnistar kvíðnir.
Kommúnistarnir hér, er fylgzt
höföu með þessu útvarpi, voru
hálf skömmustulegir í gær.
Þótti þeim ills viti, að yfirverk-
fræðingur Reykjavíkurbæjar og
hægri hönd borgarstjórans í
Reykjavík skyldi vera látinn
hafa orð fyrir grónum og traust
um kommúnistum í íslenzku
sendinefndinni, og leikur þeim
grunur á, að Rússar kunni að
svíkja sig, en veðja í þess stað
á sjálfa húsbændur yfirverk-
fræöingsins góða, er virðast vera
til í allt, ef dæma skal eftir
undirmanninum, enda góð
reynsla fengin af þeim í sam-
vinnu við kommúnista.
Lögreglustjórarnir
á öðru máli en
dómsmálaráðherra
A'ð undanförnu hafa stúlkuf
sýnt hnefaleika á samkomustað
í Kaupmannahöfn. Fyrir nokkru
fengu þær leyfi dómsmálaráð-
herrans til þess að fara sýning-
arferð um Danmörku.
En þegar tijl átti að taka,
risu flestir lögreglustjórarnir
upp gegn þessum sýningum.
Sums staðar voru þær bannaðar
með öllu, en annars staðar stóð
svo lengi á svörum, að ekki var
hægt að bí'ö'a eftir þeim. Nú
hafa stúlkurnar gefizt alveg
upp við sýningarförina.
Hrossaleit í flugvé
7 Iiross úi' Miðfirði ftmdust á öræfnmim
í haust vatntaði Miðfirðinga nokkur hross af fjalli, og
þóttust menn vita, að þau væru innj á öræfum, þótt þau
fyndust ekki í göngunum. Þegar Ólafur Björnsson, oddviti
í Nújidalstungu, kom fyrir fáum dögum til Reykjavíkur,
ákvað hann aö fá flugvél til þess aö svipast um eftir hross-
(Framhald á 7. síðu)
Erindí um
stefnumál
r-, Islendingar viðraál-
aranám í Noregi
Dagbladet í Osló birti nýlega
langt viötal við tvo íslendinga,,
sem stunda listmálaranám í
listaháskólanum þar í landi.
Eru þetta Þorsteinn Þorsteins-
son og Gunnar Magnússon.
Er þetta í fyrsta skipti, að í
um það' bil tuttugu ár, að ís-
lendingar eru þar við málara-
nám. Fagnar hið norska blað
því, að íslendingar skuli aftur
komnir til slíks náms til Nor-
egs, en segir jafnframt þá sorg
arsögu, að svo geti farið, að ann
ar námsmaðurinn, Þorsteinn
Stjórn F.U.’E. í Reykjavík
viil vekja athygli félaga sinna
á erindi Eysteins Jónssonar,
fjármálaráðherra, um stefnu-1 Þorsteinsson, verði mjög bráð-
mál Framsóknarflokksins, á I lega að hverfa heim, því að
stjórnmálanámskeiðinu í' hann sé húsnæðislaus í Osló og
kvöld. hafi hvergi tekizt að fá inni. —
Erindið verður flutt í Eddu-
húsinu og hefst kl. 8,30.
Félagsmenn fjölmennið og
takið með ykkur gesti.
Það kann þó að vera, að þessi
frásögn blaðsins hafi greitt fyr-
ir því, að hann fengi herbergi
til íbúðar.
unum.
Ólafur sneri sér fyrst til
Loftleiöa, og var honum vísað
til þess að fá Björn A. Blöndal
til þessarar ferðar með sig.
Eftir hádegið í gær lögðu þeir
Björn og Ólafur síðan af stað
í leitina. Var þá sólskin inni
á afréttinum, en þó var
skyggni ekki gott sökurn
móöu. Flugu þeir lágt til þess
að sjá sem bezt. Er þeir
höfðu flogið nokkuö fram og
aftur um svæðið, þar sem
þeir áttu hrossanna helzt
von, komu þeir auga á hrossa
hóp við Hraungarða, norður
af Hávaðavatni.
Þekkti hrossin.
Þeir flugu þarna lágt yfir
hópinn, og þekkti Ólafur
| hrossin úr flugvélinni. Voru
þetta einmitt þau. er Miðfirð
! ingar höfðu ekki heimt af
j fjallinu. Iíéldu þeir við svo
búið heim og þótti för sín góð
orðin.
I
Símað norður.
1 Þeir komu til Reykjavíkur
Iskömmu fyrir klukkan fjögur
I í gær, og var þá þegar sím-
I að norður og visaði til hross-
anna. Verður nú gerður út
leiöangur til þess að sækja
þau, sem auðvelt er, þegar
| vitað er, hvar aö þeim má
ganga.
Fjárleit á suður-
öræfum.
í þessa för var farið í flug-
vél, er fengin var að láni hjá
flugskólanum, þar eð í flug-
vél þeirra Björn A .Blöndals
og Lárusar Óskarssonar
vantaði varahlut, sem beöið
er eftir. Þegar hann kemur,
' verður farið á þeirri flugvél
inn yfir suðuröræfin til þess
[ að leita kinda, sem þarna
\ kunna að hafa orðið eftir.
Ileppileg aðferð.
Það er nú að verða nokkuð
títt, að farið sé í flugvélum í
eftirleitir inn yfir öræfin, og
virðist það gefa góða raun.
Má þannig losna viö að gera
(út leitarflokka um víðlend
svæði með vafasömum ár-
angri, og fá í þess stað' yfir-
sýn á skömmum tíma, þegar
veður er hentugt, og vísa síð-
an til, hvar fénað er að finna.
Bókmenntakynning
í Hafnarfirði
Bókmenntakynning verður
í Bæjarbípi í Hafnarfirði næst-
komandi sunnudag kl. 1,15 e.h.
Kristmann Guðmundsson,
Þórbergur Þórðarson og Guð-
mundur G. Hagalín munu lesa
upp úr verkum sínum. Les Krist
mann kafla úr óútkominni bók,
öðru bindi skáldsögu sinnar,
Þokan rauða. Þórbergur les úr
ævisögu Árna Þórarinssonar og
Guðmundur Hagalín les úr 1.
bindi ævisögu sinnar, sem út
kom fyrir skömmu og hann
nefnir: Ég veit ekki betur.
Þá munu tveir ungir leikarar,
Baldvin Halldórsson og Gerður
Hjörleifsdóttir lesa upp úr ljóða
þýðingum Magnúsar Ásgeirsson
ar og úr ljóðasafni Magnúsar
, Stefánssonar (Arnar Arnarson-
ar).
I Loks mun ungur Hafnfirðing-
j ur, Jón Þorsteinsson að nafni,
syngja nokkur lög á milli atriða,
en hann stundar nú söngnám.
1 Aðgöngumiðar að bókmennta
kynningu þessari eru seldir í
bókabúðum í Hafnarfirði og í
; Bæjarbíói, og kosta þeir aðeins
, 5 krónur.
| Það er ungt fólk, sem stendur
j að bókmenntakynningu þess-
ari og væntir það þess, að Hafn
firðingar bregðist nú vel við og
fjölmcnni í Bæjarbíó á sunnu-
daginn kemur, þar sem hér er
um vandaöa og góða skemmtun
að ræða og aðgangseyri mjög
í hóf stillt.
Lambær af Landi
finnst í Biírfelli
Hreþpamenn fóru nýlega í
seinni eftirleit inn á afrétt, og
munu þeir hafa fundið sex
kindur, eina í leitum Hruna-
manna, eina í Gljúfurleit og
fjórar í skógræktargirðingunni
í Búrfelli. Af kindunum, sem
fundust í Búrfelli eru tvær tald
ar vera frá Galtalæk á Landi.
Var það lambær.