Tíminn - 29.12.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.12.1951, Blaðsíða 6
6. TIMINN, laugardaginn 29. desember 1951. 295. blað. iiniiiminuuii Franska leikkonan § (Slightly French) Óvenju létt og glaðvær am- | ! erísk dans- og söngvamynd | með mörgum nýjum dans-1 lögum. Dorothy Lamour Don Ameche | Janis Carter WiIIard Parker Sýnd kl. 5, 7 og 9. i Ævsntýri Tarzans | hins nýjn Spennandi frumskógarmynd § um Jungle Jim. Sýnd kl. 3. NÝJA BÍO Hafmeyjan (Mr. Peabody and the Mer- \ maid.) = Óvenju fyndin og sérkenni- | ; leg ný amerísk gamanmynd. = Aðalhlutverk: William Powell Ann Blyth Sýnd kl. 5, 7 og 9. i Tónsnillintfurinn i Hin bráðskemmtilega músík | mynd með I £ Rita Hayworth og Victor Mature. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f.h. BÆJARBÍO; - HAFNARFIRÐI' - IVight and Day Amerísk stórmynd í eðlileg- | um litum, byggð á ævi jazz- | tónskáldsins Cole Porter. Aðalhlutverk: i Gary Grant Alix Smith Monty Woolly Sýnd kl. 7 og 9. Bergnr Jónsson Málaflutnlngsskrifstofa Laugaveg 65. Síml 5833 Heima: Vitastlg 14 Utvarps viðgerðir \ 1 Radlovinnnstofan f LAUGAVEG 166 Austurbæjarbíó ! Dansmærln (Look For The Silver Lin- i ing) | Bráðskemmtileg, skrautleg | og fjörug ný amerísk dans- | ! og söngvamynd í eðlilegum l \ litum. Aðalhlutverk: Jus*e Haver Ray Bolger I og einn vinsælasti dægur- | I lagasöngvarinn um þessar | I mundir i Gordon MacRae Sýnd kl. 5, 7 og 9. Teikni- og grín- ntyndasafn | JnujAjusUfJo&uAnaA. mtu ÆeJt&JO \ Margar mjög spennandi og i skemmtilegar alveg nýjar i amerískar teiknimyndir í i eðlilegum litum, ásamt | nokkrum sprenghlægilegum | grínmyndum. Sýnd kl. 3. jTJARNARBðój í Jolson syngnr á nýi (Jolson sings again) | Framhald myndarinnar Sag- j | an af A1 Jolson, sem hefir ! | hlotið metaðsókn. Þessi I | mynd er ennþá glæsilegri og ! i meira hrífandi. Fjöldi vin-! i sælla og þekktra laga eru j | sungin í myndinni, m.a. j I Sonny Boy, sem heimsfrægt j | var á sínum tíma. i Aðalhlutverk: Larry Parks Barbara Hale Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓl Aimie skjóttu nú \ (Annie Get .Your Gun) | Hinn heimsfrægi söngleikur § Irving Berlins, kvikmyndað- § ur í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Betty Hutton og söngvarinn Howard Keel Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Hamingjuárin (The dancing Years) Hrífandi músík- og ballett- j mynd í litum. Sýnd kl. 9. .................... j í útlendinga- hersveitinni (In Foreign Legion) ! Sprenghlægileg ný amerísk I skopmynd, leikin af hinum i ! óviðjafnanlegu gamanleik urum BUD ABBOTT, LOU COSTELLO. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f.h. TRIPOLI-BÍÓ 1 fylgsnum frumskóganna (The Hidden City) ! Skemmtileg og spennandi, j j ný amerísk frumskógamynd.! j Sonur Tarzans, Johnny ! Sheffield, leikur aðalhlut-! | verkið. Johnny Sheffield Sue England Sýnd kl. 5, 7 og 9. Mikill íþróttaáhugi á ísafirði Hér er meiri íþróttaáhugi í vetur en þekkst hefir á und- anförnum árum, svo aö hiö stóra íþróttahús bæjarins rúmar ekki lengur alla .þá, er iðka vilja íþróttir innan húss. Fjöldinn af þessu fólki iðkar þjálfleikfimi, hand- bolta og badminton, aö ó- gleymdum öldungunum, sem ekki viröist að hnigna mikiö enn, en þeir hafa blak að að- aláhugamáli. — Almennt eru skíðaferðir ekki hafnar ennþá. En hér hafa að undanförnu, dvalið þrír Þingeyringar og æft skíðagöngu, ásamt þrem ís- firðingum undir stjórn norska skíðagöngukennarans J. Ten- mann, með þátttöku í vetrar- Olympíuleikum fyrir augum. Það er trúlegt að ísfirðingar leggi til fjórða keppandann, en það er svigmaðurinn Haulc ur Sigurðsson, sem einnig æf- ir af mikilli kostgæfni. Það er í ráði að skólastjóri Skíðaskólans, Guðmundur Hallgrímsson, fari til Noregs upp úr áramótum. Hyggst hann dvelja þar fram yfir Olympiuleika til að kynna sér nýjungar í tækni skíðaíþrótt- arinnar. — Þetta er þriðja ferö Guðmundar í þessum er- indagjörðum. — Vegna þessa mun skíðaskólinn á Selja- landsdal ekki taka til starfa fyrr en um mánaðamót febrú- ar og marz. Nú þegar eru um- sóknir um skólann farnar að berast, svo búast má við, að enn sem fyrr verði húsrýmið of lítið. GS Jarðarberjafótrots vart í Húsavík Frá fréttaritara Tímans á Húsavík. Fyrir nokkrum dögum varð vart kynlegs lasleika í kindum, sem Magnús Bjarnason á Húsa- vík átti, og skoðaði héraðslækn- irinn þar þær: Eftir samráði við dýralækni taldi hann fullvíst, að hér væri um jarðarberjafót- rot að ræða. Veiki þessarar hef- ir ekki fyrr orðið vart í saúð- fé í Þingeyjarsýslu, en hún hefir sem kunnugt er stungið sér niður í Skagafirði og víðar að undanförnu. Tillögur Dórðar (Framhald af 5. síðu borgarstjóra að efna til sam- keppni um tillögur um skipu- lagningu og fegrun Eskihlíöar. Lög og reglur Reykjavíkur. Bæjarstjórn samþykkir að Reykjavíkurbær gefi á næsta ári út bók þar sem safnað er saman öllum gildandi lögum, reglugerðum og samþykktum um sérmál Reykjavíkur. Felur bæjarstjórn borgarstjóra að sjá um útgáfu bókarinnar. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ „Hve gott og fagurt‘ Sýning í kvöld kl. 20.00 GULLNA HLIÐIO Sýning: Sunnudag kl. 20,00 Aðgöngumiðasalan opin fr kl. 13,15 til 20,00. Tekið á mó pöntunum. Sími 80000. KAFFIPANTANIR í MIÐASÖL KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI ,■--------------- 19. DAGUR _____________________1 ríkur Rósenkranz búi héðan norskan flota. Það fara miklir dagar í hönd....“ Einar Jónsson hleypti brúnum, lagði hendur á bak sér og gekk um gólf. Jens Smit gaut augunum við og við til hornskápsins, þar sem hann vissi af gamalli reynslu, að kaupmaðurinn geymdi hin frönsku vín. En Einar Jónsson var ekki að hugsa um franskt vín. Skyndilega nam hann staðar og spurði, stuttur í spuna: „Hverjar eru skoðanir borgarstjórans á sænsku víkingunum?“ „Látum þá ekki spilla gleði okkar,“ svaraöi Jens Smit yfir- lætislega. „4ður en mánuður er liöinn munu danskar sveitir taka Elfarborg herskildi, og í gegnum Eyrarsund kemst enginn sænsk kæna meðan Pétur Skram og fallbyssurnar í Krónborg banna þeim feröir. Öðru máli gegnir um víkingana á Norður- sjónum. Stríðið mun hleypa fjöri í þá. En þá er að taka mann- lega á móti. Skip Björgvinjarkaupmanna hafa jafnan farið ferða sinna, og nú þarf ekki annað en aukinn liðskost og góðan vopna- búnað á skipin.... “ Hann þagnaði skyndilega, eins og honum hefði dottið nýtt í hug. Hann var léttari í máli, er hann sagði: „Markús Hess bað mig að spyrja, hvernig bróðursyni kaup- mannsins vegnaði." „Bróðursyni mínum?“ endurtók Einar Jónsson forviða. „Já. Magnúsi Heinasyni, sem kom hingað með Kríunni frá Osló. Hann er hraustur maður og vígalegur að sögn. Mér hefir skilizt, að húsbóndi minn vildi gjarna hafa sem gleggstar spurn- ir af honum.“ „Þá má vel vera, að svo sé“, svaraði Einar Jónsson og brosti napurt. „Ég þykist élnnig skilja, að Markús Hess leiti nú ákaft að mönnum, sem líklegir séu til hreystilegrar framgöngu á sjón- um.... “ „Hann bað mig aðeins að spyrja, hvernig Magnúsi Heinasyni vegnaði í Björgvin", sagði verzlunarfulltrúinn lymskulega. „Gott. Segið honum þá, að Magnúsi vegni vel, og sé það guðs vilji, muni hann fyrir Marteinsmessu taka við skipstjórn á Svörtu hindinni, er ég hefi í förum til Færeyja!" SJÖTTI KAFLI. Það var síðasta sunnudag í sumri. Stormurinn blés inn fjörð- inn, og regnhryðjurnar skullu á bryggjunum. Vatnið streymdi eftir opnum göturennunum, flóði yfir steinlagðar, ósléttar göt- urnar og safnaðist saman í stóra polla, þar sem dældir voru. Úti yfir vognum var þétt, grá þoka, og gegnum suddann sást ógreini- lega í fjölda skipsskrokka og siglutrjáa. Neðan af bryggjunum var Björgvinjarhús líkast ógreinilegri þústu eða dulaffullri höll bergrisa. Fjöllin sjö sáust alls ekki. Kirkjuklukkur bæjarins hljómuðu í gegnum þokuna og köll- uðu bæjarbúa til hélgiathafna. En stormhviðurnar deyfðu hinn helga hljóm klukknanna. Fáeinir kirkjugestir gengu eftir bryggj- unum í átt til kirkju sinnr og skutu kollinum í veðrið. Þeir höfðu brett upp kragana á skikkjum sínum og dregiö hetturnar niður fyrir eyru. Þykkar sálmabækurnar, hina dýrmætu eign vel efnaðs manns, þrýstu mennirnir að brjósti sér undir skikkjunum og bölv- uðu í hljóði, þegar þeir stigu í poll eða hrösuöu á hálum steini. Fjandans for! Hinir góðu borgarar höfðu alveg gleymt helgi- hljómnum í kalli klukknanna. Einar Jónsson kaupmaður og Magnús Heinason skálmuðu yfir bryggjuna. Kaupmaðurinn var hár og grannur og laut mjög í vind inn. Við og við tautaði hann eitthvað fyrir munni sér, en Magnús reyndi ekki að leggja við því eyrun. Hann var niðursokkinn í sín- ar hugsanir. Hann hugsaði um Svörtu hindina, því að þeir voru á leið um borð í hana. Kaupskipið hafði komið þennan dag heim úr síöustu ferð sinni til Færeyja á þessu ári. Kaupmaðurinn ætl- aði að nota sunnudaginn til þess að skoða skútu sína, og Magn- ús furðaði slg á því, að hann skyldi vera kvaddur til þess að taka þátt í því. Þeir voru komnir fram á miðja bryggjuna, þegar hávaxinn maður í svartri mussu gekk beint í fangið á Magnúsi. Maðurinn hafði gengið mjög álútur og ekki tekið' eftir þeim frændum. En þótt sökin væri hans, bölvaöi hann eigi að síður hroðalega á þýzku og rak hnefann fyrir brjóst Magnúsi, Það var ekki hyggi- i lega gert. Magnús áttaði sig fljótt, þreif í kragann á mussu hins J ókunna manns og bveitti honum frá sér af öllu afli. Maðurinn baðaði út höndunum og skall á bakið í stóran poll. Óhreint vatn- ið gusaðist yfir hann. Kaupmaðurinn horfði þegjandi á þennan leik, en Magnús rak upp skellihlátur, er óvinur hans féll. Maðurinn bölvaði hálfu grimmdarlegar en áður og spratt á íætur. Hlátur Magnúsar egndi hann. Hann kastaði af sér muss- unni og þreíf til rýtings síns. Svo æddi hann að Magnúsi, sem alls ekki var óvanur slíkum leik frá kynnum sínum af farmönn- unum í Víkinni. Hann sveiflaði sér leiftursnöggt til vinstri, náði taki á handlegg mannsins, er hann hugðist að fylgja eftir rýt- ingsstungunni, og sneri upp á. Rýtingurinn féll á bryggjuna, en maðurinn rak upp öskur. í sömu svipan hóf Magnús andstæð- ing sinn á loft og bar hann fram að brjóstriðinu. Frændi hans sá, hvað hann ætlaöist fyrir og kallaði til hans. En of seint. Magn- ús tvíhenti manninn og varpaöi honum í sjóinn. Þýzkarinn hvarf í skolgrátt vatnið. Einar Jónsson stóð agndofa litla stund. Svo hljóp hann út að brjóstriðinu. Þýzkaranum skaut upp aftur. Menn á einu skipanna höfðu orðið atburðarins varir og köstuðu til hans löngum streng. Á honum var hann dreginn upp í skipið. Einar Jónsson ræskti sig og mælti önuglega: | „Þér ber að stjórna g,eði þínu, Magnús"! 1 „Hann hlaut makleg málagjöld“, svaraði Magnús. „Hansastaða-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.