Tíminn - 24.11.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.11.1951, Blaðsíða 3
267. bla'ð. TÍMIINN, laug-ardaginn 24. nóvember 1951. S. Isíendingaípættir Dánarminning: Kristinn Erlendsson Fyrir nokkrum dögum barst mér sú fregn, að Kristinn Er- lendsson væri látinn. .Við and- látsfregn hans vöknuðu í huga mínum ótal minningar frá bernsku og æskuárunum, er við vorum nágrannar norður í Skagafirði, um þá menn, er voru á miðjum aldri, þegar ég var barn og eru nú horfnir eða hverfa sem óðast af sjónarsvið inu yfir landamæri lífs og dauða. Kristinn var fæddur 28. desem ber 1874 í Gröf á Höfðaströnd. Foreldra sína missti hann ung ur ög var tekinn í fóstur af Kon ráði Jónssyni bónda í Miðhúsum og síðar í Bæ á Höfðaströnd, og hjá honum ólst hann upp. Eftirlifandi konu sinni, Sigur línu Gísladóttur frá Meðra-.ísi í Hjaltadal, kvæntist Kristinn 1901 og hófu þau búskap að Ing veldarstöðum, fluttu síðan til Sauðárkróks, en þaöan til Hofsóss árið 1913, og þar áttu þaú heimili, unz þau brugðu búi fyrir þremur árum. Á Hofsósi stundaði Kristinn smíðar, en á vetrum barna- kennslu. Efni rnunu hafa verið lítii, enda var ómegð þung. Þeim hjónum varð tíu barna auðið og lifa átta þeirra föður sinn. Má nærri geta að starfsdagur þeirra hjóna var oft langur, en elju og atorku beggja við brugð ið Kristinn var hinn bezti fé- lagsbróðir, hjálpfús og vildi hvers manns vandræöi leysa, var það almanna orð. Ræðinn Var hann og glaðsinna, en væri Öeilt, hélt hann sinu máli fast fram, var opinskár og lund- hreinn, enda átti hann marga Vini, en óvildarmenn enga. Hann var maður trúaður og guð rækinn, og meðhjálpari var hann við Hofskirkju alla þá stund, sem ég man til. Var hann mjög áhugasamur um kirkju og kristindómsmál, og man ég eftir mörgum samræðum þeirra séra Pálma Þóroddssonar og annarra um þau mál og fleiri, sem ofarlega voru á baugi í þann tíð, og þótti mér Krist- inn jafnan halda vel á máli sínu . Kristinn mun hafa verið um fimmtugt, þegar ég man fyrst eftir honum. Hann var þá orð- inn slitinn maður af miklu erf- iði, en karlmenni hafði hann verið að burðum og ósérhlífinn með afbrigðum, en ætíð var hann léttur í lund og sívinn andi, þótt aldur færðist yfir Sögur og ævintýri Nýlega er komin út lítil bók eftir Margréti Jónsdóttur, skáld konu. Nefnir hún hana: Ljósið í glugganum. Sögur og ævintýri. Margrét Jónsdóttir er löngu þekkt skáldkona, ekki sízt hjá yngstu lesendunum, því að hún var lengi ritstjóri barnablaðs- ins Æskunnar, og hefir skrifað fjölda af smásögum og Ijóðum fyrir börn. Eftir hana eru einn ig til mörg önnur ljóð, t. d. ýms tækifærisljóð, því að Margrét hefir unnið í mörgum félaga- samtökum og jafnan verið ólöt til starfa (hafa ljóð þessi birzt í tveimur ljóðabókum). Allt, sem hún lætur frá sér fara ber á sér merki hreinleika í hugsun, vani'.virkni og fagurs málfars. Væri íslenzku rriáli yfirleitt sýnd slík virðing í töluðu og prent- uðu máli og hún gerir, þá yrði tungan okkar tiginborið mál menningarþjóðar, því að engin þjóð heídur menningu sinni til lengdar, ef hið daglega tungu- tak ber á sér merki skrílsins. Þessi litla bók, Ljósið í glugg anum, er í raun og veru saman safn svipmynda daglegs lífs. hann. Hann hnýtti mjög í hð- um,°f f„Lle!f;f:VÍ,n!: Myndir ■þessar'bera'á^sér sann an svip raunveruleikans, flest- Aldarfar og örnefni i Önundarfiröi Óskar læknir Einarsson mun gleggra fyrir en augu annarra. verða Önfirðingum minnisstæð ] Röskur helmingur bókarinnar ur. Hann var héraðslæknir í flytur önfirzk örnefni og ýmsar Flateyrarhéraði í rúman áratug, j örnefnasögur. Að bókárlokum 1925—1936. Munu það flestir er svo ágæt ritgerð um önfirzk mæla, er til þekkja, að hann j örnefni. Er þar víöa komið við hafi verið einhver farsælastur og á margt drepið. embættismaður vestur þar á síð Örnefnasöfnun Óskars læknis ari tímum. Þótt heilsa Óskars er að sjálfsögðu hið mesta nytja væri jafnan í veikasta lagi, nutu ] starf, og þarf ekki að fara um Önfirðingar í ríkum mæli hæfi- það mörgum orðum. Hefir skiln leika hans og mannkosta, enda ingur manna á gildi örnefna- varð hann hinn mesti atkvæða 1 söfnunar farið mjög vaxandi hin maður í héraði, gegndi þar mörg 1 síðari ár, enda er ekki seinna en þó starfaði hann mjög um líkur fram. í ar nokkuð átakanlegar og ein- Síðustu árin dvaldi hann á staka, eins og t. d. aðalsagan Elliheimilinu Grund í Reykja- vík. í fyrrasumar heimsótti Kristinn mig eitt sinn á heimili mínu, og áttum við saman á- nægjustund. Þó að nokkuð væri hann stirður orðinn í hreyfing- um, fannst mér fjör hans sama og fyrrum, og enn sýndist mér hann hafa krafta í köggl- um. Hugði ég gott til að rifja enn upp forn kynni, en þó fór það svo, að við sáumst ekki framar. _______________ Bið ég nú Kristni frænda mínum látnum guðs blessunar og þakka honum og konu hans og börnum glaöar og Ijúfár minningar frá bernsku rninni, allar þær stundir, er ég átti á þeirra heimili. Andrés Björnsson. Póstferöir í desember Frá póststofunni hefir blað ^ 15. desember til Hafnar. Eim- ið fengið eftirfarandi upp- skipafélag íslands veit ekki, lýsingar um póstferðir í des- ember: Skipaferðir til innlendra hafna í desember: Samkvæmt áætlun Skipa- útgerðar ríkisins þá fer m.s. Skjaldbreið tíinn 11. desem- ber til strandhafna. Senni- legt þykir, að þaö veröi eina ferðin á þessar hafnir fyrir jól, nema flugferðir falli. M. s. Herðubreið fer hinn 17. des. austur jim land með við- komu á öllum höfnum til Bakkafjaröar. M.s. Hekla fer vestur um land, einnig 17. des. Frá ísafirði fer skipiö beint til Siglufjarðar og þaðan norð Ur um land til Þórshafnar. — Hinn 20. des. fer m.s. Skjald- breið til Breiðafjarðar. — M. s. Hugrún mun einnig halda uppi feröum vikulega til Vest fjarða í desember, en m.s. Ár- ínann og Skógarfoss verða í förum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur einu sinni í viku hvort. Um ferðir skipa Eimskipafélags íslands til inn lendra hafna í des., er allt í óvissu. Skipaferðir til útlanda í desember. Eina örugga skipsferðin, sem nú er vitað um til Norð- urlanda, er með Dr. Alex- andrine frá Reykjavík hinn eins og nú standa sakir, um feröir skipa sinna í des. Þá er nokkurn veginn víst, að Detti Ljósið í glugganum skrifaðar með heitu hjartablóði höfundar ins. Þaö leynir sér ekki, að sál arstríð og þungar raunir hafa sorfið að höfundi þessara smá- sagna, en yfir þeim er þó jafn framt blær rósemi og friðar, sem aöeins trúarvissa og kærleikur til guðs og manna getur veitt. Það verður enginn verri maður á því að lesa sögurnar hennar Margrétar, þvert á móti, þrátt fyrir allt hið misjafna, sem mönnum mætir á lífsleiðinni og allt varnarleysi tilverunnar verð ur niðurstáðan þessi: „Gu.ð hefir ekki gleymt þér. — Hann er eilífur og þú ert eitt af börnunum hans“. Þetta er hollur boðskapur og settur í fagra umgerð. Frágang ur á bókinni er góður og hún er prýdd teikningum, sem marg ar eru mjög smekklegar. 'v ,c,q? Aðalbjörg Sigurðardóttir. dögum,en almennum fyrir kl. 06.00 á þriðjudagsmorgna í kassa aðalpóststofunnar. Hin foss muni fara til New York fiugferðin til Norðurlanda og fyrri hluta desembermánaðar Englands er með P.A.A. frá og verður það sennilega eina skipsferöin vestur um haf fyr- ir jól. Þá vill póststofan vekja athyglj almennings á því, aö samkvæmt tilkynningu frá brezku póststjórninni verða bögglapóstsendingar, sem Keflavíkurflugvelli um Prest- vík og aðfaranótt fimmtu- daga. Pósti þarf að skila fyrir kl. 17.00 á miövikudegi. Póst- ur til Ameríku er einnig send- ur tvisvar í viku. Á þriðju- dagsmorgnum með „Gull- eiga að komast til viðtakenda faxa“ um Prestvik og frá fyrir jól, að vera komnar til Englands hinn 8. desember, en allur annar jólapóstur á tímabilinu 13. til 19. des. Er því nauðsynlegt að almenn- ingur hraði, eftir því sem mögulegt er, að setja í póst alla þá jólaböggla, sem fara eiga með skipum til Englands Að vísu er ekki hægt að fá upplýst um neinar fyrirfram ákveðnar skipaferðir til Eng- lands í des., en reynt verður að senda póstinn með togur- um ef ekki verður á öðrum skipaferöum völ. Flugpóstur til útlanda í desember: Til Norðurlanda, Englands og annarra Evrópulanda er flugpóstur sendur tvisvar í viku. Þriðjudagsmorgna með „Gullfaxa‘‘ frá Reykjavík kl. 08.00. Ábyrgðarpósti þarf að skila fyrir kl. 18.00 á mánu- Keflavíkurflugvellj með P.A. A. beint til New York aðfara- nótt föstudaga. Pósti, sem fara á með þessarf ferð verð- ur að skila fyrir kl. 16.00 á fimmtudag. Áætlanir yfir flug póstferðir fást í afgreiðslu póststofunnar. Póstur á landleiðum: Ef veður spillast ekki frá því sem nú er, má vænta þess, að hægt verði að halda uppi samgöngum í desember á sérleyfisleiðum á svipaðan hátt og verið hefir. Þannig má gera ráð fyrir, að Norð urleið h.f. haldi uppi ferðum á þriðjudögum og föstudög- um með viðkomu á öllum póst stöðum á leiðinni til Akureyr ar. Einnig eru ráðgerðar fleiri ferðir í viku norður ef flutn- ingsþörfin gefur tilefni til . (Framhald á 7. siðu) um trúnaðarstörfum, öllum með ágætum. Skömmu eftir að Óskar lækn ir kom til Flateyrar, heyrði ég, strákurinn, fullorðna fólkið ræða um það sín á milli, að margs þyrfti héraðslæknirinn nýi að spyrja um „ættir og slekti“ fjarðarbúa, og væri hann þegar orðinn ótrúlega fróður um þau efni. Voru þá enn uppi í Önundarfirði eigi allfáir fróð leiksmenn, — og þó einkurn fróð leikskonur — hinnar eldri kyn slóðar. Varð héraðslækninum löngum skrafdrjúgt við gamla fólkið, er gömul fræði kunni. Auk ættfræði og persónusögu tók Óskar brátt að safna ör- nefnum. Starfaði hann kappsam lega að þessum hugðarmálum sínum, hvenær sem færi gafst frá umfangsmiklum skyldustörf um. Varð hann, er fram liðu stundir, hverjum manni fróðari um menn og málefni í Önundar firði, jafnt á fyrri og síðari tím um. Fimmtán ár eru nú liðin síð an Óskar kvaddi vini sína, Ön firðinga. Þori ég að fullyrða, að þeir minnast hans lengi og sakna jafnan vinar í stað. Hitt er og víst, að Óskar man enn Önundarfjörð og Önfirðinga. Ljósastur vottur þess er hin fallega vinarkveðja, er hann sendir þeim um þessar mundir, þar sem er bókin„Aldarfar og örnefni í Önundarfirði“. Er bók | in nálega 200 bls., snotur að ytri gerð, gefin út af forlaginu „Iðunn“ . Langar mig til að fara um hana fáeinum orðum. Bókin er í sjö köflum. Gefa kaflafyrirsagnirnar nokkra hug- mynd um efni ritsins. Kaflarn- ir heita: „Önundarfjöröur; Ævi kjör Önfirðinga; „Kjörin settu á manninn mark“; Þættir úr sögu; Málmar og hlunnindi; Flateyri; Byggð og örnefni. Dómur minn úm rit Óskars læknis er í stuttu máli sá, að það sé samið af fágætri vand- virkni og alúð og hafi að geyma mikið af traustum fróðleik. Flestum Önfirðingum mun það verða skemmtilestur, en margir aðrir, sem hneigjast að göml- um fræðum, munu hafa af því drjúga ánægju. Eru þar víða góðar og skarplegar athuganir, sem snerta eigi aðeins sögu Ön- firðinga, heldur þjóðmenningar sögu okkar í heild. Vil ég í því sambandi benda á kaflann um „ævikjör Önfirðinga". Þar er að finna ýmsar merkilegar bend- ingar um vaneldissjúkdóma fyrr á tímum. og sambandið milli bráðadauða fólks á vorin og mataræöis þess að vetrinum. Einnig má nefna hugleiðingarn ar um erfðafræði og sjúkdóma. Saknar maður þess helzt, að ýmsum girnilegum rannsóknar efnum, sem á er drepið, skuli ekki gerð rækilegri skil, en ein- hvers staöar verða takmörkin að vera. Tel ég það einn höfuð kost bókarinnar, að hún vekur víða til umhugsunar um mikils verð atriði þjóðmenningarsögu, sem auga læknisins er vafalaust5 vænna, ef bjarga á tugþúsund um gamalla örnefna frá algerri glötun. Um örnefni og söfnun þeirra farast Óskari þannig orð: „Á Vestfjörðum er land fjöl- breytt og örnefni mörk. Sumar jarðir eru bókstaflega svo þakt ar nöfnum, að varla verður þver fótað milli þeirra. Mjög er þetta þó misjafnt, rétt eins og fólkið sjálft er misminnugt og mis- greint. Að öðru jöfnu eru þær jaröir örnefnaríkastar, sem setn ar hafa veriö mann fram af manni af sama stofni. Tíð á- búendaskipti eru hættuleg ör- nefnunum, eiirkum ef ábúendur flytjast að úr fjarlægum og ó- iíkum sveitum. Örnefnin eru hluti af lífi fólks ins. Þau lifna og dafna fyrir starf þess og smekk og deyja, ef það starf hættir eða breytist að mun. Þjóðin lifir á miklum breytingatímum í atvinnuhátt- um sem öðru. Þess vegna er höfuðnauðsyn að skrá þau nöfn, sem enn eru kunn, meðan nokk ur man þau. Sá tími er löngu liðinn, að menn dveljist í seljum fram til dala. Þegar því var hætt, hafa vafalaust mörg nöfn glatazt, sem fengur væri að. Smalarnir héldu þó áfram aö kanna út- hagana og kunna nöfn á kenni leitum, og munu mörg örnefni þannig hafa varðveitzt á vör- um þeirra. Nú er hætt að smala ám til kvía, svo að daglegar smalaferð ir um búfjárhaga eru niður lagð ar, enda svo komið, að þeir eru að verða nafnlausir í hugum unglinga, sem áður stunduðu smalamennsku og lærðu að þekkja þar hvern krók og kima. Ég hefi sannprófað, að lang- flest örnefni utantúns eru að verða horfnir vinir þeirrar kyn slóðar, sem er aö hverfa af vettvangi lífsins, og deyjandi minjar horfinna starfa. Með safni mínu vildi ég reisa örnefnunum í Önundarfirði minnisvarða, sem uppvaxandi og ófæddar kynslóðir mættu lesa af, ef lysti“. Óskar Einarsson kom alger- lega ókunnugur til Önundar- fjarðar og dvaldist þar eigi leng ur en áratug, heilsuveill jafnan og þó hlaöinn margvíslegum störfum. Þegar á þetta er litið, má undravert heita, hve trausb þekking hans er á héraðinu, hvort heldur litið er á sögu þess eða staðfræði. Hefir hann og gert sér allt far um að vanda rit sitt, og mun það hafa kraf- izt meiri nákvæmni og elju en ætla mætti í fljótu bragði. Allt ber ritið þess vott, að hér er ekki um neina „aktaskrift" að ræða, heldur Ijúft starf, unn ið af áhuga og alúð. Gils Gúðmundsson. Gerist áskrifendur að ^Jímanum Askriítiúsíml 232S .•; i (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.