Tíminn - 22.11.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.11.1951, Blaðsíða 3
265. blaS. TÍMINN, fimmtudaginn 22. nóvember 1951. S. þing- og héraðsmálafundur Vestur-ísafjarðarsýslu Nokkrar ályktanir fuiidarins Þing- og héraðsmálafundur Vestur-ísafjarðarsýslu, sá fimm tugasti og fyrsti í röðinni, var haldinn á Suðureyri í Súganda- firði dagana 27. til 29. október 1951. Fundarstjóri var Ólafur Ólafsson, skólastjóri, Þingeyri, en varafundarstjóri séra Jón Ó1 afsson, prófastur, Holti. Fundar ritarar voru þeir Guðmundur Ingi Kristjánsson, bóndi, Kirkju bóli, og séra Jóhannes Pálmason, prestur, Stað. Fundinn sátu 17 fulltrúar frá öllum hreppum sýslunnar. Enn fremur alþingismaðurinn, Ásgeir Ásgeirsson. Á fundinum voru alls flutt 23 mál. Voru þau rædd og að lok um samþykktar ályktanir í þeim. Fara nokkrar þeirra hér á eftir, eins og fundurinn gekk frá þeim, eftir aðra umræðu: Fjármagnsþörf landbunaðarins. 51. þing- og héraðsmálafundur Vestur-ísafjarðarsýslu skorar á þing og stjórn að gera það, sem unnt er til þess að landbúnaður inn eigi völ á nægu lánsfé með aðgengilegum kjörum til stór- aukinnar ræktunar, bygginga og bústofnsaukningar til þess að fleira fólk geti lifað af land- búnaði og framleiðslan aukist, bæði til að fullnægja þörf þjóð arinnar fyrir landbúnaðarvörur og til gjaldeyrisöflunar erlendis. í þessu sambandi mælir fund urinn með þingsályktunartillögu þeirri, sém Pétur Ottesen og Jör undur Brynjólfsson hafa flutt á Alþingi, um ráðstöfun fjár úr mótvirðissjóði. Útrýming túnþýfis. Þing- og héraðsmálafundur Vestur-fsafjarðarsýslu, haldinn dagana 27.—29. okt. 1951, skorar á Alþingi að framlengja til 5 ára ákvæði jarðræktarlaganna um aukaframlag úr ríkissjóði til eyðingar túnþýfis, þar sem stað ið hefir yfirleitt á innflutningi á jarövinnsluvélum á undanförn um árum og af þeim ástæðum ekki tekizt að útrýma túnþýf- inu enn sem komið er, þrátt fyrir vilja bænda i þeim efnum. Sauðfjárveikivarnir. Þing- og héraösmálafundur Vestur-ísafjarðarsýslu 1951 vítir það, að sauðfjárveikivarnargirð ingum á Vestfjörðum hefir verið slælega við haldið á síðustu ár- um. Skorar fundurinn á sauð- fjársjúkdómanefnd að endur- bæta nú þegar allar varnargirð ingar á Vestfjörðum og hafa við þær örugga vörzlu. Stranglega verði bannaðir all ir fjárflutningar vestur yfir girð inguna milli ísafjarðar og Kolla fjarðar. Landhelgismál. Fundurinn telur, að stækkun landhelginnar sé aðkallandi nauðsyn og skorar á Alþingi og ríkisstjórn að halda fast á rétti þjóðarinnar til landgTunnsins til fiskveiða og verndar fisk- stofni landsins. Einnig telur fundurinn brýna nauðsyn, að sérstakur varðbát- ur annist landhelgisgæzlu allt árið fyrir Vestfjörðum. Hlutatryggingasjóður. Fundurinn skorar á ríkisstjórn ina að gefa nú þegar út reglu- gerð um fiskveiðadeild hluta- tryggingasjóðs. Olíuverð. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að sjá um, að sama brennsluolíu og benzínverð gildi frá olíustöðvum um land allt. Fræðslulög og skólamál. MeÖ tilliti til þingsályktunar- tillögu, sem komið hefir fram á Alþingi því, er nú situr, vill Þing- og héraðsmálafundur Vest ur-ísafjarðarsýslu benda á eft irfarandi atriði: a. Heimilað sé, að skólaskyldu barna sé lokið á því ári, sem þau verða fullra 14 ára, með óskert- um þeim rétti, sem yngri börn hafa nú til að ljúka fyrr fulln- aðarprófi við barnaskóla og að skólahverfin hafi, í samráði við námstjóra, heimild til að láta skólaskyldu ekki byrja fyrr en við 10 ára aldur i dreifbýlinu, svo sem nú er. b. Námfúsum unglingum í dreifbýlinu verði gert auðveld ara fyrir að stunda framhalds- nám með útvarpskennslu. við þeirra hæfi í sem flestum náms greinum svo og með bréfaskóla fyrirkomulagi, enda verði þess um nemendum tryggður réttur til að ganga undir miðskólapróf að því námi loknu. Iléraðsskólamál. Með því að reynslan hefir leitt ótvírætt í ljós, að stofn og rekst urskostnaður héraðsskólanna hvílir þungt á einstökum sýslu- félögum, en önnur, sem þó njóta skólanna, eru laus við þessar byrðar, telur fundurinn brýna nauðsyn vera til, að ríkið taki nú þegar þéssar byrðar á sínar herðar. Áfengismál. Fundurinn telur það óviðeig- andi, að rikissjóði sé afláð tekna með vínsölu og telur það skyldu löggjafarþings þjóðarinnar að sjá fjárhag ríkisins borgið eftir öðrum leiðum og heillavænlegri. Fundurinn telur sjálfsagt, meðan vínsala helzt, að héraðs bönn séu látin koma til fram- kvæmda. Skattamál. Fundurinn lítur svo á, að end urskoða þurh skattalögin i heild og skorar á Alþingi að sam- þykkja m. a. framkomið frum- varp um hækkun persónufrá- dráttar. Vegna þess misræmis, sem er á milli skattgreiðsla af sparifé og fasteigna, verði einnig stuðl að að aukinni sparifjársöfnun landsmanna með ívilnun á eigna skatti á sparifé, annaðhvort með því að undanþyggja einhvern hluta þess skatti eða niðurfæra það eftir ákveðinni vísitölu. Skógræktin. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir vaxandi áhuga fyrir skóg- rækt og þeim átökum, sem gerð hafa verið í þeim efnum, er undirbúningur er hafinn að skóg rækt á 10 hekturum lands í botni Dýrafjarðar, og heitir á ung- mennafélög og æskulýð Vestur- ísafjarðarsýslu að styðja skóg- ræktarmálin með því að gerast þátttakendur í Skógræktarfélagi Vestur-ísfirðinga. Þá heitir fundurinn á sýslu félagið, hreppsfélög og önnur fé lagasamtök í sýslunni, að leggja skógræktarmálunum lið og fjár hagslegan stuðning. Héraðshjúkrunarkonur. Fundurinn beinir þeirri áskor un til Alþingis og^ ríkisstjórnar, aö sett verði lög, er heimili hreppum, sem hafa kauptún ] með ekki færri en 200 íbúum, en ekki er læknissetur í, að ráða hjúkrunarkonu, er launuð sé af ríkinu. St j órnarskrármálið. Fundurinn ítrekar álit sitt frá 16. júlí 1950 um að víta drátt þann, sem orðið hefir á af- greiöslu stjórnarskrármálsins, sem nú hefir verið 7 ár til end urskoðunar á vegum Alþ’ingis og stjórnskipaðra nefnda, sem kalla má, að hafi farið með umboð þingflokkanna. Fundurinn telur, að kjósa beri sérstakt stjörnlagaþing, sem hafi það verkefni eingöngu, að setja landinu nýja stjórnarskrá. AÖ öðru leyti telur fundurinn ástæðu til að gæta þessara at- riða við setningu nýrrar stjórn arskrár: 1. Framkvæmdavaldið vsrði betur aðgreint frá löggjafarvald inu en nú er, og ríkisstjórn ó- háðari þingflokkunum. 2. Umboðsstjórn í héraði verði aukin og efld með fylkisskipun, og störf Alþingis, einkum fjár- lagaafgreiðslan, gerð einfaldari. 3. Kjördæmaskipun landsins I verði miðuð við þao, að jafnvægi náist milli landshluta og haml að sé gegn mikilli f jölgun smærri flokka. Verðlags og vðskiptamál. Þing- og héraðsmálafundur Vestur-fsafjarðarsýslu 1951 tel- ur, að ekki beri að auka verð- lagseftirlit að svo stöddu, en treystir almenningi til þess að fylgjast vel með vöruverði og verzlunum héraðsins til að stilla álagningu sinni í hóf. Smáskrítinn fundur Á s. 1. vori var aðalfundi Eim skipafélags íslands frestað til næsta hausts og skyldi þá taka fyrir til endanlegrar samþykkt ar nokkrar tillögur til breytinga á lögum félagsins. Er taliö, að stjórn og forráðamenn félags- ins hafi staðið að tillögum þess- um, en skráður flutningsmaður þeirra var maður, sem um langt skeið hefir verið aðalendurskoð- andi félagsins og á öllum fund- um þess málpípa stjórnarinnar. Þegar á fundinn kom s.J. laug ardag, tók flutningsmaður aft ur aðal-tillöguna, sem snerist ’ um það, að þrengja heimild hlut hafa til sölu á bréfum sínum. Þegar svo annar fundarmaður tók tillöguna upp, úrskurðaði fundarstjóri að hún væri ólög- leg og var henni vísað frá. Næsta breytingartillaga var um það, að aðalfundur skyldi framvegis vera löglegur, hversu fáir sem mættu. Hún var felld með tvöföldum meirihluta. Þá var aðeins eftir sú tillaga, að það skyldi ekki teljast lög- brot, þó að laun stjórnarmanna færu eitthvað yfir 500 krónur á ári. Það fannst öllum mikið rétt lætismál og sigraði stjórnin þar glæsilega. Að lokum voru lítillega bætt eftirlaunakjör gamalla starfs- manna og þótti það líka fallega gert. Afrek fundarins voru svo ekki önnur, en hann hafði verið aug lýstur í tugum blaða og tíma- rita, utanlands og innan fyrir nokkuð mörg þúsund krónur. Félag þetta er að vísu all vel efnað, vegna skattfrelsis og góðrar aðhlynningar frá því op inbera, en heyra mátti á fund- inum, að hluthöfunum finnst sinn skerfur rýr og höfðu sumir orð á því í fundarlok, að nær hefði verið að hækka eilítið arð- inn til þeirra, en að verja fé og tíma í fundarhald af þessu tagi. N. Bókalisti IV. Nýjar Norðra-bækur Ljóðmwli ofi leikrit Úrval af bundnu máli og óbundnu eftir Pál J. Árclal. Steindór Steindórsson, menntaskólakennari, frá Hlööum sá um útgáfuna, en dóttursonur skáldsins, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, fylgir ritsafni afa síns úr hlaði með fróðlegum formála. Þar segír svo m. a.: .. Heiðríkja og hreinleiki, látleysi og braglipurð, mildi í hugsun og mýkt í máli setja einmitt öðru fremur svip sifin á kvæði Páls.... “ — og svo mun öllum finnast, er kynnast verkum þessa vinsæla alþýðu skálds, er flutti með ljóðum sínum og leikritum „meira ljós i hverja sál“ en velflestir samtiðamenn hans. — 414 bls. í stóru broti auk formála. Heft kr. 85,00, innb. kr. 110,00, skinnb. kr. 130,00. Sumskipti munns off hests eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp, segir á hugstæðan hátt frá samlífi merkra hestamanna við hesta sína. Hinn leik- andi stíll höfundarins, frásagnagleði hans, samúð og hlý- hugur til íslenzka hestsins, hrífur lesandann á leikvelli horf inna atburða. — Nokkrar myndir prýða bókina, 121 bls. Heft kr. 25,00, innb. kr. 35,00. Vultýr á firtenni tretiiu söguleg skáldsaga eftir Jón Björnsson. Flestir munu kann ast við söguna af Valtý á grænni treyju. Fáar sögur í þjóð- sögunum okkar búa yfir meiri dramatískum krafti. Jón Björnsson notar þessa hrikalegu þjóðsögu sem ívaf þessarar nýju skáldsögu sinnar og tekst aö skapa stórfenglega, sér- stæða og áhrifaríka sögu, sem seint mun fyrnast. — Þetta er saga um mikil átök, stórbrotnar persónur, skapmiklar og viðkvæmar i senn. Hér er lýst heilli sveit á örlagasviði harmleiksins mikla, hetjulund fólksins, karlmennsku og fórnfýsi. — 308 bls. Heft kr. 48,00, innb. kr. 68,00. Sendum gegn póstkröfu. Bókaútgáfan Nor&ri Pósthólf 101 — Reykjavík Áminning til kaupenda utan Reykjavíkur er skulda enn blað- gjald ársins .1951: GreiSið blaögjaldið til næsta innheimtu- rnanns eða beint til innheimtunnar fyrir lok þessa mánaðar. — Þeir kaupendur, er sendar hafa verið póstkröfur til lúltningar á blaðgjaldi ársins 1951, eru mjög alvarlega áminntir um að innleysa þær þegar. ATHUGIÐ! Blaðið'veröur ekki sent þeim kaupendum á næsta ári, er eigi hafa iokið að greiða blaðgjaldið fyrir áramót. Bnnheimta TÍSVIANS W.V.W.V/.V.SSV.WAV.V.V.V.VV.V.V.V.VAV.VW Fasteignir Stærri og smærri fasteignir í bænum og úti á landi til sölu, ennfremur skip og fyrirtæki. Reynið viðskiptasam- böndin hjá okkur, ef þér þurfið að kaupa eða selja. FASTEIGNIR S.F. Tjarnargötu 3. — Sími 6531. ■.VWV.V.V.V.'.W.W.V.W.VAV.W.V.VW.VAV.VV Dýpstu hjartans þakkir til hinna fjölmörgu nær og fjær, sem auðsýndu samúð og hluttekningu í langri og erfiðri sjúkdómslegu og heiðruðu útför eiginmanns míns, Jónasar Þór, verksmiðjustjóra. Sérstaka þökk flyt ég forráðamönn- um Sambands íslenzkra samvinnufélaga og verksmiöju- stjórn Gefjunar, er sýndu þeim látna þá virðingu að kosta veglega útför hans. Starfsfólki Gefjunar þakka ég einnig af heilum hug fyrir rausnarlega gjöf, er það gaf sjúkrahúsi Akureyrar til minningar um forstjóra sinn. Vilhelniína Sigurðardóttir Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.