Tíminn - 09.04.1952, Qupperneq 2

Tíminn - 09.04.1952, Qupperneq 2
TÍMINN',’ ’miðvikudagihn 9. aprii 1952, 83,' hlað. Dó í fyrra, faftir hans var fæddur árið 1789 í fyrra andaðist í Nýja-ís- landi við Winnipegvatn 103 ára íslenzkur öldungur, Páll Jóns- son á Kjarna í Geysisbyggð, fæddur 20. ágúst 1848, Skagfirð- ingur að uppruna, sonur hjón- anna Jóns Pálssonar frá Heiði í Gönguskörðum og Margrétar Halldórsdóttur frá Kirkjubóli, er lengi bjuggu á Álfgeirsvöllum og síðar á Miðvatni. Átti föður fæddan 1789. Fyrir nokkru var skýrt hér frá ýmsum dæmum þess, hvern- ig kynslóðirnar tengja saman nútímann og löngu liðna tíma. Páll á Kjarna er eitt dæmið. Fað ir hans var fæddur 1789, rétt upp úr móðuharðindunum, og andaðist þjóðhátíðarárið 1874. 67 ára hjónaband, ekkill 5 ár. Páll var kvæntur Sigríði Lárus dóttur af Kjarnaætt í Eyjafirði. Þótt hann væri þrítugur að aldri, er hann gekk að eiga hana, varð hjónaband þeirra hvorki meira né minna en 67 ára, og fimm ár var Páll samt ekkill. Vestur um haf fóru þau hjónin 1883 og 1885 námu þau land í Geysisbyggð og nefndu bæinn sinn Kjarna. „Svona menn eiga að verða hundrað ára.“ Páll var hinn mesti þrekmað- ur, enda þurfti hann á öllu sínu að taka í harðbýli hinna erfiðu landnámsára. Eitt haust fór hann ásamt sveitungum sín- um aðdráttarferð til Selkirk á smábát. Á heimleið hrepptu þeir vont veður, og þar kom, að einn félaganna hafði orð á því, að betra væri að fleygja vetrarforð anum í vatnið, en farast með honum. Páll kom í veg fyrir það, og með æðruleysi sínu bjargaði hann bæði lífi og vetrarfórða þeirra félaga „Svona menn eiga að verða hundrað ára“, var sagt á 100 ára afmæli hans. Páll Jónsson á Kjarna um það bil, sem hann byrjaði aðra öld- ina. Með honum á myndinni er frænka hans, frú Margrét Sæ- mundsson, húsfreyja í Geysts- byggð. Sundmeistaramótið háð í Hveragerði Sundmeistaramót íslands fer fram í Hveragerði 10. og 11. maí, og mun héraðssambandið Skarphéðinn sjá um það að þessu sinni. Á að tilkynna þátt- töku til Erlings Pálssonar, for- manns Sundsambands íslands, eða Sigurðar Greipssonar í Haukadal, sambandsstjóra Skarphéðins, fyrir 22. apríl. Fyrri daginn verður keppt á þessum sundum: 100 m. skriðsundi karla, 400 m. bringusundi karla, 50 m. bringusundi telpna, 100 m. skrið sund drengja, 100 m. baksund kvenna, 50 m. baksundi telpna, 100 m. bringusundi drengja, 200 m. bringusundi kvenna, og 4x 100 m. boðsundi (fjórsundi) karla. Síðari daginn verður keppt í: 100 m. flugsundi karla, 400 m. skriðsundi karla, 100 m. skrið- sundi kvenna, 100 m. baksundi karla, 50 m. skriðsundi telpna, 100 m. baksundi drengja, 200 m. bringusundi karla, 3x50 m. þri- sundi kvenna, 4x200 m. skrið-* sundi karla (boðsundi) og 1500 m. skriðsundi karla. .■AW.V.V.V.V.V/.V.’.V.V.W.V.V'.V.V.V.’.V.V.V.'.V.V 5 í > F. F. S. F. F. S. > 5 i /1 ó leiliu r í Tjarnarkafé í kvöld hefst klukkan 9. Aðgöngumiðar frá kl. 5. i I ^W/AWV.VW.'.VWA'W.WW.VVtVVVVJVWW. Gobeiin- og málverkasýning Vigdísar Krisíjáiisclóíísia* í þjóðminjasafninu nýja. OPIN DAGLEGA FRÁ KL. 2—7. <r o <i o <> o Flugfélagið lækkar enn fargjöld meö Gullfaxa Flugfélag íslands hefir ákveðið að lækka fargjöld með Gull- ( faxa milli landa frá miðjum aprílmánuði. Verður þessi lækkun 8%, en fyrr í vetur hafði félagið lækkað fargjöldin milli Reykja- ! víkur og Kaupmannahafnar, svo að samtals nemur lækkunin öll 17% frá því, er var við áramót. Bílrúðugler Öryggisgler í hliðar- og framrúður, fyrirliggjandi. Pótnr Péturssoii. Hafnarstræti 7. — Sími 1219. .v.v.v vw.v Útvarpið Útvarpið í dag: , Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Útvarpssagan: „Morgunn lífsins" eftir Kristmann Guð- mundsson (höf. les). — XX. 21. 00 fslenzk tónlist. 21.25 Erindi; Um norska málaralist (Hjör leifur Sigurðsson listmálari) 21.50 Tónleikar: Lög leikin á gít ar (plötur). 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. — 22.10 Passíusálm- ur (49). 22.20 Tónleikar (plöt- ur). 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.15 Tónleikar (plötur). 20.30 Erindi: Albert Schweitzer; II. Guðfræðingurinn og presturinn (Sigurbjörn Einarsson prófess- or). 21.00 Tónleikar (plötur). 21. 20 Vettvangur kvenna. — Frá- saga eftir Stefan Zveig: „Þegar Hándel samdi óratóríið Messías" (frú Sigríður J. Magnússon). 21. 45 Tónleikar: Lög úr óratóríinu „Messías" eftir Hándel (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Sinfónískir tónleikar (plöt ur). 23.00 Dagskrárlok. Árnað heilla Hjónaband. Síðastliðinn sunnudag voru gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Thorarensen ungfrú Sig- rún Guðmundsdóttir og Jón Guðnason, stud. mag. Heimili þeirra er að Drápuhlíð 5. Hjónaband. Nýlega gaf séra Garðar Svav- arsson saman í Lauganeskirkju ungfrú Guðfinnu Jónsdóttur og Hjalta Þórarinsson, verkamann. Heimili þeirra er að Heiðmörk við Sogaveg. Þegar lækkunin gengur í gildi verða fargjöld frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar 1659 krónur, til Lundúna .1470 krón- ur, Prestvíkur 1143 krónur og Oslóar 1470. 10% afsláttur er gefinn af farseðlum báðar leið ir. Til þess að kleift sé að lækka svo fargjöLdin verður að breyta innréttingu Gullfaxa, svo að hann taki 52 farþega í stað 40 áður. Er sú breytng hafin og verður framkvæmd af fyrirtæk inu Stálhúsgögn milli áætlun- arferða, svo að flugferðir rask ist ekki. Fargjöldin Iægst hjá Flugfélaginu. Öll fargjöld í Norðurálfu hafa annars hækkað í vetur og munu hækka enn 15. apríl. Mun flug- kílómetri á hvert sæti kosta í sumar 78—84 aura í Gullfaxa, 80—84 aura á ferðamannaflug- leiðinni milli Evrópu og Amer- íku, 1,30 þær leiðir í venjuleg- um flugferðum og 1,20 á flug- leiðum í Evrópu. Sumaráætlunin. Sumaráætlun Gullfaxa hefst 22. apríl og verður hagað svip- að og í fyrra, flogið beint til Kaupmannahafnar á laugardög um og til Reykjavíkur á sunnu- dögum, á þriðjudögum til Lund- úna og heim aftur. Oslóarferðir hefjast 30. maí og verður flogið fram og aftur annan hvorn föstudag. Eftirspurn er mikil. ;i PASKABLOMIN ;i :: , 5 ;! verða seld á torginu vlð Eiríksgötu og ;» *■ í ;■ Barénsstíg og horuinip við Bjarnarborg ;> :j í dag — HVERGI ÓDÝRARI — > í TORGSALM í 'i 'i W.V.V.W.V.V/.V.V.V.V.V.V.W.V.’.V.W.V.V.V.W.V v.v.v.v.v.w.w.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v > í Mínar innilegustu hjartans þakkir færi ég mínum *. kæru sveitungum og öðrum vinum fjær og nær fyrir góðar gjafir skeyti og önnur vinahót, er þið auðsýnduð í mér á 70 ára afmælisdegi mínum 2. þ. m. og gjörðuð ;■ mér með þvi daginn ógleymanlegan. I; Guð blessi ykkur öll. > Guðni Magnússon, Haga jí .V.W.V.W.W.W.V.Wi'.V.V.V.V.W.WJ 3000. sýning Leikfél. Rvíkur annan páskadag Viðhafnarsýning á Pí-pa-kí |iann dag í tilefni af þessu afmæli félagsins Annar í páskum verður merkisdagur í sögu Leikfélags Reykjavíkur því að 3000. sýningu félagsins ber upp á þann dag. Verður þessara tímamóta minnzt m. a. með sérstakri Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför tengdamóður minnar INGIBJARGAR GUÐBRANDSDÓTTIR Margrét Gísladóttir sýningu á Pi Pa Ki. Fyrsta sýning félagsins var 18. des. 1897. Auk þessara 3000 sýninga hafa leikflokk- ar félagsins sýnt nokkrum sinnum. Leikféiagið hefir alls sýnt 222 leikrit en þrjú leik- rit hafa náð 100 sýningum hvert eða meira. Eru það Ævintýri á gönguför, sýnt 113 sinnum, Gullna hliðið, sýnt 105 sinnum, og Fjalla-Eyvind ur, sýndur 100 sinnum. Oftast á sviðinu. Af öllum leikurum félags- •ins fyrr og síðar hefir Bryn- jólfur Jóhannesson starfað að langflestum leiksýningum. Hann lék fyrst hjá félaginu sama árið og 1000. sýning þess var. Allar þessar 3000 sýning- ar hefir leikfélagið haft í Iðnó, og hóf þar sýningar sama árið og húsið var -full- gert. Maðurinn minn ÁRNI GEIR ÞÓRODDSSON, fyi’rum fiskimatsmaður, andaðist að heimili sínu, Laufásvegi 41, þann 8. apríl. Margrét Þorfinnsdóttir. Selveiðískiptn Gerist áskrífendur að Askrlftnrsiml 23fJ (Framhald af 1. síðu.) , mjög stór eða um 50 skip. Voru i þau flest á svipuðum slóðum inni í vesturísnum og við ísrönd ina 70 til 100 mílur norðvestur af Horni, þegar veðrið gerði. Á laugardagsnóttina tók ísinn mjög að brjóta, og hrakti skipin meira og minna stjórnlaust inn an um lausan stórís í hafróti fyrir veðri og straumi suður á bóginn, unz þau losnuðu flest úr ísnuin. Voru rnörg þeirra þá illa komin og höfðu orðið fyrir mikl um áföllum. Fregnir bárust þó brátt af þeim öllum, nema sjö. Nú hafa tvö þeirra komið fram, annað þeirra, Ungsel, til Siglu- fjarðar eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, og hitt, Arild, til Bíldudals í gær. Enn vantar því fimm skip, sem óttazt er um, og leit verður hafin að sem fyrr segir. Á liverju skipi eru 17 til 20 menn eða samtals um 100 menn á þessum skipum. Engin önnur skip en hin norsku voru á svipuðum slóðum eftir veðrið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.