Tíminn - 29.12.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.12.1951, Blaðsíða 8
35. árgangur. Reykjavík, 29. desember 1951. 295. blað. \ Þáttur í messuger&inni: Útgeröarstjórn Akra- nesbæjar þakkað Einkafrétt til Tímans frá Akranesi. Báðir togararnir, sem nú eru geröir út frá Akranesi, Bjarni Ólafsson og Akurey voru í höfn um jólahátíðina. Var það stjórn bæjarútgerðarinnar, sem ákvað þetta, og kallaði Bjarna inn af veiðum til jólahalds, en lét hinn bíða með að fara aftur á veiðar. Fordæmi Akurnesinga. Togárinn Ákurey, sem nú er gerður út frá Akranesi, kom inn til að landa afla hinn 21. desember, en var þá ekki lát- inn fara aftur á veiðar, svo að skipshöfninni gæfist kostur á að eyða jólunum heima. Bæjartogarinn Bjarni Ól- afsson var hins vegar úti á veiðum og búinn að fiska lít- ils háttar, er hann var kvadd ur heim til Akraness af út- gerðarstjórninni á aðfanga- dag, svo að skipverjar gætu notið jólahátíðarinnar heima hjá fjölskyldum sínum og Churchill af stað vestur á morgun Churchill forsætisráðheri'a Breta mun leggja af stað i Bandaríkjaför sína á morgun með Queen Mary. í fylgd með honum verða Eden utanríkisráð herra, Ismay samveldisráðherra og Slim hershöfðingi auk fleiri ráðherra og sérfræðinga. Aðal- mál í viðræðum Trumans og Churchills mun verða fram kvæmd Atlantshafssáttmálans. Viðræðurnar munu hefjast á föstudaginn kemur í Washing- ton en eftir nokkra daga þar frá fer Churchill til Ottawa og dvelur þar nokkra daga. Eft ir það fer hann á ný til Wash- ington og heldur viðræðunum áfram. Búizt er við, að hann muni leggja af stað heim 19. eða 20. janúar. ílfar strádrepa hreindýr í Norður-Noregi Úlfum hefir farið mjög fjölg- andi í Tromsfylki í Norður- Noregi að undanförnu og látið mjög á sér kræla í haust og vetur. Hafa hreindýrahjarðir orðið mjög fyrir barðinu á þeim, og er talið, að úlfar hafi í vetur drepið um 200 hreindýr úr hjörðum hreindýrabænda. Verða nú gerðar sérstakar ráð- stafanir til að fækka úlfunum. Gengi Júgóslavíu venzlafólki. Báðir togararnir héldu svo á veiðar á annan dag jóla. Þakkarávarp viff jólamessu. Þessi ráðstöfun Akurnes- inga hefir hælzt mjög vel fyrir meðal sjómanna, sem á hinum stærri skipum eiga þess sjaldan kost að vera heima um jólin, og segir Tím- inn því frá þessu hér. Við aftansöng í Akranes- kirkju á aðfangadagskvöld flutti sóknarpresturinn, séra Jón M. Guðjónsson, sem kunnur er að ötulu starfi í þágu sjómanna og slysa- varna, þakkarávarp til Akur nesinga og bæjarútgerðar- innar frá skipverjum öllum af Bjarna Ólafssyni, er nú gátu notið jólahelginnar í landi. Þökkuðu þeir þann velvilja og hugulsemi, sem birtist í þeirri ráðstöfun að kalla skipið heim af veiðum, svo að skipverjar gætu ver- ið heima um jólin. Vonast sjómennirnir á Akranesi, að þetta fordæmi geti orðið öðrum útgerðar- fyrirtækjum til eftirbreytni síðar meir. Júgóslavneska stjórnin hefir fækkað mjög gengi gjaldmiðils síns, svo að hann er nú aðeins sjötti hluti þess, sem hann var áður miðað við dollar. Eru nú um 300 denarar í dollar. Segir stjórnin, að þetta sé gert til að koma á frjálsari viðskiptum inn an lands og utan og jafnvægi i efnahagsmálum. I ^ # Islenzkir skíðakapp ar á vetrar-Ól- ympíuleikunum íslendingar munu taka þátt í seytján kílómetra og fimm- tíu kílómetra skíðagöngu, skðastökki, svigi, bruni og stórsvigi, 4x10 kílómetra boð- göngu á vetrar-Ólympíuleik- ununi í Osló í vetur. Hafa skíðamennirnir, sem keppa, þegar veriö valdir. Göngumennirnir verða Ebenezer Þórarinsson úr í- þróttafélaginu Ármanni í Skutulsfirði, Gunnar Péturs- son úr Ármanni í Skutulsfirði, ívar Stefánsson úr ungmenna félaginu Mývetningi, Jón Kristjánsson úr Mývetningi, Matthías Krist j ánsson úr Mývetningi og Oddur Péturs- son úr Ármanni i Skutulsfirði. f skíðastökki keppir Ari Guðmundsson úr Skíðafélagi Siglufjarðar. í öðrum grein- um, svigi, bruni og stórsvigi, keppa Haukur Ó. Sigurðsson úr knattspyrnufélaginu Herði á ísafirði, Magnús Brynjólfs- son úr Knattspyrnuféiagi Alc- ureyrar, Stefán Kristjánsson úr glímufélaginu Ármanni í Reykjavík og Ásgeir Eyjólfs- son úr Ármanni í Reykjavík. ,Kristilegt guðlast’ segii Dagblaðið Dagblaðið í Osló skýrir frá því, aff annaff norskt blaff, Vort Land, hafi fyrir jólin sent „öllum kristnum kaup- sýslumönnum" svolátandi anglýsingatilboð: Þér skuluðj fá aff taka þátt í því að undir rita sjálft jólaguffspjallið — „Og það bar við um þær mundir“ — fyrir fimmtíi: krónur til birtingar í blaðinu. Síðan áttu að f.vlgja smáaug lýsingar fyrir aðrar fimmtíu krónur. Þessi liug vitssama hagnýt ing jólag-uðspjallsins var rök- studd á þennan hátt: „Þér eruð áreiðanlega sami mála okkur um það, að efnisj hyggjan sæki sífellt á. Þann ig hefir hinn upprunalegi boð skapur jólanna orðið að þoka um set og er svo að seg-ja orðinn aukaatriði í öllu jóla- umstanginu". Úr þessu hyggst Vort Lánd aff bæta, segir Dagblaðið, með því að birta jólaguðspjall ið í einum dálki, ásamt 8—10 síðum af smáauglýsingum frá kristilegum kaupsýslumönn- um fyrir fimmtíu krónur hverja. Þannig á að „stað- festa hinn raunverulega boð- skap jólanna“. Þetta kallar Dagblaðið „kristilegt guðlast“. Hræódýr, jspönsk veið- srfærl á boðstólum Tilhoð sent norskum stórkaupmönnum Jaþanskar verksmiðjur hafa boðið norskum stórkaup- mönftum að selja þeim mikið af veiðarfærum, sem bæði eru undra ódýr og virðast vönduð að efni og allri gerð. Er vi® því búizt, að þessar japönsku verksmiðjur muni verða norskum veiðarfæragerðum ærið skæðir keppinautar. Kosta ekki meira en garnið. j Iðnaður í Japan er nú mjög að rísa á legg eftir hörmungar stríðsins og áfall það, sem hann varð fyrir sök- um erlends valdboðs að ófriðn um loknum. Hinar japönsku vörur eru enn sem fyrr mjög ódýrar, og miklu verölægri en sams konar vörur frá öðr- um iðnaðarlöndum. Veiðarfæri þau, sem Jap- anir hafa boðið Norðmönn- um, kosta ekki meira tilbú- in en garnið eitt í þau kost- ar nú keypt í Noregi. Líta útgerðarmenn og sjómenn tilboðin mjög hýru auga, en þau vekja aftur á móti ugg meðal eigenda og starfsfólks norskra veiðarfæragerða. Vönduð vara. Af sýnishornum, sem send hafa verið, þykir sýnt, aö veið arfæri þessu séu haldgóð og vel unnin úr vönduðu efni, enda herma kaupsýslutíðindi, að Japanir leggi nú mjög mikla áherzlu á það, að iðn- aðarvörur til útflutnings sé sem bezt úr garði gerðar, svo að nægur og öruggur mark- aður fáist í flestum löndum heims. íslenzka listsýningin í Belgíu fastákveðin Menntamálaráð hefir ákveðið að taka boði belgísku stjórnarinnar um að efna til íslenzkrar listsýningar í Brússel. — Sýningin hefst þann 29. marz n. k. og verður opin í þrjár vikur. Handleggsbrotnaði. í gær varð það slys, að Svein- björg Kristín Jónsdóttir, til heimilis að Tjarnargötu 10, féll á hálku og handleggsbrotnaöi. Snemma á þessu ári kom til orða, að belgíska stjórnin geng ist fyrir íslenzkri listsýningu í Brússel nú í desember. Sendi- herra Belgíu í Osló, Charles Vierset, var upphafsmaður þeirr ar hugmyndar. Vegna forgöngu hans voru sendir tveir listfröm uðir frá Brússel til Oslóar í febrúarmánuði í fyrra til að kynnast íslenzku listsýningunni, sem þá var haldin þar, svo að þeir gætu gert sér grein fyrir, hvort ástæða væri til að sækj- ast eftir íslenzkum listaverkum til sýningar í Belgíu. Þeir töldu líklegt, að belgiska stjórnin myndi óska eftir, að hin fyrir- hugaða íslenzka listsýning yrði haldin í desember. Af ástæðum, sem Menntamálaráði eru ekki kunnar, dróst svo lengi hjá full trúa belgísku stjórnarinnar að fullráða þetta, að ekki var hægt að halda sýninguna í desember vegna of stutts undirbúnings- tíma. Afhendingarfrestur til 1. febrúar. , Nú er ákveöið, að listaverkin verði send héðan með einhverju skipa Eimskipafélagsins, sem fara til Antverpen. En sökum þess, að þau fara ekki eftir föst um áætlunum, verður að ætla rúman tíma til að senda lista- verkin, svo sé öruggt þau nái í tæka tíð. Listaverkin verða þvi að vera tilbúin hér til afhending ar þann 20. febrúar n. k. Fyrir þann tíma þarf dómnefnd að hafa úrskurðað, hvaða listaverk skuli senda. Frestur til að af- henda listaverkin til dómnefnd arinnar hefir því verið ákveð- inn til 1. febrúar. (Framhald á 7. slðu) Bandarísku flug- raennirnir á heimleið Bandarísku flugmennirnir, sem kyrrsettir voru fyrir nokkru í Ungverjalandi, leiddir fyrir þjóðrétt og dæmdir í 30 þús. doll ara sekt, komu til Austurríkis í gær og héldu þaðan áleiðis til Vestur-Þýzkalands. Bandaríska stjórnin hafði áð ur greitt sekt þeirra, því að fyrr var þeim ekki sleppt úr landi. Samkomulag um fjárhagsáætlun Evrópuhers Meðal fulltrúa þeirra sex landa, sem ásátt hafa orðið um að stofna Evrópuher, hefir und anfarna daga verið rætt um fyrirkomulag og fjárhag þeirrar stofnunar. 1 gærkveldi skýrði Sticker utanríkisráðherra Hol- lands frá því, að samkomulag væri orðið um sameiginleg fjár- lög hersins, og aðeins ósamið um nokkur minni háttar atriði. Er búizt við, að samkomulag náist að fullu í dag og gengið verði frá samningi, sem allir að- ilar geta unað við. Mikið af uppskerunni í sléttufylkjum úti Islenzliir fiskimenn á Winnipegvatni í niannraunum, cr veturinn gekk í j*arð Að þessu sinni lagðist vetur mjög fljótt að í sléttufylkj- um Kanada, og hafa margir íslendingar, sem þar búa, orð- ið hart úli. í lok októbermánaðar, þcgar hér var hin mesta veðurblíða um land allt, eins og lengst af var í haust, kom veturinn með heljarfrostum og hríðum. Misstu einn þriðja af uppskerunni. Harðindin komu svo snögg lega, að margir voru ekki bún ir að bjarga uppskerunni af ökrunum, og er talið, að um einn þriðji af uppskerunni hafi orðiö úti. Eru það vitan- lega mjög þungar búsifjar, þvi að þar sem annars staðar verður öllu til skila að halda, svo að búskapurinn veiti mannsæmandi viðurværi. Margir íslendingar, sem búa á þessum svæðum, í Manitóba og Saskatchewan og Alberta, hafa orðið fyrir miklu tjóni. ísinn á Winnipegvatni. Blaðið hefir áður skýrt frá því, hvaða mannraunir fiski mennirnir á Winnipegvatni komust í. Rauðá og hafnir við Winnipegvatn voru allagð ar 1. nóvember, hálfum mán uði fyrr en venjulega. Tveir hvítfisksbátar, sem tveir ís- lendingar voru á, Páll Páls- (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.