Tíminn - 29.12.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.12.1951, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur 1 Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðsh ími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 29. desember 1951. 295. blaff. Stofnun menntaskóla að Laugar- vatni lögfest með fjárveitingu Siiíisí* í ái*íilangi*i baráttia fyrir stofnnn menntaskóla I sveit liér á landi Við þriðju umræðu og afgreiðslu fjárlaganna á föstu- dagsnóttina fyrir jólin var samþykkt fjárveiting til mennta- skóla að Laugarvatni, og þótt fjárveiting þessi væri ekki mikil, er þar um að ræða eitthvert merkasta sporið, sem stigið hefir verið í íslenzkum skólamáium síðustu áratug- ina, stofnun menntaskóla í sveit. Afgreiðsla f járhags- áætlunar Reykja- víkur Síðari umræða um fjár- hagsáætlun Reykjavikur- borgar fyrir næsta ár fór fram á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi og nótt. Breyting artillögur Þórðar Björnsson ar bæjarfulltrúa við fjár- hagsáætlun Sjálfstæðis- meirihlutans og framsögu- ræða sú, sem hann flutti í upphafi umræðnanna í gær- kvöldi, birtast á öðrum stað í-blaðinu í dag. Við því var búizt í gær- kvöldi, að afgreiðslu fjár- liagsáætlunarinnar lyki síð- ari hluta nætur. Fjárhagsáætlun Ak- ureyrarkaupstaðar Til Tímans frá Akureyri. Á bæjarstjórnarfundi í gær var lögð fram og rædd fjárhags áætlun bæjarins fyrir næsta ár. Er þar gert ráð fyrir tekjum og gjöldum bæjarsjóðs, sem nema 10.26 milljónum króna. Af þess ari upphæð eru áætluð útsvör 8.26 milljónir króna.. Gera má ráð fyrir, að fjárhagsáætlunin taki einhverjum breytingum í meðferð bæjarstjórnarinnar, áð ur en hún hlýtur endanlega sam þykkt. í gær var einnig lagt fyr ir álit frá sparnaðarnefnd bæj arins, sem skipuð var fyrstu dagana í nóvember og hefir lok ið starfi sínu eftir mikla vinnu og athuganir. Leggur hún til margháttaðan sparnað í rekstri bæjarins og bætt fyrirkomulag á ýmsum sviðum bæjarreksturs- ins. Þýzkri messu útvarpað Klukkan tvö á morgun verður útvarpað þýzkri messu, sem fram fór í dóm- kirkjunni í Reykjavík á Þor- láksmessu, og var þá tekin á stálþráð. Einnig verður út- varpað helgileik þeim, er leik inn var í sambandi við at- höfnina. í lögum um menntaskóla er svo kveðið á, að mennta- skóla í sveit skuli stofna, þeg- ar alþingi veiti fé til þess á fjárlögum. | Við þriðju umræðu fjárlag- 1 anna var svo samþykkt til-1 laga meirihluta fjárveitinga- , nefndar um 100 þús. kr. fjár- veitingu til menntaskóla á' Laugarvatni. Tekur þar með g'ildi það ákvæði fræðslulag- anna, að stofnaður verði menntaskóli í sveit. Sigur í langri baráttu. Eins og kunnugt er, er þetta sigur í langri baráttu þeirra manna, sem hafa tal- ið það brýna nauðsyn og sjálfsagt menningarmál, að | stofnaður yrði menntaskóli í sveit. Hefir það verið bar- áttumál Framsólcnarflokks- ins um árabil. En mestan og giftudrýgstan skerf ein- stakra manna að þessu máli á þó Bjarni Bjarnason skóla stjóri að Laugarvatni, sem hefir með langri og þraut- seigri baráttu unnið að mál- inu, ekki sízt með því að sýna og sanna á undanförn- um árum kosti og yfirburði þess að stunda menntaskóla- nám í sveit. Hann réðst í það að hef ja menntaskólakennslu að Laugarvatni við hinar erfið- ustu aðstæður og nauman stuðning en árangurinn hef- ir orðið glæsilegri en fremstu vonir stóðu til. Mænnveikin ekki breiðzt úí í Borgaríirði Börnin á Grund í Skorra- dal. sem fengu mænuveikina, eru nú öll oröin jafngóð.sagði héraðslæknirinn á Kleppjárns reykjum við blaðið í gær. — Veikin hefir ekki breiðzt út frá Grund og hvergi orðiö vart annars staðar í hérað- inu. — Undanfarna daga hafa stúdentar í Kairó verið allaðsóps- miklir og farið kröfugöngur miklar gegn Bretum. Hefir lög- reglan orðiö að nota skotvopn og táragas. Æðri skólum í borginni hefir verið lokað um sinn, og borgin lýst í neyðar- ástand næstu dægur meðan kyrrð er að komast á aftur. — Myndin sýnir stúdenta í kröfugöngu gegn Bretum í Kairó. Fullsetinn mennta- skólabekkur. Að Laugarvatni er nú full- setinn einn bekkur nem- enda við menntaskólanám, auk þeirra, sem eru þar aö ljúka námi efri bekkja menntaskóla og hafa stund- að þar njenhtaskólanám und anfarin ár. Af því brautryöj- andastarfi, sem málinu hefir verið unnið að I.augarvatni, kom að sjálfsögðu ekki ann- ar staður til greina um stofn un menntaskóla í sveit að svo komnu máli. Þótt fjárveiting sú, sem nú hefir fengizt, sé ekki há og hrökkvi ekki langt til rekstr- ar menntaskóla, mun hún nægja til að standa straum af þeirri kennslu, sem fram j fer á þessu skólaári og próf- jum í vor. En aðalatriðið í ' sambandi við afgreiðslu máls- jins er sú viljayfirlýsing lög- ^ gjafarþingsins, sem í henni j felst, um stofnun mennta- skóla að Laugarvatni. Héraðslýsing Þing- eyjarsýslu í útgáfu Aðalfundur Þingeyingafé- lagsins í Reykjavík var hald- inn síðast í nóv. Guðmundur V. Hjálmarsson, fráfarandi formaður félagsins flutti skýrslu stjórnarinnar. Starf- semi . félagsins Iialði verið með líku sniði og áður. Fé- lagsmönnum hafði fjölgað allmikið á árinu, og í félagið gengu 51 maður á fundinum. Af störfum á árinu er helzt að geta skógræktarstarfsins i Heiðmörk, þar sem félagið hefir land til umráða. Þátt- taka í skógræktarferðum fé- lagsins var góð og voru alls gróðursettar nær þrjú þúsund plöntur í landinu, og voru 255 þeirra gjöf frá Kristjáni Jakobssyni, formanni skóg- ræktarnefndarinnar. Sögunefnd félagsins, sem sér um útgáfu á ritsafni' einn hásetanna hjó til hennar með. Þingeyinga, sem út eru kom- ' ....s in tvö bindi af, eftir þá dr. i 1 ræ 1 Björn Sigfússon og Indriða! Fólkið mun hafa verið Þórkelssonar á Fjalli, vinnur mjög drukkiö, og kom snögg- nú að næsta bindi. Verður lega til misklíðar milli kon- þaö héraðslýsing eftir Jón unnar og háseta, sem hún var Sigurðsson á Yztafelli. Er bók að drekka með, Stefáns Jó- sú nú í prentun. Veröur það hanns Valdimarssonar að mikið rit og vandað, prýtt nafni. Þreif hann búrsax og fjölda mynda. Má vænta út- hjó-til konunnar, og kom högg komu þess á næsta vori. ið á hökuna og neðri vörina. Drukkin kona höggvin í andlitiö meö saxi Aðfaranótt 5. desember gerðist sá atburður um borð í varðskipinu Óðni, sem lá þá í Reykjavíkurhöfn, að kona, er þar var stödd, hlaut mikinn áverka á andlit af eggjárni, sem Formaður félagsins var kos- inn Barði Friðriksson, lögfræð (Framhald á 7. síðu) Hljóp þá á milli annar mað- ur, sem nærstaddur var, og (Framhald á 7. síðu) Skaddsöist í andiiti, er bílbaröi sprakk Það slys varð um tvöleytið í gær, að gúmmíbarði á bifreið sprakk, er maður var að dæla í hann lofti, og þeyttist úr barðanum framan í hann og skaddaði hann mikið I andliti. Þessi atburður gerðist við Borgartún 7, en maður sá, sem slasaðist með þessum ó- venjulega hætti, var Jón Andrésson, Álfhólsvegi 7. Leitað var til lögreglunn- ar um aöstoð og kom hún á vettvang. Var maðurinn flutt ur í Landspítalann, þar sem hann liggur nú af völdum á- verka þess., sem hann hlaut. Jólatrésfagnaður og alraenn sarakoraa Frarasóknarfélags kvenna í Reykjavík Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu, efnir Framsóknarfélag kvenna í Reykjavík til jólatrésfagn- aðar fyrir börn fimmtudag- inn 3. janúar kl. 3 e. h. í Breiðf irðingabúð. Eins og venjulega mun jólasveinn- inn svo líta inn og ræða við börnin. Aðgöngumiða þarf að panta sein fyrst í síma 6066 og þar er hægt að fá allar upplýsingar Um kvöldið verður svo al- menn samkoma fyrir full- orðna. Meðal annars skemmtiatriði verður að frú Guðmunda Elíasdóttir óperu söngkona syngur. Þá verð- ur dansað. Framsóknarmenn og aðrir velunnarar flokks- ins munu fjölmenna á þessa myndarlegu samkomu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.