Tíminn - 03.07.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.07.1952, Blaðsíða 3
146. bla'ð. TIMINN, fimmtudaginn 3. júlí 1952. 3. Mót norrænna kirkju- tóniistarmanna i Hvík Friðrik Hansen kennarg — Minning — Héraðsmót Suður-Þing- eyinga að Laugum •Dagana 3.—10. júlí verður í fyrsta sinn háö tónlistarmót hér á landi me'ð þátttöku lista manna frá öllum Norðurlönd unum. Þetta mót nefnistj fimmta mót norrænna kirkju' tónlistarmanna. Hið fyrsta mót norrænna' kirkjutónlistarmanna var haldið í Stokkhólmi 1933, aö tilhlutan „Sveriges almánna Organist-och Kantorsfören- ing“. Var þá þegar ráðgert að slík mót sem þetta færu fram' þriðja hvert ár, sitt árið 1 hverju hinna norrænu landa. Tilgangurinn með þessum mótum er að efla samvinnu og auka kynni norrænna kirkj utónlistarmanna, organ- leikara og söngstjóra, ræða tónlistarmálefni á hverjum tíma. Þau eiga að vera sterk ur þáttur í samstarfi um tón- list hinnar evangelisku kirkj u Noröurlanda. Annað mótiö var haldið í Helsingfors 1936, fært að senda fulltrúa hingað, en nokkuö af kirkjutónlist þeirra verður flutt á lokatón- leikum mótsins. Um tilhögun þessa tónlistar móts er þetta að segja: Er- lendu þátttakendurnir koma með Gullfossi fimmtudaginn 3. júlí að morgni. Sama dag kl. 13,30 verður haldin guðs- þj ónusta í dómkirkj unni. Klukkan 3 verður mótið sett í hátíðasal Háskólans, kveðjur verða fluttar af fulltrúum Norðurlandanna, og verða þj óðsöngvar Noröurlandanna sungnir af sameinuðum kirkjukórunum í Reykjavík. Samtals verða haldnir sex tón leikar, allir í dómkirkjunni. Flutt verður aöeins kirkjuleg tónlist, sem tengdust er sjálfri guðsþjónustunni. Þarna koma fram nokkrir af þekktustu org anleikurum og söngstjórum Norðurlanda. Formenn organ istafélaganna á Norðurlönd- Dauðinn sterki bogann benclir, beint að marki hvert eitt sinn. Beittar örvar ennþá sendir inn í vina hópinn minn. Frá minninganna arinekli ylur fyllir hjarta mitt. Ðrjúpir þögn því dauðúin felldi dáni vhiur, merkið þitt. Fyrr en varir Iífið líður lítill frestur gefinn er. Mörgum innra sáran svíður, sem nú horfír eftir þér. Sigin er þín sól að ægi, sárin læknuð, vinur minn. Hver sem öðrum undan dægi1 átti í Ijóði að kvcðja hinn. Eftir margan leilc í ljóði lít ég 'yfú' horfin ár. Gáfna Ijóssins lampinn góði lýsti gegnum bros og tár. Kynning ástúð endurnærði um þig vöfðust kærleiksbönd. Öllum þeim, er angur særði útrétt var þín kærleikshönd. og hið þriðja í Kaupmanna- höfn 1939. Vegna styrjaldar- innar varð að fresta fjórða mótinu, sem vera skyldi í Osló, til ársins 1949. íslandi var boð in þátttaka i tveim síðustu mótunum og sendi fulltrúa á þau. Var þar flutt íslenzk kirkjutónlist, orgelverk, kór- verk og einsöngslög. í lok mótsins í Osló kom fram ósk um að fimmta mót norrænna kirkjutónlistarmanna yrði á íslandi. Taldi fulltr. íslands á mótinu allar líkur til þess aö svo gæti orðiö, þar sem mikill og vakandi áhugi væri fyrir tónlist á íslandi. í hverju landi hafa organ- ístafélögin annazt undirbún- ing þessara móta, og nú heíir Félag ísl. organleikara undir- búið mót þetta, sem er með svipuðu fyrirkomulagi og hin fyrri mót hafa verið. Því mið ur gátu frændur vorir hand- an hafsins ekki sent sína á- gætu kirkjukóra hingað vegna mikils kostnaðar sem því fylgir. Hafa því nokkrir kirkjukórar í Reykjavík og Hafnarfirði tekið aö sér að syngja nokkur kórlög frá hverju landi. Færeyingar, sem fyrst tóku þátt í Osló-mótinu 1949, sáu sér því miöur ekki um koma til mótsins. íslenzk ir organleikarar verða Páll Kr. Pálsson, dr. Urbancic og Páll ísólfsson. Eins og fyrr sagöi, annast íslenzkir kórar flutning á kórlögum frá hverju landi. Dómkirkjukór inn flytur dönsk, sænsk og ís- lenzk lög undir stjórn prófess ors Ahlén og Páls ísólfssonar, kór Hallgrímskirkjunnar í Reykjavík flytur finnsk og ís- lenzk lög undir stjórn próf. Massalo og Páls Halldórsson- ar, kirkjukór Nessóknar flytur færeysk og íslenzk lög undir stjórn Jöns ísleifssonar, en kór þjóðkirkj.unnar syngur norsk og íslenzk lög undir stjórn Arild Sandvold og Páls Kr. Pálssonar. Allir kirkjukórar Reykjavík ur munu sameinast um að syngja þjóðsöngva Norður- landa við setningu mótsins í hátíðasal Háskólans. Sunnudaginn 6. júlí fer fram útiguðsþjónusta, er biskup landsins flytur á Þing völlum, kirkjukórar Reykja- víkur, Hafnarfjarðar og ná- lægum sýslum munu syngja sálmana, og má gera ráð fyr- ir fimm hundruð manna söng flokki. Vakir þú í vmahjörtum vermir minning heiðið blátt. í sumarlöndum sólarbjörtum seið fram nýjan hörpuslátt. Spor þín fennir aldrei yfir andans meikið hærra rís. Meðan „Blómið Iitla“ lifir og „Lindm“ þín sem aldrei frýs. Þú varst æ hmn stóri sterki stýrðir rétt á þroskans braut: Undir sannleiks sólar merki sigur vannst í margri þraut. Geymist því í þjóðar hjarta þar sem bernskan vonir ól. Meðan sólin signir bjarta Sauðárkrók og Tindastól. i Sofðu vinur sæll í næði sólin roðar fjöllin þín. Þér ég helga þetta kvæði það er hinnsta kveðjan mín. Vertu sæll um aldir alda ofar syndurn spilltri fold. Rós á brúðar beðinn* kalda breiðir skagfirzk gróður mold. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum. *Jarðsunginn vi'ð hlið fyrri konu sinnar. Sumarmét í Skagafirði Minningarlundur um Svein Pálsson Að mínu áliti geta mikilmenni þjóoarinnar ekki fengið betri né veglegri minnisvarða en fagra skógariundi á þeim stöðum, þar sem þeir slitu fyrstu barnsskón- um. Sveinn Pálsson er fæddur að Steinsstöðum í Tungusveit 24. apríl 1762. Ég ætla ekki að lýsa ævi hans hér. Tel það ó- þarft. Því hun er alþjóð kunn. Aftur á móti er ég sannfærður um að öll íslenzka þjóðin er mér samþykk í því að moldin á Steinsstöðum eigi að skapa myndarlegan trjálund til minn- irigar um hann. Kæru Skagfirö ingar og sveitungar, sýnið nú í verki að þio kunnið að meta það að mikilmennið Sveinn Pálsson er fæddur og uppalinn í Skaga- firði. Vafalaust verður ekki erfitt að komast að hagkvæmum samningum viðvíkjandi landi fyrir minningarlundinn, því eig endur Steinsstaða eru afkom- endur heiðurshjónanna, sem bjuggu þar fyrir og eftir síðustu aldamót, Daníels Sigur'ðssonar, hins þekkta ferðamanns, og Sig ríðar Sigurðardó.ttur, sem öll- um gjörði greiða. Eg vil svo ekki fjölyrða meira um þetta að sinni, en leyfi mér að skora á Skagfirðinga að byrja nú þegar að vinna að því, aö framkvæmdir á Steinsstöö- um geti byrjað ekki seixma en næstkomandi vor. Auk þess skora ég sérstaklega á þau Bjartmar Kristjánsson, sóknarprest, Mælifelli, Ingi- björgu Jóhannsdóttur, skóJa- stýru, Löngumýri, Jón Sigurðs- sn, alþingismann, Reynistað, Sigurð Sigurðsson, sýslum. og bæjarfógeta, Sauðárkróki, Krist ján Karlsson, skólastjóra, Hól- um, Helgu Kristjánsdóttur, hús freyju, Silfrastöðum, og enn- fremur tvo æskuvini mína, þá Gísla Magnússon, bónda, Ey- hildarholti og Árna Sveinsson, bónda, Kálfsstöðum, að undir- búa málið og sjá um aö kosin verði framkvæmdanefnd, t.d. á Varmahlíöarhátíðinni í sumar. Ef ég get á einhvern hátt orðið ykkur að liði, er ég fús til þess. Ritað á Jónsmessunótt, að Rauðamýri 1, Akureyri. Guðmundur Jónsson garðyrkjumaður. Almennt kristilegt sumar- mót verður haldið í húsmæðra skólanum að Löngumýri í Skagafirði dagana 12.-13. júlí n. k. Mótið hefst laugar- daginn 12. júlí kl. 8,30 síðdegis og verður sett af sóknarprest- inum, séra Gunnari Gíslasyni. A'ðrir ræðumenn á rnótinu verða séra Friðrik Friðriksson, séra Jóhann Hlíðar, Gunnar Sigurjónsson, cand. theol., séra Sigurbjörn Á. Gíslason og Ólafur Ólafsson, kristni- boði. Ungt fólk frá Akureyri og úr Reykjavík aðstoðar með vitnisburði, hljóðfæraleik og söng. Sunnudaginn 13. verður haldin morgunsamkoma kl. 10 en guösþjónusta kl. 2 síðd. Sérá Friðrik Friðriksson mun þá prédika. Kl. 4 verður svo barnasamkoma, kl. 5 almenn samkoma, en um kvöldið kl. 9 verður sýnd afar fróðleg og fögur litkvikmynd, sem á eink um erindi til æskunnar. Fastir þátttakendur, er koma á laugardag, eru beðnir að hafa með sér svefnpoka, eða rúmfatna'ð, handklæði og’ sápu. Veitingar verða á staðn um. Þeir, sem óska eftir að kaupa mat, tilkynni þátttöku sina fyrir 9. júlí til: Sumar- mótið, húsmæðraskólinn Löngúmýri, Skagafiröi. Héraðsmót H.S.Þ. fór fram 15. júní síöastl. Úrslit: 100 m. hlaup: 1. Pétur Þóris- son, M., 11,8 sek. 2. Jón Þórisson, M., 11,8. 3. Þorgrímur Jónsson, G„ 11,9. 4. Matthías Kristjáns- son, M., 12. Mývetningar 8 stig, Geisli 2. 400 m hlaup: 1.—2. Pétur Björnsson, V., 58,5 sek. 1.—2. Þorgrímur Jónsson, G., 58,5. 3. Mathías Kristjánsson, M., 58,8. 4. Pétur Þórisson, M., 59,5. Völsungur 3,5 stig, Geisli 3,5 stig og Mývetningur 3 stig. 1500 ni. Iilauii: 1. Finnbogi Stefárisson, M., 4,10,2 mín. 2. Jón A. Jónsson, E., 4.52,6 mín. 3. Jón Kristjánsson, M., 4,52,8 mín., 4. Stefán Þórarinsson, M„ stig: M. 7, E 3. 3000 m. hlaup: 1. Finnbogi Stefánsson, M„ 10,01,0 mín. 2. Jón Kristjánsson, M., 10,25,0 mín. 3. Siguröur Stefánsson, M., 11,44 mín. Stig: M. 9. 80 m. hlaup kvenna: 1. Ás- gerður Jónasdóttir, G., 11,3 sek. 2. Stefanía Halldórsdóttir, V., 11,5, sek. 3. Jónhildur Halldórs- dóttir, V., 12,0 sek. 4. Kolbrún Kristjánsdóttir, V., 21,1 sek. Stig: G. 4, V. 6. Kúluvarp: 1. Hjálmar Torfa- son, L„ 13,92 m. 2. Ásgeir Torfa- son, L., 12,27. 3. Þorgrímur Jóns son, G., 10,93. — Stig: Ljótur 7, G. 2. Kringlukast: 1. Hjálmar Torfason, L., 38,38 m. 2. Vil- hjálmur Pálsson, V., 34,90. Ás- geir Torfason, L., 34,08. 4. Hauk ur Aðalgeirsson, M„ 32,29 m. stig: L. 6, V. 3, M. 1. Spjótkast: 1. Vilhjálmur Páls son, V., 51,75 m. 2. Jón Árni Sig- fússon, M„ 49,95 m. Jón Þóris- son. 4. Haukur Aöalgeirsson. Stig: N. 4, M. 6. Kúluvarp kvenna: 1. Þuríður Jónsdóttir, Umf. Reykhverfinga, 8,11 m. 2. ÞórdíS Jónsdóttir, E„ 7,14 m. — Stig: Umf. R. 4, E. 3. Langstökk: 1. Vilhjálmur Pálsson, V„ 6,10 m. 2. Þorgrím- ur Jónson, G„ 5,93 m. 3. Hauk- ur Aðalgeirsson, M, 5,70 m. 4. Jón Óskarsson, G„ 5,65 m. Stig: V. 4, G. 4, M. 2. Þrísíökk: 1. Hjálmar Torfason L. 13,IV 2. Vilhjálmur Pálsson, V. 12,84 3. Jón Árni Sigfússon, M. 12,53 4. Jón A. Jensson, E. 12,15 Stig: L. 4, V. 3, M. 2, E. 1. Hástökk: 1. Páll Þór Kristinsson, V. 1,7.. 2. Jón Árni Sigfússon, M. 1,61 3. Stefán Jónsson, U.M.F.R, 1,5: Stig: V. 4. M. 3' U.M.F.R. 2. Stangarstökk: 1. Vilhjálmur Pálsson, V. 3,0f 2. Hjálmar Torfasori, L. 2,4t 3. Pétur Björnsson, V. 2,23 Stig: V. 6, L. 3. Langstökk kvenna: 1. Ásgerður Jónasdóttir, G. 4,3^ 2. Stefanía Halldórsd., V. -3,9: 3. Kilbrún Kristjánsl., V. 3,6í 3. Kolbrún Kristjánsd., G. 3,6. Stig: G. 5, V. 5. Ilástökk kvenna: 1. Áslaug Árnadóttir, V. 1,10, 2. Sigríður Hannesdóttir, G. 1,11 3. Kristín Áskelsdóttir, E. 1,11 4. Kristín Halldórsdóttir, E. 1,10 Stig: V. 4, G. 3, E. 3. 99 m. bringusund: 1. Halldór Halldórsson, E. 1,10 2. Árni G. Jónsson, E. 1,2.. 3. Eyvindur Áskelsson, E. 1,23,1 4. Aöalgeir Aöalsteinss,, E. 1,23,3 Stig: E. 10. 99 m. frjáls aðferð: 1. Halldór Halldórss., E. 1,14,4 2. Eyvindur Áskelsson, E. 1,22,0 Stig: E. 4. 4x44 m. boðsund: 1. Sveit Eflingar 2,02,8 mín, 2. Sveit Mývetnings 2,18,3 mín, Stig: E. 4, M. 3. Mývetningur 44 stig. Völs. 43 V2, Efl. 31. Geisli 23>/2, Ljótuv 20, u.m.f.R. 6. — Vilhjálmu.: Pálsson hlaut 18 stig, Hjálmai Torfason, 15 stig. H.f. Eimskipafélag IsEands M.s. GuRfoss fer frá Reykjavík laugardaginn 5. júíá kl. 12 á hádegi til Leith og Kaup- mannahafnar. Tollskoðun farangurs og vegabréfa eftirlit byrjar í tollskýlinu vestast á hafnarbakkanum kl. 10 x/2 f. h. og skulu allir farþegar vera komnir í toll skýlið eigi síðar en kl. 11 f.h. W.V.WA%WVV.V.,.V.V.,.V.V.V.V.W.,.VW.V.VAWJ AV.V.W.V.V.VAW.V.W.W.VV.V.W.W.V.V.VAW 5 |Veitinga- og verzlunarstaður Jörðin Syðri-Brú við Sogsfossa er til sölu, ásamt verzl- unar- og veitingahúsum. Jörðinni fylgja veiðiréttindi í Sogi fyrir landi hennar upp undir Ljósafoss. Skipti á húseign í Reykjavík geta komið til athugunar. Semja ber við Pál Magnússon, lögfræðing, Reykja- vík. Símar 4964 og 4493. 5; | fcV.VAV.W/AWAV/^WW.WV.VVWAW.V.WVVVWJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.