Tíminn - 28.08.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1952, Blaðsíða 2
TÍMINN, fimmtudaginn 28. ágúst 1952. JE. 193. blað Minnsta ríkið og elzta lýðveld- ið krefst réttar af stórveldunum 0 T S A L A Minnsta ríki veraldar, San Marínó, sem jafnframt er elzta lýðveldið, stofnað árið 300, hefir sótt um þátttöku í S. Þ. Landið er ekki nema sextíu ferkílómetrar, umkringt ítölsku landi, og íbúarnir að- eins 13500. Og þetta land hef iir verið sjálfstætt i 1650 ár, heldur enn fast viö fornar venjur og fólkið, sem þar býr, .vill engum lúta og krefst hik laust réttar síns af stórveld- um heims. Skaðabótakrafa á hendur Bretum. Þegar Bandamenn sóttu norður Ítalíu undir stríðslok in, varð San Marínó fyrir þungum búsifjum. í júnímán uði 1944 flaug fylking brezkra .sprengjuflugvéla inn yfir landamærin og varpaði nið_ -ur kynstrum af sprengjum. . 250 hús í smáþorpum eyði- lögðust eða stórskemmdust, 63 menn biðu bana og fjöl- margir særðust. Bretar halda því fram, aö þýzkar vopna- birgðir hafi verið fólgnar inn an landamæra San Marínó, en landsmenn lýsa það stað- lausa stafi og ósannindi, enda munu engar sönnur fyr ir því. San Marínó krefst skaða- bóta að upphæð 700 miljónir líra, eða um átján miljónir íslenzkra króna. Útvarpíð . T&tvarpið í dag: 8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádeg- isútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veður- íregnir. 19.30 Tónleikar: Danslög - (plötur). 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.45 Auglýsingar. 20. ' 00 Fréttir. 20.15 Erindi: Ástandið í viðskiptamálum (Björn Ólafsson viðskiptamálaráðherra). 20.25 Kór söngur: Sunnukórinn syngur. J. Tómasson stjórnar (piötur). 20.35 Erindi: Menningar- og fræðslu- samtök sænskrar alþýðu (Loftur Guðmundsson blaðamaður). 21.00 Tónleikar (plötur). 21.20 Ferða- þankar: Orlofsferð í átthaga (Þór,- arinn Grímsson Víkingur). 21.40 xSinfónískir tónleikar (plötur). 22. 00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Framhald sinfónísku tónleikanna. 22.50 Dagskrárlok. ÍFtvarpið á morgun: 8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10. 10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há- ' degisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veður- fregnir. 19.30 Tónleikar: Harm- -oníkulög (plötur). 19.45 Auglýsing- - ,ar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssag- an: Úr „Ævintýrum góða dátans Svejks“ eítir Jaroslav Hasek; V. (Karl ísfeld rithöfundur). 2100 Tónleikar (plötúr): Strengja- Jkvartett í Ð-dúr etfir Mozart. 21. 25 Frá útlöndum (Benedikt Grön- ,dal ritstjóri). 21.40 Einsöngur: -Vladimir Rosing syngur lög eftir Moussorgsky (plötur). 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. 22.10 Dans- og ' dægurlög, (plötur). 22.30 Dagskrár 4-lok. Árnað heilla ÍTrúIofanir. Nýlega hafa opinberað trúlof- ,un sína ungfrú ' Guðrún Guð- vmundsdöttir, Bergstáðastræti . 67, og Magnús Sigurðsson frá Torf- garði í Skagafirði. Um síðastliðna helgi opinber- • uðu trúlofun sína ungfrú Berg- ' ljót Einarsdóttir, Bjarmalandi í -Bakkafirði, og Hálfdár Haralds- son, kennari, Þorvaldsstöðum í sömu sveit. San Marínó þiggur ekki g-jafir. | Bretlandsstjórn hefir hins vegar allt til þessa tekið þung. ilega í þetta mál. Hún hefir aðeins boðið 26 þúsund pund, og yrði sú upphæð þá þegin senj gjöf. En San Marínó-bú ar 'segjast ekki þiggja erlend ar gjafir, hvorki stórar né smáar. Það sé virðingu elzta lýðveldi heims engan veginn samboðið. Hins vegar krefj- ist þeir réttar síns afdráttar jlaust ,og þeir eigi heimtingu ■ á fullum bótum fyrir tilefnis |lausa árás á sjálfstætt, hlut- ! láust ríki. Bréf til drottningar. ! Nú er liðinn sá tími, er Bretlandsstjórn setti, er hún gaf San Marínó kost á að þiggja þessi 26 þúsund ster- lingspund. Og San Marínó- búar hafa snúið sér beint til | Elísabetar Englandsdrottn- ingar. Bréfið, sem þeir sendu . henni, var skrifað á latínu á pergament. Öll ríkisskjöl San ;Marínó eru skrifuð á perga- ment eins og á dögum róm- verska ríkisins. Það er einn | hinna gömlu siöa. Fleiri ranglátir , en Bretar. San Marínó-búar telja i fleiri sér mótsnúna og rang- I láta en Breta. Þeir skipa bæði Bandaríkjamönnum og ítölum í þarin flokk. ítalir halda uppi svo ströngu eftir- : liti við landamærin, að ferða1 menn forðast að lenda í þeirri raun, sem það er að komast inn í San Marínó, og | í Bandaríkjunum eru þrjátíuj þúsund menn, er hafa fengið vegabréfsáritun þangað, en fá ,'ekki að fara vegna óbilgirni ibandarískra stjórnarvalda. Bandaríkjamenn hafa nefni- lega flokkað stj órnarfarið í '. San Marinó undir kommún- isma, og þá er ekki að sök_ um að spyrja. Stjórnarhættir. San Marínó er þó alls ekki þekkzt það, væri San Marínó vafalaust ekki til i dag. Fríhöfn hjóna- skilnaðanna. Eitt af því, sem er þyrnir í augum ítala, er afstaða San Marínó til hjónabandsins. Þar gilda forn lög, er gerir hjónaskilnaði auðvelda, jafnt fyrir kaþólska menn, lútherska eða Gyðinga. Það er illa séð, er ítalskir borgar- ar flytja sig til San Marínó í' þeim tilgangi einum að koma ' fram hjónaskilnaði. Þess vegna hafa San Marínó-búar neyðzt til þess að breyta hin um fornu lögum á þann hátt,1 að ekki megi skilja hjón, sem gift eru eftir 1929. Svo að bráðum verður þetta sundur þykkjuefni úr sögunni. Griðastaður fióttamanna. Þegar Bandamenn voru að leggja undir sig Ítalíu, varð San Marínó fyrir þungum bú- sifjum. Hundruð þúsunda flóttamanna þustu inn í þetta litla land. Þýzkir hermenn frá herstöðvunum við Rimini ruddust ‘gegnum landið og ítalskt flóttafólk fylgdi á eft1 ir þeim. Landið var herjað j ógnum stríðs, sem því var ó- ■ viðkomandi og það engan' hlut haföi átt að. Annars er betta ekki fyrsta skipti, að flóttamenn leita hælis í San Marínó. Þegar Garíbaldi, frelsishetja ítala, var að sam eina þjóð sina, átti hann griðastað í San Marínó, þeg- ar öldur átakanna báru hann upp á sker. Seljum næstu daga á meðan birgðir endast: Ljósakrónur og vegglampa úr bronze með 30—40% aíslætfi. Borðlampa ýmsar gerðir með 25% afslætti. Skermar stórir og smáir úr plajtic og öðrum efnum með allt að 50% afslætti. Gerið ódýr kaup fyrir haustið. i I VOLTI, Norðurstíg \ kSV.V.V.W.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.W.VATASW 5 . í , 5 „Lama“ ull, verða seldar í dag og meðan birgðir endast, með miklum afslætti. Utlendar kvenpeysur i| Ásgeir G. Gunnlaugsson. & Co. f.WAW.W.WAW.W.V.V.V.V.WAVAVWAV^Á W.V.'.V.V.V/.V/.V.V.V.V.VV.V.V.VAV.'.V.V.V.W.V. i í; Hjartans þakkir fyrir heimsóknir, skeyti og góðar í gjafir á 60 ára aímæli mínu. Liíið heil. í; i; !; \ Ingibjörg Sigurbjörnsclóttir, Grund Vesturhópi V.-Hún. ‘-W.'.V-'.V.'.'.VV^/.V.V.'.V.W.V.V.V.V.V.W.V.V.WA j kommúnistískt. Þar er þing J með sextíu fulltrúum. Af þeim j J eru 28 íhaldssinaðir, en 32 . vinstrisinnaðir og standa þeir saman að stjórn. Tveir ráðherranna eru jafnaðar- menn, einn úr frjálslynda! flokknum og einn kommún- isti. Enginn forseti er í þessu litla lýðveldi, en æðstu völd í höndum tveggja höfuðs- manna, líkt og á tímum ræð- ismanna rómverska ríkisins. Hvor þessara höfuðsmanna situr aðeins að völdum sex ■ mánuði í einu. Þessi skipan i er á höfðu til þess að forðast j einræðisbrölti einstakra: manna í þessu litla landi. j Hún hefir reynzt vel, þótt frelsisást fólksins sjálfs sé ör uggasta haldreipið. Vildu ekki stækka ríki sitt. Það var steinhöggvarinn Marínó, er stofnaði þetta litla ríki á þeim tímum, er saga Norourlanda er enn ^hjúpuö myrkri fortíðarinnar.' Þegar Napóleon braut ítali undir sig, vildi hann færa út' landamæri San Marínó. En! San Marínó-búar voru hyggn ari en þeir voru gráðugir til landa og valda. Þeir höfnuðu boði Napóleons. Heíðu þeir Mánagarðisr (Framhald af 1. síðu). ins höfðu Helgi Guðmunds- son í Hoffelli og Ásgeir Guð- mundsson á Höfn, en Gisíi Björnsson á Höfn sá um raf- lagnir. Mest fé til byggingarinnar la^ði ungmennafélagið Mni og gaf hver félagsmaður mörg dagsverk til hússins. Kvenfélagið Vaka lagði til öll rafmagnstæki, karlakór- inn gaf pianó og Nesjahrepp ur lagði allmikið fé til bygg- ingarinnar. Myndina, sem birtist hér í blaðinu í dag, tók Óskar Helgason á Höfn. Dönsku fulltrúarnir á bændafundinum þakka Bjarna Ásgeirssyni sendiherra, forseta aðalfundar Bænda- sambands Norðurlanda, sem haldinn var í Reykjavík fyrstu dagana í ágústmánuði, hefir borizt bréf þaö, sem hér fer á eftir frá dönsku fulltrúunum á fundinum: Árnað heilla Sextugur. Þorlékur Stefánsson, bóndi á Svalbarði í Þistilfirði, er sextug- ur í dag. Þorlákur er góður bóndi í sinni sveit, hefir ræktað mikið og byggt upp. Oddviti sveitarinn- ar hefir hann lengi verið, á sæti í stjórn Kaupfélags Langnesinga og formaöur Búnaðarfélags Þistil- fjarðar. Kona hans er Þuríður Vil hjálmsdóttir, og eiga þau fimm svni uppkomna. *RAFGEYMAR |íslenzkir, enskir og þýzkirf í6 og 12 volta lltlir og stórirj ■;Hlaðnir og óhlaðnir. Sendum gegn kröfu. fvÉLA- OG RAFTÆKJA-] VERZLUNIN STryggvagötu 23 Sími 81279í „Með innilegu þakklæti og virðingu minnumst vér Dan-- irnir hinna ógleymanlegu daga, er vér dvöldum á ís- landi. Vér færum yður, herra sendiherra, alúðarþakkir vor ar og biðjum yður að skila þeim til landa yðar heima. j Allir, sem vér höföum kynni af, bændur, skóla- menn, ráðunautar, embættis ■ menn, ráðherrar og jafnvel forsetinn sjálfur, áttu þátt í því, hversu norræna bænda- 1 þingið tókst afbragðsvel enda störfuðu allir aö undirbún- ingi þess, framkvæmd og ferðalögum af óþreytandi elju. ! Ferðalögin og hinar ágætu : upplýsingar, sem vér feng- um um ísland, gáfu oss á- . hrifamikla og varanlega mynd af hinni fögru og hrika legu náttúru landsins og hin um stórkostlegu framtíðar- möguleikum þess. Vér kom- umst að raun um, að íslenzk j bændastétt hefir af eigin ' rammleik og áhuga notfært sér í vaxandi mæli vísindi og tækni nútímans, og hefir henni tekizt að tryggja og auka afkomumöguleika sína með aðstoð og viðurkenningu þjóðfélagsins alls. Orðið bóndi er enn sem fyrr virðing arheiti á íslenzku. j Seint munum vér gleyma því vinarþeli og þeirri alúð- legu gestrisni, sem vér áttum alls staðar að fagna. Fátt sannar oss betur sam- norrænt þel íslendinga, Vér árnum íslenzkum bændum og íslendingum öll um árs og friðar. Alls góðs óskum vér yðar fagra Og yfir- bragðsmikla landi. Þökk frjálsum bændum ís- lands, þökk íslandi, landinu, sem á auðlegð í fortið og framtíð. Fyrir hönd dönsku sendi- nefndarinnar, Hans Pinstrup, Högsbro HoIm.“ W C a B T5 c cö 40 CD gJ M bC O u cð CO < 05 :0 M u cð Ö O) fcfl 40 Cð cð & u £ c g r* Cð Q) § „ & w te... vo 'íú " ' -. illllllllllllllllllllllllllllllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllSli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.