Tíminn - 24.12.1952, Side 7
293. blað.
TÍMINN, miðvikudaginn 24. desember 1952
7.
SIGURÐUR EINARSSON:
St j ö r n u - Oddi
I.
Frá fyrstu œsku einn og sér
og öðru vísi, en börnin hin:
Nam hyorki íþrótt eða leik
og átti tœpast nokkurn vin,
var fálátur um flesta daga,
en feimulaus, án hiks og klökkva.
— En' það var eins og augun œttu
sér undraskyggni, er tók að rökkva.
Þú fœddist ei til skarts né skrauts,
þér skein ei nokkur liefðarvon,
barst snpðna treyju, snjáðan stakk,
þú snauðrar móður óskason.
Því er%u þrátt í fiskiferðum,
við fé ]á heiði, slátt á engjum
og vinjiur iðinn vetur, sumar
þitt verk með öðrum kaupadrengjum.
• V-;
En þér varð oft, er aðrir heim
frá önnum dagsins gengu í ró
að staidra við um stiliu kvöld,
er stjörnubliki um liiminn sló.
Og leifturskarans leyndu vegu
þú last um hvolfsins óra víddir
og skýggnum huga heimsins gátu
af hnáttgbrautum réðst og þýddir.
íí! n.
Þig dreymdi ei forráð, frœgð og völd
né fagrar konur, gull og vín.
Þú beiðst þess eins, að kæmi kvöld
og kveiktu stjörnur blysin sín.
Og þegar aðrir ungir sveinar
við ísábrot úr höfnum létu
í blóðs- og víga frœgðarfarir,
þér fanúst, sem állar stjörnur grétu.
Og þér úarð hvolfið bogabratt
þinn bústaður og andans skjól.
Á himfii og jörðu hœlislaus,
ef hverjg stjörnu í skýjum fól.
Og ýmsum fannst um atferð þína
sem annað vœri starf og betra,
en váka um nætur, ráða og rýna
þá rún, sem himins stjörnur letra.
En það er aðall einfarans,
sem á sér skyggna snillings-sjón
að hafa að engu hollráð manns,
sem hevmsins vizka gerir flón.
— En hitt fékk engu auga dulizt,
þótt ýrrísum þœtti kynlegt vera:
Þú kunnir aðeins satt að segja
og sýndist ávált rétt að gera.
En morgum virtist verra en allt
að vitg é dýpstu rökum skil,
að kunna að hugsa hvasst og snjállt,
en hafa jafnframt einurð til
að þegja stoltur þunnu hljóði
cr þytur .fór um rjáfur sala
af háu skrafi hversdagsmanna,
sem hámast við það eitt — að tala.
III.
Þú kunnir eigi kvœðamál,
með köppum áldrei sást í för.
Án íþróttar og orðaskrauts
féll öll þín rœða dul og vör.
Gekkst ei með hirð í hefðarklœðum
viö hylli konungs, ástir meyja.
í dagsins harki, liófsins gleði
þú hafðir manna fœst að segja.
í nœturlíkn og draumadáð
þér dagsins fátœkt bœttist öll;
þín bundna tunga fleyg og frjáls
þá féll þín rœða hátta snjöll.
Þín snilld sig drap úr dagsins fjötri
og dróma þinna vökustunda,
sem ísa sprengi, ómaþungar
þær eldur, sem í klaka blunda.
Og falinn neisti framadraums,
sem fölskvaður í brjósti lá
úr fjötrum brauzt, sem funábál,
þá fékk hún vœng þín bundna þrá.
Þá varðstu kappinn konungs líki
jafn kœnn í raun á sœ og láði.
þá drýgðir þú í Dagfinns gervi
þá dáð, sem Oddi leyndast þráði.
Og vizka sú, sem unnin er
í einveru með kvöl og þraut
og lokar heimi hlífðarlaust
þeim hug, sem fetar slíka braut
varð hlutur þinn, er einn um óttu
í órafirrð frá bœjarhaga
þú breyttir margri niðanóttu
í nýrra sálna furðudaga.
í ári morgunns állt sem fyrr
hið ytra var um haginn þinn,
en draumsýnin dvaldi Jcyrr,
brá dularljóma á himinninn.
Er húma tók, varð hver ein stjarna
að hvatri snekkju á vegum strauma.
— Þar fórstu hœrra himinn skautum
með Hlaðreið, brúði þinna drauma.
Hún gildir lítið draumsins dáð
á dægurkvarðans naumu vog.
En þú fannst heimi stað og stund
við stjörnudýrð og hnattalog.
Og þó að hagar hendur byggi
sér hállir skrauts með glœstum línum,
það stendur oftast öldum lengur,
sem yrkir þú í draumum þínum.
Því yfir breiðu aldahafs
sér eydda tíð og hniginn vál
og orpin gleymsku allra nöfn,
— en yfir Múla í Reykjadál
skín ennþá stjarna stillt og fögur
og stafar Ijósi á fjallabrúnir:
Þín minning Oddi, — er augun áttir
hin einu skyggnu á himin rúnir.
(5.-7. des. 1952)
Htiðvikud. 24. des.
Jólin
Til hvers er jólahátíð hald-
in? Margir munu hafa til-
hneigingu til þess að svara,
að hún sé haldin til að full-
nægja gróðalöngun vissrar
stéttar, sem búin er að gera
jólahaldið að álitlegri fé-
þúfu. Þvi er ekki að neita, að
öll kaupmennskan og ann-
ríkið, sem fylgir jólunum,
dregur athyglina um of frá
hinum raunverulega tilgangi
þeirra. Þeim mun meiri á-
stæða er til þess að rifja hann
upp og stuðla að því, að hon-
um verði náð.
Tilgangur jólahaldsins er
að minnast þess manns, sem
flutt hefir fegurri og áhrifa-
meiri kenningu um betra
mannfélag en nokkur maður
fyrr eða síðar. Þessi minning-
arathöfn á ekki aðeins að
vera haldin til þess að fagna
komu hans í mannheim og
þeim kenningum, er hann
flutti, heldur á hún jafn-
framt að vera hvatning um
að fylgja þeim fram og vinna
enn betur fyrir þær en áður
hefir verið gert.
Kenningar Krists stefna all
ar að því að skapa bræðralag
og frið á jörðu. Engum var
þó ljósara en honum, að það
myndi kosta mikla baráttu
að gera þessa kenningu að
veruleika. Það varð að rísa
gegn gömlum kreddum og
siðalögmálum og það mátti
aldrei sætta sig við ranglæti
og ofríki, Bíslarvættisdauð-
inn var betri en að beygja
sig fyrir því, sem rangt var.
Friður getur ekki náðzt, nema
hann byggi á réttlæti — hann
getur aldrei byggzt á því, að
menn þoli ranglæti og kúg-
un. Þá er um falskan og
hættulegan frið að ræða.
Það virðist því miður enn
langt í land þangað til mann-
kynið -hefir til fullnustu til-
einkað sér kenningar Krists
um bræðralag og frið á jörðu.
Hinu er samt ekki að neita,
að mikið hefir áunnizt. Þrátt
fyrir öll þau mistök, er hinir
mannlegu leiðtogar kristninn
ar hafa gert sig seka um, hef
ir hún óneitanlega haft mikil
áhrif í þá átt að skapa betri
heim. Sá vísir að réttarskipu-
lagi, er hinn vestræni heimur
býr við í dag er fyrst og fremst
ávöxtur kristninnar. Hins
vegar ríkir nú mest kúgun í
þeim hluta heimsins, þar sem
kristin trú hefir orðið að
víkja fyrir nýjum kenning-
um og einræðisherradýrkun
hefir verið leidd til öndvegis.
Þaðan stafar nú sú stríðs-
hætta, sem mannkyni öllu
stendur ógn af.
Leiðin úr þeim ógöngum,
sem mánnkyniö er statt í, er
engin önnur til en ’su, sem
Kristur vísaði. í stað hinnar
grimmlyndu síngirni verður
að. koma bróðurlegur kærleik
ur. í stað hinnar hörðu og til-
litslausu samkeppni um lífs-
gæðin verður að koma sam-
vinna, er tryggir hverjum rétt
an hlut. Enn getur verið langt
í land að þessu marki, en
samt miðar óneitanlega í
rétta átt. Það má enginn
missa vonina og trúna, þótt
hægt virðist miða stundum.
Þvi háleitara, sem markið er,
því meiri baráttu og meira
starf kostar það að ná því.
Þá baráttu þurfa einstakling
arnir líka ofjtast að heyja við
sig sjálfa með því að neita
sér um þá'.ÍÖngun eða feng,
sem getur oröið öðrum að
meini. '
Um jóláieytiö fyrir 108 ár-
um gerðist atburður, sem
meira en flestir aðrir styrkir
þá trú, að riki Krists — ríki
jafnaðar, réttlætis og frið-
ar — sé engin draumsjón,
heldur geti sannarlega orðið
veruleiki. Rúmlega tuttugu
vefarar komu þá saman í smá
bæ einum á Englandi og sór-
ust í bræöi’alag um að bæta
kjör sín á grundvelli sam-
vinnu og jafnaðar. Þeir voru
í fyrstu hæddir og hraktir fyr
ir tiltæki sitt og félag þeirra
var svo vanburða, að því var
ekki hugað nema fárra daga
líf. En það stóð af sér alla
hrakspádóma og storma. Af
grunni þess er nú sprottin
ein áhrifamesta félagshreyf-
ing samtíðarinnar. Hún hef-
ir sýnt betur en nokkuð ann-
að, hve miklum og gæfurík-
um árangri er hægt að ná
með samstarfi og bræðra-
lagi frjálsra manna.
Fyrir þá, sem kunna að
vera efagjarnir um að hug-
sjón bræðralags og friðar
sigri að lokum, hlýtur jóla-
sagan, er gerðist í Rochdale
fyrir 108 árum, að vera mikil
uppörfun og hvatning. Hún
er sönnun þess, að hugsjón
jólanna — hugsjón bræðra-
lags og friðar — er sigursæl,
ef hún er borin fram af nógu
mikilli einlægni og fórnar-
lund.
í þeirri von, að slíkum jóla-
sögum muni stöðugt fjölga,
óskar Tíminn lesendum sín-
um gleðilegra jóla.
Fréttir frá starf-
semi S. Þ.
Hvalkjötið má ekki van-
meta.
Þótt sulturinn sé tíður gestur í
Asíu og unnið sé af kappi að því
að auka matvælaframleiðsluna í
heiminum, fara þó árlega til ó-
nýtis hundruð þúsundir smálesta
af kjöti. Og þetta kjöt hefir mikið
næringargildi vegna þess. hve mik-
ið er af eggjahvítuefni í því.
Hér er um hvalkjötið að ræða.
Árið 1950 veiddust 45.000 af þess-
um risum hafsins. Það voru meira
en 2 milljónir tonna af spiki, kjöti
og beinum. En 325.000 tonn af hval
kjöti fóru til ónýtis. Þetta sam-
svarar því, að ónýtt hefði verið kjöt
af 1,8 milljónum nautgripa.
— Þegar á það er litið, hve marg
ir í heiminum svelta, þá hafa
menn ekki efni á, að öllu þessu
kjöti sé fleygt. Þannig er komizt
að orði í skýrslu frá FAO (Mat- j
væla- og landbúnaðarstofnun S.Þ.). ,
Hvalkjötið hefir mikið næringar-
gildi, jafnvel þegar það er borið .
saman við nautakjöt. í hvalkjöti
er minna af vatni, minna af fitu
og langt um meira af eggjahvítu-
efni en í nautakjöti. Vona menn,
að þessir kostir geri aö verkum, að
hvalkjöt verði eftirsóttur matur.
Þessi 325.000 tonn af hvalkjöti,
sem fleygt var árið 1950, hefðu get
að fullnægt eggjahvítuefnisþörf 14
milljóna manna.
í nokkrum löndum, sérstaklega i
Japan, hafa menn árum saman
borðað hvalkjöt. Eftir stríðið var
byrjað að sjóða það niður. 10.000
tonn hafa verið fryst eða soðin nið
ur á íslandi, í Kanada, Noregi og
Bretlandi. Matvælasérfræðingar
vinna nú að endurbótum á niður-
suðuaðferðunum.
Fólksflutningar frá Evrópu
til Suður-Ameríku.
Nokkur Suður-Ameríkulönd. þar
sem efnahagslegar framfarir upp
á siðkastið hafa verið miklar, hafa
áhuga fyrir fólksflutningi í stór-
um stíl frá Evrópu til þessara
landa. Með þessu væri hægt að
draga úr of miklum fólksfjölda i
Evrópu, en mönnum telst svo til,
að íbúum í Evrópu þurfi að fækka
um 3—4 milljónir fjölskyldna, ef
íbúatala álfunnar ætti að vera hæfi
leg.
Þetta mál hefir verið rætt í efna
hagsnefnd S.Þ. Angel Maria Cus-
ano frá Uruguay tók þá fram, að
nokkur Suður-Amerikulönd séu
reiðubúin til að taka við útflytj-
endum frá Evrópu. Benti hann á7
að efnahagslegar framfarir í Suð-
ur-Ameríku fyrr á tímum hefðu
staðið í sambandi við fólksflutn-
inga þangað frá Ítalíu og Spáni.
Sem stendur eru Suður-Ameríku-
lönd að framkvæma víðtæk við-
reisnaráform. Vinnuafl frá Evrópu
væri því æskilegt.
En alþjóðleg fjárhagshjálp er
nauðsynleg til þess að hægt sé að
flytja Evrópubúa hópum saman til
Suður-Ameríku. Leita menn því
aðstoðar Alþjóðabanka S.Þ. og vísa
til þess, að bankinn hafi áður
veitt hjálp, þegar um svipað við-
fangsefní var að ræða, nefnUega
þegar Ástralía fékk álitlegt lán til
þess að kosta menntun og búsetn-
ingu útflytjenda.
Réttarstaffa flóttamanna.
Danmörk hefir fyrst allra landa
staðfest „Magna Charta“ flótta-
mannanna, þ.e.a.s. nýja alþjóða-
sáttmálann um réttarstöðu flótta-
manna. Þessi sáttmáli var gerður
í Geneve í júní 1950 að tilhlutan
S.Þ. og hefir verið undirritaður aír
20 löndum, en öðlast ekki gildi fyrr
en 6 lönd hafa staðfest hann.
Áður en þessi sáttmáli var gerð-
ur, höfðu menn engar samhljóða
alþjóðareglur um afstöðu ríkjanna
til flóttafólks. Byggðu menn á venj
um, sem stöfuðu frá hjálparstarfi
Friðþjófs Nansens.
Flóttamannasáttmálinn er yfir-
gripsmesta skrá, sem gerð hefir
verið um réttindi flóttamanna. Mið
ar hann -að því að tryggja þeim
lagalega vernd og mannúðlega með
ferð.
(Framhaló á &. sISu.)