Tíminn - 24.11.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.11.1951, Blaðsíða 7
267. blað. TÍMIINN, laugardag'inn 24. nóvember 1951. 7. Borgarnesi Frá fréttaritara Tím- ans í Borgarnesi. í fyrrakvöld var frumsýnd- ur hér á vegum ungmenna- félagsins Skallagríms leikur- inn Ævintýri á gönguför. Var leikstjóri Gunnar Eyjólfsson. Halldór Sigurðsson lék Skrifta-Hans, Marínó Sigurðs son héraðsdómarann, Freyja Bjarnadóttir konu hans, Unn ur Ágústdóttir og Þórdís Ás- mundsdóttir ungu stúlkurnar,1 Ragnar Olgreisson assessor- inn, Jón B. Ásmundsson og Eyvindur Ásmundsson stúd- entana, Halldór Sigurbjörns- son skógarvörðinn og Her- mann Búason Pétur. Hin smekklegu leiktj öld máluðu Einar Ingimundarson og Matthías Ólafsson, ljósa- meistari var Jón. B. Björns- son, undirleik við söng annað ist Oddný Þorkelsdóttir og hljómsveit Borgarness lék á milli þátta. Aðalhlutverkin þóttu mjög vel leikin af þeim Halldóri Sigurðssyni og Marínó, og söngur Halldórs Sigurbjörns- sonar vakti sérstaka hrifn- ingu. Leikurinn verður sýndur aftur um helgina og oftar, ef aðsókn verður góð. Ný skáldsaga eftir Ármann Kr. Einarss. V egagerð á Norð- ur-Ströndnm Frá fréttaritara Tím- ans í Trékyllisvík. Lítið hefir verið hér um opinberar framkvæmdir. Unn', ið var að lagningu vegarkafla ’ á veginum milli Djúpuvíkur| og Reykjafjarðar, á vegum ríkisins. Einnig var unnið ^ um tveggja vikna skeið að. ofaníburði á Gjögursveg, með j fáum mönnum. En byrjað var að leggja þann veg sumarið. 1950. Er hann gerður fyrir j framlög frá hrepps- sýslu- og , ríkissjóði. Búið er að leggja um helming þess vegar, frá, Árnesi út á Gjögur. Væri, nauðsynlegt að leggja meira j til þess vegar en gert er svo, hann þurfi ekki að vera á döf inni í mörg ár. Vopnahléslínan merkt Sambandsliðsforingjar herj- anna í Kóreu byrjuðu í gær að merkja víentanlega vopnahlés- línu á vígstöðvunum eins og þær voru í gær. Er þetta gert til þess, að enginn ágreiningur verði um það hvar vopnahlés- línan eigi að liggja samkvæmt samkomulaginu í fyrradag, ef fullkomið vopnahlé skyldi verða samið innan mánaðar en víglínan kann hins vegar að breytast eitthvað á þeim tíma. Mjög lítið var um vopnavið- skipti á vígstöðvunum. Ráðstefnan í Róm að hef jast Eden utanríkisráðherra Bretg. fór flugleiöis frá London til Rómaborgar í gær til að sitia ráðstefnu Atlantshafsbandalags ins. Eisenhower hershöfðingi fer þangað í dag. Ármann Kr. Einarsson. Komin er út ný skáldsaga eftir Ármann Kr. Einarsson. Nefnist hún Júlínætur og er gefin út af Pálma H. Jónssyni. Þessi nýja saga er rúmlega 200 blaðsíður í 20 köflum. Sagan fjallar að nokkru um þau áhrif sem enn gætir í þjóðlífinu frá hernámsárunum og á rætur sínar að rekja til vandamála, sem þá mynduðust í sambúð íslenzkra kvenna og erlendra hermanna. Þetta er áttunda bók höfund arins. Síðast kom út skáldsag- an „Ung er jörðin“ fyrir tveim árum. Hlaut hún allgóða dóma og vakti talsverða athvgli. Togararnir (Framhald af 1. síðu.) En flestir brezkir togarar, sem á markaðinn koma, hafa ver- ið að veiðum í, Hvítahafi og á Grænlandsmiðum. Fiskur þeirra er því ekki eins góður og íslandsfiskurinn, en sá munur nægir ekkj til að við- halda hinu háa verði á mark aðinum. Þýzkir togarar á heimamarkaði. Flestir þýzku togaranna hafa í haust verið á síldveið- um, en eru nú hættir þeim og farnir að fiska í ís. Vegna mikillar eftirspurnar á fiski í Þýzkalandi hafa þeir hingað til landað á heimamarkaði, en munu byrja landanir í Bretlandi strax og úr þeim markaði dregur. Má þá búast við, að enn þrengi að íslenzku togurunum á brezka markaðinum. Fara íslenzku togararnir að leggja upp í íshús? Ennþá er óráðið, hvort af þeirxú hugmynd verður, að mikill hluti íslenzka togara- flotans’ fari að leggja afla sinn upp til vinnslu í íshús- um hér heima. Margir aðilar eru þess hins vegar fýsandi, ef hægt er að fá það fjár- magn, sem nauðsynlegt er í þann rekstur, vegna hins langa tíma, er líður frá því að fiskurinn veiðist og þar til peningar fást fyrir hann við útflutning. Ef að þessu verður, hefir sú ráðstöfun mikla atvinnu- aukningu í för með sér, og það kemur sér vel einmitt á þessum tíma árs, þar til hjn venjulega vetrarvertíð hefst upp úr áramótum. Frystihús- in hafa mikla afsetningar- möguleika, einmitt á þessum tíma árs og atvinnuskortur I verulegur. Er talið, að með fullum vinnuafköstum frysti húsanna í Reykjavík myndu , um 300 manns starfa að hag i nýtingu aflans. Frá Ástralíu (Framhald af 8. síðu.) steinaldar og veiðimannalífi. Þeir hafa ekki samlagast hinni hvítu menningu með svipuðum hætti og átt hefir sér stað í Ameríku, Afríku eða í Nýja Sjá landi, enda voru þeir á mun frumstæðara stigi. Þeirra gæt- ir því fremur lítið i borgum Ástralíu. Þeir þykja frábærir hjarðmenn og vinna allmikið á hinum stóru sauðfjár og naut- gripabúgöi-ðum á meginlandinu. En hið villta líf er þeim enn rammt í blóði og ef til vill fleygja þeir frá sér áhöláum, j hverfa frá vinnu sinni og þjóta til skógar, þegar minnst var- ir og andvarinn ber sætan ilm hins villta lífs að vitum þeirra innan úr frúmskóginum. En þeir koma oftast aftur eftir viku eða mánuð, þegar ljómi ævintýrsins er fölnaður. 100 þús. kindur og 10 þús. nautgripir. Sauðfjárbúskapurinn í Ástra líu er að mestu rekinn á stór- búum. Oftast er það svo, að eig andinn er auðugúr maður, sem býr í stórborginni, en hefir ráðs menn, vinnumenn og svert- ingja við búskapinn. Svo flýg- ur hann kannske til eftirlits út á búgarðinn í einkaflugvél sinni endrum og eins. Slík bú eru mjög stór, kannske 100 þús. kindur og 10 þús. nautgripir á einu búi. Víðáttan er geysileg og hjarðmennirnir fara vítt með fénaðinn um beitilöndin. Vatns skorturinn er slíkum búskap til mestra vanþrifa. Boranir hafa verið reyndar, en gefa misjafna raun, því að oftast þarf að bora mjög djúpt. Af búgörðunum hafa 79% ekki rennandi vatn, Stórborgirnar eru hins vegar flestar byggðar við ár eða stór- fljót sem eru allmörg. Ullin er dýrmætasta afurð sauðfjárins, enda heimsfræg. Góðir kynbótahrútar eru seldir geipiveröi, kannske 10 þús. pund. Rúningurinn er einna um svifamestur af hirðingu fjár- ins, en nú er farið að nota fljót virkar rafmagnsklippur til þess svipað og í rakarastofum. Góð íslandskynning í Ástralíu. Eins og lesendum er kunn- ugt fór Eggert Guðmundsson listmálari til Ástralíu fyrir nokkru. Var hann og fjölskylda hans búin að dvelja þar sex vikur, er Vilbergur fór. Þau hjónin ferðast mikið um Ástra- líu. Eggert heldur málverkasýn ingar og málar mikið, en kc)aa hans sýnir kvikmyndir frá ís- landi og flytur erindi um land- ið. Er að þessu hin ágætasta landkynning. Þess er þó von að Eggert og fjölskylda hans snúí heim aftur áður en langt líður. Þeir Vilbergur og Eggert kynntu ísland vel í áströlsku barnablaði, Vilbergur með grein um og sögum frá íslandi, en Eggert með teiknimyndum. Á heimleiðinni kom Vilberg- ur við í Indónesíu en fór síðan sem leið liggur um Ceylon og Súes, en dvaldi eijnn eða tvo daga í Alexandríu og Kairo. Reykjaskóli (Framhald af 5. síðu) gætu dálítið bætt úr, og nem- endur unnið að þeim viðfangs- efnum, sem þeim eru geðþekk- ust. Það hafa ekki allir löngun til iangs náms á skólabekk.ium, en geta samt orðið nýtir menn í þjóðfélaginu. Fyrir Alþingi liggur tiilaga um breytingu á fræðslulögun- um. Þau þarf vandlega að end- urskoða, og miða þau við þær aðstæður, sem nú eru, og af- nema þá galla á þeim, sem reynzlan hefir sýnt að komið hafa í ljós. Sérstaklega er nauðsynlegt að gera fræðslu og nám frjáls- legra en það er nú. Benedikt Grímsson. Dorothy cignast son Sýning á morgun, sunnudag, kl. 8. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eítir kl. 2 á morgun. Sími 3191. Póstferðir (Framhald af 3. síða) þess. — Póstferðir í Dalasýslu og Austur-Barðastrandasýslu eru á þriðjudagsmorgna. Á föstudagsmorgna fer póstbíll á alla póstviðkomustaði til Hólmavíkur. Einnig í Rangár- vallasýslu og Vestur-Skafta- fellssýslu til Kirkjubæjar- klausturs. Þá fer Breiðafjarð arpósturinn alla föstudaga, en Snæfellsness á laugardög- um. Póstur í Árnessýsluna fer daglega til Selfoss og þaðan með mjólkurbílunum sam- dægurs. Út um Borgarfjarð- ar- og Mýrasýslu er póstur- inn sendur frá Borgarnesi miðvikudaga og laugardaga. Til Vikur fer póstur daglega. Flugferðir innanlands: eru nú mjög tíðar og póst- ur sendur daglega víðsvegar um landið þegar veður ekki hamla flugi. Kaupið Tímann! í Hraungerðishreppi er í ól skilum leirljós hestur fullorð- inn. Mark: sýlt hægra. Eig+ andi hirði hestinn sem fyfst, annars verður hann seldur. Hreppstjórinn. Litkvikmynd Lofts ,Niðursetningurinn Leikstjóri og aðalleikari: Brynjóifur Jóhannesson Sýnd kl. 7 og 9. Aðgöngu- miðar eftir kl. 5 Sími 9244 Forðizi eldinn og eignatjón Framlelðum og seljum flestar teguntífr handslökkvl tækja. Önnumat endurhleðslu á slökkvitækj um. Leltið upp- lýsinga. Koisýruhleðslan «.í. Slml 3381 Tryggvagötu 10 w 4 uni að síðasti frestur til að skila í getrauninni er sunnu- dagurinn 25. nóvember. Iskudmgasagnaútgálau la, f. ! Höfum f i s ai Sýnishorn af mjög smekklegu en jafnframt ódýr- $ um bókaskápum. Getum selt nokkur stýkki til af- t greiðslu fyrir jól ef pantað er strax. ó Isleiidiiigasagnaiaíg'áíasi h. f. Túngötu 7 — Sími 7508 og 81241 Slysavarnanámskeið í Borgarnesi Frá fréttaritara Tím- ans í Borgarnesi. Jón Oddgeir Jónsson hélt hér nýlega slysavarnarnám- skeið fyrir hörn og fullorðna, og Guðmundur Pétursson fulltrúi kom hingað og æfði bj örgunarsveitina. i FYRIRLIGG J A vatnskassaelement í jeppa. Önnumst viðgerðir á alls konar vatnskössum. Einnig nýsmíði og viðgerðir á benzíngeymum og hljóð- deyfurum bifreiða og annarra ökutækja. Framleiðum þakrennur og rör, einnig þakglugga. Sent um allt land gegn póstkröfu. BBikksmiðjan Qrettir Brautarholti 24. Símar 24G6 og 7529. ♦ Í ♦ 4 4 4 4 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.