Tíminn - 09.04.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.04.1952, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, miðTÍkudag-mn 9. apríl 1952. 83. blað. CIRKl/S Nú gefst Reykvíkingum kost; ríuf á. að sjá stærsta cirkus, j |;sem völ er að sjá í heimin- ; : um. Cirkus er hvarvetna al- ; þjóðlégasta og fjölbreyttasta j skemmtun, sem til er. ; Myndin er tekin i U.S.SR. í j hinum fögru Afga-Htum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ú ðtl >. U NYJA BIO Réttlœti — en ehhi hefnd (Escape) Hrífandi og stórfengleg, ný, I amerísk mynd, byggð á frægu f leikriti eftir enska skáldið i John Galsworthy. Aðalhlutverk: . i Rex Harrison, Peggy Cummings. Sýnd kl. 5, 7 og 9. i BÆJARBÍój - HAFNARFIRDI öli uppfinninga- f maður í illi og SÉóri Sýnd kl. 7. i Sími 9184. | HAFNARBÍÓj i IViIs Poppe-syrpa f | Sprenghlægileg skopmynd. I Bráðfyndin frá upphafi til i enda. Þetta eru skemmtileg- i ustu kaflarnir, sem hinn ó- f viðjafnanlegi skopleikarl, i Nils Poppe, H sem kallaður hefir verið | Chaplin Norðurlanda, hefir | leikið. Hann vekur hressandi \ hlátur hjá ungum sem göml- 1 um. Sýnd kl. 5, 7 og 9. C Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Síml 5833 Heima: Vitastig 14 0 e Utvarps viðgerðir I Radiovinmmtofnn I VELTUSDNDI I. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslcnzk frí- _ merki. Ég sendi yður um ji hæl 200 erlend frímerki. | JÓN AGNABS Frimerkjaverzlun, ■ P. O. Box 356. Reykjavfk. vV ÞjÓDLEIKHÚSID litíll Kláus og f Stóri Kláus | Sýning í dag kl. 17.00. | 2. páskadagur: Litli Kláus otj Stóri Kláus Sýning kl. 15.00 i Pess vegna skiljum \ við Sýning kl. 20.00 Næst síðasta sinn. | Aðgöngumiðasalan opin 1 i virka d-aga frá kl. 13,15 til 20. f | Sunnudaga kl. 11—20. Síml | | 80000. 1 | Kaffipantanir í miðaselu. | Austurbæjarbíó | Helreiðin 1 Vegna fjölda áskoranna verð | ur þessi framúrskarandi | franska stórmynd sýnd aftur. | Bönnuð innan 16 ára. | Sýnd kl. 9. i GuUrœninginn Sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBÍÓl Og dagar homa (And now to morrow). I j Hin . margeftirspurða og i j heimsfrægá, ameríska stór- | j mynd, byggð á samnefndri | j sögu eftir Rachel Pield. Alan Ladd, Loretta Young, Susan Hayward. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BIÓ LokaS Næsta sýning 2. páskadag. Viðskiptalífið . . . (Framhald af 5. siðu) irkomulag var sett í góðum til- gangi. Það átti að tryggja lands mönnum nægar vörur og hag- stæða verzlun. Það fór samt fyrst að daga í landinu, þegar þjóðin fékk athafnafrelsi og verzlunarhöftin og verðlagseftir litið voru afnumin. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 98. DAGUR-—. (tripoli-bíó ISœturlíf í I s JVen? Yorh I (The Rage of Burlesque) | I s | Ný, amerísk dansmynd um | | hið lokkandi næturlíf, tekin | | í næturklúbbum New York- ] | borgar. Aðalhlutverk: Burlesque-drottningin | Ldlian White. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Prófessorinn (Horse Feathers). | Sprenghlægileg amerísk gam j | anmynd með hinum spreng I hlægilegu MARX-bræðrum. Sýnd ld. 5. j ELDURINN | gerir ekk* boð á undan sér. ] Þeir, sem eru hyggnlr, tryggja strax hjá ! SAMVINNUTRYGGINGUM Rányrkjan . . . (Framhald af 4. síðu) við stórskipabryggjuna og ennþá hefir hún ekki löndun- I artæki og ennþá er frystihús- ið ekki orðið áfast við aðgerð- ! arhúsið og reiknast . mér aö það baki eigendum fisks' Vinnslustöövar Vestmanna- eyja kostnað, sem nemi, mið- að við fiskmagn stöðvarinn- ar síðastliðin 2 ár, um 4—5 hundruð þúsund kr. á ári. | Við breytingu löndunar og j vinnslu á fiskinum mundi sparast kostnaður, sem nema j mundi 5—10 aurum á kg. og 1 ef landhelgisbreytingar í; framtíðinni ykju fiskimagn i veiðarfærin um 100%, þá fyrst er bátaútveginum borg- iö en fyrr ekki. 1 Vesturhúsum, 30. marz 1952, Helgi Benónýsson. Útvarpsstjoriim (Framhald aí 5. síðu verið í máli útvarpsstjóra, myndi margt breytast til bóta í embættishaldi hér á landi. Það er nefnilega miklu frem- ur venjan, að slík mál séu þögguð niður, en séu ekki lát- in ganga dómstólaleiðina eða afgreidd fyrir opnum tjöldum. T.d. varð fyrir nokkrum ár- um uppvíst um mikla sjóð- þurrð við opinbert fyrirtæki, sem einn af helztu forustu- mönnum Alþýðuflokksins veit ir forstöðu, en ekki er kunn- ugt um, að það mál hafi farið til dómstólanna. Það er frá slíkum pukursaðferðum, sem hættan stafar, en ekki frá þeirri málsmeðferð, sem mál útvarpsstjóra hefir sætt. X+Y. Baðstofuhjal (Framhald af 4. síðu.) íhugun er býsna ótrúlegt, hvað Haraldi Á. Sigurðssyni hefir tek izt vel á svo skömmum tíma að móta allar persónur leiksins og sviðsetningu. En hann hefir líka mætt ágætum samstarfsmönn- um, er hafa sannarlega ekki leg ið á liði sínu eins og hann sjálf- ur kemst að orði í forspjallsorð- um í leikskrá. — Leiksvið og all ur frágangur var vel og smekk- lega gert, bæði lýsing og leik- tjöld. Jæja, gott fólk, ég fer nú að hætta þessu rabbi, enda var ég nú á hraðri ferð, en eins og ég gat um áðan, vildi ég segja ykkur af þessari myndarlegu og vel útfærðu leiksýningu, sem er sem betur fer ein af mörgum í sveitum landsins nú til dags. Ég álít það stór menningarauka á allan hátt að þessari starfsemi sé haldið uppi og það er sann- færing mín, að þó að fólk, sem að þessu vmnur, verði að leggja á sig mikla vinnu og erfiði, þá er það líka mikil laun — ekki í peningum, heldur í þeirri gleði, sem alltaf fylgir því, að hafa fórnað einhverju af tómstund- um sínum í þágu félagsmála og náð þar árangri, sem oft má teljast ágætur miðað við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru. í guðs friði“. Bóndinn úr Árnesþingi hefir lokið máli sínu. Starkaður Útbreiðið Tímann En þegar hanr. varð sindursins var, stöðvaðist höndin. Hann horfði með fyrivlitningu á mannvesalinginn, sem lá við fætur hans. Nei — hann gat ekki ráðið slíkt afstyrmi af dögum — vesaling, sem ekki gat einu sinni beðið dauða síns uppréttur! Sparka honum fram af klettinum?... .Nei.... Það fó hrollur um hann, er Brynjólfur sneri andlitinu að honum. í mörg ár hafði hann ekki litið í augu þessa erkióvinar síns, og hann hafði ekki órað fyrir því, að augnaráð hans né andlit gæti verið svona hræðilegt. Andlitið var hrukkótt og al- þakið litlum, hvítum örum. Sítt og úfið hárið var úlfgrátt, og úr augum hans logaði stjórnlaust hatur. ,;Vægðu mér, Magnús — þyrmdu lífi mínu....“ Röddin var veik og hlöktandi. Brynjólfur skreiddist á hnén og mjakaði sér örlitið nær Magnúsi. Lasburða líkami hins ógæfu- sama manns nötraði, er hann spennti greipar. „Fyrirgefðu mér, Magnús....vertu miskunnsamur... .við erum fóstbræður....“ Magnús stóð prafkyrr. Hann hrópaði: „Forðaðu þér burt frá mér. Enn einu sirni mun ég þyrma lífi þínu, en....“ Meira gat hann ekki sagt. Allt í einu slengdi Brynjólfur sér að honum og þreif með vinstri hendinni utan um fætur honum. Árásin var svo óvænt, að Magnús riðaði við, og hnífurmn hraut úr hendi honum. Hann ætlaði að seilast eftir honum, en féll yfir andstæðing sinn, sem velti sér með hann fram að hamrabrúninni. Tryllingslegur hlatur hljómaði við eyra honum... . En á síðustu stundu áttaði Magnús sig. Sú stund var ekki enn komin, að freyðandi hafið undir björgunum syngi yfir honum liksönginn. Hann kreppti hnefann og laust honum af öllu afli í bólugrafið andlit Brynjólfs. Hann reiddi til höggs í annað sinn og sló aftur. He’tt blóð vall um krepptan hnefann. Brynjólfur reitti enn öllunj kröftum til þess að velta sér fram af hamrinum með herfang sitt. En leikurinn var ójafn. Tryllt jötunaflið sigr- aði hiö skefjalausp. hatur. Öskrandi af bræði hóf Magnús Brynjólf á loft og þeytti honum fram af brúninni. Hann kastaðist í stór- um boga út í loftið og hvarf. Magnús var viti sínu fjær. Hann þreif hnífinn og fleygði honum á eftir Brynjólfi. Síðan stóð harn um stund gleiðfættur og starði niður í djúpið. Hann strauk hendinni um ennið og fann, að blóðið klíndist við andlit honum. Það setti snögglega að honum megna ógleði, og hann lét fallast nSur á klettinn, eina eða tvær álnir frá brúninni. Allt rann í þoku fyrir augum hans. Brimhljóðið við ströndina varð að lágu gjaifri, og hann kreppti fingurna um steinörðu, er hann náði til. Brvnjólfur var að draga hann upp á bjargið þar sem nann hafði hrascð og hékk í lausu lofti.... hann kleif syllu af syllu með þungan stein í fanginu... .hann nísti hinn góða hníf Brynjólfs í hendi sér....árin reið í höfuð fóstbróður hans, og skelfd grindin iamdi blóðugan sióinn með sporðunum.... Og formæling neðan úr djúpinu hljómaði í eyrum hans-... Hann neri augun. Hann var að átta sig. Um stund sat hann kyrr á klettinum og hlustaði á brimniðinn. Svo reis hann á fætur, eigraði fáein skvef og renndi augunum yfir fjörðinn. Yfir höfði hans svifu máfarnir gargandi.... Það var Uðið á nótt, er hann kom aftur til Þórshafnar. Heini cg Jakob sváfu en flestir skipsmanna sátu að þjóri í verzlunar- búðinni. Fáeinir varðmenn stóðu á þiljum „Svansins“. Magnús gekk beint til káetu sinnar og lagðist fyrir. Hann læsti höndunum aftur fyrir hnakkann og starði í myrkrið. Svefnfrið fékk hann ekki. Brynjólfur var dauður....og Kolbeins var hefnt. Það var ekki nema réttlátt. Nú átti hann aðeins sakir við Jóhannes post- ula. í tuttugu ár iiafði þeim reikningsskilum verið skotið á frest. Hinn ríki og virti kaupmaður vissi ekki, hvað beið hans. Hann sigldi nú hlöðnu skipi út sundið í áttina til Nolseyjar. Skútan lá djúpt í sjó og lítil segl voru uppi, svo að ferðin sóttist seint. Meiri segl átti ekki að draga upp, fyrr en komið væri á m'óts við Skálavík. Skipvevjar voru flestir undir þiljum, þar sem þeir höfðu safnazt saman við ánker af þýzku öli. Þeir voru gemsmiklir og hlógu mikinu, því að hinn sterki drykkur var farinn að hrífa. Sjálfur hvíldi Jóhannes postuli í káetu smni. Hann hafði iineppt frá sér flauelskuflinum, og sverð hans og silfursneitt belti lá á káetugólfinu. Drykkjuglaum skipsmannanna heyrði hann varla. Það -ék bros um varir hans, og honum fannst hann eiga það skilið að láta fara vel um sig. í meira en tvö dægur höfðu vörur verið fluttar í skip hans, og allan þann tíma hafði bann sjálfur verið á varðbergi. Hann hafði gætt þess, að hin hjaltlenzku merki væru brennd á allar tunnur, haft auga með bví, hvernig skip:ð var hlaðið og skrifað af mikilli kostgæfni hin fölsuðu farmskírteini. Hann vissi, að lítilfjörleg mistök gátu kostað hann skip og farm. Stríðsskip Danakonungs voru að vísu sialdhitt á þessmn slóðum, en alltaf gat þó borið við, að þau kæmu. Þá var eins hyggilegt að fórna dálitlum svefni. Og það rann í brjóstið á hinurr. glaða, en þreytta kaupmanni.... | Hann hrökk npp, er skipið hnykktist tú Hann lá kyrr örlitla stund. Hvaða hár^yst var þetta? Hann reis upp við dogg, og hugs- | aði drykkjuhundunum þegjandi þörfina. Það var ekki hægt að sofa fyrir háreystinni.... Snögglega spratt hann á fætur. Hvað var þetta? Vopnaglamur? Hann lagði við hhistirnar. Vopnaglamur, hróp og eggjanir! Það var barizt á þilfarinu. Hann var glaðvaknaður. Það hafði verið gerð uppreisn á skipinu, og hann ætlaði að skakka þann leik cvægilega. Hann blótaði hroðalega, hrifsaði sverð sitt og hratt upp káetuhurðinni. En hann staðnæmdist snögglega, er hann sá yfir þilfarið. Jesús Kristur! Við hliðina á skipi hans lá ókunnugt skip, og margir drekar fastir í reiðanum. Á hinu ókunna skipi var hollenzkur fáni við hún — það gat þá ekki verið danskt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.