Tíminn - 10.07.1952, Page 3

Tíminn - 10.07.1952, Page 3
152. bJað. TÍMINN, fimmtudagrinn 10. júlí 1952. S. I sléndingaþættir Helgi Benediktsson: Dánarminning: Bergþóra DaVíðsdóttir Póstsjóðþurðin í Vestmannaeyjum Hver vi§8 kasta fyrsta sfeiiiinum? Það var haustið 1929, sem lei'ðir okkar Bergþóru lágu saman. Við vorum þá ungling ar, á leiö til Laugaskóla. Esia var að koma að vestan, á hverri höfn stækkaði hópur - inn. Á Borðeyri kom ég á. skips fjöl. Þar hitti ég fyrst vin minn Guðmund Inga og Torfa Einarsson. Á Blönduósi bætt- ust í hópinn „Húnaflóa hrund ir þrjár“, „þær Hulla, Júdda, Imma“. Á Akureyri hittum við Berg þóru. Vakti hún strax athygli okkar fyrir glæsiieik sinn og þroska, enda tók hún þá brátt forustuna í hópi kvennanna, sem hún hélt siðar í skólan- um ailan veturinn. Flestir, sem þekkja til á Laugum, telja að þessi vetur hafi verið sá bezti, sem skól- ínn hafi starfað. Nemendur og kennarar skólans munu seint gleyma þessum vetri. Stúlkunum var stýrt frá „Niðarósi“, þar sem Bergþóra bjó, og piltunum frá „Sigtún- um“, en þar bjó Guðmundur Ingi. Þau voru sjálfkjörnir leiðtogar í skólalífinu, þótt margir ættu þar góðan hlut. Á þessum vetri urðu flestir skáldmæltir í skólanum. Það var ort við öll tækifæri. Þeir, sem áttu afmæli, fengu kvæði, sumir heilar rímur, svo sem Konráð Erlendsson kennari („Konræða" 45 vísur). Þegar skólablaðið hóf göngu sína, var sent út ljóöabréf. Þar var þettá m. a.: Bergþóru ég biðja vil, bónin sú er fögur. Mér að gera skálöleg skil og skrifa góöar sögur. Þessi kveðja var send frá Sigtúnum til Niðaróss: Öll er hugsun okkar ljós, efnið verður nóg í hrós. j Ef við hefðum eina ros, j yrði hún send á Niðarós. j Um vorið skildust leiðir á ný. Fyrir margan var sú stund erfið. | Fyrsta sunnudag í sumri fylgdum við, sem síðar fórum, stórum hóp úr skólanum, m.a.' j Bergþóru, á brún Fljótsheið-' ar. Þá var þetta ort og sungið að skilnaði: Æskan hló á brekku brún, brosti snjór og grjót. Yfir Einarsstöðum urðu vegamót. Vor í hug, vor í hönd, vor í hverri sál. Sólarylur, sunnudagur, sumar mál. Bcrgpóra var fædd 22. ces- ember 1909 á Stóru-Hámund- arstöðum á Árskógsströnd dóttir Davíðs Sigurðssonar og Maríu Jónsdóttur. Hún gift- ist 1932 Þorgeiri Sveinbjörns- syni íþróttakennara á Laug- um og voru þau þar við skól- ann til 1944, er hann var skip- aður forstjóri við Sundhöll Reykjavíkur. Þau eignuðust þrjú börn, tvö eru á lífi, María Halldóra 11 ára og Þorgeir 18 ára. Bergþóra lézt 4. þ. m. í dag kveðja Laugamenn þig, Bergþóra, og munu minn ast þín og þess vetrar, sem þú tókst þá'tt í aö skapa okkur öllum. Hjálmtýr Pétursson. Blööin Varðberg og Mánu- dagsblaðið, sem Jóhann Þ. Jósefsson og Gunnar A. Páls- son eru taldir standa að, öðr- um þræði, hafa undanfarið verið að geypa um sjóðþurð hjá Pósthúsinu í Vestmanna- eyjum, og gert lævíslegar til- raunir til þess að láta liggja að því, að Helgi Benediktsson og Sparisjóður Vestmanna- eyja séu við sjóðþurðina riðn- ir. Helgi Sæmundsson, blaða- maður hjá Alþýðublaðinu, er látinn stílfæra illmælgina í Varðbergi, með Ásbjart bróð- ur sinn, meðdómara Gunnars A. Pálssonar, og Pál Þorbjarn- arson sem heimildarmenn, en andi Jóhanns Þ. Jósefssonar svífur yfir sannleiksvötnun- um, svo Gunnar Einarsson getur verið sæll í sínu hjarta yfir því að kosta slíka sagna- ritun. Þaö hefir aldrei þótt drengi legt að hrinda hinum hrap- andi, enda ekki í samræmi við íslenzkan hugsunarhátt. En eins og málum er nú komið, verður ekki hjá því komist að leiðrétta rangan söguburð framangreindra aðilj a. Það hefir árum saman verið á vitund póststjórnar- innar, að fjárreiður pósthúss- ins í Vestmannaeyjum væru ekki í lagi. Björn Ólafsson póstmálaráðherra lýsti því yf ir í viðtali við undirritaðann 26. apríl, að sér hefði fyrir tveimur árum verið tilkynnt um fjárþurð hjá pósthúsinu í Vestmannaeyjum. Ráðherr- ann hefði þá viljaö skipta um mann, en féð verið talið end- urgreitt, svo ekki hefði orðið úr mannaskiptum, en viðkom andi póstmaður var þá einka umboðsmaður J. Þ. J. í Eyjum. Um líkt leyti lét póstmála- stjórnin 20 menn í Eyjum á- byrgjast fjárskil póstaf- greiðslumannsins, og er það nú upplýst í sambandi við innheimtu ábyrgða þessara, að þessarar ábyrgðar var kraf ist til tryggingar fjárþurð sem þá var orðin til. Þá hefir hinn reglusami1 endurskoðandi ríkisstjórnar-1 innar, Frgnz Andersen, sem átti mj ög innangengt á póst- j húsinu meðan hann dvaldi í Eyjum, sagt frá því, að hann hafi fyrir ca. tveimur árum' sannreynt um 170 þúsundaj sjóðþurð hjá umræddu póst-i húsi, án þess að gera húsbænd | um sínum aðvart, en þó er það fullvíst, að Gunnari Páls- j syni hefir verið þetta allt full kunnugt. Tilefni árásanna á Helga Benediktsson er það, að þeg- ar póststjórnin lét fram-, kvæma endurskoðun hjá póst! afgreiðslunni í Eyjúm í marzj s.l., þá hafði Sparisjóður Vest; mannaeyja keypt ávísanir af pósthúsinu á bankareikning pósthússins, en áður en ávís- unum þessurn varð framvís- að, þá hafði póstmálastjórn- in tæmt umræddan banka- reikning og látið loka honum samkvæmt umsögn póstaf- greiðslumannsins, og varð nokkur dráttur á, að póst- stjórnin greiddi ávísanir þess ar, og var gerð tilraun til þess af Gunnari Þorsteinssyni fyrr verandi bæjarfógeta að koma þeirri sögu á loft, að spari- sjóðsstjórnin eða Sveinn Guö- mundsson, starfandi stjórn- arformaður, hefðu keypt ávís anirnar. En póstafgreiðslu- maðurinn kveður sig undir á- hrifum víns. hafa sagt Gunn- ari þessum, að hann hafi feng ið peninga hjá Sparisjóðnum, og að framangreindu tilefni (Framhald á 5. siðu.) Bókamarkaðurinn hefir verið haldinn vítt um landið Bókamarkaður hinna fimm bókaútgáfufélaga, fsafoldar, Helgafells, Draupnis- og Iðunn arútgáfunnar, Pálma H. Jóns- sonar og Hlaðbúðar, hefir nú ver ið haldinn víða á landinu. Sala á bókunum hefir verið nokkuð mismunandi; en fólk hefir kynnt sér hvaða bækur hafa veri ðá boðstulum. Margar af bókunum, sem á bókamarkal- inum eru, eru gefnar út áður en hin gífurlega verðhækkun varð á þeim, en þessar eldri bækur hafa ekki fengizt í bókaverzlun- um, því flestar þeirra hafa ver- ið kallaðar inn, til að rýma fyrir hinym nýrri, og fólk því ekki átt kost á að kynna sér þær, oöruvísi en á bókamarkaði, sem (Framha.ld á 4. síðu.j Blikksmiðjan GLÓFAXI Hraunteig 14. — Síml 7236 >♦»♦♦♦♦♦< WltV-^u*»«|||||||||ti|M||i||||||I||,||||U||ii|||||||||,||l|||,v | Gerisí áskrifendur að oov : ÞVOTTAVELEN Örugg — Vandvirk — Ódýr Eitt allra vinsælasta heimilistæki nútímans Hingað til hefir ekki tekizt að fullnægja nema broti af eftirspurninni eftir H O O V E R þvottavélinni, en vonir standa til, að úr rætist á næstunni, þar sem stórar sendingar eru væntanlegar í júlí og ágúst. Eftirtaldir útsölumenn HOOVER tækjanna, svo og skrifstofa okkar, taka við pöntunum og afgreiða vélarnar svo fljótt sem unnt er: Reykjavík: Verzl. B. H. Bjarnason, Aðalstræti Verzl. Guðm. Gunnlaugssonar, Snorrabraut. Ljósafoss, Laugavegi 27. Ljós & Hiti, Laugavegi 79. Rafvirkinn, Skólavörðustíg 22. Raflampagerðin, Suðurgötu 3. Véla- & Raftækjaverzlunin, Bankastr. 7. a Utan Reykjavíkur: Verzl. London, Akureyri. Valdimar Long, Hafnarfirði. Vatnsnes h.f., Keflavík. Haraldur Böðvarsson & Co., Akranesi. S. Ó. Ólafsson & Co., Selfossi. Verzl. Reykjafoss, Hveragerði. Kaupfélagið Þór, Hellu. Verzlunarfélagið Borg, Borgarnesi. Verzlunin Björninn, ísafirði. Sig. Ágústsson, verzlun, Stykkishólmi. Verzl. Georgs Gíslasonar, Vestmannaeyjum. Verzl. Pálma Péturssonar, Sauðárkróki. Signar & Helgi, Þórshöfn. Verzl. Ásmundar Olsen, Patreksfirði. Lárus Blöndal, Siglufirði. Sigurður Sölvason, Skagaströnd. Verzlunarfél. V.-Skaftfellinga, Vík i Mýrdal Óskar Árnason, Seyðisfirði. Markús Jensen h.f., Eskifirði. Björn Björnsson h.f., Neskaupstað. Verzlun Brynjólfs Sveinssonar, Ólafsfirði. imctnum Áskriftarsími 2323 Eiiikaiinihoð á fslaiicli: MAGNÚS KJARAN, um boðs- og heildverzlun atiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuimiiiiiiiiiiiiiiiiinii ,;i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.