Tíminn - 01.12.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.12.1951, Blaðsíða 8
35. árgangur. Reykjavík, 1. desember 1951. 273. blaS. Stúdentar helga l.des- ember handritamálinu Mópganga íiáskólaborgara eftfr hádegið Stúdentar helga í dag hátíðahöld sín baráttunni fyrir endur- heimt hinna íslenzku handrita í dönskum söfnum. Hátíðahöldin hefjast með guðsþjónustu í kapellu Háskólans kl. 11 f. h. Kl. 1,15 ganga stúdentar í hópgöngu frá Háskólanum niður að Alþingis- húsi, þar sem dr. juris Einar Arnórsson flytur ræðu. Handritin heim. i ans, sem hefst kl. 3,30 í dag. Stúdentar hafa séð þá miklu Höskuldur Ólafsson stud. jur. þörf, sem er á því að fylgja hand j formaður Stúdentaráðs flytur ritamálinu fast eftir, þar sem þar ávarp og dr. phil. Einar Ól. alltof mikil deyfð hefir verið um það meðal þjóðarinnar. Stúdentar hyggjast hrífa þjóð- ina til umhugsunar og aðgerða í þessu máli. Allir ættu að vera sammála um þá innri fyllingu, sem sjálfstæði íslands hlyti, ef handritin næðust heim. Flestir erlendir og innlendir fræðimenn eru sammála um, að handritin séu bezt geymd hér heima og héðan sé þeirra starfskrafta helzt að vænta, er mest og bezt muni vinna að rannsóknum á þeim. Þess vegna er það áskorun frá Stúdentaráði Háskólans, að allir háskólaborgarar eldri og yngri tjái hug sinn til þessa máls með því að mæta allir í hópgöngu stúdenta, sem hefst kl. 1,15 í dag frá Háskólanum. Haldið verður niður á Austur- Völl og mun dr. juris Einar Arn órsson flytja ræðu af svölum Alþingishússins. Fróðlegt blað um handritamálið. í tilefni af þessum hátíðahöld um í dag og baráttunni fyrir endurheimt handritanna hafa stúdentar gefið út mjög stórt og vandað blað, þar sem margir helztu fræðimenn þjóðarinnar í þessum efnum hafa skrifað merkar greinar og ritgerðir. Þar mun vera margt það merk asta að finna, sem um handrita málið hefir verið ritað. Verð blaðsins, sem er um 50 blaðsíð ur í stóru broti, er aðeins 10,00 kr. Fjölbrevtt hátíðahöld. Stúdentaráð efnir til veglegr ar samkomu í hátíðasal Háskól Sveinsson prófessor ræðu. Strok kvartett leikur, en síðan talar Árni Björnsson stud. jur. Að lok um syngur kór háskólastúdenta. Öllum er heimill aðgangur með an húsrúm leyfir. Um kvöldið kl. 6,30 halda stúdentar hóf að Hótel Borg. Þar mun Tómas Guðmundsson skáld flytja ræðu, kvartett háskólastúdenta syng- ur og dr. Sigurður Þórarinsson syngur gamanvísur. Forseti Sýrlands neitar að viður- kenna ný ju stjórnina Allt var enn í óvissu um stjórn arbyltinguna, sem gerð var í Sýrlandi í fyrradag. Forseti landsins hefir neitað að viður- kenna hina nýju stjórn herfor- ingjanna, sem stóðu fyrir upp- reisninni. Nokkurn veginn ró legt var þó í landinu í gær. * Agætar sölur í Bretlandi hjá íveim togurum Tveir íslenzkir togarar hafa nú selt í BfStlandi fyrir af- bragðsverð. Pétur Halldórsson seldi í Grimsby í fyrradag, 3477 kitt fyrir 12,017 pund, en Neptúnus í gær, 4337 kitt, fyrir 12,227 pund. Keflvíkingur seldi einnig afla sinn í gær, 2947 kitt fyrir 8257 pund. Stjórn Í.R. vill engsn blett á Kolviðarhól Ekkl kiinniisíi. að neiK éviðmiandi Iiafi tíerzt þar — eftsrlitsferð lögreglmtaiar Stjóx-n Íþróttaféíags Reykjavíkur ræddi við blaðanienn í gær um þann orðróm, sem komizt heíir á kreik um Kolviðar- hól. Félagsstjórnin segir, að eftir þær upplýsingar, sem hún hefir aflað sér bæði frá lögreglu og öSrum aðilum, hafi ekk- ert gerzt þar, sem talizt geti óviðunandi fyrir staðinn, svo kunnugt sé. Knattspyrnunám- a Axel Andrésson hefir nýlokið námskeiði í Hólaskóla. Alls voru þátttakendur 67. Á meðan á nám skeiðinu stóð, fór fram þann 11. nóv. útikappleikur á milli Hóla sveina og U. M. F. Hjalta. Jafn tefli varð 1:1. Sama dag fór fram í leikfimihúsinu á Hólum kapp leikur á milli sömu aðila í „Axelskerfinu". Hólasveinar unnu með 150 stigum á móti 137 stigum. Námskeiðinu lauk með kappleik sunnud. 25. nóv. á milli Hólasveina og U. M. F. Tindastóll, Sauðárkróki. Leikur ínn fór svo að Hólasveinar unnu með 6:1. Leikurinn var leikinn prúðmannlega. — Námskeiðið tókst í alla staði vel. Tíðarfar var ágætt, auð jörð og stillt og þurrt veður. Veglegt afmælishóf karlakórs Mývetninga Frá fréttaritara Tímans í Mývatnssveit. Karlakór Mývatnssveitar minntist í fyrradag þrjátíu ára afmælis síns, en þann dag fyrir þrjátíu árum var kórinn stofna'öur af átján Mývetningum. Hefir Jónas Helgason, hreppstjóri á Grænavatni, verið söngstjóri öll þessi ár, en auk hans starfar einn í kórnum, annar stofnendanna, Kristján Jónsson, bóndi á Litlu-Strönd. Það hefir ekki ennþá vei’ið staðfest, hver óskaö'l eftirlits- ferðar lögreglunnar á dögun- um, og hefir lögreglustjóri ekki gefið félaginU aðrar upp- lýsingar um það en þar hafi verið um almenna eftirlits- ferð verið að ræða. Þegar lögreglan kom þang- að klukkan að gánga þrjú um nóttina, voru fimm stúikur þar, tvær seytjári ára, en hin- ar eidri, og vaf ein þeirra amerískur ríkisböfgari. Engir hermenn voru þá meö þeim þar, en 8 eða 9 gfstú þar þessa nótt og voru gengnir til náða. Hafa aldrei fengið gist- ingu með hermönrium. Stúlkurnar höfðu komiö með hermönnunum eða um svipað leyti og þeir og setið í veitingasal gistihússins, þar tl hermennirnir fóru í svefn- skála, en stúlkurnar fóru að sjá sér fyrir fari til Reykja- víkur. Lögreglan hjálpaði stúlkunum til bæjarins, en bifreið kom að sækj a her- mennina morguninn eftir, eins og ráð hafði verið fyrir gert. _ r Stjórn ÍR og gestgjafinn á Kolviðarhólj segja, að aldrei hafi komið til mála, að her- menn fengju þar .gistingu, á- samt íslenzkum stúlkum. Miklar loftorustur í Kóreu Geysimiklar loftorustur voru háðar yfir Norður-Kóreu í gær og talið er, að 10 fiugvélar norð urhersins, þar af 6 léttar sprengjuflugvélar hafi verið skotnar niður. Her S. Þ. gerði harðar árásir skammt frá Shor won en þeim var hrundið. Flug menn S. Þ. segja, að um 8 þús. flutningavagnar hafi sést á veg um Norður-Kóreu á leið suður til vígstöðvanna og hafi svo mikl ir herflutningar ekki sést þar lengi. Flugvélum norðurhersins fjölgar og í sífellu. Hvetur til útflutn- ings Merk rit frá Leiftri á jólamarkaðinn Leiftur er meðal þeirra bókaútgáfufyrirtækja, sem jafnan hafa vandað val útgáfubóka sinna, og mun það enn í haust gefa út merk rit. H. C. Andersen í þýðingu Björgúlfs Ólafssonar. Þegar eru komin í bókabúðir Ævintýri og sögur H. C. Ander sens í nýrri þýðingu Björgúlfs Ólafssonar læknis, sem kunnur er fyrir bækur sínar um dvöl sína í Austurlöndum. Er þetta mikil bók, nær hálft fimmta hundrað síður í stóru broti, og prýtt ágætum teikningum, sem gert hefir Þórdís Tryggvadóttir Magnússsonar. Hafa allir aðilar, þýðandi, teiknari og útgefandi, mjög vandað til verks síns. — Þetta er aðeins fyrsta bindi. íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Innan skamms kemur einnig önnur útgáfa af íslenzkum þjóð sögum og ævintýrum, sem dr. Einar Ól. Sveinsson hefir tekið saman. Er þessi útgáfa prýdd mörgum myndum, gerðum af ís lenzkum listamönnum, Ásgrími Jónssyni, Einari Jónssyni, Guð mundi Thorsteinsson, Halldóri Péturssyni, Jóhannesi Kjarval, Kristni Péturssyni og Tryggva Magnússyni. Er þetta i alla staði mjög falleg útgáfa, sem hæfir vel efninu. Unglingabók. Ein unglingabók kemur líka bráðum frá þessu forlagi, Ferð ir Gúllivers um ókunn lönd, þýdd af Ævari Kvaran og Ólafi Halldórssyni. Þessi hók er einn ig prýdd teíkningum. Kórinn efndi í fyrradag til samsöngs í Hótel Reynihlíð, og voru á söngskránni lög, sem kórinn hefir æft á ýms- um tímum frá stofnun hans. Hóf að Hótel Reykjahlíð. Að loknum samsöngnum bauð kórinn öllum gestum til hófs að Hótel Reykjahlíð. — Stýrði því Þráinn Þórisson skólastjóri, formaður kórsins. Voru þar ræöuhöld, söngur og annar gleðskapur. Meðal boðsgestanna voru gamlir félagar, sem nú eiga heima f. Húsavík og Akureyri. Margar kveðjur bárust, meðal annars mjög vegleg blóma- karfa frá karlakórnum Geysi á Akureyri. Var þetta hin fjörugasta og skemmtilegasta samkoma. 205 lög æfð. Karlakór Mývatnssveitar liefir alls æft 205 lög á þess- um þrjátíu árum, og hafa ver ið í honum sjötíu Mývetning- ar. Eru nú sex þeirra látnir, en 21 fluttur brott. Nú eru í kórnum 28 menn. Þýzkt skip í hættu við Noregsströnd Þýzka vélskipið Achen með 12 manna áhöfn var í hættu statt fimm mílur undan vesturströnd Noregs í gærkveldi. Norska drátt arskipið Salvator var með það í drætti í gær vegna vélbilunar á leið til hafnar, en í gærkveldi um kl. 19 slitnaði þýzka skipið aftan úr og hvarf í þokuna, svo að dráttarskipið íann það ekki aftur. Stjórn Kaupfélags Þingeyinga er hefir mjög mikil viðskpiti hélt fund á Húsavík á mánudag inn og gerði svolátandi sam- þykkt um útflutning íslenzks dilkakjöts: „Að gefnu tilefni lýsir félags stjórn Kaupfélags Þingeyinga yfir þvi, að hún telur nægilegt kjötmagn fyrir hendi til neyzlu innanlands þó mestur hluti þess dilkakjöts, sem eftir er í landinu, sé seldur á erlendum markaði. Ennfremur lítur stjórn K. Þ. svo á að ölluni stéttum þeri að sýna þann þegnskap að hlynna sem mest að opnun hins nýja kjötmarkaðs í Ámeríku, sem er lífsnauðsyn fyrir framtíð land búnaðarins og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Fyrir því skorar stjórn Kaup félags Þingeyinga eindregið á ríkisstjórnina að leyfa hiklaust útflutning á því magni dilka- kjöts, sem S. í. S. hefir farið fram á að fá að flytja á Banda- ríkjamarkaö“. Innbrot framin að degi til - þrjá daga í röð í gær var brotizt iiin í mannlausa íbúð við Sólvallagötn, og öllu umturnað í henni í Ieit að peningum. Voru skápar opnaðir og skúffur dregnar út og öliu dreift um gólfin, myndir rifnar úr albúmum og margs konar hlutum tvístr- að á víð og dreif. — Eldhúsgluggi hafði verið opnaður og farið inn um hann, meðan húsmóðir skrapp frá og var úti svo sem tvo klukkutíma. Þriðji dagurinn í röð. Þetta er þriðji dagurinn í röð, að innbrot er framið í Reykjavík, meðan enn er dags birta. í fyrradag var brotizt inn í íbúð við Njálsgötu, hurð ir sprengdar upp og skápar og stolið ýmsu smálegu. Á miövikudaginn var brotizt inn í búð að Lækjargötu 6A um hádegisbilið og stoliö þar 200 krónum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.