Tíminn - 05.01.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1952, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, laugardaginn 5. janúar 1952. 3. blað. Skýjadísin Óvenjulega fögur og íburð | armikil, ný, amerisk mynd| í litum. Mynd með undur-1 fögrum dönsum og hljómlist, | og leikandi léttri gamansemi. I Rita Hayworth, Larry Parks. __ | Sýnd kl. 5, 7 og 9. Dursty (Lifið liðna tíð) Spennandi ný kúrekamynd. | Sýnd kl. 3. NÝJA BÍÓ Bágt á ég með börnin tólfl \ \ („Cheaper by the Dozen“) § Afburðaskemmtileg ný am- erísk gamanmynd, í eðlileg- um litum. — Aðalhlutverkið leikur hinn ógleymanlegi nnmiUHinininiiiiniiininniiimniiuiiiiininmniinuii | Austurbæjarbíó I I I Belinda (Johnny Belinda) 1 Hrífandi, ný, amerísk stór- | mynd. Sagan hefir komið út | í ísl. þýðingu og seldist bók- | in upp á skömmum tíma. Ein | hver hugnæmasta kvikmynd, | sem hér hefir verið sýnd. Jane Wyman, Lew Ayres. Bönnuð innan 12 ára. S Sýnd kl. 7 og 9. I Óaldarflohkurinn (Sunset in the West) I Afar spennandi, ný, amerísk f I kvikmynd í litum. Roy Rogers. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f.h. = M Clifton Webb, ásamt Jeanne Crain og Myrna Loy Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. BÆJARBIO | - HAFNARFIRÐI - £ Dunsmœrin i Bráðskemmtileg, skrautleg = og fjörug söngva- og dans- f mynd í eölilegum litum. S Aðalhlutverk: I S Larry Parks, Barbara Hale. Sýnd kl. 7 og 9. HAFNARBÍÓ| í útlendinya- hersveitinni (In Foreign Legion) Sprenghlægileg ný amerísk i skopmynd, leikin af hmum f óviðjafnanlegu gamanleik-1 urum BUD ABBOTT, LOU COSTELLO. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. ITJARNARBIO f Jolsou syngur á ný f (Jolson sings again) = Aðalhlutverk: Larry Parks Barbara Hale = Nú eru síðustu forvöð að sjá I | þessa afburða skemmtilegu f f mynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. | NÝTT SMÁMYNDASAFN. f Bráðskemmtilegar teikni og | gamanmyndir, Skipper | Srkæk o. fl. Sýnd kl. 3. GAMLA BÍÓ Aimie sk jóltii nii (Annie Get Your Gun) Aðalhlutverk: Betty Hutton Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. | j of-ijjJnnX «£u ÆeJtaV = 0uufeLa&u?% * Utvarps viðgerðir Radlovinnnstofan LAUGAVEG 166 jTRIPOLI-BIO Kappahsturs- hetjan (The Big Wheel) | Afar spennandi og bráðsnjöll | ný, amerísk mynd frá United f Artist, með hinum vinsæla = leikara: B Mickey Rooney, Thomas Mitchell, Michael O’Shea. Sýnd kl. 5, 7 og 9. IELDURINN f gerir ekki boð á unðan sér. | Í H | Þeir, sem eru hyggnlr, | tryggja strax hjá - I Samvinnutryggingum Anglýsingasíml T 1 M A JM S er 81 308. Itóillæfi Mag'iuisar (Framhald af 4. síðu) en M. J. ætlar húseigandan- um. Þessi maður kaupir íbúö eða byggir hana. Við skulum halda okkur við byggingar- kostnað kr. 650 á hvern m3. Ganga má út frá 500 m3 íbúð, því mjög er sótt eftir því að byggja það rúmt, að hægt sé að leigja eitthvað út. Þessir 500 m3 kosta 325 þúsund krón- ur. Miðað við núgildandi fast ‘ eignamat væri þetta hús met1 ið 21 þúsund krónur. Efna- hagur umrædds manns hefði breytzt þannig — á skattskrá — að hann skuldaði 225 þús- und krónur, en ætti upp í það 21 þúsund krónur. Ef fasteignamatið væri fjórfaldað eins og M. J. telur 1 hugsanlegt, myndi mat þess- arar fasteignar vera 84 þús- und og skuldirnar því 141 þúsundi meiri en eignin. Þó núverandi fasteignamat í Reykjavík væri tífaldað hyrfu eignir þessa umrædda skatt- þegns við bygginguna, og hann kæmist léttara út úr skatti og útsvari en áður en hann byggði, þar sem fast- eignaskattinum er ætlað að renna í sveitarsjóð og þann- ig lækka útsvarsbyrðina í heild hjá hverju einstöku sveitarfélagi. Samkvæmt á- lagningarreglum ríkisskatta- nefndar kemst svo umræddur skattþegn mun betur frá tekjuskatti og útsvari af tekj- um, eftir að hann ■ byggði, heldur en meðan hann var leigutaki. Skal það sannað á öðrum vettvangi. Eignaskatts- og útsvars- Iækkun hinna efnaminnstu húseigenda verður í öllum til fellum meiri, en sem nemur hækkuðum fasteignaskatti, ef frumvarp fjármálaráðherra um endurskoðun matsins yrði að lögum. Þetta veit stjórn og framkvæmdastjóri Fasteignaeigendafélagsins, en vegna hins hraklega mál- staðar fjárplógsmannanna verða þeir að grípa til fals- raka og hræsnisskrifa. Réttarríki Fasteigna- eigendafélagsins. Skriffinnar Fasteignaeig- endafélagsins hneykslast mjög á því, að sá er þetta ritar, tali um réttarríki. Ég get vel skilið að þeim sé illa við það orð, og skiljj tæpast hugtakið. ÖIl félagsleg starfsemi þeirra manna sem hugsa og framkvæma eins og þeir, sem ráða gerðum Fasteignaeig- endafélagsins, mótast af því einu, að komast eins langt og hægt er hverju sinni, án nokk urrar umhugsunar um hvað er sanngjarnt og hvað er rétt látt. Þessir menn eru ávallt reiðu búnir að taka lamb fátæka mannsins og slátra því til veizluhalds fyrir sjálfa sig. Þeirra barátta er aðeins sú, að vernda sérréttindaaðstöðu þeirra, er bezt eru settir fjár- hagslega. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 23. DAGUR Bergur Jónsson Málaflutnlngsskrifstofa Laugaveg 65. Simi 5833 Helma: Vltastíg 14 ÞJÓDLEIKHÚSID GIJLLNA HLI&IÐ Sýning í kvöld kl. 20.00 UPPSELT Næsta sýning sunnudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20.00. — Simi 80000 „En þegar við björgum þannig heiðri Dana, verða þeir líka að viðurkenna það. Þeir verða að fara að óskum okkar. Geri þeir það ekki, munum við taka upp málaferlin út af lendunum hér á bryggjunni, sem Eiríkur Rósenkrans rændi okkur um ár- ið....“ „Djöfullinn hirti hann“! hrópuðu margir í senn. „Og við krefjumst þess, að öll sérréttindi okkar séu virt og viðurkennd að fullu. Við eigum ekki að gjalda dönsku krúnunni né lénsherranum í Björgvinjarhúsi leigu, og við eigum ekki að inna af hendi nein gjöld til danskrar kirkju eða ríkis....“ Þýzkararnir öskruðu allt hvað af tók, en þegar hljóð gafst, hélt Dittelhof'áfram: „Hvað yrði um konung Dana, ef Lýbiku- menn hættu að leggja honum lið í ófriðnum? Nú ber hann því aðeins sigur úr býtum, að við styðjum hann. Hvað geta danskir sjóliðsforingjar? 1 heilan mannsaldur hefir enginn danskur for- ýigi drýgð dáð á sjó. Nú er átrúnaöargoð þeirra hrumt og hug- iaust gamalmenni, og það er smán, að Lýbikumenn skuli berj- ast undir forustu hans“. Magnús spratt á fætur, áður en Kolbeinn gæti komið í veg fyrir það, og nú skálmaði hann beint að borði Dittelhofs. Hann spark- aöi frá sér stólum og borðum, sem urðu á vegi hans. Allt komst í uppnám. Gestirnir hrópuðu, borðin ultu um og ölið úr krúsunum rann um góifið. Dittelhof varð felmt við, er Magnús stóð skyndi- lega yfir honum, þreif fyrir brjóst honum og lyfti honum upp til hálfs. Hin fögru, flæmsku klæði rifnuðu. Rödd hins unga skipstjóra titraði af bræði, er hann talaöi: „Nú er nóg komið! Nú skaltu lenda í óhreinna vatni en síðast“. Dittelhof streittist á móti af öllum mætti, en samt dró Magnús hann viðstöðulaust fram gólf veitingahússins, hratt upp hurð- inni og fleygði manninum beint af augum út í göturennuna. Hinn þýzki kaupmaður rak upp öskur. Allt þetta hafði gerzt í svo skjótri svipan, að hinir Þýzkararnir áttuðu sig ekki á því. En nú færðist fjör í menn. Allir ruku sem einn maður á Magnús og Kolbein, sem hafði hraðað sér til skipstjóra síns. Magnús dró ekki sverð sitt úr slíðrum, því að enn hafði eng- inn gripið til vopna. Hann þreif þann, sem fremstur fór, og fleygði honum af áfli í fang hinna, sem að sóttu. Kolbeinn not- aði sömu aðferð við þá, sem sóttu að honum. Það kom snöggvast hik á Þýzkarana. Tveir höfðu þegar fengið harkalegar viðtökur og lágu óvígir í valnum. Norðmennírnir hikuðu enn við að skerast í leikinn, en þegar þeir sáu, hve Kolbeinn og Magnús tóku hraustlega á móti and- stæðingum sínum, stóðust þeir ekki lengur mátið. Þeir þutu upp, hver af öðrum. Nú skyldi einu sinni jafnað um Hansa- staðamenn. Það heyrðist ekki mannsins mál fyrir blóti og for- mælingum, öskrum og braki í borðum og stólum, sem brotnuðu. Veitingamaðarinn neri hendurnar í örvæntingu. Nú formælti hann þeirri stundu, er Svíar létu undan síga í sjóorrustunni. Húsið lék á reiðiskjálfi, og hann greip báðum höndum fyrir andlit sér. Magnús Heinason hafði kastað einum andstæðinga sinna út um gluggann. Kolbeinn bar höfuð og herðar yfir aðra. Hann ruddist hart um, og Þýzkararnir hrukku fyrir tröllinu, er það sótti fram í þvögunni. Þetta hlaut að vera fjandinn sjálfur, sem þarna var kominn. Hann þreif ekki einn, heldur tvo í einu, og lamdi þeim í kringum sig. Það hrikti í skrokkunum, þegar hann slengdi þeim frá sér á borð og stóla eða mitt í mannþvöguna. Magnús lét ekki sitt eftir liggja, og það fylgdu fleiri Þýzkaranum, sem hann hafði endasent út um gluggann. Hann var nokkurn veg- inn viss um, að þeir kæmu ekki til bardagans aftur. Norðmenn’rnir voru einnig vanir skærum og hlífðu sér hvergi. Árás Þýzkaranna snerist fljótt í undanhald. Margir voru orðnir alblóðugir, og iimlestir menn og beinbrotnir lágu eins og hráviði um gólfið. Hver Þýzkari, sem sá sér færi á, flúði út um dyrnar. Það var æskilegri leiö en glugginn! Að lokum voru ekki nema tíu eða tólf uppistandandi. Þeirn hafði verið þrengt saman i einu horni veitirigahússins, og áttu sér ekki undankomu auöið. Einn féil á kné og baðst griða. Kolbeinn var ægilegur ásýndum. Augun voru blóðhlaupin, og froöan vall út um munnvik hans. Hann var í þann veginn að leggja til atlögu við þá, sem eftir voru. En þá tók Magnús í handlegg hans. „Hægan, Kolbeinn“, sagði hann. „Það er engin frægð að lim- lesta þessar hræður, sem þarna eru“. Við þetta ávarp rann berserksgangurinn af Kolbeini. Hann leit til Magnúsar, sem titraði eins og lauf í vindi eftir bardag- ann. En hann var fljótur að jafna sig. Það færðist sigurbros um andlit hans. Norðmennirnir litu til hans, eins og þeir biðu eftir skipun foringja. „Þetta var vasklég framganga, félagar,“ sagði hann. „Hansa- staðamenn hafa lært mikiö á þessu kvöldi. Framvegis rnunu þeir gæta þess, að lítilsvirða ekki Pétur Skram, víking kónglegrar mektar, og kappa hans“. Síðan vatt hann sér að Þýzkurunum: „Leggist á knén“! skipaði hann. Sumir voru svo óttaslegnir, að þeir hlýddu skipuninni ekki tafarlaust. Þeir gutu augunum hver til annars. Magnús endur- tók skipun sína og færði sig feti nær þeim. Þá köstuöu þeir sér allir á knén og fórnuðu höndum. Magnús kinkaði kolli. „Þetta var skynsamlegt. Nú eru Hansastaðamenn samtals- hæfir. Endurtakið all’ir einum munni: Við erum auviröilegir gortarar frá Lýbiku“!' Þýzkararnir hlýddu. ....og hinn göfugi Pétur Skram er mesta sæhetja Norður- álfu“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.