Tíminn - 22.11.1951, Qupperneq 7

Tíminn - 22.11.1951, Qupperneq 7
265. blað. TÍMIXN, fimmtudaginn 22. nóvember 1951. 7« FlugmcEiBainiir _ (Framhald af 1. síðu.) leitarflokkunum frá Akureyri, fjórir menn. Var fyrirliðinn Karl Magnússon, járnsmiður á Akureyri, og með honum Tryggvi Helgason, Dúi Edvalds son og einn Eyfirðingur, kunnugur maður, sem þeir höfðu fengið sér til fylgdar. Héldu þeir nú niður að Ártúni, eins og áður er sagt, og það- an til Akureyrar. Kalinn á fæti. Þeir félagar, Viktor og Stef án, voru orðnir allhraktir, en bera sig þó vel. Stefán mun1 hafa kalið nokkuð á öðrum fæti, en kalið var ekki kom- ið fram í gærkvöldi, auk þess sem hann er nokkuð meidd- ur, eins og áður er sagt. Leiðangur til að bjarga flugvélinni. Haldist veður gott næstu daga, hafa þeir félagar hug á að gera út leiðangur til þess að bj arga flugvélinni.1 Mun helzt hugsað að fara' með ýtu eða dráttarvél upp' Vatnahjallaveg og freista, þess að draga flugvélina á sleða niður í Eyjafjörð. Leitin frá Akureyri. Það voru sjö leitarflokkar, er fóru frá Akureyri klukkan finnn í gærmorgun. Hafði Þor- steinn Þorsteinsson skipulagt leitina, ásamt starfsmönnum Flugfélags íslands á Akureyíi. Voru þrír til fimm menn í hverjum leitarflokki. Fjórir flokkanna fóru fram í Eyja- fjörð, og fór Þorsteinn með þeim fram eftir til þess, en tók ekki þátt í sjálfri leitinni fyrir ald- urssakir. Þrír flokkar fóru á vestur- fjöllin og leituðu um Gloppu- fjall, Hörgárdalsheiði, Norður- árdal, Öxnadalsheiði og Nýja- bæjarfjall. Á Nýjabæjarfjall fóru þeir Jón Sigurgeirs- son lögregluþjónn, Vignir Guð- mundsson og Ragnar Sigtryggs son, og munu þeir hafa gist á fjallinu, en koma síðan niður að Arbæ í Austurdal í Skagafirði. Voru þeir einir ekki komnir til byggða í gærkvöldi. Annars voru flestir komnir til Akureyrar, nema flokkur sá, sem leitaði í Djúpadal. Fór Guðmundur Guð mundsson skíðakappi við ann- an mann yfir í Öxnadal að Bakkaseli en 3 félagar þeirra munu hafa verið komnir að Litladal, bæ neðst í Djúpadal. Orðrómur um flugvél yfir Þelamörk. Áttundi leitarflokkurinn frá Akureyri var gerður út um há- degi, því að upp kom sú fregn, að fólk á bæjum í Hörgárdal og Þelamörk hefði heyrt til flug- vélar. Leitaði þesai flokkur á þeim slóðum, sem þessar fregn- ir bentu helzt til. En eins og síð ar kom á daginn, hefir flug- vél þeirra Viktors og Stefáns ekki verið á ferð á þessum slóð um, né í námunda við þær. Leitin frá Reykjavík. Við þessa frásögn Kristófers Vilhjálmssonar er því að bæta, að héðan úr Reykjavík var leit inni stjórnað af skipulagsnefnd flugbjörgunarsveitarinnar og flugumferðastjórn — þeim Agn ari Koefod-Hansen, Erni John- son og Birni Jónssyni og Sig- fúsi Guðmundssyni. Fóru átta flugvélar héðan að sunnan til leitar, sex íslenzkar af Reykja- víkurflugvelli, og tvær banda- rískar af Keflavíkurflugvelli. Flugu þær yfir hálendið, allt frá suðurenda Langjökuls og norður til Eyjafjarðar. Hafði Ilin nýja og glæsilega farþegaafgreiðsla Eimskipafélags íslands. Þar er vistlegt eins og myndin ber með sér. Eimskipafélagið opnar nýja farþegadeild Eimskipafélag íslands opnar í dag nýja farþegadeild í húsi sínu, þar sem áður voru verzlunarbúðir Theódórs Siems ens og Gunnþórunnar Halldórsdóttur. Er þessi nýja far- þegadeild mjög smekkleg, og prýðir hana meðal annars líkn eskj af Gullfossi. Farbegaafgreiðsla Eim-1 skipafélagsins var áður í hlið arherbergi á annari’i hæð, en nú skiptir mjög, er til þess- ara nota er tekið rúmgott hús næði, sem gengið er inn í beint af götunni. Húsnæðið hefir verið inn- réttað að nýju í samræmi við þarfir farþegadeildarinnar. Gerðj það Árni Skúlason eftir teikningum húsameist- aranna Sigurðar Guðmunds- sonar og Eiríks Einarssonar. Hefir mjög verið til alls vand að, svo að afgreiðsla yrði sem smekklegust. Tímaritið vinsæla Vlrkið í norðri Áskriftasími 6470 — Póst- hólf 1063, Reykjavík. Þorvaldnr Garðar Kristjánsson málflutningsskrifstofa, Bankastræti 12. Símar 7872 og 81588. FEóðin (Framhald af 8. síou.) að straumurinn sleit trén upp, nokkru áður en hjálparsveitin kom á vettvang, og allt fólkið, sem í krónunni var, hvarf í skol gráan flauminn. Kom heim daginn áður. Margt af fólki því, sem bjarg- að var, ber sig hörmulega. Einn af þeim órólegustu var ungur maður, sem farið hafði til Frakklands í atvinnuleir., en kom heim daginn sem flóðin byrjuðu. Hann fann aldrei konu sína eða barn. Þau fórust bæði. Sífelld neyðaróp. Nótt eftir nótt hafa neyðar- óp fólks hljómað á flóðasvæð- inu, en þoka svo dimm, að erf- itt er að finna fólk, og mikiJl skortur á bátum til björgunar- starfsins. Segja leitarmenn, að hörmulegt hafi verið á að hlýða og geta ekki veitt hjálp. Sjóm.ráðstefiia (Framhald á 8. siðu.) Línubátasjómenn. Hvað snertir samninga um kaup og kjör á línubátum taldi ráðstefnan þörf á því að sam- ræma ákvæðið um hlutatrygg- ingar í samningunum, og yrði tryggingin miðuð við kaup fyr- ir átta stunda vinnu verka- manna við fiskaðgerð. Sömuleið is vildi ráðstefnan, að ákvæðið um verð á aflahluta sjómanna yrði miðað við hæsta gangverð á fiski. Þá vildi hún að fengin yrði full uppbót á hlutatrygg- ingu og yröi leitað eftir sam- komulagi við útgerðarmenn um, að það yrði á sama grundvelli og í samningum verkamanna frá 21. maí 1951. Ráðstefnunni þótti og rift grundvelli, sem samningar urn hlutskipti hafa frá öndverðu byggzt á, þar sem fullvíst megi telja, að sjómenn hafi fengið annað og lægra verð fyrir afla hluta sinn en útgerðarmenn fengu með hinum svokallaða bátagjaldeyri. Var miðstjórn Alþýðusambandsins falið að afla sem beztra upplýsinga um þetta og gera þær ráðstafanir, sem henni þættu nauðsynleg- ar. Skyldi miðstjórnin og leita eftir því að hafa fulltrúa við umræður þær, sem fram kunna að fara milli ríkisstjórnarinnar og L.í.Ú. um ráðstafanir til að- stoðar útveginum á komandi vertíð. Örygglsmál. Ráðstefnan gerði margar sam þykktir um öryggismál. í fyrsta lagi skoraði hún á þingið að samþykkja lög um hvíld háseta á togurum við allar veiðar. í öðru lagi, að samþykkt yrði til- laga um réttarrannsókn á að- draganda allra slysa, sem verða á sjó. Enn var á það minnt, að mörg hræðileg slys yrðu af þeim sökum, að spil og aðrar vinnu- vélar væru ekki nógu vel varð- ar, og lagði áherzlu á, að tengsli væru þannig staðsett við allar vindur og vinnuvélar, að hægt væri að stöðva þær fyrirvara- laust. í fjórða lagi krafðist ráð- stefnan fullkomnari laga og reglna um öryggisútbúnað skipa og báta, svo sem skýlaus ákvæði um talstöðvar björgunarbáta, þar á meðal gúmmíbáta á hverju fljótandi fari, ljóskastara og matarforða í vatnsheldum um búðum, og fái skip ekki haffærn isskírteini, án fullkomins út- búnaðar. Skal þess og gætt, að skipverjar séu svo margir, að ekki stafi hætta af mannfæð. Brýndi ráðstefnan það fyrir skipskoðunarmönnum, að gæta þess jafnan, að allur öryggisút- búnaður, ofan þilja og undir, væri í lagi, svo sem lensitæki, öryggislokur og annað. Loks var skorað á þingið að samþykkja þingsályktunartil- lögu frá þingmönnum Norðlend inga um björgunar- og eftirlits skip fyrir Norðurlandi og frum- varp um öryggi á vinnustöðum með nokkrum breytingum. Atvinnuleysi. Sjómannaráðstefnan ræddi um voða þann, sem stafar af atvinnuleysi í útgerðarbæjum víða um land, og æskti þess, að lánsfé yrði dreift hlutfallslega eftir stærð útgerðarstaða og inn flutningur á varningi, sem hægt er að framleiða í landinu, yrði takmarkaður. Yrði fiskiðjuver- um og smáútvegsmönnum séð fyrir rekstursfé, svo að hægt sé að gera vélbáta út allt árið og fiskiðnaðurinn blómgist, nýj- um fiskiðjuverum komið upp og ríflegum hluta mótvirðissjóðs varið til nýrra atvinnutækja, bæjarútgerðum og togaraút- gerðarmönnum séð fyrir auknu rekstursfé, gömlu togararnir teknir til viðgerðar og gerðir út gerðarhæfir og iðnaður landsins styrktur. Varað var við þvi að flytja afla islenzku togaranna óverkaðan úr landi. Landhelg-ismál. Fulltrúarnir fögnuðu komu nýja Þórs, og fór fram á stór- aukið björgunareftirlit og land- helisgæzlu, og lét i ljós þá vissu sína, að útgerðin myndi blómgast, ef landhelgin yrði stækkuð og firðir og flóar frið- aðir fyrir hvers konar botnsköf um. Hét ráðstefnan á alla að fylgja stækkun fram til sigurs. IIEIHIIIItBi I _P_»I J hver flugvél ákveðið leitarsvæði, sem hún athugaði gaumgæfi- lega. Fregnin um það, mennirn- ir væru komnir fram. barst til Reykjavíkur, er klukkan var þrjá fjórðunga gengin í eitt í gær. Framsóknarfélag Hafnarfjarðar 2* heldur aðra I kvöldskemnitun ‘l sína á þessum vetri í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði í £ kvöld klukkan 8,30. I; Til skemmtunar verður: ■2 Spiluð Framsóknarvist ■I Ræða: Skúli Guðmundsson alþm. í DANS ;■ Venjuleg spilaverðlaun verða afhent auk þess 500 2= kr. verölaun fyrir flesta slagi á skemmtunum félags- l' ins i vetur. E.s. Selfoss” fer héðan föstudaginn 23. þ. m. til Vestur- og Norðurlands. Viðkomustaðir: ísaf jörður, Siglufjörður, Akuureyri, Sauðárkrc’íur. H.f. Eimskipafélag íslands Vasaljós 1 og rafhlöður, sívöl, flöt og tvöföld. VELA- OG RAF- TÆKJAVERZLUNIN, TRYGGVAGÖTU 23. SÍMI 81279. BANKASTRÆTI 10. SÍMI 6456. Húsmæður! Ný handsápa er komin á markaðinn, ein af hinum vinsælu INO hreinlætisvörum Ilmurinn er einstæður |»u. „f'v Rafíækjavinnustofa Þingholtstræti 21 Sími 81 556. Raflagnir — Viðgerðir Raflagnaefni Ragnar Jónsson hæstarét rarlogmaður Laugaveg ó - Slml 7752 L8gfræð1stórt í*f eísmauití- landlielginnar ICIIIII ■.y. Frimerkjaskipíi Sendið mcr 100 íslenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. J Ó N A G N A R S Frímerkjayerzlun, - P. O. Box 356 .Reykjavík. Bændur! Athugið að Sauðfjárbókin fæst í flestum kaupfélögum. SAUÐFJÁRBÓKIN ^ Máfahlíð 39. Blikksmiðjan GLÓFAXI Hrauntcjg 14. — Sími 7236

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.