Tíminn - 18.03.1953, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.03.1953, Blaðsíða 8
37. árgangur. Reykjavík, 18. marz 1953. 64. blað. Karlakór Reykjavíkur mun syngja Wlyndastytta af Skúia í 10 borgum Miðjarðarhafslanda Fyrstl siunsön»uriim verðnr í Algier, en sá síðasti I Ussabon. Lagt af stað 25. þ. m. Eins og fyrr hefir verið frá skýrt leggur Gullfoss af stað með Karlakór Rcykjavíkur og aí>a farþega miðvikudaginn 25. marz kl. 10 síðd. í förina til Miðjarðarhafsins. Farþegar með skipinu eru alls 207, en skipið tekur mest 209 farþega. j Kórfélagamir eru 38 og með þeim 29 konur þeirra. Sveinn Björnsson, formaður kórsins, Ásbjörn Magnússon fram-! kvæmdastjóri Orlofs og Eggert P. Briem, fulltrúi Eimskipa- j félagsins, skýrðu fréttamönnum frá þessu í gær. Fyrsti samsöngur kórsins ] verður í Algier 1. apríl, og mun íslenzkur kór aldrei hafa sungið í þeirri heims- álfu fyrr, og fslendingar mUnu varla hafa komið þar syngjandi að landi sem fang- ar Tyrkja forðum daga. Frá Algier verður haldið til Palermo á Sikiley, þaðan til Napóli og Rómar, Genúa, Mílanó og Nizza, og að sjálf- sögðu haldnir samsöngvar á öllum þessum stöðum. Eftir það liggur leiðin til Spánar, fyrst Barcelóna, Valencía og kannske fleiri staða. Á heim- leiðinni verður sungið í Lissa bon. Alls mun kórinn því syngja í um það bil 10 borg- um Miðjarðarhafslanda. Söngskráin. Mjög er vandað til söng- skrár, sungin ítölsk og frönsk lög svo og íslenzk, og hefir Þórhallur Þorgilsson snúið íslenzkum textum á ítölsku og spönsku í óbundnu máli. Hann verður og túlkur kórs- ins í förinni. Söngstjóri verð- ur að sjálfsögðu Sigurður Þórðarson, og Guðmundur Jónsson verður einsöngvari kórsins. Kórinn mun einnig heimsækja Vatikanið og e. t. v. syngja fyrir páfa. Þess má geta, að á söngskránni er ís- lenzkur saltfiskur auglýstur myndarlega. Orlof sér um landferðir. Ferðaskrifstofan Orlof ann J ast allar hinar mörgu ferðir, i sem þátttakendur fara til ýmissa staða á landi, og er; þátttaka í þeim frjáls, en mjög mikil. Orlof mun hafa j skrifstofu um borð í Gull-! fossi, og verður Ásbjörn Magn ússon sjálfur með í förinni. Gefst þátttakendum kostur á að sjá fjölmarga hina merk ustu og fegurstu staði, sem í nálægð viðkomustaða skips- ins eru. Hefir verið samin ná- kvæm og ýtarleg áætlun um þessar ferðir. Lífið um borð. Gera má ráð fyrir, að lífið um borð í Gullfossi verði hið þægilegasta. Tveir læknar verða með í förinni og hafa fasta viðtalstíma og veita læknishjálp ókeypis. Rakara- stofa og snyrtistofa kvenna verður í skipinu. Komið verð- ur heim 25. apríl. Guð- mundur Einarsson frá .Miðdal hefir gert af Skúla Magnús- syni, landfógeta. Lengi hafa verið uppi ráðagerðir um það, að reisa Skúla minnismerki og hefir verzlunarmannafélag Reykjavíkur tekið þetta mál að sér fyrir nokkru. Hefir verið kosin nefnd til framkvæmda í málinu. Gerð myndarinnar var í upphafi rædd við tvo mynd- ( höggvara, þá Einar Jónsson og Guðmund Einarsson. Ein- ] ar Jónsson treysti sér ekki1 til að taka að sér verkið vegna { vanheílsu. Guðmundur Einars ' son tók að sér að gera upp- j kast að minnismerkinu og; féllst nefndin á frummynd hans. Verður steypt í Danmörku. Guðmundur frá Miðdal hef ■ ir nú lokið við að steypa mynd ; Skúla í gips. Er Skúli hinn1 vörpulegasti, svipmikill og her mannlegur á velli, en Guð- j mundur hefir farið eftir sam; tíðarlýsingum á honum, enn fremur hefir G-uðmundur Aðalfundur Mjólk- ursamlags K.Þ. Frá fréttaritara Timans í Húsavík. Aðalfundur Mjólkursam- Iags Kaupfélags Þingeyinga var haldinn í Húsavik 13. marz s. 1. Á fundinum var m. a. samþ. ályktun um að mótmæla þeirri aðferð fram leiðsluráðs landbúnaðarins að semja um verðlækkun mjólkur til framleiðenda, jafnhliða því sem öðrum stéttum voru veittar kjara- bætur Taldi fundurinn að með þessum ráðstöfunum hefðu verið rofnar hinar lögbundnu reglur um verðlagningu land búnaðarafurða. Fundurinn lagði áherzlu á, að hann teldi að ekki hefði mátt ráða slíku máli til lykta nema áð- ur hefði verið borin undir at- kvæði í félagssamtökum bænda. Gerði fundurinn þá kröfu, að búnaðarþing það, sem nýlokið er, og Stéttar-1 samband bænda viti þessa ráðstöfun framleiðsluráös og beiti sér fyrir leiðréttingum fyrir hönd bænda.. Litla flugan er á söngskrá Snoddas Iloiium var mjög vcl tckið í gærkvöldi Fyrsta söngskemmtun Snoddas var í Austurbæjar- bíói klukkan sjö í gærkvöldi. Adenby blaðamaður kynnti Snoddas nokkrum orðum á undan fyrstu lögunum, og Pétur Pétursson þýddi. Snodd as söng átta eða níu lög, allt sænskar vísur og dægurlög, nema lagið Litla flugan, sem Snoddas söng við sænskan texta. Snoddas hafði ekki heyrt lagið fyrr en í gær og var ofurlítið reikull, sem von var, en ekki er ólíklegt, að það lag muni láta Snoddas vel síðar meir. Fólkið tók Snoddas með hrifningu og kunni auðsjá- anlega að meta þennan hjart anlega og einfalda söng, lát- lausa framkomu og innilega, nærri barnslega túlkun. Það er vel skiljanlegt að Svíum falli vel að heyra vísur sinar túlkaðar á þennan hátt og hverfa út í náttúruna að eldi í skógarrjóðri eða í lág- an bjálkakofa, meðan húm- ið fellur á. Hann mundi vafa laust komast eins nærri hjarta íslendingsins, ef hann væri sjálfur íslendingur og syngi islenzkar vísur, sem við erum þó harla fátækir af. Hljómsveit Kristjáns Krist jánssonar skemmti einnig við góðan orðstír, og Soffía Karlsdóttir söng nokkur gam ankvæði við mikla ánægju á- heyrenda eins og venjulega. Myndin er af Skúla Magnús- syni landfógeta eftir Guð- mund Einarsson frá Miðdal. Listamaðurinn er við hlið styttunnar. stuðzt við þann sterka ættar- svip, sem er yfir öllum af- ' komendum Skúla. 'Eirsteypan { verður framkvæmd í Dan- j tnörku og verður uhdirbúning ur hennar hafinn í vor. Er \ reiknað með að styttan verði' fullgerð til uppsetningar í haust eða snemma næsta vet- ur. Háskólastúdentar ræða um inn- lendan her Samkvæmt kröfu 22 há- skólastúdenta gengst stú- dentaráð fyrir almennum fundi háskólastúdenta i Sjálfstæðishúsinu kl. 4 í dag. þar sem rætt verður um inn- lendan her. Fundarstaður þessi var tekinn vegna þess, að. stúdentum var synjað að halda fundinn í hátíðasal háskólans. Reist í Aðalstræti? Rætt hefir verið við borgar stjóra um það, að'. fá mynd- ina reista á góðupi stað við Aðalstræti. Er það um margt hinn ákjósanlegasti staður fyr ir styttuna, en það var á þvi svæði, þar sem Aðalstræti er, og „innréttingar“ Skúla fógeta voru. Það „hefir enn- fremur komið til t,als, að gera tvær afsteypur af líkneskinu og verður önnur..sett upp á fæðingarstað Skúla. Unnið að styttunni í f jóra mánuði. Allt frá því að 'Guðmundur Einarsson kom frá Finnlandi í haust hefir hann unnið við að gera styttuna af Skúla, en það eru um fjórir mánuðir. (Pramhaíd á 7. síðu). Hrakför kommún- ista og Sjálfstæð- ismanna í félagi rafvirkja . í allsherjaratkvæða - greiðsíu í Félagi ísl. raf- virkja, sem talið var í um helgina, hlauí listi trúnað- arráðsins 103 atkv., listi Sjálfstæðismanna 31 atkv. og listi kommúnista 48 at- kvæði. Alls voru á kjörskrá 196 en 184 kusu. Stjórnina skipa nú .Óskar Hallgríms- son, formaður, Þorvaldur Gröndal varaformaður, Gunnar Guðmundsson rit- ari, Kristján Bcnediktsscn gjaldkeri og Guðmundur Jónsson varagjaldkeri. Framsóknarvist í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld Framsóknarfélag Hafnar- fjarðar efnir til Framsókn- arvistar í alþýðuhúsinu í Hafnarfirði á fimmtudags- kvöldið, og hefst skemmt- unin klukkan hálf-níu. Til skemmtunar verður Framsóknarvist, sem Vig- fús Guðmundsson stjórnar, eftirhermur, Gestur Þor- grímsson, og dans, bæði gömlu og nýju dansarnir. Skemmtanir Framsóknar- félags Hafnarfjarðar eiga vaxandi vinsældum að fagna, enda jafnan vel til þeirra vandað. Verða færeyskir sjómenn ráðnir hingað tii starfa á vertíðinni? Heyrzt hefir, að Ieitað hafi verið eftir þvi við við- komandi aðila, að hingað j yrði ráðinn hópur fær- eyskra sjómanna, þar sem erfiðleikar hafa verið á því, að halda úti bátum á Vf/;íð hér, vegna vöntunar á vön- um mönnum. Munu eigend- ur nokkurra báta farið þessa á leit, eftir að hafa reynt að halda bátum sínum úti með óvönum möimum að miklum hluta. Munar miklu á tíma. Eins og gefur að skilja, er það fljótt að muna á af- köstum, sé maðurinn óvan- ur venjulegum störfum, svo sem beitingu og því um líku. Séu mikil brögð að því að menn innan skipshafn- arinnar séu óvanir, leiðir það til þess, að skipverjar ia lítinn frítíma og verða að leggja á sig miklar vök- ur, til að Ijúka því starfi, sem vqu skipshöfn leysir auðveldlega á mun skemmri tíma. Öfug hlutföll. Þeir bátar, sem hafa orð- ið verst úti, hvað snertir mannfæð, hafa orðið að stunda veiðar með ekki nema tveimur mönnum vön- um, en hinum öllum nýlið- um. Eru þetta öfug hlutföll, þar sem venjan mun vera, að taka ekki meira en tvo til þrjá menn óvana á skip í einu, til að kenna þeim hin réttu handtök, fleiri ó- vanir menn eru taldir draga úr afköstum, sem kemur út sem meira álag á skipsfé- Jaga þeirra og þýðir auknar vöbur fyrir alla skipshöfn- ina. Endurnýjast stéttin ékki? Fari svo að nauðsyn kref ji þess, að hingað verði ráðnir færeyskir sjómenn, hlýtur sú spurning að vakna, hvort sjómannastétt in hér endurnýist ekki nógu ört, ungir menn komi í stað þeirra, sem hætta og fara í land. Sé.svo, að ungir menn leiti ekki eftir að læra hin réttu handtök við veiðar á fiskibátum okkar, og leita frekar á hin stærri skip, þar sem störf eru öll léttari, en aftur á móti minna borið úr býtum, þá er í illa farið og þörf úrbóta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.