Tíminn - 05.01.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.01.1952, Blaðsíða 3
3. blað. TIMINN. laugardaginn 5. janúar 1952. / slen.dingajpættir Dánarminning: Kristín Kristjánsdóttir Hinn 29. desember síðastl. lézt að heimili sínu, Mið- Fossum í Andakíl, hin háaldr- aða merkiskona Kristín Kristjánsdóttír. — Hún var fædd á Rafnseyri við Arn- arfjörð 3. október 1860, og var því rúmlega 91 árs, er hún lézt. Foreldrar Kristínar voru Kristján Símonarson, bóndi og skipstjóri á Rafns- eyri og Þóra Jónsdóttir hrepp stjóra á Kópsvatni Einars- sonar. Kristján var seinni maður Þóru, hún hafði áður veriö gift Oddi Sveinssyni, prófasti á Rafnseyri. Þegar Kristín var átta ára gömul fluttust foreldrar hennar að Innra-Hólmi í Innra-Akra- neshreppi. Síðar fluttust þau að Akri á Akranesi. Kristín þótti snemma bera af ungum stúlkum að dugn- aði, verklagni og myndarskap. Voriö 1891 giftist hún Þor- steini Péturssyni, syni Péturs Þorsteinssonar, hreppstjóra á Grund í Skorradal og konu hans Kristínar Vigfúsdóttur. Þau Þorsteinn og Kristín hófu búskap á Bakka í Melasveit, en voru þar skamma hríð. Fluttust þau þá upp í Skorra dal og bjuggu í fáein ár á ýmsum leigujörðum þar, Vatnsenda, Indriðastöðum og Bakkakoti. 1897 fluttust þau að Miö-Fossum í Andakil, og þar var heimili Kristínar æ síðan. Keypti Þorsteinn Mið- Fossa litlu síðar, og einnig smábýlið Fossakot, sem hann lagði undir Mið-Fossana. — Hann bætti jörð sína á marg- víslegan hát't og kom upp vönduðu íbúöarhúsi. Mið- Fossar eru hagsældarjörð, vel í sveit sett og grösug. Bregð- ast sjaldan slægjur á Mið- Fossum, og túnasláttur hefir oftast hafizt þar fyrr en á flestum öðrum bæjum í Borg arfiröi. Fjárhagur þeirra Þor steins og Kristínar blómgað- ist, eftir að þau fluttust að Mið-Fossum, enda voru hjón- in bæöi dugleg og kappsöm. Þorsteinn Pétursson var snyrtimenni og fjörmaður mikill. Hestamaður var hann annálaður og talinn einn bezti tamningamaður í Borg- arfirði um sína daga. Hann var söngelskur maður og hafði hið mesta yndi af tón- list. Hafði hann lært organ- leik á yngri árum og iökaði hann alla ævi. Bæði voru þau Fossahjónin framúrskar- andi gestrisin, og oftast var þar gestkvæmt. Á fyrstu ára- tugum 20. aldar verzluðu bændur úr uppsveitum Borg- arfjaröar enn mikið á Akra- nesi, og lá þá leiðin hjá Mið- Fossum, og fáir fóru þar fram hjá, flestir komu inn og nutu frábærrar gestrisni þeirra hjóna. Á vorin' og haustin munu fáar nætur hafa liðið svo, að ekki væru einhverjir næturgestir á Mið-Fossum. Það mátti og heita viss regla, aö kirkjufólk úr neðri hluta Skorradals, sem var á heim- leið frá Hvanneyrarkirkju kæmi þar inn og þæi góð- gerðir. Og að Fossum var allt af gaman að koma, hjónin voru hvort öðru alúðlegra, húsbóndinn lék á alls oddi og' lék oft á orgel fyrir gesti sína, en húsmóöirin annaðist veitingar af frábærri rausn og var alltaf glöð og ræðin. Komurnar að Mið-Fossum á heimleið frá Hvanneyrar- kirkju eru meðal ljúfustu bernskuminninga minna, og svo veit ég, að er um marga fleiri, er nutu gestrisni þessa ágæta heimilis. — Þorsteinn Pétursson lézt 1927. Hætti þá Kristín búskap, en Pétur son ur hennar tók við jörðinni. Dvaldist Kristín eftir það hjá honum og konu hans, Guðfinnu Guömundsdóttur, til æviloka. Var hún lengi við góða heilsu, en að lokum þurru líkamskraftarnir, og síðustu árin var hún rúm- föst. Andlegum kröftum og minni hélt hún allt til ævi- loka. Þau Kristín og Þorsteinn eignuðust fjögur börn, er upp komust, Elísabetu ljósmóöur, gif ta Kristj áni Guðmunds- syni bónda á Indriðastöðum, Pétur, bónda á Mið-Fossum, kvæntan Guðfinnu Guð- mundsdóttur, ættaðri úr Land eyjum, Kristján, stjórnarráðs bílstjóra í Reykjavík, kvænt- an Kristínu Bj arnadóttur, frá Grund í Skorradal og Þor- geir, ráðsmann á Grund í Skorradal. Elísabet Þorsteins dóttir, hin mesta gáfu- og á- gætiskona, lézt 1945, en syn- irnir eru allir á lífi. Öll hafa börn þein’a Þorsteins og Kristínar reynzt hið mesta mannkostafóik. Með Kristínu Kristjánsdótt ur er horfin ein hin mikil- hæfasta kona af gömlu kyn- slöðinni í Borgarfirði. Dugn- aöarkona með afbrigðum og kvenna bezt verki farin, á- vallt glaðlynd bg alúðleg, hvernig sem á stóð, djarf- mannleg í orði og hreinskil- in, brjóstgóö og hjálpfús. Fá- ar konur hafa skilað lengra og farsælla ævistarfi en hún. Minning hennar mun lengi í heiðri höfð. Ólafur Hansson. 1984 George Orwell: 1984; skáld saga. Thorolf Smith og Her- steinn Pálsson íslenzkuðu. Stuðlaberg. Þetta er sérkennileg saga, sögð af höfundi með' mikið hug myndaflug og frásagnargáfu. Hugmyndin minnir að sumu leyti á hinar skemmtilegu frá- sagnir Jules Verne frá öldinni sem leið, þar sem hinn franski höfundur tók sér fyrir hendur að lýsa furðum framtíðarinnar. George Orwell var orðinn heimsfrægur höfundur áður en hann andaðist (í fyrra), ekki sízt fyrir þessa síðustu skáld- sögu sína. Frásögn hans er hressandi og hispurslaus og at burðarásin „spennandi“ eins og í sakamálasögu. Engu að síður á þessi bók ekkert skylt við ó- vandaðar æsisögur. Þetta er al- varleg skáldsaga, sem hefir sinn boðskap að flytja — boöskap, sem eins og margt annað mun orka tvímælis, enda beiskur. En enginn mun frýja höfundinum leikni í frásögn og framsetningu, enda hefir bókin ekki aö ófyrir synju oröið „metsölubók“ bæði austan hafs og vestan. B G. 3. AthHgasemd Herra ritstjóri! Út af grein, sem birtist í blaði yðar eftir Kristínu Jóhanns um skipulagsbreytingu í rekstri veitinga Þjóðleikhússins, vildi ég biðja yður fyrir eftirfarandi athugasemd og leiðréttingu: Það, sem sagt er um nettó- hagnað af veitingarekstri leik- hússkjallarans í ofannefndri grein, er vægast sagt mjög vill- andi: Þar er sagt, að nettóhagn aður hafi orðið kr. 166.945,84 frá því að leikhúsið hóf starf sitt, þar til starfið hófst á ný í haust. Þess ber að gæta að þá er eftir að draga frá hagnað af sælgætissölunni, sem varð yfir allan tímann, sem frú Kristín stjórnaði veitingasölunni, 93 þús. kr. Þá eru ekki eftir nema tæp lega 74 þús. kr. hagnaður, sem ekki er heldur raunverulegur hagnaður, því að þá er. eftir að draga frá fyrningu áhalda og allra tækja, hreingerningu veitingasalanna og vexti af því fé, sem bundið er öllum tækj-! um, sem tilheyra veitingasölun i um. Auk þess var húsaleiga, raf , magn og hiti mjög lágt áætlaö sem útgjaldaliður veitingasal- , anna. Þegar búið er aö draga þessa kostnaðarliði frá þessum 74 þús. kr„ hinum svokallaða hagnaði, verður hinn raunveru legi hagnaður ekki mikill. Með því að leigja Leikhúskjall arann fyrir 110 þús. kr. á ári og leikhúsið hafi sælgætissöluna á- fram svo sem gert er, en hún gaf yfir ofangreint tímabil 93 þús. kr. í nettóhagnað, er ekki annað sjáanlegt en að þaö sé hagur fyrir leikhúsið að leigja veitingasalina út með þessum kjörum. Veitingahúsrekstur með mat sölu er alláhættusamur og krefst auk þess mikils rekstursfjár. Þjóðleikhúsið gat ekkert rekst- ursfé fengið, enda vafasamt fyr- ir það að leggja út í hættufyrir tæki. Svo frá því sjónarmiði var það hyggilegt aö leigja veitinga staðinn manni, sem hafði nægi legt fé og aðstöðu til þess að koma af stað og reka fullkomið veitingahús. Leikhúskjallarinn er fyrst um sinn aðeins leigður til eins árs, og er því hægurinn hjá fyrir Þjóðleikhúsið, að taka rekstur- inn í sínar hendur, með tiltölu- lega litlum fyrirvara, þegar lík ur benda til að eigin rekstur verði gróðavænlegri. Reykjavík, 3. janúar 1952. Guðl. Rósinkranz. Frumvarp til girðingalaga Landbúnaðarnefnd efri deildar hefir nýlega lagt fram frumvarp til girðir.ga- laga. Frv. er fJult eftir ósk’ frá milliþinganefnd Búnaðar-1 þings, en hana skipa þeir| Gunnar Þórðarson frá Grænu' mýrartungu, Ásgeir Bjarna-j son alþm. og Jón Sigurösson aJþm. Frv. fylgir svohljóð-j andi greinargerð frá þeirri nefnd: I „Stjórn Búnaöarfélags ís- lands hafði síðastliðinn vet- J ur látið semja uppkast aö, nýjum girðingalögum. Var' það frumvarp lagt fyrir bún-1 oöarþing, og hafði búfjárrækt arnefnd þess málið til með- ferðar og lagði fram nokkrar breytingartillögur við þaö. Búnaðarþingi vannst ekki tími til þess aö ganga að fullu frá málinu, og fól því stjórn F.únaðarfélagsins okkur undir rituðum að ganga að fullu frá frumvarpinu fyrir stjórn bimaðarþings. svo aö þaö yrði cagt fyrir yt’rstanöanui Al- þingi.' Þau girðinga’ög scm nú iida, voru aðallega miðuð við girðingar um tún og ra>kt- ’ uð lönd, enda þá naumást um baga- eða afréttargiröingar aö ræða. Þaó er því orðin að- r.allandi þörf á, aö satc verði ný girðingalög. þar sem hæfi- legt tillit er tekið tii þessara breyttu við'horfa. Munu allir sammála urn, að æskiiegt sé, að sett verði ný girðingalög, þar sem hæfilegt txllil er tek- ið til þessara breyttu viðhorfa. Munu allir sammála um, að æskilegt sé, að löggjöfin stuðli sem bezt að auknum girðing- um, ekki einungis um rækt- acð land, heldur og beitilönd og afréttir. Nauðsýn þessa fer stöðugt vaxandi, eítir því sem mannafli við gæzlu bú- penings fer minnkandi og veröur dýrari, auk þess örygg is, er girðingar veita að því er snertir að varna útbveiðslu búfjársjúkdóma, en hættur af þeim hafa á síðustu áratug- um vaxið gífurlega sem kunn ugt er. í því frumvarpi, sem við leggjum hér fram, er skýrar en áður gerö grein fyrir, hvern ig fer um fjárhagsleg skil varðandi giröingar milli jarð- eigenda og leiguliða. Er þess | rik þörf, þar sem hér getur | verið um allháar upphæðir Reikningar [ á ríkisspítalana vegna ársins 1951 óskast iagöir inn í skrifstofu ríkisspítalanna sem allra fyrst, eða eigi sið- ar en 20. janúar næstkomandi. Ríkisspítalar ASKORUN um framvisun reikninga Sjúkrasamlag Reykjavíkur beinir þeirri ákveönu ósk til þeirra manna, félaga og stofnana, bæði hér í bænum og annars staðar á landinu, sem eiga reikninga á samlagiö frá síöastliönu ári, að framvisa þeim í skrifstofu þess, Trýggvagötu 28, hið fyrsta og eigi síöar en fyrir 20. þ. m. Reykjavík, 4. janúar 1952. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. að ræða. Virðist okkur eðli- legast að fylgja í því sörnu reglum og gilda í ábúðarlög- um um hús á jörðum. Þa eru og sett ákvæði um girðingar á þeim jörðum, sem fara í eyði, og um skyldur og. rétt- indi gagnvart girðingum í. þorpum og kauptúnum. Kröfurétturinn til samgirð- inga milli bújarða svo og af- rétta er stórum aukin í þessr. frumvarpi með tilliti til hins stóraukna notagildis þeirra eins og áður er drepið á, og ennfremur eru sérákvæði um. aðstöðu heimalanda gagn- vart afréttarlöndum. Að hlut ur afréttarfélaga er gerður mun þyngri en ábúenda, e) vegna þess, að rétt þótti at taka liæfilegt tillit til hins eölilega munar á greiðslugetr aðila og þess ágangs, er ábú- endur fjalljaröa verða oft vif að búa af afréttarfénaði. Rétt þótti að setja inn i lög- in ákvæði um þær girðingai er ríkið hefir lagt og kann a£ leggja til varnar á útbreiðsli skaðlegra búfjársjúkdóma þar sem ætla má, að þær girf. ingar komi til með að færasí að meira eða minna leyti yf- ir á hendur einstaklinga og sveitarfélaga. Verður að teljs eðlilegast, að skyldur og rétl indi gagnvart slíkum girðing- urn séu á sömu lund og un lagningu og viðhald nýrra girf inga sé aö ræða. Eitt veigamesta atriðið, er búnaðarþing samþykkti tl breytingar á girðingalögun- um, eru ákvæði 9. greinar unv að vegir verði skoðaðir sen. landeign þess, er veginn legg- ur eða annast. Það virðisl ekki eðlilegt, að búendur é ! þeim jörðum, sem vegir skiptc, 'í 2—4 hluta, fái enga aðstof frá þeim, er veginn annast. til að standast þann kostn-’ að, er slíkt hefir í för mef ' sér hvað giröingar snertir. Og 1 þar sem skoða verður lanc. ' undir vegi sem almennings- j eign og kvöð til fjárframlagc af hendi einstaklinga og ekk síður sveitarfélaga er gerð svo víötæk sem hér er lagt tii, ■ verður að telja ósamrýman- ■ legt, aö land, sem er til al- menningsnota sé algerlega, 1 undanþegiö slikri kvöð. Bendc ' og þau ákvæði, er nú gilda, í framkvæmdum girðingai.’ 1 meðfram vegum gegnum tún. glöggt.í þessa átt. Er og þess að vænta, að ristarhlið þau, er nú eru farin aö verða al- geng, bæti stórlega úr þessr. vandamáli, en naumast ei samræmanlegt, að ábúendui jarða kosti eða annist viðhalc. slikra hliða á alfaravegum. Það þótti nauðsynlegt at hafa ýtarlegri ákvæði en áð- ur um skyldur manna um við- hald samgirðinga, sbr. 11. gi , Aftur eru 12,—16. gr. i fulli samræmj við ákvæði vegalag- anna, sem fjalla um sama efni. Þá er og lagt til, að sekt- ir fyrir brot verði verulegí. hækkaðar með tilliti til hins stórbreytta verðlags í land-' inu. Einn nefndarmaiina, Jór’ Sigurðsson, vill taka fram, ad hann hefir áskilið sér óbund- ið atkvæði um 9. gr. sökuir.. þeirra breytinga, er samþykkv hennar mundi hafa á gildand ákvæði vegalaganna. Askrifíarsími: itniNN 3333 I I.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.