Tíminn - 07.12.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.12.1952, Blaðsíða 4
ú. TÍMINN, sunnudaginn 7. desember 1952. 279. blað. Kristleifur Þorsteinsson Stóra-Kroppi Höfðinglegur, hár og þrekinn, hönd fram rétti, gestinn frétti. Bjartur yfir brún og enni, brosiö milt og svarið stillta. Andans glóð í augum vakti, undraðist minni, hver við kynni. Gestrisinn af gleði veitti, glaður og reifur, en engan þreytti. &»*■- i ____ ' ]$&***' ■■■ ‘ HklHÆjt*.u rv '*mir.** '*' 1 Jó&Cb UIS*. , f Bar hann fram úr sagnasjóði sígilt efni, þar ég nefni: Ættfræði og ættasögur af annarra munni vel hann kunni. Lýsti hann ýmsu úr lífsins glímu, ljóst hann skildi, hvað hver vildi. Orðaforðinn öllum megin alþýðumálsins gullmynt slegin. Fræði og sagnir fram hann leiddi, flestir heyra vildu meira. Léttir glampar liðu um sali, lifnaði fjör og bros á vörum. Svo var áfeng áheyrendum andans glóð og minnissjóður, er lífi hann gæddi atvik, orðin, og alltaf nægur sagnaforðinn. Lærður vel í lífsins skóla löngum hreystiverk hann leysti. v Ungur stríð við Ægi þreytti aflið hranna fékk að kanna. Bóndans strit og búmannsraunir bar með hreysti, góðu treysti. Yrkti hann jörð og orkti kvæði, afrek vann í sagnafræði. Heimilið með háttum beztu, hlynnti gestum mjög og hressti. Heill þar vann að hárri elli hversdagsglaður sagnamaður. Vel hann unni — að verðleik sönnum völdum konum1), dætrum, sonum. Heima var hans hirð og ríki og hann þar metinn konungslíki. Syrgir hérað soninn góða, sæmdarmanninn harmar granninn. Vel hann allir virða og meta, þeim valinkunna margir unna. Óx hann upp í efstu byggöum, innst við hjarta landsins bjarta. Heiðasvanir, hefjið óðinn, honum syngið kveðjuljóðin. Ofar bláum, fríðum fjöllum, fljúga svanir, leiðum vanir. Bú þeir eiga hátt til heiða, hverfa að sjó í vetrarsnjóum. Syngja þeir og syrgja lengi, svanamál ei blandast táli. Þeim er lífsins rún og regin ramlega í hjarta slegin. Hver mun hlusta honum líkur? Hver mun skilja og meta vilja alþýöunnar orð og anda, eygja sál í hversdagsmáli? Ljúfir ómar líða í geiminn, ljóma fjöll og brosir völlur, og í anda sé ég sveininn, sem hefur fundið óskasteininn. Elín Vigfúsdóttir, Laxamýrf *) Konur Kristleifs voru Andrína Einarsdóttir frá Urriðafossi í Árnessýslu og Snjáfríður Pétursdóttir frá Grund í Skorradal. jRT . <> <> o o o o o o o BOKAMENN Nú, þegar bók Gísla Brynjólfssonar „DAGBÓK í HÖFN,‘ er komin út, verður hver maður einnig að eiga NORÐURFARA sem Gísli Brynjólfsson gaf út með Jóni Thoroddsen og Benedikt Gröndal í Kaupmannahöfn á árunum 1848— 1849. — Smekkleg útgáfa ljósprentuö er til hjá oss, bundin og ébundin. FJOLNIR o o 'er nú einnig til í fallegu handunnu skinnbandi, — rauðu, brúnu og svörtu — auk ýmsra annarra merkis- rita, sem ljósprentuð hafa veriö. LITHOPREIVT Sími 5210. LAUGAVEG 116. Rvík. Fjórðungssjúkrahús Sunnlendinga Eins og áður hefir verið skýrt frá, hefir Helgi Jónas- son flutt frv. um það á Al- þinf(i, að fjórðungsspítali verði reistur á Suðurlands- undirlendinu, en áður hefir þingið samþykkt fjórðungs- spítala á Vestfjörðum, Norð- urlandi og Austurlandi. Góðar horfur eru nú á því, að frv. þetta verði samþykkt Heilbrigðisnefnd n.d. hefir mælt óskipt með frumvarp- inu og landlæknir gefið því meðmæli sitt. Segir svo í áliti landlæknis: „Samkvæmt lögum eru sjúkrahúsbyggingar sveitar- félaga nú styrktar sem hér segir: 1. Læknisbústaðir og sjúkra- skýli í sveitum % kostn. 2. Sjúkrahús í kaupstöðum % kostnaðar. nema viðurkennd séu fjórðungssjúkrahús, þá % kostnaðar. Hingað til hefir ekki verið gert ráð fyrir því, að svo köll- uð fjórðungssjúkrahús (þ. e. sjúkrahús, er fullnægt gætu að verulegu leyti almennri sjúkrahúsþörf í heilum fjórð ungi) risu annars staðar en í aðalkaupstöðum hvers fjórð ungs, og fyrir þvi hefir Sunn lendingafjórðungur til þessa ekki verið nefndur í því sam- bandi, að þar hefir um eng- an slíkan kaupstað verið aö ræða annan en Reykjavík, sem hefir þú sérstöðu í sj úkra húsmálum, að þar eru rekin ýmis sjúkrahús, þ. á. m. lands spítali, sem Sunnlendingar eiga öðrum fjórðungum fremur auðvelt með að sækja. Sú hugmynd, að þrjú sýslu félög standi saman um eitt sjúkrahús, er og nýmæli. — Sjúkrahús stærstu kaupstað- anna eru hvert um sig fyrir- tækj hlutaðeigandi kaupstaö ar. Önnur sjúkrahús og lækn isbústaðir eru fyrirtæki eins eða fleiri hreppsfélaga, er stundum ná yfir heilt lækn- ishérað, í nokkrum tilfellum heils sýslufélags. Má því segja að hið fyrirhugaða sjúkrahús Sunnlendinga falli utan ramma sjúkrahúslaganna, með tilliti til þess, hvers byggingarstyrks það ætti að njóta, a. m. k. eins og lögin eru hugsuð. En mjög svo eðli legt virðist að skipa því ein- nvitt í flokk hinna svokölluðu fjóröungssjúkrahúsa. Ef úr fyrirhuguðum framkvæmd- um verður, og að öðru ó- breyttu, yrði þetta sjúkra- hús í reyndinni eina fjórð- ungssjúkrahúsið á landinu, þar sem það yrði ekki aðeins notað heldur rekið af „lands- fjórðungi,“ og mætti það vísa leiðina um það, hvernig standa bæri aö rekstrí ann- arra fjórðungssjúkrahúsa, sem rekstrarlega hvíla á mjög ótryggum grunni. Umfram önnur sjúkrahús njóta fjórðungssjúkrahús að lögum nokkurs rekstrarstyrks sem hingað til .hefir verið mjög óverulegur. Mundi ekki ástæða til að telja slíkan styrk eftir sjúkrahúsi Sunn- lendinga fremur en öðrum sambærilegum sjúkrahúsum." Heni'ik Thorlacius er hér á ferð starf við skip óg tæki þess, víra og vill komast að með svar við umsögn um heiti bókarinnar „Verk leg sjóvinna" í íslenzkuþætti ríkis- útvarpsins 20. nóv. 1952: „Sú var tíðin hér á landi, að ekki þótti sæmilegt að liggja í launsát fyrir öðrum. Þjóðin kunni góð skil og kaðla, svo og skipið sjálft, en um þá hlið sjóvinnunnár fjallar bókin og dregur af því heiti sitt. Og víst er það, að- andlegt starf er ekki síður til á sjó en á landi. En það er einmitt á skilgreiningu þess ara starfa, sem spyrjandinn flask- ar. Hann virðist ekki vita, að þau á slíkum mönnum og gaf þeim störf, sem unnin eru með höndun- samboöin heiti. Einn slíkra manna vegur að heiti nytjabókar sjómanna „Verkleg sjó vinna" i fyrirspurn til íslenzkuþátt ar ríkisútvarpsins og fer þess á leit við Halldór Halldórsson, dósent, er annaðist þáttinn 20. þ. m„ að hann skammi höfunda bókarinnar fyrir heiti hennar. um, eru kölluð verkleg, en þau, sem unnin eru með huganum, eru kölluð andleg. Bókin leiðbeinir mönnum í þeim störfum, sem unn in eru með höndunum, þess vegna er hið rétta heiti hennar „Verkleg sjóvinna". Geta má þess til samanburðar, að heiti hliðstæðrar bókar danskrar Halldór mun hafa reynzt vand-! er „Praktisk sömandskab". Danir aðskilja þessa hlið sjómennskunn- ar með því að setja orðið praktisk anum vaxinn að taka á málum svo sem menntuðum manni sæmir. Hann leiðir það hjá sér að skamma höfundana, en skýrir málið frá sjónarmiði málfræðingsins, fellir sinn dóm og telur nafnið ósmekk- legt. Dósentinn tók það fram, að heitið „Verkleg sjóvinna“ væri ósmekk- legt eða öllu heldur vandræðalegt og bæri þess menjar að vera ekki hugsað á íslenzku. Það væri tvi- tugga (tautologi). Hins vegar kvaðst fyrir framan. Þrátt fyrir þetta heiti dönsku bókarinnar dettur víst eng um dönskum málfræðing í hug að neitt það sé til, er heiti „Upraktisk sömandskab", svo að orðinu „praktisk" sé þarna ofaukið i bókar heitinu, því að „Praktisk sörnand- skab" þýðir sjóvinna, eins og hún er framkvæmd í verki. Orðið sömandskab er jafn víð- tækt í dönsku eins og sjóvinna er hann ófáanlegur til þess að skamm ! í íslenzku, og verður því að skil- ast yfir því. Hann kvaðst ekki hafa J greina það nánar, þegar átt cr við lesið bókina og vel gæti hún verið , hina verklegu hlið þess, og er þá ’ merkisgripur. Og vel skyldu menn J notaö orðið praktisk. Þetta skilja ' athuga, að efni bókarinnar skipti, Danir vel á sínu rnáli og hvorki miklu meira máli en heiti hennar. Sjónarmið þetta er sjónarmið mál fræðings, án tillits til eðlis sjó- vinnunnar, sem Halldór ber vænt- anlega allmiklu minni kennsl á en íslenzkt mál. Nú ber að athuga það, sem Hall- dór veit auðvitað mæta vel, að j tungur þjóðanna hafa ekki mynd- i az;t viö menntaarin málfræðinganna heldur í lífi þjóðanna og starfi, þannig er og með þetta heiti „Verk leg sjóvinna“. Viðhorf Halldórs er sem sé ein- göngu málfræðilegs eðlis, en ekki j starfslegs, og er vitanlega ekkert við l því að segja. Verður ekki frekar rætt um hans þátt í þessu máli, enda ekki ástæða til. Skal nú hugtakið „Verkleg sjó- vinna“ skýrt, enda þótt slíks ætti ekki að vera þörf fyrir hugsandi fólk. Einnig verður nokkrum orð- um eytt að fyrirspyrjandanum, sem fer af stað með slíkum fítonsanda. Sjómannsstarfið er margþætt og má skipta því m. a. í hið andlega starf, skipsstjórn og forsjá skips og manna, og svo hið verklega abbast við, hártoga né misskilja. Hér má geta þess, að bókinni var valið heiti að hugsuðu máli. Væntanlega hefðu ýrnis heiti önn ur getað komið til greina, svo sem undirheiti bókarinnar „Handbók sjómanna og útvegsmanna“, en vegna eðlis málsins var þó horfið að þvi ráði að gefa bókinni það heiti, sem hún nú ber. Annars er þao ef til vill ekki ómerkilegt tákn tímanna að ráðizt sé svo að heiti sjómannabókarinn- ar, sem nú hefir raun á oröið í eyru alþjóöar. íslenzkir sjómenn hafa jafnan átt fáa formælendur. Þessir menn, sem byggja upp stærsta atvinnuveg þjóðarinnar og hafa mest megnis byggt upp þetta land, hafa oft verið settir skör lægra en höfundum bck- arinnar þykir réttmætt. Það er því engin furða, þótt bók þeirra, „Verkleg sjóvinna", hljóti aðkast lítiisigldra manna, eins og fyrirspyrjandans, sem geta ekkert annað gert eða betra fyrir hina ís- lenzku sjómannastétt“. Starkaður gamli. ! Vegna úthlutunar arðs úr stofnsjóð, eru félagsmenn áminntir um að senda oss arönótur sínar fyrir árið 1951 í síðasta lagi fyrir næstkomandi áramót. Kaupfélag Kjalarnesþings í <> i:: Símanúmer okkar verður framvegis 8-22-15 Bifvélaverkstæði, Borgartúni 25. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.