Tíminn - 15.03.1953, Síða 6
TÍMINN, sunmidaginn 15. marz 1953.
G2. blaff.
«.
PJÓDLEIKHÚSID
SK9JGGA SVEINN j
Sýning í dag kl. 15.
Fáar sýningar eftir.
REKKJAN
Sýning í kvöld kl. 20.
47. sýning.
Síðasta sinn.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
11—20. Tekið á móti pöntunum.
Símar 80000 og 8-2345.
*>■♦•♦>*>•■«>-«■♦*»♦♦•♦♦♦♦■<
Sími 81936
S$ómtmnulíf
Viðburðarík og spennandi
sænsk stórmynd um ástir og
ævintýri sjómanna, tekin í Sví- I
þjóð,, Hamborg, Kanaríeyjum og
Brasilíu, hcfir hlotið fádæma
góða dóma í sænskum blöðum.
Leikin af fremstu leikurum
Svía (Alf Kjellin, Edvin Adolph
son. TJlaf Falme, Eva Dahlbeck,
TJHa Holmberg). Alf Kjellin sýn
ir einn sinn bezta leik í þess-
ari mynd. Sjaldan hefir lífi sjó-
manna verið betur lýst, hætt-
um þess, gleði, sorg og spenn-
andi ævintýrum.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Tígrissiúlhan
Skemmtileg frumskógamynd.
Sýnd kl. 3.
NÝiA BÍÓ
Bióðhefnd
(II Brigante Musolino)
Mjög spennandi og tilkomumik-
il ítölsk mynd, byggð á sann-
sögulegum þáttum úr lífi manns
er reis gegn ógnarvaldi leyni-
félagsins „Mafia“.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Litli og Stóri
snúa aftur
Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 11 f. h.
BÆJARBIO
— HAFNARF1R3I —
V esalingarnir
Stórfengleg frönsk stórmynd
eftir hinni heimsfrægu skáld-
sögu Victor Hugo.
Hall Burnes
Danskur skýringartexti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Frumshúga-
stúlhan
— II. hluti. —
Sýnd kl. 3.
HAFNARBÍÓ
Blásheggur og
honumar sjö
(Barbe bleu)
Fjörug, djörf og skemmtileg
frönsk kvikmynd í litum. byggð
á hinu fræga ævintýri um Blá-
skegg. eítir Charles Perrault.
Aðalhlutverk:
Cécile Aubry
(lék aðalhlutverkið í „Manon")
Pierre Brasseur
Jean Sernas
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bagdatl
Hin afar spennandi ameríska
ævintýramynd í litum.
Sýnd kl. 3.
LEIXFÉIAG
RLYKJAVÍKUR^
Ævintýri
á gönguför
; Vegna f jölda tilmæla verður
sýning í dag kl. 3.
Uppselt.
Gó&ir eiginmenn
sofa heima
Sjning í kvöld kl. 8.
Uppselt.
j Næsta sýning þriðjudag kl. 8.
Aðgöngumiðasala kl. 4—7 á
morgun, mánudag.
AUS1URBÆJARBÍO
DON JEAN
(Adventurcs of Don Juan)
Sérstaklega spennandi og við-
burðarík ný amerísk stórmynd
í eðlilegum litum, um hinn
mikla ævintýramann og
kvennagull, Don Juan.
Aðalhlutverk:
Errol Flynn
Vivcca Lindfors
Alan Hale
Ann Rutherford
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Frumshóga-
stúihan
— III. hluti. —
Hin afar spennandi frumskóga-
mynd eftir höfund Tarzan-bók-
anna.
Sýnd kl. 3.
Aöeins þetta eina sinn.
Sala hefst kl. 11 f.h.
TJARNARBÍÓ
Ilelena fagra
(Sköna Helena)
Óperettumyndin fræga.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Begnhogaeyjan
Sýnd kl. 3.
»>♦♦♦♦♦<
GAMLA BÍÓ
Ltehnirinn og
stulhan
(The Doctor and the Glrl)
Hrífandi og vel leikin ný amer-
ísk kvikmynd.
Glenn Ford
Janet Leigh
Gloria De Haven
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Allra síðasta sinn.
Aðgöngumiðasala frá kl. 2. jj
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«
TRIPOLI-BÍÓ
Á Ijónuvciftum
(The Lion Hunters)
Afar spennandi, ný. amerísk
frumskógamynd, um hættur og
ævintýri í frumskógum Afríku.
Aðalhlutverk:
Johnny Sheffield
sem Bomba.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f.h.
♦
^XSERVUS GOLDX.
riyAji íl/'mi
ir^u —ir\y~u
0.10 HOLLOW GROUND 0.10
^ mm YEUOW BLADE m m cj-'
SERVUS GOLD
rakblöðin .heimsfrægu
Þáttnr kárkjuimar
(Framh. af 5. síðu).
eigin reynslu sem predikara
í nærfellt aldarfjórðung, held
ég því fram, að því „kirkju- ’
legra“ sem húsið er, því létt-
ara er að öðru jöfnu að tala
í því, en það, sem örvar og
styrkir predikarann mest í
starfi sínu, er kirkjurækni
fólksins. — Ég mundi viija
hvetja það fólk, sem hugsar
líkt og Vigfús, til að efla1
samtök um kirkjurækni í
sveit sinni. Þá mun áreiðan-
lega kenna meiri gleði í pre-!
dikun prestsins, sambandið
við hann verða innilegra og
betra. Og þá gæti skeð, að
slíkur söfnuður, er við þetta
myndaðist, fengi næmari til-
finningar fyrir því, hvernig
kirkjan sjálf ætti að vera úr
garði gerð.
Ég er sammála Vigfúsi um
það, að kirkjurnar eru víða
harla snauðar að fegurð og
tómlegar útlits. Fólk er far- i
ið að finna þetta, enda er
víða mikið talað um að
skreyta eöa fegra kirkjur. En
hinu gleyma menn þvi miður 1
oft, að það er ekki hægt að
fegra kirkjur á sama hátt og
önnur hús. Þess vegna eru
drýgðar ýmsar smekkleysur,
eins og til dæmis rósirnar í
Strandarkirkju, og rafmagns
kertin á ölturum fjölda
kirkna um allt land, (þar á
meðal minnar eigin kirkju).
Þetta stafar af því, að ekki
er hirt um kirkjulega „sym-
bolik“ eða táknafræði. Tákn-
in eru alveg sérstakt tungu-
mál fyrir sig, ef svo má að
orði kveða. Það tungumál
verkar á undirvitund manns
ins, og skírskotar til þess,
sem ekki er nema að litlu
leyti hægt að túlka með
mæltu máli. Úr þessu verður
ekki bætt, nema með betri
samvinnu sérfræðinga í helgi
siðafræði, listamanna og arki
tekta en hingað til hefir átt
sér stað. í fyrrasumar var
samþykkt á prestastefnu,
mest fyrir atbeina Lúðvígs
Guðmundssonar skólastjóra,
sem var gestur synodunnar,
að stíga viss skref til fram-
kvæmda í þessu máli. Von-
andi verður þar ekki látið
lenda við orðin tóm. — Hug-
myndin er, að efna til sam-
keppni um teikningu að lít-
illi en fagurri kirkju, ekki til
þess að vera hin eina sanna
fyrirmynd, sem síðan eigi að
stæla von úr viti, eins og t. d.
altaristafla dómkirkjunnar
hefir verið stæld, heldur til
að marka stefnuna.
Þessu er tæplega hægt að
koma við, nema gert sé ráð
fyrir, að kirkjuhúsið allt sé
ein heild, sem sé guðshús allt
frá því að inn er komið. Hér
þarf að skreyta félagsheimili,
leikhús og aðra samkomu-
staði á sinn hátt og kirkjur
með sínu lagi. Því miður eru
flest samkomuhús út um
land eins og dauðra manna
grafir, engu síður en kirkj-
urnar, og yfirleitt mun leið-
inlegri, ef einhverju munar.
Annað, sem ég fyrir mitt
leyti vil taka tillit til er það,
sem kalla mætti „andrúms-
loft“ hússins. Ég tel það sann
að mál, að jafnvel við dauða
hluti geti loðað eitt og ann-
að, sem kemst í snertingu við
þá. Hlutskygni er t. d. í því
fólgin, að með því að hand-
leika hlut (hring, úr, penna),
getur dulskygn maður stund-
um fundið eða séð eitt og
annað, sem stendur í sam-
bandi við fyrri eigendur.
Þetta virðist benda til þess,
að hluturinn hafi eitthvað
MARY BRINKER POST:
Anna
Jórdan
56. dagur.
lega að ráði mínu, únna. En ef þú vilt fyrirgefa þetta, þá
lofa ég því, að þctta skal ekki koma fyrir aftur.“
Þao var mikil mýkt í rödd hans og hann var bljúgúr í
framkomu. Hann var í rauninni ekki slæmur piltur, það
hafði sært hana mest að sjá Huga Deming .... En hún
gæti allt eins vel látið sig hætta að dreyma um Huga. Emilía
Karlton hafði hann nú og allt sem hún hafði var — Ned.
Hún lyfti höfði sínu. Jæja, hún gæti allt eins vel gert.gott
úr þessu. : .-t.j
„Ég býst við, a'ð óg sé þér ekki reið lengur, Ned,“ sagði
hún og brosti.
„Rétt hjá þér, og hvað segirðu svo um það að koma í
leikhúsið og borða með mér kvöldver'ð á eftir? ..Mundi það
ekki vera nokkuð snjallt?“
Hún kinkaöi kolli. „Það mundi verða ágætt,“ sagöi, luin
og lagði hönd sína á arm hans, eins og hún hafði séð Emiliu
gera. Þau gengu út úr garöinum og að hestvagnaröðinni.
Þau fengu sér vagn niður í borgina.
Leikurinn, sem vcrið var að sýna, hét East' Lýhrté', ' fá’gúi'•
sorgarleikur um dásamlegt aðalsfólk, með skólaðan’og'háan
talanda. Anna var stórhrifin og Ned lánaði henni yagákiút-
inn sinn til að gráta í. Er þau komu út úr leikhúsinu, heyröu
þau að skip þeytti eimpípu sína úti á flóanum. Skyndileg
þrá eftir hafnavhvcrfinu kom yfir Önnu. Síðan hún fór
þaðan, hafði hún aldrei vogað sér niður á bryggj urnar. En
hún hafði í hyggju að fara þangað bráðlega að sjá skiþin,
er þau legðust aö b>-yggju Það þyrfti áreiðanlega ekki að
saka neitt. Jafnvel þótt hún rækist á móður sína, þyrfti hún
ekki að óttast hana. Séra Dónegan hafði komið öllu í lag
fyrir hana. Máske færi hún næst þegar hún ætti frídag,
hugsaöi hún.
I „Þú ert mjög hugsandi," sagði Ned, og óttaðist að hún
kynni að vera orðin móðguð á ný.
| „Ég var að hlusta á eimblásturinn. Ég elska skip, en þú?“
sagði hún.
I Hann hristi höíuðið. „.Ég er landkrabbi. Það er gaman að
horfa á skipin og hafiö, en það setur að mér hroll við að
hugsa um siglingar.“
I Hugi hafði yndi af skipum, hugsaði hún. Hann hefði
heldur viljað gerast sjómaður en læra lög.
„Svona, hristu þetta af þér,“ sagði Ned hlæjandi og' veif-
aði annari hönd sinni fyrir framan augu hennar. „Þú ert
víðsfjarri.“
! „Já,“ sagði hún. „Ég held ég hafi verið það.“
j „Hvernig væri að fá sér eitthvað í svanginn “
! „Ég er til með það,“ sagði Anna, og fann um leið, sér til
undrunar, að hún var svöng.
I Þau fóru inn í ágætan matsölustað og fengu sér góðan
kvöldverð. ........ !••■•
I Klukkan var rúmlega tíu þegar Ned fylgdi henni héim.
Hvergi var ljós að sjá í húsinu, nema í anddyri þess. Önnu
þótti vænt um það, þar sem hún vildi síður rekast á frú
Karlton eða Emilíu. Ned var hrifinn af, að hún skyldi búa
í svo veglegu húsi á Framhæð. Hún sagði honum ekki, að
hún væri vinnukona.
| Er þau komu að dyrunum, þrýsti hann hönd hennar. Hún
vissi að hann langaði til a'ð kyssa hana, en hún bfosti til
hans og sagði lágmælt:
I „Þakka þér kærlega fyrir kvöldið" og sneri sér síðan vlð:
Hann greip um handlegg hennar.
„Heyrðu, hvenær sé ég þig aftur,“ hvíslaði hann.
„Ó, ég hélt að þú kærðir þig ekki um það.“ ........ . ,
„Þú veizt vel, að ég kæri mig um það.“ .......
Hún brosti. Það var ánægjulegt að eiga aðdáanda, jafnvel
þótt hann væri ekki sá, sem hún hefði helzt kosið. Henni
við sig loðandi, eftir því, hver
hefir haft hann undir hönd-
um. Ef þessu' er þannig varið,
mun þá ekki hið sama geta
átt við um húsin? Er þá kirkj
an, hið vígða musteri, þar
sem helgustu hugsanir mann
anna vakna, alveg sama og
danssalurinn og leikhúsið,
þar sem á ýmsu veltur um
slíka hluti? — Ég hefi ekki á
móti dansi og tel hann ekki
syndsamlegan. Og ég veit vel,
að fólk er heldur ekki synd-
laust ,í kirkjunni. Samt
finn ég mun á þeim hugblæ,
sem gerir vart viö sig á hvor-
um stað, kirkjunni og
skemmtistaðnum. Þarna á
því að vera aðgreining. Kirkj
an á að vera sá staður, þar
sem söfnuðurinn kemur sam-
an til bænar, og þar e{ga
raunverulega að fara fram
sem allra flestar heilagar at-
liafnir, svo sem hjónavígsl-
ur, skírnir, jarðarfarir. Þar
á ekki bergmálið . frá harrh-
oniku, hvað þá jazzi, áð bland
ast inn í.
Ég þakka Vigfúsi Guð-
(mundssyrii og öllum, sem
(þessi mál bera fyrir-■• brjósti
jog leita að nýjum leiðum.
jFyrsta skilyrðið, er auðvitað
það, að láta sér ekki á sama
standa. En byrjum þó á þessu
tvennu, að sáekja kirkjuna,
þrátt fyrir það, þótt ekki sé
hver predikari jafnoki Har-
aldar Níelssonar, og-að fegra
kirkjurnar, — ekki með því
að ryðja inn í þær einhverju
og einhverju af ósamstæðum
hlutum, heldur eftir ströng-
ustu kröfum listar og helgi-
fræði. Ef presturinn er léleg-
ur predikari, veitir ekki af-
að kirkjan tali sínu máli.
Jakob Jónsson.