Tíminn - 29.04.1952, Side 6

Tíminn - 29.04.1952, Side 6
i. TÍMINN, þriðjudagmn 29. apríl 1952. 95. blað. LEBKFÉIA6 Frumsýning Djúpt liggja rœtur l eftir J. Gow og A. D’Usseau.! Þýðandi: Tómas tíuðmundss. j Leikstj.: Gunnar R. Hansen. j Sýning annað kvöld kl. 8. j Aðgöngumiðasala í dag kl. j 4—7. Sími 3191. j M s Maðurinn frá Texas (The untemed Breed) Bráðskemmtileg og spenn- andi ný amerísk mynd í lit- um. Sonny Tufts Barbara Britton Georg Hayes Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA BIO Keðjudans ástarinnar („La Ronde“). Aðalhlutverk: Simone Simon, Fernand Gravey, Danielle Darrieux og kynnir Anton Walbrookk. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO - KAFNARFIRÐX Cyrano de Bergerac Stórbrotin, ný, amerísk kvik mynd eftir leikriti Edmonds Rostand um skáldið og skylm! ingameistarann Cyrano de Bergerac. Myndin er í senn mjög listræn, skemmtileg og spennandi. Aðalhlutverk: Jose Ferrer (Hlaut verðlaun, sem bezti i leikari ársins 1951 fyrir leikj sinn í þessari mynd). Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. j ELDURINN! gerir ekk< boð á nnðan sér. | Þeir, sem eru hyggnlr, tryggja strax hjá SAMVIMNUTRYGGIHBUM Ragnar Jónsson hæs'taréttarlögmaður Laugaveg 8 — Sími 7752 Lögfræðistörf og eignaum- sýsla. HAFNARBÍÓ Leyfið ohteur að lifa Efnismikil og hrífandi þýzk mynd um Gyðingaofsóknir í Þýzkalandi, byggð á sögu, er Hans Schweikart samdi um örlög þýzka kvikmyndaleik- arans Joachim Gottschalek. Ilse Steppat Paul Klinger Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. \f Íil > WODLEIKHUSID | SINFÓNÍUTÓNLEIKAR | í kvöld kl. 20,30. | Stjórnandi: Olav Kielland. I 1 Skólatónleikar Sinfóníuhljóm 1 | sveitarinnar miðvikud. kl. 14. | | Stjórnandi: Olav Kielland. | f „Tyrkja-GuddaSi | 1 Sýning miðvikud. kl. 20. | | Bannað börnum innan | 1 12 ára. I Litli Kláus og Stóri Kláus | Sýning fimmtud. kl. 15,00. | I „íslundshluhUan6i f | Sýning fimmtudag kl. 20. | i Aðgöngumlðasalan opln alla | I virka daga kl. 13,15 til 20,00.1 | Sunnudaga kl. 11—20. Tekið f | á móti pöntunum. Sími 80000. 5 I Ansturbæjarbíó J f Kvennaljóminn I (Livet í Finnskogarna) | Áhrifamikil ný, sænsk stór- | I mynd, sem jafnað hefir verið | | við myndirnar .Mýrarkots- | 1 stelpan" og „Glitra daggir, I | grær fold“. — Danskur texti. = Aðalhlutverk: Carl-Henrik Fant, Sigbrit Carlson. Sýnd kl. 7 og 9, Þrýstilofts- flugvélin Sýnd kl. 5. iTJARNARBÍOj FAVST | (Faust and the Devil) i i 5 | Nú eru allra síðustu forvöð i i að sjá þessa afbragðsmynd. 1 f_____ Sýnd kl. 9. ________________| s S i Ljónynjan i i (The Big Cat) | Afarspennandi og viðburða- | rik brezk mynd í eðlilegum | litum. Myndin sýnir m.a. bar | daga upp á líf og dauða við | mannskæða ljónynju. i Aðalhlutverk: Lon McCallister Peggy Ann Gamer s Sýnd kl. 5 og 7. GAMLA Bf ’Ó Miðnœturhossinn (That Midnight Kiss) með Mario Lanza. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. Fjaðrirnar fjórar Sýnd kl. 5. jTRIPOLI-BÍÓ Morgunblaðssagan: | Ég eða Albert Band | Afar spennandi, ný, amerísk | kvikmynd, gerð eftir sam- | nefndri skáldsögu Samuels 1W. Taylors, rem birtist í | Morgunblaðinu. Barry NePson, Lynn Ainlcy. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. f. Ex*lent yfirlií (Framhald aí 5. slðu) ari framkvæmdir í sambandi við þá lánveitingu. Til þess að hafa fjármagn til lánveitinga verður bankinn sjálfur að taka fé að láni og á síðasta ársfjórðungi var í fyrsta skipti fengið kanadískt dollaralán. 15 milljón dollara lán var boðið út og seldust skuldabréfin upp á skömmum tíma. 137.000 Evrópumenn flytja út í ár. Eftir að Alþjóða flóttamanna stofnunin IRO var lögð niður,' var stofnuð sérstök alþjóða- nefnd til þess að sjá um út- flutning flóttamanna frá Evr- ópu. Eftir eins mánaðar starf hefir nefndin þegar sent 9629 manns til annarra landa. Mestmegnis er hér um að ræða fólk, sem ekki var hægt að senda af stað áður en Flótta- mannastofnunin var lögð nið- ur, en nokkuð hefir einnig ver- ið flutt af venjulegum útflytj- endum. Nokkrar tölur gefa glögga mynd af því mikla starfi, sem unnið er í flóttamannamiðstöðv um Evrópu. Frá Þýzkalandi voru sendir 3828 manns, frá Austurriki 1255, frá ítalíu 271, frá Trieste 208 og frá öðrum löndum 149 manns. Bandaríkin eru ennþá það land, sem skotið hefir skjóls- húsi yfir flesta útflytjendur, eða samtals 7091 manns, sem fengið hafa ný heimili þar. Til Ástralíu fóru 1356, til Brasilíu 1000, til Kanada og annarra landa 182. Þessar tölur ná að- eins til útflytjenda á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. í síðastliðnum mánuði þurfti alþjóða-útflytjendanefndin að fjalla um mál 12 þúsund manna og formaður nefndarinnar, Dan inn Pierre Rasmussen, kveðst þess'fuílviss, að nefndinni muni takast að ná marki sínu á þessu ári, en það er að koma 137.500 útflytjendum frá Evrópu til Bandaríkjanna, Ástralíu, Kan- ada, Nýja Sjálands og Suður- Ameríku á þessu ári. 1 ti. Heimsframleiðslan setti met árið 1951. Framleiðslan í heiminum var í fyrra 12% meiri en árið 1950 og hvorki meira né minna en 75% meiri en 1937, að því er skýrt er frá í hagskýrslum S.Þ. fyrir síðastliðinn mánuð. Enda þótt framleiðslan hafi þannig aukizt verulega, er framleiðslu- aukningin í mörgum löndum minni en árið áður, og þá eink um á síðari hluta ársins. Öll lönd, sem gert hafa grein fyrir framleiðslu sinni, hafa þó getað aukið framleiðsluna míð- að við 1950. Ráðstjórnarríkin juku framleiðslu sína um 16% og Bandaríkin um 10%. Norður löndin juku einnig framleiðslu sína á árinu: Finnland um 18%, Noregur 5%, Svíþjóð 4% og Dan mörk 1%. Vestur-Þýzkaland hefir auk- ið framleiðsluna um 21%, Aust- ur-Þýzkaland um 22%, Pólland um 24% og Japan um 39%. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 110. DAGUR Ryksugur mikið úrval Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10 — Sími 2852 Tryggvagötu 23 — Sími 81279 „Þá skal ég vera búinn að tala við hann“, sagði hún afdrátt- arlaust. Hann leit brosandi á hana. „Hvers vegna berð þú mikla um- hyggju fyrir mér?“ Er hún svaraði ekki, lagði hann báðar hendur á axlir henni og leit fast í augu hennar. Hún titraði ofurlítið, en vék sér ekki undan. Hún dró andann ört, og hvíslaði; „Nei..... nei.... slepptu mér.“ „Já. Þegar þú hefir sagt mér, hvers vegna þú ert að hjálpa mér.“ Hún leit feimnislega framan í hann. „Ég.... ég veit það ekki. Ég hefi aldrei fyrr skipt mér af svona málum. En faðir minn sagði mér í kvöld af afrekum þínum í stríðinu í Hollandi, og þú hefir fyrstur manna komið fram við mig eins og konu en ekki barn....“ Hann dró hána þéttár að sér. Hún lokaði augunum og hallaði höfðinu dálítið aftur á bak. Það sá í mjallhvítar tennurnar á milli varanna. Fálmandi leituðu hendur hennar aftur með síð- um hans. Nei! Hann rétti úr sér ög hratt henni frá sér. Það væri grimmd- arverk að hafa þessa ungu stúlku að leiksoppi. Hún starði ringl- uð á hann, en hann tók utan um mitti hennar og leiddi hana þannig til dyra. „Ó, Magnús....“ Hann greip fram í fyrir henni: „Nei, Beatrice. Við skulum vera skynsöm. Flýttu þér nú til herbergis þíns, svo að Anna og faðir þinn verði ekki vör við ferðir þínar.“ Hann lauk upp og leit fram í ganginn. Svo ýtti hann henni fram fyrir og lokaði. Þetta gerðist allt í svo snöggri svipan, að hann áttaði sig varla'á því sjálfur. Hann gekk að glugganum og opnaði hann, hallaði sér út og andaði að sér svölu næturloftinu. Það var tekið að gola. úti á sundinu. Hann heyrði gjálfrið, er öld- urnar léku við fjörugrjótið. Hann bölvaði. Það hefði auðvitað ver- ið synd að afvegaleiða telpuna. En hann háði þó baráttu upp á líf og dauða, og þá báráttu gat hann ekki unnið án hennar hjálp- ar. Nú þóttist hún auðvitað vera ástfangin, og hún hefði glöð gef- ið honum meydóm sinn. En nei.... Hann hafði hagað sér eins og auli. Vorkennt barninu! Var Magnús Heinason vanur að. hugsa um slíkt? Hann slökkti ljósiri og lagðist í rúmið í öllum klæðum. Bláleitt tungisljósið flæddi inn í herbergið. Hann iét hendur hvíla undir hnakkanum og starði upp í útskorna loftbjálkana. Loks sofnaöi hann og þá dreymdi hann, að Valkendorf og Rogers dönsuðu umhverfis líkkistu hans, en Beatrice sló taktinn og klappaði sam- an höndunum. Þegar sólin kom upp yfir skánsku ströndina morguninn eftir, sigldu þrjú skip inn Eyrarsund. Fremst fór stríðsskip með alla stjórnarherrana innun borðs, og á eftir fór enska skipið „Þrír félagar" með sendiriefndina, Gert Rantzau og Magnús, en síð- ust var skúta Rantzau, er átti að flytja hann aftur til Helsingja- eyrar. Englendingarnir ætluðu að koma við á Hveðn hjá Tyge Brahe. Rantzau hafði oft verið gestur þessa fræga stjörnuspek- ings, og hafði mjög fnælt með því, að Rogers hitti hann að máli. Það var þess vert að sjá þær byggingar, sem þar höfðu veriö reistar, og sjálfur var stjörnufræðingurinn óvenjulegur maður, og þctt hann væri duttlungafullur, var hann ávallt í góð skapi, þegar merkir útlendtngar komu á hans fund. Magnús Heinason stóð á miðþiljum og studdi olnbogunum fram á borðstokkinri; Hann horfði þunglyndislega yfir til strand- ar Sjálands. Frá því árla morguns hafði hugur hans glímt við þann mikla vanda, hvernig hann gæti sloppið úr þessari úlfa- kreppu. Það gat orðið býsna erfitt, því að Valkendorf hafði veitt honum þann heiður áð láta tuttugu manna varðsveit fylgja hon- um. Það var að sönnu engin þrekraun að stökkva útbyrðis og synda til lands. En því miður höfðu Englendingar jafnan verið snarráðir sjómenn, svo að það var alveg víst, að hann yrði ekki kominn hálfa leið tíl lands, er þeir hefðu króað hann af. Þetta ráð var þess vegná ekki tiltækt. Skyldi Beatrice ekki bráðum koma upp á þiljur? Ef hún brást, var ekki í mörg hús að venda; Og það var ekki lengur á hana að treysta. Þannig fór jafnan, er heiðvirð og ástfangin jómfrú var forsmáð. Hann var einmitt'.áð hugsa um þetta, er stúlkurnar tvær leidd- ust yfir þilfarið. Hann heilsaði þeim virðulega. Beatrice var föl og vansvefta að sjá, en Anna þeim mun broshýrari. Hún hafði einmitt verið að skemmta Beatrice með sögum af norrænum víkingum. En Beatrice hlustaði af litlum áhuga á sögur henn- ar. Nú fylltist hún gremju, er hann virtist hlusta með athygli á það, sem Anna hgfði að segja. „Ég vona, að jungfrúin hafi sofið vel“, sagði Magnús og sneri sér að Beatrice, sem roðnaði mjög. „Ég þakka. Ég kvarta ekki“, sagði hún og horfði til lands. „Von- andi hefir þér einnig sofnazt vel.“ „Nætursvefninn var að vísu í stytzta lagi. En mig dreymdi vel. Mig dreymdi þig, jungfrú Rogers. Það var indæll draumur.“ Anna hló dátt, en Beatrice ieit reiðilega til hennar. „Þú veizt, að ég hefi höfuðvefk, og þoli ekki þessi sköll.“ Anna leit undrandi á hana, en hnykkti svo til hnakkanum og svaraði: „Þá skal ég ekki kvelja þig, barnið gott. Við getum talað saman, þegar höfuðverkurinn er batnaður." Síðan strunsaði hún brott. Magnús brosti við og mælti: „Það var leitt, að vinkona þín skyldi reiðast, jungfrú Rogers“. „Hún er sáttfús"; svaraði Beatrice og tók enn á ný að virða fyrir sér ströndina- Þau stóðu þarna um stund þegjandi. Magnús hafði þegar ráðið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.