Tíminn - 21.02.1952, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.02.1952, Blaðsíða 7
12. blað. Iisrrr- vr. . '■< •' TÍMINN, fimmtudaginn 21. febrúar 1952. fei Frá hafi til heiða Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell losar kol fyrir Norðurlandi. Ms. Arnarfell fór frá London í gærmorgun áleið is til íslands. Ms. Jökulfell er á Akureyri. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavík kl. 18 í dag vestur um land í hring ferð. Skjaldbreið var á ísafirði í gærkveldi á norðurleið. Þyrill er í Faxaflóa. Armann átti að fara frá Reykjavík í gær til Vest mannaeyja. Oddur er á Aust • fjörðum á norðurleið. Togaraverkfall (Framhald af 1. síðu.) vang, þar sem vitað er, að mikill viljz er fyrir því með- al sjómanna og verkamanna í Bretlandi og Þýzkalandi að takmarka eða losna við land anir íslenzkra veiðiskipa í Bretlandi. Er því talið, að1 hér fái þessir aðilar kærkom ið tækzfæri tzl að losna við íslenzka fiskinn með hægu móti, ef verkfallið dregst á langinn. j Þýzkir togarar eru þess nú albúnir að koma í stað ís- lendinga á brezka markaðin- !um. Togarafloti Þjóðverja hef ir mjög aukizt, og er nú orð- , inn meiri en þarf til þess að fullnægja þýzka markaðin- um, miðað við venjulegar að- stæður. Eimskip: Brúarfoss fer frá Hull í dag 20. 2. til Reykjavíkur. Dettifoss , kom til Reykjavikur 16. 2. frá > Gautaborg. Goðafoss kom til New York 16. 2. frá Reykjavík. Gullfoss fór frá Leith 19. 2. til Kaupmannahafnar. Lagarfoss er í Keflavík. Reykjafoss fer frá Antverpen á morgun 21. 2. til Hamborgar, Belfast og Rvíkur 1 SelfOss fer væntanlega frá Rvík annað kvöld 21. 2. til Stykkis- hólms, Bolungarvíkur, Súganda- fjarðar og Flateyrar. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 12. 2. frá New York. f Úr ýmsum. áttum Gluggasýning í Málaranum. Vinnufatagerð íslands opnar í dag sýningu á kuldaflíkum, er hún framleiðir, í sýningar- glugga Félags íslenzkra iðnrek- enda, Bankastræti 7A. í sam- bandi við þessa sýningu er happ drætti og atkvæðagreiðsla um, hvaða flík menn vilji helzt eiga. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík biður þær félagskonur, sem kosnar voru í kaffinefndina, að mæta í skrifstofu félagsins, Grófin 1, í dag kluklcan fimm éftir hádegi. Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í Breiðfirðinga búð í kvöld, og hefst klukkan hálf-níu. Félag ísl. rithöfunda heldur áríðandi félagsfund í Café Höll á sunnudaginn kl. 2. Árnað heiíla Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Guðrún Al- freðsdóttir, Hlíð i Ljósavatns- hreppi, og Aðalsteinn Guðmunds son, Ytri-Skál í Ljósavatnshr. Matsveinar á fiski- skipum stofna félagsdeild Matsveinar á fiskiskipum stofnuðu í fyrradag sérstaka deild innan Sambands mat- reiðslu- og framreiðslumanna. í stjórn hinnar nýju deildar voru kosnir Bjarni Jónsson for maður, Magnús Guðmundsson varaformaður, Ásgeir Guðlaugs son ritari, Bjarni Þorsteinsson gjaldkeri og Magnús Guðjónsson varagjaldkeri. Óvíst nema markaðirnir tapzst. Fari svo, að íslenzku tog- ararnir falli nú alveg út af markaðinum, er óvist, hvort, tekst að komast þar inn með | íslenzkan fisk aftur, að því er sérfróðir menn í þessum efn- , um tjáðu blaðamanni frá Tím anum í gær. | Útgerðarmenn segjast hins vegar ekki hafa setið á nein- um svikráðum gagnvart sjó- mönnum í þessu efni og elcki ætlað að láta skipin stunda veiðar með þvi að taka nauð- synjar í erlendum höfnum. Hefir það ekki verið háttur togaraútgerðarmanna í svip- uðum vinnudeilum áður, þótt þá væri ekki leitað tif er- lendra aðila um aðstoð. Þeir, sem fyrst stöðvast. í dag; selja tveir togarar í Englandi, Bjarni riddari og Pétur Halldórsson og verða þeir því fyrstu togararnir, sem stöðvast eftir heimkom- una. Á morgun selja Fylkir og Goðanes. Sá síðarnefndi er frá Neskaupstað og heldur því áfram veiðum, því að sjó- menn þár eru utan við verk- fallið, eíns og annars staðar á Austfjörðum, í Vestmanna- eyjum og á Akranesi. Síðan koma tógararnir hver af öðr- um til hafnar: Helgafell, Jón forseti og Svalbakur frá Ak- ureyri. En undir verkfallið eru seld ir allir togarar í Reykjavík, Hafnarfírði, Akureyri, Siglu- firði, Patreksfirði, ísafirði og Keflavík. — Togari Höfða kaupstaðar er ekkí á sjó. Flóð og vatnavext- ir í Reykhólasveit Frá fréttaritara Tímans í Reykhólasveit. Óhemjurigning var hér í þrjá daga, og mældist úr- koman alls 103 millimetrar, en fyrir var mikið af snjó og svellalög, svo að afrennsli varð geipilegt. Vatn hljóp viða í kjallara íbúðarhúsa, gripahús, hey- hlöður og kartöflugeymslur, og er ekki vitað til fulls um skemmdir á heyi og öðru. í Bæ í Króksfirði var um tíma ískyggilegt ástand. Þar flæddi vatn á 300 kinda fjár- hús og sambyggða hlöðu, og náði vatnið í hlöðunni karl- mönnum í mitti. Fyrir atorku Bæjarmanna og nágranna þeirra tókst að bjarga fénu brott og lækka vatnið í hlöð- unni. Á Reykhólum komst kalt vatn saman við heita vatnið, sem notað er til upphitunar, svo að kalt varð í flestum hús- um. — Erfiðar ferðir yfir Móðir okkar, SIGRIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR frá Blönduholti í Kjós, verður jarðsnngin frá Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi laugar- daginn 23. febrúar klukkan 1 eftir hádegi. Athöfnin hefst með húskveðju að Mjóuhlíð 2 klukkan 11 fyrir hádegi. Bifreiðir verða við hendina að lokinni húskveðju. Jörina G. Jónsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Jónsson. Lokað föstudaginn 22. febrúar vegna útfarar GUÐMUNDAR ÁSBJÖRNSSONAR bæjarstjórnarforseta. Sparisjóður Reykjavikur og nágreiinis A’.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VY.V.W.V.V.W > s UTBOÐ Brú eyðllegst (Framhald af 1. síðu.) hennar og grafið undan öðr- um stöplinum. Er því ófært bílum fram í Fljótshlíð sem stendur. Vatn sprengdi hlöðuvegg á einum bæ í Fljótshlíð, rann inn í hlöðuna og skemmdi nokkuð af heyi. Vatnsflóð í Þykkvabæ. í Þykkvabæ urðu og mikil vatnsflóð frá Djúpá og var mestur hluti Þykkvabæjarins umflotihn og láglendi allt und ir vátni'. Var ófært þar um alla végi um skeið. Vatn komst og í heyhlöður á ein- um tveim bæjum og eyðilagði nokbtið*af heyi. Frá fréttaritara Tímans á Fosshóli. Ágæt hláka var hér um slóðir síðustu daga en í gær brá til ofurlítillar snjókomu, en þó var veður sæmilegt. Hláka þessi nægði þó ekki til að góð jörð kæmi upp í upp- sveitum, og í Bárðardal til dæmis er enn lítil jörð nema helzt á fremstu bæjum. Ófært hefir verið yfir Vaðla heiði um langan tíma og hefði þó verið ódýrt og auðvelt að gera hana færa núna í þíð- unni með því að fara yfir hana með ýtu. Eru miklir erf- iðleikar á ferðum milli Húsa- víkur og Akureyrar og úr sveitunum austan Vaðlaheið- ar, því að skipaferðir eru litl- ar milli Akureyrar og Húsa- víkur og þurfa menn marg- oft að fara þá leið landveg. Nokkur vöxtur hljóp í Skjálf andafljót í hlákunni en ekk- ert jakahlaup kom. Ekkert hlaup kom heldur í Laxá og hefir verið gott lag á rafveit- unni að undanförnu, en fram eftir janúar var vatnsskortur nokkur. • í stúdentagarðana. < í; Teikninga og útboðslýsinga má vitja á teiknistofu í; Helga Hallgrímssonar, Laugavegi 39, er veitir allar nán £ >. ari upplýsingar. *, :■ ■. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 4, laugardaginn 23. þ. m. .J *" !> I; STJÓRN STÚDENTAGARÐANNA \ í 5 .ViWW.V.V.W.W.VVW.V.,A%%W.W.W.,.V.,.V.WW Frá fréttaritara Timans í Miklaholtshreppi. í síðastliðinni viku var stöfnað sauðfjárræktarfélag hér í Miklaholtshreppi. Taka þátt í félagsstofnun sextán af 27 bændum. Valinn er úr hópur úrvals- kinda, sem líklegastar eru til kynbóta, og er síðan haldið um þær nákvæmt bókhald og afurðaskýrslur. Enn bágborið at- vinnuástand á Bíldudal Við atvinnuleysisskráningu á Bíldudal kom í Ijós, að þar höfðu 26 einstaklingar með 48 á framfæri verið atvinnu- lausir í janúar, flestir verka- menn, sex konur og þrír sjó- menn. í janúar var yfirleitt algert atvinnuleysi á Bíldudal, nema róðrar hófust síðari hluta mánaðarins og lítils háttar vinna skapaðist við hagnýt- ingu aflans. Meðaltekjur hinna skráðu atvinnuleysingja í janúar voru 130 krónur á hvern mann á framfæri þennan mánuð. Nú eru karlmenn teknir til skiptis í vinnu í frystihúsinu annanhvern dag, þó ekki allt af fullan vinnudag, en konur, sem þar hafa vinnu, vinna 4 —5 daga eða dagshluta í viku. Vera kann, að eitthvað verði unnið í fiskimjölsverksmiðj- unni, er fiskúrgangur safnast fyrír, en enn óvist, hvort nokk uð verður unnið í niðursuðu verksmiðjunni, er undanfar- in ár hefir veitt kvenfólki talsverða vinnu. Gæsir - kalkúnar Nokkrar úrvals lífgæsir og kalkúunar til sölu. Upplýsing ar í síma 5444 eftir kl. 5. Aðalfundur Búnaðarfélags Kópavogshrepps verður haldinn í skólahúsi hreppsins föstudaginn kl. 20,30. — Venjuleg aðalfundar störf. — Áburðarpantanir. Stjörnin SKALAR Á LJÓSAKRÓNUR Kúlur úr gleri á borðlampa. Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 6456. Tryggvagötu 23. Sími 81 279. Vatnavextir í Dölum Frá fréttaritara Tímans í Búðardal. Hér í Dölum gerði mikla hláku og vatnavexti og runnu ár sums staðar upp á vegina, en þó ekki svo mikið, að ekki yrði komizt leiðar sinnar. — Hvammsfjörð ur er enn á ís, svo að engar samgöngur eru hingað á sjó, og Brattabrekka er ófær bifreið um. tjappdrœtti TititahJ — 9 dagar eftir — Kaupið miða — Dregið 1. marz.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.