Tíminn - 31.05.1952, Qupperneq 6

Tíminn - 31.05.1952, Qupperneq 6
TÍMINN, laugardaginu 31. maí 1952. 121. blað. Hamingjuéyjan | (On the isle of samoa) i Spennandi en uto leið yndis- | fögur mynd frá liinum heill- | andi suðurhafseyjum. Sýnd annan hvitasunnudag § kl. 5, 7 og 9._______I Nýtt Teiknhnyndasafn 1 Alveg sérstaklega skemmti- = legar teiknimyndir o. fl. Sýnd kl. 3. PIÓDLEIKHÚSIÐ NYJA BlOj FurSuleg brúðhtmpsför (Famíly Honeymoon) Fyndin og f jörug, ný, amerísk ; gamanmynd. Aðalhlutverk: j Claudette Colbert, Fred MacMurry. Sýnd annan hvítasunnudag j kl. 3, 5, 7 og 9. j Sala hefst kl. 1 e. h. BÆJARBIO - HAFNARFIRDI Kuuð. heit og blá j (Red, hot and blue) Bráðskemmtileg ný amerísk i gamanmynd. j Betty Hutton. Sýnd annan hvítasunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Sími 9184. . I I Myndin hefir ekki verið áður j sýnd í Reykjavík. HAFNARBIO Við hittumst á Broadtvay (Stage Door Canteen) Fjörug amerísk „stjörnu“- mynd, með bráðsmellnum skemmtiatriðum og dillandi músík. — í myndtoni koma m. a. fram: Gracie Fields, Katharine Hep burn, Paul Muni, George Raft, Ethel Waters, Merle Oberon, Harpo Max, Johnny Weissmuller, Ralph Bellamy, Helen Hays, Lori McCallister o. m. fl. Hljómsveitir: Benny Good- man, Kay Kayser, Xiver Cu- gat, Freddy Martin, Count Basie, Gay Lombardy. Sýnd annan hvítasunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. Söluskálinn Klapparstíg 11 hefir ávallt alls konar not- 5 uð og vel með farin hús- gögn, herrafatnað, harmon íkkur og m. fl. Mjög sann- gjarnt verð. — Sími 2926. ELDURINN ferir ekk< boð á nndan lér. Þeir, sem eru hyggnlr, tryfgja strax hjá SMIVINHIITIVCtlNGjlH I „Bfií ðuheiún II ð4 4 eftir Henrik Ibsen 1 Tore Segelcke annast leik- | stjórn og fer með aðalhlut- | verkið sem gestur Þjóðleik- | hússins. | Frumsýning miðvikudag 4. I júní kl. 20.00. — Önnur sýn- ! ing fimmtudag 5. júní kl. 20. | Aðgöngumiðasalan opin | virka daga kl. 13,15 til 20. | Sunnudaga kl. 11—20. (Lok- | að Hvítasunnudag.) Tekið á = móti pöntunum. Sími 80000. j Austurbæjarbío „Þú ert ástin mín eiu“ (My dream is yours) | Bráðskemmtileg og fjörug, ný | amerísk söngvamynd i eðli- |legum litum. Aðalhlutverk: 1 Hin vinsæla söngstjarna: Doris Day, | Jack Carson. | Sýnd annan hvítasunnudag kl. 5, 7 og 9. ! JLísu í Undralandi Hin ágæta barnamynd í fall egurn litum. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. TJARNARBÍÓ llr. MIISIC.; Bráðskemmtileg ný, amerísk söngva- og músíkmynd. Aðalhlutverk: Bing Crosby. , : Sýnd annan hvítasunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. : i 3- I -i GAMLA BIÓ Madame Bovary MGM-stórmynd af hinni frægu og djörfu skáldsögu Gustave Flauberts. Jennifer Jones, James Mason, Van Heflin, Louis Jourdan. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd annan hvítasunnudag kl. 5, 7 og 9. Það sheður margt j shrítið [ með Mickey Mouse og Donald ; Duck. Sýnd kl. 3. TRIPOLI-BÍÓ Maðurinn frá «- þehhtu reihi- stjörnunni (The Man From Planet X) Sérstaklega spennandi ný, amerísk kvikmynd um yfir- vofandi innrás á jörðina frá óþekktri reikistjörnu. Robert Clarke, Margaret Field, Reymond Bond. Sýnd annan hvítasunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. AMPER H.F, Raftækjavinnustofa Þingholtstræti 21 Slml 81556. Raflagnlr — YlðgerSlr Raflagnaefnl Erlent jfiplít (Framhald af 5. siðú.) I^estur hluti þess heróíns,1 sem selt er í Bandaríkjunúm, er", fyrst flutt til ítalíu frá Austur- ’ Iöndum. Á ítálíu ei' félagið j Mafia aðal-heróínsmyglarinn.; Leiðtogi þess glæpafélags er glæpakóngurinn Lucky Luci- anó, sem árið 1946 var gerður landrækur úr Bandarikjunum, sem óæskilegur útlendingur. Hann fór til föðurlandsins og skipulagði glæpafélag eftir am- erískri fyrirmynd. Á ftalíu er heildsöluverð á heroíni 1000 dollarar fyrir kíló- ið, en í New York 7000 dollarar. Heildsalarnir selja heróínið til verzlunarmanna, sem þynna það með mjólk og sykri að sjö áttundu eða átta níundu hlut- um. Þá er hvert kíló selt á 30.000 dóllara til nýrra miðlara. Þess- ir menn þynna „heróínið" þar til það inniheldur aðeins 3—8% hreint heróin. Neytendur fá það í hylkjum, er hvert kostar einn dollar. Smásalarnir fá 25 hylki fyrir þrettán dollara. Þeir hafa því nær því 100% hagnað. Hið endanlega verð til neytenda er um 200.000 krónur fyrir kílóið. Smásali getur selt um 700 hylki á dag og ágóðinn orðið 300— 400 dollarar eða meira. Hér er átt' við þá, sem fara um allt til þess að selja hylkin. Baráttan við smyglaranna. Það er unnið markvisst að því, af eiturlyfjasölum, að fjölga stöðugt fórnarlömbum. Með öðrum orðum venja fleiri og fleiri á eiturlyf, og láta þá vinna fyrir því, sem þeir nota á þann hátt að selja nýjum og nýjum mönnum — einkum ung lingurn — þessa hættulegu vöru. Ungt fólk er nýjungagjarnt og forvitið. Það er .því gott að leiða í freistni. Heild$ajarnir eru ekki heróínistar. Þeir lifa sómasam- legu lífi, að því er séð verður. Þeir stunda kaupsýslu, t.d. bíla- sölu eða fasteignasölu. Álitið er, að heróín sé árlega selt í New York fyrir 100 milljónir dollara og að fjórði hver heró- ínisti, af þeim, sem eru í Banda ríkjunum, sé í þessari borg. Mikið er unnið gegn eitur- lyfjasölu í Bandaríkjunum. Fé- lagið „American Legion“, sem telur fjórar milljónir meðlima, hefir lagt hönd á plóginn, og orðið töluvert ágengt. Blöðin birta oft greinar gegn eitur- lyf j aglæpmennskunni. En það er við ramman reip að^ draga, þar sem eiturlyfja- þorpararnir eru. Mikil upplýs- ingastafsemi er rekin meðal æskulýðsins, einkum skólanema um skaðsemi eiturlyfja. Þá er meðferð þeirra, sem forfallnir eru í eiturlyf, miklu mannúð- legri en áður var. í stað þess að láta þessa sjúklinga í fangelsi eða geðveikrahæli, eru þeir látn ir i hressingarhæli og lækninga stöðvar fyrir eiturlyfjaneytend ur. En mestum árangri búast menn við af lagabreytingum við víkjandi refsingum fyrir eitur- lyfjasölu. í Illinois hafa verið samþykkt lög, sem ákveða þyngri refsingu fyrir sölu eitur- lyfja en áður var. Viðurlög fyrir þvílík afbrot voru hlægilega lít- il. Refsingin var venjulega átj- án mánaða fangelsi, eða minna. En þvílíka refsingu óttaöist eng inn glæpamaður. Dómarar í Bandaríkjunum eru farnir að dæma harðari dóma í eiturlyfja glæpamálum en áður var. Fyr- ir skömmu hefir dómari í Chic- ago dæmt eitursala í fimmtán og tuttugu ára fangelsi. Byggði hann þessa dóma á refsilöggjöf Illinois-ríkis, eða hafði hana til hliðsjónar. Og sambandsdóm- stóll í New York hefir kveðið upp fimmtán ára fangelsisdóm fyrir: eiturlyfjasmygl. Þungar refsingar bezta vopnið " gegn smyglurunum.r : Glæpamenn bera saman hagn aðinn af glæpum og refsingar þær, sem menn eiga á hættu, ef upp kemst. Reynist viss teg- Vicki Baum: Frægðarbraut Dóru Hart s$$s$s$ss$$ss$s$ís5s«ssssssss$ssss$sssís<s$$sssss 14. DAGUR „Hvaö var það“? spurði hún og hætti áð leita áð skráargatinú með lyklinum. „Ég verð áður en langt líður að taka ákvörðun um það, hvort ég á að láta gera þessa styttu eða ekki“. sagði hann fastmæltur og lagði sérstakan þunga á orðið „ég“. Dóra gerði tilraun til að vera ofurlítið ástleitin. Auðvelt var það ekki. Hún hafði ekki lært slíkt heima í Bingham og New York hafði ekki kennt henni það enn. „Ég er viss urn, að þér munuð panta þessa styttu", sagði hún og brosti íbyggnu brosi til Bryants. Hann var á hæð við Basil en miklu þyngslalegri og gildvaxnari. „Vitið þér það, að nú hafiö þér gefið mér loforð?“ sagði hann glaður. Dóra hélt dauðahaldi í bros sitt eins og það væri hlutur gerður úr tré. Bryant laut að henni. Bitra lykt af tóbaki og á- fengi lagði af vitum hans, en kossinn, sem hann þrýsti á varir hennar, var ekki teljandi frábrugðinn ögrum kossum, sem hún hafði þegið. Og þegar hún var lögzt fyrir í rúmi sínu, undraðist hún það stórum, að varir hennar skyldu geta fundið unað í því, sem til- finninga hennar og hjarta fyrirlitu. ★ ★ ★ Nemiroff rétti síöasta gestinum handklæði. Þessi ölvaði maður lá þarna á stólnúm eins og hnefaleikamaður, sem hefir fengið rot- högg. Maðurinn þerraði hendur sínar, kastaði dollar í öskubikar- inn á borðinu, tók undir hendur ölvaða mannsins og dró hann út í forstofuna í áttina til salernisins. Þá voru allíf gestirnir farnir, en eftir var aðeins óreiða og reykur þarna í neðanjarðar- hvelfingu „Casino de Paris“. Nemiroff blístraði dægurlagið, sem leikið hafði verið inni í dans- salnum fyrr nokkrum mínútum. Nú var hljómsveitin loks þögn- uð, og það var sannarlega kominn tími til þess. í „Casino de París“ var klukkan ætíð orðin fjögur áður en síðustu gestirnir fóru. Nemiroff færði sig hægt úr hvíta jakkanum. Slíka flík hefði svertingi í raun og veru átt að bera, því að þjónustan í karl- mannasalerninu var starf, sem oftst var unnið af svertingjum í þessu landi. En hvítir menn þurfa líka að lifa, hugsaði Nem- iroff. Gaston opnaði dyrnar og kallaði: „Ertu búinn?“ „Já, þakka þér fyrir, góða nótt“, kallaði Nemiroff þegar aftur. Gaston var yfirþjónn og var kynlega vmgjarnlegur við Nemiroff, líklega af því að hann gat talað frönsku við hann. Hér niðri var andrúmsloftið hræðilegt. Nemiroff hellti úr þjórfjárskálinni og lét peningana í vasa sinn án þess að telja þá. Honum fannst þess- ir peningar viðurstyggilegri en allt annað, sem hann snerti. Þegar út á götuna kom, dró hann andann djúpt að sér. Fyrsti keimur vorsins lá í loftinu. Einhvers staðar uppi í fjöllunum var snjórinn tekinn að þiðna, og snjóskriður féllu niður brattar hlíðar. Hann stóð þarna um stund og raulaði rússneskt lag, það var lag, sem rússneskir skógarhöggsmenn höfðu áður sungið við varðeldinn. Hann hafði lært það í útlendingahersveitinni. Stund- um sótti að honum undarleg heimþrá og löngun eftir Sviss og hinum rótlausu árum í Marokko. Þarna kom eitthvert risadýr fyrir hornið og staðnæmdist framan við Nemiroff. Hann hafði samið um það við manninn á götusópvélinni að aka sér spöl- korn um leið og hann færi heim. Til endurgjalds sagði Nemiroff honum gamansögur. Maðurinn óttaðist alltaf að sofna á vél- inni, því að.hann var óvanur næturvinnu. En meðn Nemiroff sat við hlið hans og sagði sögur, var hann glaðvakandi. Frá horninu á 48. gotu varð hann að ganga heim, því að lengra fór götusóparinn ekki. Hann gekk hægt og staðnæmdist hjá lög- regluþjóninum á næsta götuhorni. Hann hafði nú gegnt neðan- jarðarstarfi sínu í „Casino de París“ í tvo mánuði og var far- inn að þekkja næturhrafnana í þessu hverfi. „Hvernig líður drengnum þínum?“ sagði hann við lögreglu- þjóninn, því að hann vissi, að strákurinn lá í mislingum. „Það verður heitur dagur á morgun", sagði hann næst. Sannleikurinn var sá, að hann var svolítiö smeykur við að koma heim. Hann óttaðist leirmyndir sínar og styttur þær, sem hann var nýbyrj- aður á. Hann óttaðist sjálfan sig og það, sem honum gat kom- ið til hugar að taka sér fyrir hendur, þegar hann sleppti allrí st.jórn á sér. Hann opnaði dyrnar og læddist upp stigann. Hann hélt niðri í sér andanum. Á annari hæð staðnæmdist hann sem snöggv- ast. Þar bjó Dóra. Þarna inni lá hún og svaf. Það var honum und glæpamennsku of áhættu- söm, gefa fáir sig við þeim glæpum, en taka upp önnur lög- brot. Reynsla Ameríkana við- víkjandi hvítri þrælasölu sann- ar þetta. Árið 1910 voru sam- þykktar • afar þungar refsingar í Bandaríkjunum fyrir hvíta þrælasölu. Þessi glæpamennska hefir ekki þrifizt þar frá þeim tíma. Með hinum svonefndu Lind- bergh-rlögum frá 19.32,.. en þau léggja 'mjög þúngar fefsingar við mannfáhum, komust mann- rán úr tízku. Þungar refsingar eru h.ið eina, sem , glæpamenn ótíaSt;'' k'e'gja 'fílái'éii’.' Vísa þeir til reynslu þeirrar, er fékkst í Tennessee fyrir 20—30 árum. Var þá miðstöð kókaínsölunn- ar í borginni Memphis. Þaðan var kókaínið selt til suðurs og norðurs. Smyglarar þeir, er náðust,- fengu aðeins tvéggja mánaða fangelsi. „Það er eins og að borða sveskju", sagði einn smyglarinn, er þessi refsing barst í tal. En einn góðan.yeðurdag fengu Memphisbúar nýjan dóín ara. Hann dæmdi kók'aíhsmýgl ara í allt að 12—17 ára fangelsi. Það bar þann árangur, að glæpa mennirnir hypjuðu sig úr bórg- inni. Það var of mikil áhætta því samfara 'áð fremja 'þar glæpi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.