Tíminn - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1951, Blaðsíða 3
273. blað. TÍMINN, laugardaginn 1. desember 1951. S. / slendingaþættir Dánarminning: Sigurður Jónsson Það dylst ekki, að fólk í sveit um hefir gert stórmikið átak til umbóta heima fyrir það sem af er öldinni. Hinu er minni gaumur gefinn, að á sama tíma hafa sveitirn- ar fætt og fóstrað þúsunda tugi vaskra manna og kvenna, sem síðan hafa lagt gjörva hönd að hinni öru uppbygg- ingu við sjávarsíðuna. Þetta er þó eigi síður athygli vert. Og aldrei verður í tölum talið né til fjár metið starf þeirra, er hurfu sveitunum á fyrstu þroskaárum og helguðu nýjum vettvöngum krafta sína upp frá því. — Gildir það jafnt um þá, sem fóru fyrir og veruleg hreyfing fylgdi, sem hina, er á hljóðlátan hátt unnu hversdagsstörfin. Með örfáum orðum vil ég nú minnast eins þessara manna, Sigurðar Jónssonar, Holti í Nes- kaupstað. Sigurður fæddist ,á Seyðis- firði 31. marz 1875. Foreldrar hans voru Jón Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði og kona hans, Sigþrúður Ólafsdóttir frá Austdal. Á uppvaxtarárum Sigurðar fluttust þau hjónin búferlum, fyrst að Strandhöfn í Vopna- firði og síðan til Mjóafjarðar. Þar dó Jón árið 1896. Sigurður réðist þá til föður- bróður síns, Vilhjálms á Brekku og var á vist með honum í tvö ár. Konráð Hjálmarsson rak um þessar mundir allumfangs- mikla verzlun og útgerð á Mjóa firði, og siðar á Norðfirði. Hann gerði þá út til fiskveiða lítið gufuskip, er bar nafnið „Reyk- ir“, seldi þa ðsvo og lét byggja annað, „Súluna". Var Sigurður háseti á þessum skipum í nokk- ur ár. Vann einnig að byggingu Súlunnar úti í Noregi. Eftir að hann svo „kom í land“ var hann löngum við sama útveg, sem verkstjóri og verkamaður, unz fyrirtæki Konráðs hætti störf- um. Sigurður vann marga vetur í gerði hann út smábát frá Norð verstöðvum syðra. Og um skeið firði á sumrum ásamt elzta syni sínum og seinna með öðr- um. En síðustu misserin vann hann við Drátarbraut Neskaup- staðar. Hafði þá umsjón í á- haldahúsi og vörugeymslu. Kvæntur var Sigurður Guð- rúnu Gísladóttur frá Álftanesi. Börn þeirra voru níu og eru fjögur á lífi: Jón Svan, for- stjóri Dráttarbrautarinnar h.f., á Neskaupstað, Valur, hótel- stjóri þar, Sigþrúðúr og Her- mann, búsettur í Reykjavík. Sigurður lézt að heimili sínu í Neskapstað 12. marz s.l. Þessi er æviferill Sigurðar Jónssonar í örfáum dráttum. Það er ekki saga um mann á skrifstofu með penna í hönd og pappír á borði. En það er saga um mann, er handleikið hafði flest eða öll þau tæki, sem íslenzkt fólk í sveit og við sjó hefir borið fyrir sig í harðri lífsbaráttu í meira en hálfa öld, á undan og samhliða vélanotkun síðustu tíma, mann, sem fullur starfs- gleði og áhuga vann hörðum höndum langa ævi af frábæru þreki og tfúmennsku. Því þetta þrennt: Starfsgleð- in, þrekið og trúmennskan, ætla ég að hafi verið hvað sterkastir eðlisþættir mannsins. Heima í Mjóafirði lifa ævin- ’ týralegar sögur um ferðir Sig- ( urðar yfir fjallgarðinn milli Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar,; þegar leita þurfti læknis eða sækja lyf og tprleiði var á fjalli. Þurfti til fyllstu karlmennsku, því fjallaskörð þessi eru hin verstu yfirferðar, há brött og snjóþung. Snjóflóðahættan er mikil, einnig er geigvænlegt, er fara þarf á glæra hjarni um klettarákir og hengiflug. En Sigurð skorti hvorki þrek né áræði, og þó e.t.v. enn síður þá fórnarlund, er til þarf að knýja fram fyllstu afköst þegar á liggur. Hann var ungur að árum, þeg ar þessu fór fram. Þolið og dugn aðurinn entist honum langt fram eftir aldri. En áhuginn og ósérhlífnin til æviloka. Við Sigurður vorum lítið kunnugir. En mér er það eink- ar hugstæð minning úr fjöl- mörgum ferðum mínum til Norðfjarðar, er ég mætti hon- um á götu: Vinnuklæddur aldr- aður maður, hærugrár, þéttur á velli, sviphýr og ávarpsgóð- ur. — Því það er nú einu sinni svona: Þú mætir manni á veg- ferð þinni. — Hlýtt handtak, vingjarnlegt viðmót. — Og þú minnist hans ekki án þakklætis. Sigurður Jónsson, Siggi frændi, eins og hann var svo oft nefndur, hefir nú kvatt þetta umhverfi. Vettvangur dags hans var vaxarrdi byggð vaskra manna á vori íslenzks athafnalífs. Og hann lá ekki á liði sínu. Hvort mun hann ekki enn á ný hafa verið kvadur til starfs í morgunsári komandi dags? Eitt er víst: Honum fylgja hlýjar kveðjur og óskir sam- ferðafólksins yfir á hinn nýja vettvang. Og þar mun hann vissulega vinum mæta. Vilhjálmur á Brekku. Anna í Grænuhlíð Anna í Grænuhlíð eftir E. M. Montgomery. Axel Guð- mundsson íslenzkaði. Draupn- isútgáfan. Það eru nú næstum tuttugu ár síðan sagan af Önnu í Grænu hlíð kom út hér á landi. Hún seldist fljótlega upp og náði miklum vinsældum. Lesandinn mun fyrst kynn- ast Önnu í Grænuhlíð á braut- arstöðinni, þar sem hún bíður komu Matthíasar. Þetta er lít- il stúlka, að koma af munaðar- leysingjahæli og hún er í þröng um kjól úr ljótu efni, sem kaup maðurinn hefir að líkindum gef ið til hælisins, af því að engin viðskiptavina hans mun hafa talið sér fært að ganga í svo Ijótu klæði. En það er ekki í rauninni aðalatriðið með kjól- inn, heldur hitt, að Anna átti að vera strákur. Matthías hafði með öðrum orðum óskað eftir að fá sendan dreng frá munaðar- leysingjahælinu, og hann kemst eölilega í vanda, þegar rauð- hærð og freknótt stelputáta bíður hans á brautarstöðinni.' Og það situr fyrst í honum að senda hana til baka, þangað sem kaupmaðurinn gefur efni í ljóta kjóla, en þegar þau fara að ræðast við, seitlar inní hann sú skoðun, að hún Anna litla sé hreint ekki svo galin, jafn- vel þó hún sé ekki strákur og eigi þar af leiðandi ekki gott með að hjálpa honum á akrin- um. Og það verður úr, að Anna heldur heim að Grænuhlíð með Matthíasi og ílendist þar. Les- andanum fer eins og Matthíasi, að honum finnst hún Anna litla hreint ekki svo galin. Hún Anna með rauða hárið og freknurn- ar, sem geta orðið tilefni til móðgana þegar minnst varir. En í gegnum allt er Anna litla glaðlynd og hún kemur beinni í baki út úr hverri raun. Sagan segir oss frá því, hvernig hún vex upp í Grænuhlíð og verður þeim systkinum til æ meiri á- nægju og að síðustu stolt þeirra og sómi og síðast en ekki sízt, styrkur. Að mínu viti er Anna í Grænu hlíð mjög góð bók handa telp- um og unglingsstúlkum, og hver, sem kynnist fólkinu í Grænuhlíð, kemur þaðan nýr og betri maður. Frágangur bókarinnar er all ur með ágætum. Prófarkarlest- ur góður og málið vandað og hreint. G. AMPER H.F. Raftækjavinnustofa Þingholtstrætj 21 Sími 81556. Raflagnir — Viðgerðir Raflagnaefni ♦♦♦♦ Músaf erðin Músaferðin eftir Vil. Han- sen í þýðingu Freysteins Gunnarssonar skólastjóra. — Draupnisútgáf an. Þetta er þriðja prentun Músa ferðarinnar og mun sagan vera ein með allra vinsælustu smá- barnabókum, sem út hafa komið hér á landi. Bókin hefur mál sitt á því, að segja oss frá Músa mömmu og Músapabba, sem eru hin ágætustu hjón. Þau búa i osthleif, sem er auðvitaö hin hreinasta paradís. En fólkið, sem átti ostinn fékk sér kött og þar með var draumurinn búinn. Síðan fluttu þau til músa frænda í sveitinni og þar kynn- ast þau ýmsu merkilegu. Kom- ast meðal annars í tæri við Rebba Rebbason og hann er enginn venjulegur, en alltaf fer vel að lokum. Bókin er nlynd- skreytt og myndirnar eru með þeim beztu sl(nnar tegundar. Mál bókarinnar er prýðisgott, enda nafn Freysteins Gunnars- sonar gild trygging fyrir slíku. G. Nýjar bækur frá Norðra Norðri hefir nýverið sent sex nýjar bækur á markaðinn, tvær íslenzkar skáldsögur, eitt leik- rit, fræðirit um stefnumark mannkynsins, og tvær fyrir börn og unglinga. Frágangur allra þessara bóka er hinn prýði | legasti og verðinu mjög í hóf stillt, ög er það mikið atriði, núna í dýrtiðinni. Verður bókanna getið hér á eftir. Anna María heitir nýjasta bók Elínborgar Lárusdóttur, og kom hún út í tilefni af sextugs afmæli skáldkonunnar. Þetta er seyjánda bók Elínborgar. Anna María fjallar um nemendur á kvennaskóla. Það er brugðið upp skýrum myndum af lífinu í skólanum, en frásögnin snýst einkum um Önnu Maríu. Sögu- þráðurinn er spennandi og við- burðaríkur, og mun saga þessi njóta sömu vinsælda og aðrar bækur skáldkonunnar, enda er hún prýðilega skrifuð eins og vænta mátti. Eins og maðurinn sáir heitir skáldsaga eftir Kristján Sig. Kristjánsson. Saga þessi er jnjög athyglisverð og einstök í sinni röð, því að höfundur fer algerlega nýjar leiðir. Boð- skapur hennar er í samræmi við hið göfugasta í lífinu og settur fram á aðlaðandi hátt. Sagan er mjög viðburðarík og spennandi með jöfnum stig- anda til síðustu síðu, þar sem Vandamálin eru leyst á nýstár- legan hátt, eftir hörð átök and- stæðra hugsjóna. Draumur Dalastúlkunnar heit ir leikrit, sem Þorbjörg Árna- dóttir hefir samið,-en bók henn ar, Sveitin okkar, sem kom út fyrir tveimur árum náði mikl- um vinsældum eldri og yngri. Þetta leikrit er byggt á sann- sögulegum viðburðum og hefir öll hin beztu einkenni fyrri bók ar höf. Hið erfiða form sjón- leiksins hefir henni tekizt ágæt lega, svo að maður gæti haldið, að þetta væri ekki frumsmíð á þessu sviði. Bókin er prýdd ágætum myndum eftir Halldór Pétursson. Þá eru tvær bækur fyrir yngri kynslóðina. Riddararnir sjö er drengja- saga eftir Kára Tryggvason og myndskreytt af Oddi Björns- syni. Þetta er- skemmtileg og viðburðarík saga um göngur og smalamennsku á öræfum, m.a. í sjálfu Ódáðahrauni. Öllum röskum drengjum mun þykja gaman að þessari bók, og óska sér að vera með þessum göngu- görpum og taka þátt í ævin- týrum þeirra. Sögur Múnchhausens. Þetta er gamall kunningi í nýjum búningi. Úrval úr sögum þess- um hefir að vísu komið út á ís- lenzku fyrir mörgum árum, en þetta er fyrsta útgáfan hér á landi, þar sem hinar heims- frægu sögur eru birtar í heild eftir frumritinu. Sögurnar eru prýddar myndum eftir hinn heimsfræga franska málara, Gustave Doré. Síðasta bókin, sem hér verður getið, er af nokkuð öðru tagi. Hún fjallar um stefnumið mann kynsins og nýjar leiðir út úr ógöngum nútímans. Nefnist hún Stefnumark mannkynsins og er skrifuð af heimsfrægum frönskum vísindamanni, Le- comte du Noúy. í bókinni er rak in saga mannkynsins frá upp- hafi og þróun mannshugans er eins konar saga mannsandans gegnum aldirnar. Þó að efni þetta sé í rauninni erfitt við- fangs, er framsetningin svo Ijós, að allir geta notið bókar- innar. Hin ágæta þýðing Jakobs Kristinssonar á sinn þátt í því. Þetta er í fáum orðum sagt merkisrit. Fyrirspurnum um Tryggingar- stofnunina svarað S.l. miðvikudag svaraði for- sætis- og félagsmálaráðherra á fundi í sameinuðu Alþingi fyr- irspurnuni frá Skúla Guðmunds syni um kostnað og iðgjaldainn heimtu hjá Tryggmgarstofnun ríkisins. Kom þar m.a. fram það, sem hér greinir: Árið 1950 voru launagreiðslur aðalskrifstofu Tryggingarstofn- unarinnar í Reykjavík til starfs manna hennar þar 982 þús. kr. Annar kostnaður við aðalskrif- stofuna var 493 þús. kr„ eða kostnaður skrifstofunnar alls um 1 y2 milljón kr. En allur kostnaður við tryggingarstofn- unina árið 1950 var um 2,6 millj. króna. Stofnunin borgaði bæjarfó- getum og sýslumönnum rúml. 258 þús kr. í innheimtulaun og umboðsþóknun s.l. ár, og um 435 þús. kr. í umboðslaun til sjúkrasamlaga í kaupstöðum. Innheimta iðgjalda til trygg íngarstofnunarinnar géngur misjafnlega í tryggingaumdæm um. Um síðustu áramót voru óinnheimt iðgjöld frá árinu 1950 um 4 millj. 130 þús. kr„ og frá fyrri árum nálægt 1,4 millj. kr. Mest var óinnheimt í Reykja vík, eða 2 millj. 251 þús. kr. frá 1950 og 680 þús. kr. frá fyrri árum, en þó var hlutfallslega meira óinnheimt í sumum öðr- um umdæmum, miðað við heild arupphæð iðgjaldanna. En yfir leitt er iðgjaldainnheimtan miklu betri í sveitahéruðum heldur en í kaupstöðum. í tveimur tryggingaumdæmum, Skaftafðllssýslum og Rangár- vallasýslu, var ekkert óinn- heimt af iðgjöldum frá 1950 í lok ársins, og í sumum öðrum sýslum var hlutfallslega mjög lítið óinnheimt af iðgjöldum. Skúli Guðmundsson benti á það í lok umræðunnar um fyrir spurnirnar, að innheimtan á tekjum tryggingarstofnunar- innar þyrfti að komast í full- komnara lag, því að fólkið í þeim héruðum, þar sem inn- heimtan er í góðu lagi, raundi ekki jafn fúslega standa i skil- um eftirleiðis, ef menn á öðr- um stöðum gætu sloppið við greiðslu á tryggingargjöldun- um. Smábarnabækur Tvær smábarnabækur hafa mér borizt. Önnur þeirra heitir Músin Peres. Útgefandi Litrof. Þar segir m.a. að Bubbi Spán- arkóngur hafi aðeins verið sex ára gamall, þegar hann sett- ist í valdastólinn. Og eina nótt- ina kom músin Peres til hans og rak Ioðið skottið upp í nef hans, svo Bubbi Spánarkóngur fékk heldur en ekki hnerra, en við það breyttist hann í mús og gat nú farið í ferðalag með Peres, en það ferðalag var með ýmsum ólíkindum. Bókina prýða margar litprentaðar myndir. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.