Tíminn - 01.12.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1951, Blaðsíða 4
c. TÍMINN, laug'ardaginn 1. desember 1951. 273. blað. Nýtt sjálfstæðisljós Starfsmaðurinn einn á Skattstofu Reykjavíkur hefir nýlega flutt fyrirlestur um rskattamál og framkvæmd beirra, á pólitískum flokks- íundi hjá Sj álfstæöismönn- um í Reykjavík. Mbl. lofsöng xyrirlestur þennan í sterkum tónum strax í næsta blaði. Og :nú hefir það birt hann ásamt iirynd af höfundi, svo mönn- um gefist á að líta. Hvað er það í tillögum og málflutningi mannsins, sem blaðinu finnst svo mikið til im? Höf. bendir réttilega á, að skattar hafa hækkað hlut- fallslega, miðað við tekjur. ,Þetta er ekkert nýtt eða ó- eðlilegt, þegar þess er gætt, að bæði ríkið og bæjarfélög- ín, eru með hverju ári, sem iíður tekin að auka starfs- svið sín og fást við ýmsar xramkvæmdir og félagsmála- starfsemi, sem áður var ým- 'ist ekki þekkt eða fram- kvæmd af einstaklingum. Þetta er svo víðtækt, að marg :ir þessara aðila eru þegar byrjaðir á stórfelldum at- vinnurekstri, sem krefst mik- ils veltufjár en rekstraraf- koma tvísýn. Öllum, sem fylgjast með þróun tímans, er þetta ijóst. Auknar skattaálögur eru óhjá kvæmileg afleiðing þessarar stefnu. Enda mun reynast ó- íramkvæmanlegt, að gera stórstígar breytingar til skattalækkunar, nema að end urskoða allt rekstrarkerfi þjóðfélagsins og reiða exina að rótum margs þess, sem kall aö hefir verið nýsköpun og xramfarir síðustu ára. Hitt er ærið viðfangsefni og ofvaxið ýmsum, að stöðva sig á braut skattahækkan- anna. Eru þar nærtækust dæmi og gleggst, aukaútsvars hækkun Sjálfstæðismanna í .Reykjavík á s. 1. Fer ekki vel í munni þeirra eða Mbl., að berja sér á brjóst yfir háum sköttum með þá fortíð að baki. Ekki verður vart merkra ný mæla í máli eða tillögum fyr- irlesarans. Hann dregur nið- urstöður sínar saman í 10 liði eða boðorð og skal vikið nokkr um orðum að þeim. 1. Samrýma tekju- og eignaskattskipan núverandi efnahagsmálum okkar.-------- Almenn orð, sem allir eru alltaf sammála um, hvernig sem verður um framkvæmd- irnar. 2. Brýnustu nauðþurftir verðj skattfrjálsar. — — Sama um þetta að segja, og þurfa Sjálfstæðismenn varla að efa stuðning annara til þessarar breytinga. En þá hækkar skatturinn þeim :mun meira á hátekju og eigna mönnum! 3. Útsvarsstigi á tekjum og eignum verði fastákveðin. — — Þetta er til bóta einkum í Reykjavík og getur orðið sjálfs vörn skattþegnanna gegn við bótar aukaálagningu eftir geð pótt fárra manna. Er líkast :sem ræðumaður sé með þessu, *ð skjóta loku fyrir hurðir, vo flokksmenn hans í Rvik geti ekki endurtekið æfintýr- ið frá sumrinu, þegar lækka xekur í kassanum og Mbl. bakkar! 4. Sérskattur hjóna telur íöf. lausnarorð.----Ekkert íV irumlegt við þetta. Hins- /egar heilbrigð skoðun höf. m að allar giftar konur l . ;tl sama réttar. Fer honum Hugldðing skattgreiðauda þar líkt og Suðurnesjamönn- um forðum, þegar Hákon hafði víkkað bálið sitt: „Þeir vildu, ef það fengi ekki öll fjörmenni lands. Þá fengi það alls ekki nein.“ Þetta mál, um aðskilin fjár hag eða sérsköttum hjóna, vekur nokkurt umtal og á- huga ýmsra, sem hafa ekki gerhugsaö aðstæðuna vel og er enda ósárt um gamlar þjóð arvenjur. Góð heimili eru hornsteinn þjóðíélags okkar. Góð húsfreyja og móðir leysir þar af hendi starf, sem henni verður aldrei ofþakkað. Það er fjarri því að vera nokkur þjóðarnauðsyn, að hjón séu bæði embættismenn og taki há laun hvort í sinu lagi. Það hjónanna, sem betur er fallið til þess, getur unnið að heim ilisstörfum. Launakjör þegnanna eru nú miðuð við, að karlmaðurinn hafi tekjur, sem nægi heimili til framfærslu. 5. Að afnema óeðlileg skatt fríðindi samvinnufélaga og á- framhaldandi sama tal og hj á ungum Sjálfstæðismönnum norður á Akureyri s. 1. sumar , um það leyti, sem ritstjóri ! Mbl. stóð á heiöarbrúninni og sá hvaða árangur „skattfreisi samvinnufélaganna“ hafði I borið í ræktunarmálum Eyfirð i inga. | Vikði skal nánar, aö þessu skattfrelsistali í greinarlok, j en leiðinleg stöðnun er, þeg- , ar greindir menn eru að heimta tvöfaldan skatt á samvinnumenn. 6. Almennt tal um að telja rétt fram og refsa fyrir skatt svik.-----Hefir heyrst fyr! 7. Ákvæði um að láta ekki lög verka aftur fyrir sig. 8. Bollalegginar um skatt- fríðindi við giftingu eða stofn un mikilvægra atvinnufyrir- tækja.-----Hver á að hengja bjölluna á köttinn? Eða dæma um mikilvægi hlutanna? Skattstofan eða hvað? Ein- hver kynni að verða sár yfir úrskuröinum. — Ágætt að veita nýgiftu fólki glaðninga. En þá hækkar skattabyrðin hjá pabba og mönnum, auk allra gjafanna. Og riku brúð hjónin, sem fara í nokkurra mánaða skemmtiferð til sól- arlanda, njóta sömu skattfríð inda og fátæku hjónin, sem setja heima og strita. Ekki vandalaust að láta ljós sitt skína! 9. Breyta framkvæmd skatta og útsvarslaga. Fækka framkvæmdaraðilum og koma á fót dómstól í staö yfirskatta- og ríkisskatta- nefnda. — — Vafalítið má færa ýmislegt til bóta, — eink um ef mennirnir batna. Deila má um hvort dómstóll er nokkru betri en nefndin, og lítill eðlismunur. Spor aftur á bak, ef fækka á stigunum, sem hafa málin til athugun ar. — Núverandi yfirskatta- nefndir og rikisskattanefnd hafa marga vitleysuna lagaö, sem undirslcattanefndir hafa gert til breytingar á framtöl- um manna. 10. Tekin upp innheimta skatta og útsvara jafnóðum og tekjurnar myndast. — — Þessi tilhögun er tvímælalaust til bóta, en áður kunn. -Er þegar framkvæmd við útsvars innheimtu í Reykjavik að nokkru leyti og víðtekin í sum um nágrannalöndunum. Þegar litið er yfir þessar niðurstöður ræðumanns, verð ur ljóst, að fátt er þar um nýjar leiðir. Sumt er réttilega athugað, en annað orkar mjög tvímælis. í inngangin- um er tvívegis getið tveggja alþingismanna Sjálfstæðis- flokksins, sem vilja skipa nýja nefnd til heildarendurskoðun ar á skattalögunum. En ný- lega starfaði milliþinganefnd að þeim málum og má segja, að þessir ungu Sjálfstæðis- menn séu ekki mjög smeikir við nefndafarganið, sem blöð þeirra tala stundum um. Seint í ræðunni er vitnað í tillögur sambandsþings ungra Sjálfstæðismanna, sem mjög athyglisverðar. Og í miðjum pistlinum er S. í. S. og sam- vinnufélögum tekið tak út af „skattfrelsinu.‘* Fer nú, að skiljast hvers- vegna Mbl. þykir mál þessa nýja sjálfstæðisljóss svo gott. Krafan um tvöfaldan skatt af samvinnumönnum er ekki ný. En það er eftirtektar vert, að reyndari og gætnari menn Sjálfstæðisfiokksins, hafa hljótt um hana. Fyrir kosn- ingar er hún aldrei nefnd í samvinnuhéruðum landsins. En margir Sjálfstæðismenn virðast nú mjög halda henni á lofti. Þeir virðast ekkert skilja eðlj samvinnuverzlunar og reka erindi kaupmanna og heildsala, sem eðlilega er ekk ert um keppinauta sína. Samvinnumenn hvorki vilja né þurfa nein sérréttindi. En þeir krefjast réttar síns til jafns við hvern annan. Megin þorri samvinnumanna eru bú settir í sveitum og þeir viður kenna ekki rétt verzlunarinn- ar, að taka af sér fé umfram það, sem nauðsyn krefur til verzlunarrekstursins. Nóg er blóðtaka sveitanna síðustu áratugina, þótt verzlunin sé ekkj höfð að skálkaskj óli til að draga fé úr sveitunum um fram þörf. . i VoraðSkálholtsstað Þetta er lítið ljóðakver eftir Báru Bjargs, helgað minningu Þórðar Daðasonar, dóttursonar Brynjólfs biskups, og með for- mála eftir séra Sigurbjörn Ein- arsson. Koma að Skálholtsstað á vor degi hefir vakið þessi ljóð. Höf- undinum birtast sýnir frá for- tíðinni, eins og í leiðslu sér hún atvik úr lífi sumra þeirra, er hér hafa lifað og dáið, þjáðst og glaðst, elskað og harmað. Sér staklega birtist hermi svipur Þórðar Daðasonar hins unga elskulega drengs, sem misskilið réttlæti og mannasetningar meinuðu að njóta ástríkis göf- ugrar móður. Saman við sýnirn ar fléttast og að sjálfsögðu djúp hryggð yfir niðurníðslu hins fornfræga Skálholtsstaðar, þar sem fátt eitt minnir framar á forna frægð. Á síðustu árum hefir vaknað hjá mörgum íslendingum löng- un til þess að rétta Skálholts- stað við og bjarga þar því, sem bjargað verður — eða réttara sagt setja það i viðeigandi um- gerð. Er ekki ólíklegt, að hinn mikli helgiblær, sem hvílir yfir öllum sögumenjum á Hólum í Hjaltadal hafi gert sitt til þess að vekja þá, sem þangað komu, til meðvitundar um hverju hef- ir verið glatað í Skálholti. Vonandi tekst Skálholtsfélag inu, sem nýlega hefir verið (Framhald á 6. síðu) i tilefni af orðrómi, sem hefir komizt á kreik í tilefni af veit- ingu dósentsembættis við heim spekideild háskólans, hefir blað ið aflað sér upplýsinga þeirra hjá dr. Birni Þórólfssyni, er hér fara á eftir: „Dósentsembætti í íslenzku nú' tímamáli og hagnýtri íslenzku kennslu i heimspekideild há- skólans var í ágústmánuði síð- astliðnum veitt Halldóri Hall dórssyni menntaskólakennara á Akureyri. Embættið var veitt samkvæmt tillögu heimspeki- deildar. I Sérstök ástæða var til þess, að þessi embættisveiting vakti eftirtekt. Tillaga heimspeki-! deildar í málinu virtist vera reist á rökum, sem ekki mættu | samrímast grundvallaratriðum í tillögu læknadeildar háskól-1 ans um veitingu prófessorsem- J bættis í handlækningum. í þeirri tillögu mun það hafa verið grundvallaratriði, að dokt J orsnafnbót skyldi vera skilyrði þess, að menn gætu fengið J kennaraembætti í læknisdeild. háskólans, og var embættið veitt samkvæmt tillögu deildarinnar. Halldór Halldórsson hefir ekki doktorsnafnbót, þó mundu’ sumir telja, að hún ætti ekki síöur að koma til greina um veitingu embætta i heimspeki- deild en læknadeild. Háskáli vor, telur sig eiga sið ferðilega réttarkröfu á því, að embætti háskólakennara séu veitt samkvæmt tillögum hans. Af því leiðir, að gera verður kröfu um það, að nokkurt sam- ræmi sé með deildum háskól- ans í tillögum þeirra' um em- bættaveitingar. Þetta er mál- efni, sem alþjóð varðar. Við dr. Sveinn Bergsveinsson sem báðir vorum meðal umsækj enda um dósentsembættið í heimspekideild, skrifuðum menntamálaráðherra bréf dags. 10. sept. s.L og fórum þess á leit, að birt yrði í blöðum eða út- varpi umsögn dómnefndar, sem skipuð var til að meta hæfi um- sækjenda, svo og tillaga heim- spekideildar um veitingu em- bættisins. Töldum við, að al- menningur ætti heimtingu á því að geta kynnt sér málavexti, þar sem misbrestur virtist vera í því samræmi með deildum há- skólans, sem æskilegt væri aö jafnan ætti sér stað. Menntamálaráðuneytið svar- aði okkur með bréfi dags. 15. okt. og fylgdi bréfinu afrit af umsögn dómnefndar, sem ráðu neytið heimilaði okkur að birta. Umsögn dómnefndar gefur þó ekki skýringu á því atriði málsins, sem við beiddumst skýringar á, sem sé því, hvert mat skuli lagt á doktorsnafn- bót, þegar um embættaveiting ar í heimspekideild háskólans er að ræða. Dómnefndin segir aðeins um óprentað rit eftir Halldór Halldórsson, „að líklegt sé, að það yrði tekið gilt til varn ar 'fyrir doktorsnafnbót." Hér er þörf frekari skýringar, ekki vegna menntamanna einna heldur alls almennings". Það er aúðséð á þessum upp- lýsingum dr. Björns Þórólfsson- ar, að heimspekideildin fer eft- ir öðrum reglum en læknadeild in, er líún velur í milli umsækj- enda. Hér skal ekki lagður dóm ur á, hvor reglan sé réttari, regla heimspekideildarinnar eða regla læknadeildarinnar, en hins vegar leiðir það augljós- lega áf þessu ósamræmi hjá há' skóladeildunum, að veitinga- valdið er ekki eins bundiö af tillögum þeirra. Starkaður. i FYRIRLIGGJANDI: J vatnskassaelement í jeppa. X Önnumst viðgerðir á alls konar vatnskössum. Einnig nýsmíði og viðgerðir á benzíngeymum og hljóð- deyfurum bifreiða og annarra ökutækja. Framleiðum þakrennur og rör, einnig þakglugga. Sent um allt land gegn póstkröfu. Blikksmiðjan Grettir Brautarholti 24. Símar 2406 og 7529. V.W.VAVAVVVA\V.VAV.%W.,.VA,JW.V.V.WAVJW ( O p n u m j í dag, 1. desemher i- í I á Skóðavörðustíg 4 ■: i VERZL. MANCHESTER 1 Skólavörðustíg 4 || ÍV.VAVAVV.'.V.VAV.V.V.’.V.VAV.VW/AW.V.V.WÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.