Tíminn - 18.03.1953, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.03.1953, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, miðvikudaginn 18. marz 1953. 64. blað. Urval af því bezta, sem íslenzk skáld hafa ort til mæöra sinna og um þær. Sextíu íslenzk skáld eiga kvæöi í bókinni, þar af öll höfuðskáld þjóðarinnar. Kostar kr. 45,ÖO í alskinni, Fallegasta íækifærisgjöfin til íslenzkra mæðra Farúk kennir tengdamóður sinni og Naguib um brottför Narrimans í gær var búizt við, að Narriman héldi til Kaíró í fylgd móður sinnar, sem talið er, að hafi verið send til Róm ar að undirlagi Naguibs. í yfirlýsingu, sem Farúk hefir gefið út af brottför drottning arinnar, segir m. a.: „Með trausti á framtíðinni og al- geru tilliti til Guðs réttlætis hefir Farúk konungur allra náðugast orðið við ósk hús- freyju sinnar um að yfirgefa Ítalíu, sem hefir sýnt stór- kostlega gestrisni. Ef til vill er Narriman þreytt á lífinu sem landflóttamaður, þrátt fyrir það, að helztu læknar, ítalskir og svissneskir, hafa alltaf verið reiðubúnir að veita aðstoð sína“. Stjórnmálalegs eðlis. Ennfremur segir í yfirlýsing unni: „Ákvörðun Narriman um að fara er ákvörðun, sem var tekin í skyndingu fyrir til mæli móður hennar, sem greinilega stendur í sambandi við sterk stjórnmálaöfl í Egyptalandi, sem vinna allt til þess að koma á misklíð inn an konungsfjölskyldunnar“. Narriman mótmælir. Akveðið var að Narriman færi til Kaíró í gær og sagði hún í blaðaviðtali, að skiln- aðurinn hefði verið ákveðinn fyrir löngu, en honum valdi persónulegar ástæður, án þess að móðir hennar eða egypzk stjórnarvöld eigi þar nokkurn hlut að máli. Narri- man sagði ennfremur, að eft- ir að hafa sýnt mikla þolin- mæði, hafi henni orðið ljóst, ; Narriman drottning hefir nú yfirgefið Farúk konung, en hún flaug nýlega frá Róm til Sviss, ásamt móður sinni, frú , Sadek. Að undanförnu hafa þau hjónin dvalið í nánd við Róm ásamt syni þeirra, sem nú er fjórtán mánaða gamall. Son sinn skildi Narriman eftir, en mun þó hafa yfirráðarétt varðandi drenginn, þar til hann verður sjö ára. í/j/. .. . v. Myndin er af þeim Narriman og Farúk, þegar samkomulagið var upp á hið bezta. Nú hefir hins vegar dregið bliku á loft, þar sem Narriman er komin til Kaíró og þar mun henni að öllum líkindum verða dæmdur skilnaður, þótt það sé fátítt, að konur eigi frumkvæðið að skilnaði við menn sína í múhameðstrúarlöndum. Úfraipið Útvarpið í dag: Kl. 8,00 Morgunútvarp. 9,10 Veður fregnir. 12.10—13,15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 16,30 Veður- fregnir. 17,30 íslenzkukennsla; II. fl. 18.00 Þýzkukennsla; I. fl. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Barnatími. 19,15 Tónleikar (plötur). 19,30 Tónleikar: Óperuiög (plötur). 19,45 Auglýsing- ar. 20,00 Préttir. 20,30 Útvarps- sagan: „Sturla í Vogum“ eftir Guð rnund G. Hagalín; VIII. (Andrés Björnsson). 21,00 Hver veit? (Sv. Ásgeirsson hagfræðingur annast þáttinn,). 22,00 Préttir og veður- fregnir. 22,10 Passíusálmur (38.). 22.20 Upplestur: „Prelsishetjur". smásaga eftir Ingólf Kristjánsson (höf. les). 22,45 Dans- og dægur- lög; Gene Krupa og hljómsveit hans leika (plötur). 23,10 Dagskrár lok. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00 Morgunútvarp. 9,10 Veður fregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 16,30 Veður- fregnir. 17,30 Enskukennsla; II. fl. 18,00 Dönskukennsla; I. fl. 18,25 Veð urfregnir. 18,30 Þetta vil ég heyra! Hlustandi velur sér hljómplötur. 19,15 Tónleikar: Danslög (plötur). 19,35 Lesin dagskrá rfæstu viku. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Préttir. 20,20 íslenzkt mál (Halldór Halldórsson uósent). 20,40 Tónieikar (plötur). 20,55 Erindi: Á víð og dreif (Filippía ICristjánsdóttir rithöfundur). 21,15 Einsöngur: Elisatet Schumann og Alexander Kipnis syngja (plötur). 21.45 Frá útlöndum (Jón Magnús- son fréttastjóri). 22,00 Fréttir og veðurfre;nir, 22.10 Passíusálmur (39.). 22,20 Sinfóniskir tónleikar (plötur). 23,iO Dagskrárlok. Árnað hellla Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú’.ofun sína ungfrú Elsa Níelsdóttir, Hof- teig 12, og Hermann Ó. Guðnason, Laugaveg 68. vað hún yrði að yfirgefa mann sinn. Er ég hafði tekið þá á- kvörðun að hverfa til Egypta lands, sendi ég móður minni skeyti og bað hana að koma og vera hjá mér á þessum erfiðu tímum og að verða leið- sögukona mín heim til míns elskaða lands. i Dralck sig ekki fullan. Það vakti mikla athygli. að stuttu eftir að Narriman fór, birtist Farúk í klúbb sínum í Róm og lét sem ekkert væri. I Útlagakóngurinn sagði: „Þeg i ar Narriman yfirgaf mig, gekk | ég inn og leit á son minn, sem j svaf værum svefni, en fóstr- an sat yfir honum og vakti eftir það fór ég í klúbbinn minn í Róm. Undir sömu kringumstæðum býst ég við, að flestir hefðu drukkið sig blindfulla, en vegna trúarskoð ana minna neyti ég ekki víns“. I Áttu ekki skap saman. Móðir drottningarinnar, Assila Sadek, staðhæfir, að Farúk megi sjálfum sér um kenna, að svo er nú komið í hjónabandi hans. Narriman dóttir hennar hafi ákveðið að skilja við hann, einfaldlega af þeirri ástæðu, að hún gat ómögulega búið með honum lengur, þar sem þau áttu ekki skap saman. í Kaíró er því haldið fram, að Narriman muni æskja skilnaðar frá ^Farúk á þeirri forsendu, að | hann hafi sýnt sér grimmd, en trúarréttur mun fjalla um mál hennar. Tuttugu bæir í Gaul verjabæjarhreppi fá rafmagn Frá fréttaritara Tímans á Selfossi. Síðastliðinn laugardag var rafmagni hleypt á nýja raf- veitu, sem tekur til tuttugu bæja í Gaulverjabæjarhreppi og eins bæjar i Hraungerðis- hreppi, auk varnaskóla, sam- komuhúss og kirkju í Gaul- verjabæ. Mikil ánægja ríkir meðal fólks í Gaulverjabæ yfir því að vera búið að fá rafmagnið. Gjaíir til Hnífs- dælinga Hnífsdalsnefndin hefir þeg ar telcið á móti talsverðu af, gjöfum handa Hnífsdæling-J GinnsÍGÍim allra íslcnzkra bóka um. Aðalsteinn Pálsson skip- stj óri hefir gefið 2000 krón- ; ur, hlutafélagið Júpíter 50001 krónur og Tómas Helgason búfræðingur 1000 krónur. | Bækur hafa gefið Valdimar B. Valdimarsson, Kristinn; Halldórsson, Hverfisgötu 67,^ Sigurborg Kristjánsdóttir frá Múla, Herdís Ásgeirsdóttir og Stefán H. Stefánsson bóka- útgefandi, sem hefir til- kynnt, að hann gefi útgáfu-j bækur sínar, um 1000 krónur að verðmæti. Finilcikamaóm* (Framh. aí 1. síðu). aðallega vegna áhaldaskorts. Má geta þess, að Ármann er um þessar mundir að festa kaup á áhöldum frá Þýzka- landi, en þau eru mjög dýr,' og munu kosta um 12—14 þús.1 kr. Mun aðstaða til æfinga1 batna mjög, er áhöld þessi koma til landsins. Úti umj land hefir áhaldaleikfimi að- eins verið stunduð á Siglu 1 firði og Seyðisfirði. Fyrsta sýning á sunnudag. Fyrsta sýning Arne Lind verður í íþróttahúsi Háskól- ans n. k. sunnudag og verður hún aðallega fyrir skólafólk. Reiknað er með að 2—3 sýn- ingar verði í Reykjavík og jafnframt nokkrar sýningar í násrenni bæjarins. I Mun hann sýna ásamt 8 fimleikamönnum úr KR, þeim Jcni Júlíussyni, Jónasi Jóns- syni, Veigari Guðmundssyni, Ingólfi Halldórssyni, Helga Jó hannssyni, Markúsi Þorvalds- syni, Herði Albertssyni og Árna Magnússyni. \ Þetta er í annað skipti, sem erlendur fimleikamaður kem ur hingað til lands, en Norð- j maðurinn Odd Boye-Nielsen 'kom hingaö 1950. I Borgfirðingafélagið heldur útbreiðslufund föstudaginn 20. þ. m. kl. 20,00 í Sjálfstæöishúsinu. — Sýnd verður kvikmynd úr Borg- arfiröi. Leikrit: Fjölskyldan fer út að skemmta sér. Bjarni Bjarnason syngur einsöng. Borgfirðingakórinn syngur. Dans. — Hljómsveit Aage Lorange. Aðgöngumiðar seldir í Skóbúð Reykjavíkur og hjá Þórarni Magnússyni, Grettisgöt’i 28. Sendum gegn péstkröfu Hafið þér athugað, að þótt þér búið úti á landi, getið þér fengið: Ljósakrónur, vegglampa, borðlampa, hrað- suðupott, pönnur o. fl., o. fl. á verksmiðjuverði. Látið því vini yðar í Reykjavík velja fyrir yður eða sendið línu. Þá munum vér senda yður vöruna um hæl í pðst- kröfu. — Málmiðjan h.L, Bankastræti 7. Sími 7777. JÖRÐ TIL SÖLU Ein af bezt setnu jörðum j Mýrdal fæst til kaups og og ábúðar á næsta vori, ef viðunandi boð fæst. Upplýsingar gefa: Jón Pálsson, Hafnarstræti 14 Rvík. og Guðlaugur Jónsson Vík í Mýrdal. Jarðarför móður minnar GRÓTJ ÞÓRÐARDÓTTUR fer fram fimmtudaginn 19. marz og hefst með hús- kveðju að heimili mínu Steinum, Bráðræðisholti. Athöfnin í Bómkirkjunni hefst kl. 2 og vcrður út- varpað Fyrir hönd vandamanna Einar Sigurðsson *AW.-.V.‘.V.V.V.V.V.-.V.VW/.‘.VV.-.W.‘.V.VA'AWW I; InniLega þakka ég sveitungu'm mjnum og öðr1- I; um vinum er heiðruðu mig með heimsóknum, góðum ^ gjöfum og og heillaskeytum á sextugsafmæ.li mínu. Ég ;■ óska ykkur allrar blessunar. £ Jón Eiríksson, Skeiðháholti. W.V.V.'.V.W

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.