Tíminn - 24.04.1952, Page 6

Tíminn - 24.04.1952, Page 6
 6. TÍMINN, fimmtudagí'nn 24. apríl 1952. 92. blað. seeeceoec ilðO Sumardagurinn fyrsfi 1952 Háfíðahöld „Sumargjaíar64 tJtiskemmtanir Kl. 12.45: Skrúðganga barna frá Austurbæjarskólanum og Melaskólanum að Austurvelli. Lúðrasveitir leika fyrir skrúð- göngunum. Kl. 1.30: Séra Emil Björnsson talar af svölum Alþingishússins. Að lokinni ræSu leikur lúðra- sveit. Sölustaðir Suraargjafar eru: f Listamannaskálanum, Grænu borg, Barónsborg, Drafnar- borg, Steinahlíð og Söluturn- inum á Hlemmtorgi. BlaSið kostar kr. 5.00, en merkin kr. 5.00 og 10.00, og verða þau einnig afgreidd fyrsta sumardag á sömu stöðum frá kl. 9 árdegis. Aðgöngumiðar að öllum skemmtununum nema Litla Ivláusi og Stóra Kláusi verða seldir í Listamannaskálan- um frá kl. 10—12 fyrsta sumardag. Aðgöngum. að kvöldskemmtun ísl. leikara kosta 25.00 kr. Aðgöngum. að dagskemiutun- um kosta kr. 5,00 fyrir börn og kr. 10,00 f. fullorðna. Aðgöngum. að danslekjunum kosta 15.00 kr. Óseldir aðgöngumiðar að dans- skemmtununum verða seid- ir í húsunum sjálfum við innganginn. Inniskemnitansy: Kl. 1.45 í Tjarnarbíó: Lúðrasveitin „Svanur“ leikur: Stjórn. Karl O. Runólfsson. Látbragðsleikur: Nemendur úr Leikskóla Ævars Kvaran. Gamanvísur. Samleikur á tvær fiðlur: Mar- grét Ólafsdóttir og Sigrún Andrésdóttir. (Yngri nem. Tónlistarskólans). Söngur: Telpur úr gagnfræða- skólanum við Lindargötu. Jón ísleifsson stjórnar. Kvikmynd: Viggó Nathanaels- son sýnir. KI. 2 í Sjálfstæðishúsinu: Kórsöngur: Átta til niu ára drengir úr Melaskólanum. Stjórnandi Guðrún Páls- dóttir. Einleikur á píanó: Hlíf Sam- úelsdóttir. Leikþáttur: Börn úr 8 ára H Melaskólanum. Látbragðsleikur: Nemendur úr Leikskóla Ævars Kvaran. Samleikur á fiðlu og píanó: Sigrún Andrésdóttir, fiðla, Syb. Urbancic,í-pianó. (Yngri ncm. Tónlistarskólans). Uppléstur: Þorst. Vilhjálms- son, 10 ára, úr Melaskólan- um. Kl. 2,30 í Austurbæjarbíó: Leikið fjórhent á píanó: Erna og Auður Bagnarsdætur. (Yngri nem. Tónl.skólans). Sjónleikur: Álfarnir og ferða- maðurinn. Börn úr 12 ára A, i Austurbæjarskólanum. Einsöngur: Ólafur Magnússon frá Mosfelli. Söngur með gítarundirleik: Stúlkur úr gagnfræðaskólan- um við Hringbraut. Leikþáttur: Tvö börn úr 11 ára D í Austurh.skólanum. Samleikur á tvær fiðlur: Ásdis Þorsteinsdóttir og Einar G. S v c i n b }< i r hss o n. Samleikur á fiðlu og pianó: Einar G. Sveinbjörnsson, fiðla, Sybil Urbaneic, píanó. (Yngri ncm. Tónl.skólans). Leikþáttur: Kennsíustundin. Nem. úr IÝvennaskólanum sýna. Kvikmynd. Kl. 2 í Góðtemplarahúsinu: Einleikur á píanó: Jónína H. Gísládóttir og Árni Eynnind- arson. (Yngri nem. Tónlist- arskólans). Sjónleikurinn Happið eftir Pál J. Árdal, leikstjóri Klemens Jónsson, leikari. Kl. 4 í Góðtemplarahúsinu: Þrír smáleikir: a. Keruislustundin; þýtt bef- ir Hannes J. Magnússon. b. Sitt sýnist hverjum. c. Gleraugun bennar ömmu. Gamanvísur. Söngur með gítarundirleik. Samleikur á selló og píanó. Ungtemplarar í Beykjavik sjá um skemmtunina. — Ágóð- inn rennur til Sumargjaíar. Kl. 3 í Iðnó: Einleikur á píanó: Soffía Lúð- viksdóttir. (Yngri nem. Tón- listarskólans). Leikrit: Sæbjört. Nemendur 12 ára B Melaskólanum. Samleikur á fiðlu og píanó: Ásdís Þorsteinsdóttir, fiðla, og Emelía Eorange, pianó. (Yngri nem. Tónl.skólans). Danssýning: Nemendur Rig- mor Hanson. Smá leikrit: Stjórnandi frú Svava Fells. Kl. 3 í Hafnarbíó: Nemendur úr uppcldisskóla Sumargj. og Starfsstúlkna- fél. „Fóstra“ sjá um skemmt- unina. Kynning. Samsöngur barna. Sjö kafandi andarungar. Hringdansar. (4—5 ára börn). Sögð saga af kettinum Brandi. Söngur barna. Hringdans. (3 ára börn). Brúðuleikur. Fjöldasöngur. Skemmtunin er einlaim fyr- ir börn á aldrimim 3ja til sjö ára. Kl. 3 í Garnla Bíó: Einleikur á píanó: Jóbanna Jó- hannsdóttir. (Yngri nem. Tónlistarskólans). Danssýning: Nemendur Rig- mor Hanson. Samleikur á fiðlu og píanó: Rut Ingólfsdóttir, G ára og Þorgerður Ingólfsd., 8 ára. Leikþáttur: I ke.nnslustofunni. Börn úr 1 ára B Auslurbæj- arbarnaskólaiuim. Samleikur á fiðlu og píanó: Margrét Ólafsdótlir, fiðla, og Kristín Ólafsdóttir, píanó, (Yngri nem. Tónl.skólans). Leikþáttur: Flakkarinn og lög- reglustjórinn. Börn úr 12 ára B Austurbæjarb.skólanum. Samleikur á fiðlu og píanó: Katrín S. Árnadóttir, fiðla (Yngri nem. Tónl.skólans), og Árni Björnss. leikur undir Látbragðsleikur: Börn úr 12 ára B Austurbæjarskólanum. Spánskur dans og pólskur marsúkki: Tclpur úr 12 ára B Austurbæjarb.skólanum. Kvikmynd: Teiknimynd. Kl. 3 í Stjörnubíó: Iþróttakvikmyndir á vegum Frjálsíþróttasamb. fslands: Frá Ólympíuleiluinum i Ber- lin 193C. Frá Ólympíuleikunum í London 1948. Keppni Norðurlandanna við Bandarikiu í Osló 1949. T.aiýlskeppni íslendinga og Dana 1950. Lamlskcppni ísíendinga, Dana og Norðmanna 1951. Brynjúlfur Ingólfsson og Jó- bann Bernbárd skýra riiýnd- irnar. fivikmyndasýnmgas': Kl. 5 í Gamla Bíó Kl. 9 í Stjörnubíó KI. 9 í Austurbæjarbíó Kl. 9 í Hafnarbíó Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 e. b. Venjulegt verð. Leiksýningar: KI. 2 í Góðtemplarahúsinu: Happið: Sjónieikur eftir Pál J. Árdal. I.eikstjóri Klemens Jónsson. Kl. 2 í Þjóðleikhúsinu: Litli Kláus og Stóri Kláus, cftir H. C. Andersen. Aðgöngumiðar í Þjóðleikluis- inu frá kl. 1.15 e. h. Kl. 8,30 í Sjálfstæðis- húsinu. Kvöldskemmtun: Félag isl. leikara. Kynnir Haraldur Á. Sigurðsson. Dans lil kl. 1. (Félag íslenzkra leikara gef- ur Snmargjöf þessa skennnt- un). Dansskemmtanir Kristján Sigurðsson frá Brúsa j stöðum hefir kvatt sér hljóðs um atomljóð: „Ég hlýddi í gær á kappræð ur í útvarpinu, sem Stúdenta- ! félag Reykjavíkur efndi til, og var umræðuefnið; „íslenzk ljóð list í dag“.. En útvarpstæki mitt' var í nokkru ólagi, og eyru mín' orðin gömul, svo að ég naut þessa miður en skyldi. j Umræðurnar virtust mér pruð í ar og mörg ræðan snjöll. En j ekki var deilt um „keisarans skegg“, því að meira greindi ræöumenn á en svo. Hitt er sönnu nær, að deilt hafi verið' um ,nýju fötin keisarans”, því að , jafnan kemur mér sú saga í hug,1 þá hér eru á boðangi hin svo- j nefndu atomljóð. Skyldleikinn lýsir sér í hinu óraunhæfa hjá hvoru tveggja. Svo sem kunnugt er, hefir frá 1 ómunatíð það eitt verið kallað, ljóð, sem fyrst og fremst er byggt upp af stuðlum og höfuð- stöfum, og sýnist engin skyn- samleg ástæða til þess að brjóta þá málvenju, — og sé annað nefnt ljóð og farið með það sem slíkt, hefir það löngum valdið athlægi. Hitt órímaða, sem nokkrir menn nú vilja kalla ljóð, getur þar fyrir verið skáldlegt og ljóð rænt svo sem það er orðað, en aldrei ljóðin sjálf. Og virðist þetta svo samgróið málkennd vorri, að jafnvel lítil börn rata sem af eðlisávísun á það, hvað vísa er, hafa t.d. hitt á það að fella saman hendingar og jafn vel stuðlað. f nefndum umræðum hefði mátt leggja meiri áherzluþunga á þann reginmun, er felst í því að læra, muna og hafa jafnan tiltækt hið rímaða mál eða ó- rímaða. j Skyldu vera margar þjóðir, sem kunna slík ógrynni ljóða, sem íslendingar? Ég held ekki. Og er það ekki einmitt vegna þess, að við eigum gullnámu, þar sem er vort fagurrímaða mál. Það er hið háttbundna hljóðall þess og hrynjandi, er gerir oss það svo nærtækt. Ljóð ið og stakan er komin fram á! varir vorar áður en af er vitað. Sjómaðurinn syngur og kveður í kapp við hafsins raust, bónd- inn, er hann fer að fé sínu. Gangnamenn blanda með þeim geði, þá húmar að kvöldi á heið j | um uppi. Mörg kemban var áður j i spunnin af meira kappi fyrir. þeirra tilstilli. Og móðirin vagg ar barni sínu í blund við sam- stilltan yndiskUð Ijóðs og lags. Þegar svo væri komið, að allt rím væri þurrkað út, sé ég ekki fram á annað en að við yrðum að syngja bara la, la, la, því að mér virðast atomljóðin, sem þá eiga að vera komin til virðingar, muni ekki fara sérlega vel í söng, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Enn fremur skal á það bent, að rímuðu ljóðin, sem lifa á vörum vorum og eru oss tiltæk hverja stund, geta fært oss æ nýjan skilning á ráðgátum lífs ins, minnt oss á sannindi og siðalög, sem oss er hollt að muna. Verið þannig eins kon- ar Draupnishringar, er aðrir geta dropið af, og þann veg fært oss aukinn þroska og mann dóm. Ég; hygg einnig, að oröaforði tungunnar vaxi og þróist betur við sköpun Ijóða* en hins rím- lausa máls, því að rímuðu ljóði fylgir það, að leita verður lengra til orða, sem falla haglega inn í erindið af því að það er hnit- miðað. Einnig kallar ljóðið eft- ir meiri leit glæsilegra kenn- inga, svo að fram komi smekk- leg nýsköpun. Nú eru gömlu rímurnar, sem. voru þó á sínum tíma þjóðar- innar „ljós í lágu hreysi“, úr sögunni, þótt að vísu lifi nokkr- ar ódauðlegar stökur. En með rímunum hefir einnig horfið mesti fjöldi íslenzkra orða, þar sem var kenningamergðin. Og þótt margar þeirra væru ósmekk legar og hefðu lítið gildi, þá sýndu þær, hve ljóðformið þróaði nýyrðasmíðina. Ég vii nú leyfa mér að sýna hér eitt hinna svonefndu atom- ljóða, úr bókinni „Þorpið“ eftir Jón úr Vör, og hefir þvi verið talið til gildis, að það „sýriir vel hið einfalda, látlausa form og uppsetningu, sem er styrkleikur Jóns“. Kvæðið heitir „Stóri- steinn“ og hljóðar svo: Við gráan stein fyrir austan túngarðinn undum við glöð reittum blöðkur og grös og höfðum fyrir hey og vorum jafnvel að hugsa um að verða álfar og búa í steini. En við urðum stór, fórum út í heim eða bjuggum alla okkar daga í sömu byggö. „Og börnin kalla steininn alltaf Stórastein. Okkur finnst hann muni hafa sokkið hálfur í jörð, en líklega hefir hann aldrei ver- ið stærri en þetta.“ Svo mörg eru þau orð. Skáld- ið dregur hér fram, blæfagrar æskumyndir um leiki barnsins og hugmyndir og hversu lífið skiptir um svip með árunum. En svo er hér einnig til samán- burðar vísa tekin úr kvæði eftir Gísla Ólafsson skáld, ort i svip- uðum anda: „Nú er ekkert eins og fyrr á öllu sé ég muninn. Liggja týndir leggirnir, litli bærinn hruninn.“ Formælendur atomljóða vilja (Framh. á 10. síðu). í Heimskringlu er skýrt frá því, að frú MARIA NELSON, kona Thorlaks Nelson hafi látist 18. marz s.l. að' Lundar og var jarðsett að Lundar 22. s.m. Slaghljémsveit: Biirn úr Mela- skólítnutíi; sljórnandi Gúð- rún Pálsdóttir. Danssýning: Ncmcndur Rig- mor Hanson. Einleikur á píanó: Þorkell Sig- urbjörnsson. (Yngri nem. Tónlistarskólans). Islenzkar litkvikmyndir: Vig- fús Sigurgeirsson sýnir. KI. 3 og Id. 5 í Nýja Bíó: Kvikmyndasýningar: Aðgöngu mrðar seldir frá kl. 11 f. li. Venjulegt verð. Kl. 3 í Tjarnarbíó: Kvikmyndasýning: Aðgöngu- miðar seldir frá ltl. 11 f. li. Venjulegt verð. verða í þessum húsum: • j Breiðfirðingabúð • Alþýðuhúsinu • > Röðli : • : (S.G.T. sér um skemmtunina). • j DANSSKEMMTANIRNAR • i hefjast allar kl. 9,30 og • standa til kl. 1. f ...................••••••••..>••••••••.....•••••••••••••••••«;: ÁSKRIFTARVERÐXÐ 15,00 KRÓNLR Á MÁNUBI. TllIIIW Maðurinn minn og faðir okkar ÁSMUNDUR JÓNSSON frá Stóru-Borg í Grímsnesi lézt að heimili sínu, Hverf- isgötu 58, í fyrradag. Sigríður Magnúsdóttir, Aldis Jóna Ásmundsdóttir, Magnea Ásmundsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.